Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Side 8
SÉÐ HEIM að höfuðbólinu Strönd. Strandarkirkja í baksýn. Myndin ertekin úr bæjarrústum Vindáss, nú á sjávarkambi vegna mikils landbrots. SÍÐUSTU ÁBÚENDUR Á STRÖND OG KIRKJAN í SANDAUÐNINNI EFTIR KONRÁÐ BJARNASON Þeirfeógar, Grímurog Ingimundur, endurgeróu kirkjuna á Strönd, hvor á sínum óóalsbúskap þar. Er elsta lýsing á kirkjunni til sem er frá biskupstíó Odds Einarsonar eftir aó Grímur hafói látió byggja hana upp 1624. Ljóst er eftir lýsingunni aó kirkjan hefur þá verið að mestu með blýþaki. STRANDARKIRKJA, sem Sigurður Árnason byggði 1887-88. veijir voru síðustu búend- ur á höfuðbólinu Strönd í Selvogi o g útbýlum þess eftir tíma höfðingjanna þar fyrir 1600? Framangreindri spurningu verður aðeins svarað með því að leita í þeirri blaðfestu vitneskju sem er að finna frá þremur síðustu áratugum 17. aldar. Sel- vogssveit stendur þó betur að vígi en flestar sveitir landsins á þeim tíma vegna þess að hún átti sérstæðan skáldbónda, Jón Jónsson óðalsbónda að Nesi fæddur um 1630 og dáinn 1702. Hann kvað meðal annars „Sveitabrag yfir Selvogs innbyggja, nefni- lega bændur". Dr. Jón Þorkelsson þjóðskjalavörður telur að Jón hafi ort brag þennan á bilinu 1677- 1680, með hliðsjón og samanburði á nöfnum þeim er fram koma í manntali 1681 og 1703. I brag Jóns voru búendur í Selvogi 42, þar af 7 á Strönd, en þeim hefur fækkað niður í 5 árið 1681. Þessu veldur landrof sem á upptök á Víðasandi með sandfoki austuryfir vatnslítinn eða frosinn Ósinn úr Hlíðarvatni. Talið er að landrofið hafi verið sýnilegt laust fyrir 1670. Á næstu áratugum færist upp- blásturinn stöðugt nær Strandartúni og legg- ur það af 1696. Á því ári urðu endalok bú- skapar á höfuðbólinu Strönd. Búsetu í Lamb- húsi lauk 1729 og Sigurðarhusi 1735 en þau voru útbýli austast í Strandartúni og það síðarnefnda vafalaust næst Vindástúni. Erlendur Þorvarðsson lögmaður að Strönd lést 1576, þá um áttrætt. Hann átti litríkan æviferil að baki, sem ekki verður kynntur hér á blaði. Árið 1525 kvæntist hann fyrri konu sinni, Þórunni Sturludóttur sýslumanns að Staðarfelli, Þórðarsonar. Hann hóf búskap sinn á stóreignaijörð sinni Kolbeinsstöðum í Hnappadal. Flutti hann bráðlega búsetu sína að erfðaóðali sínu, Strönd i Selvogi. Hjónaband þeirra varaði ekki lengi því Þór- unn hefur látist fyrir 1533. Þau áttu börnin Guðbjörgu og Jón. Guðbjörg var eldri, fædd 1526. Hún hefur væntanlega gifst 1548 Grími Þorleifssyni sýslumanni að Hólum í Eyjafirði. Hjónaband þeirra varð skamm- vinnt því Grímur lést fyrir 5. maí 1559. Þau eignuðust soninn Einar, siðar bónda á Strönd. Guðbjörg giftist aftur 1561 Jóni sýslumanni syni Marteins Einarssonar bisk- ups. Þau búa í Eyjafirði og eignast þar dótt- ur sína Sólveigu, sem uppkomin átti Hákon sýslumann Björnsson að Nesi við Seltjörn. Þau fluttu suður að Strönd eftir lát Erlendar lögmanns föður Guðbjargar 1576. Þar varð Jón skömmu síðar sýslumaður í Árnesþingi. Jón var yfirlætismikill höfðingi, en Guð- björg hélt vel utan um erfðaeign sína á Strönd. Einar Grímsson hefur kvænst um það leyti er þau fluttu suður á Strönd Þrúði Magnúsdóttur lögréttumanns í Djúpadal í Eyjafirði. Svo virðist sem Einar Grímsson búi sem óðalsbóndi að Strönd samtímis móð- ur sinni, svo sem í tvíbýli. Ekki er kunnugt um börn þeirra Einars og Þrúðar önnur en Grím síðar bónda og lögréttumann að Strönd og Sólveigu konu Olafs Árnasonar bónda í Gunnarsholti í Rangárvallasýslu. Á árinu 1594 andaðist Guðbjörg Erlendsdóttir og sonur hennar Einar Grímsson. Árið 1595 er Jóni Marteinssyni gert skylt að svara innistæðu Strandarkirkju, er skuli vera 22 hundruð í fríðum peningum, en var enn ógreitt 1598. Jón Marteinsson er vafa- laust farinn frá Strönd 1596, því á því ári eru „þeim unga manni“ Grími Einarssyni dæmd á Alþingi 45 hundruð í Strönd til erfða eftir Guðbjörgu ömmu sína, en Sólveigu Jónsdóttur 15 hundruð eftir Guðbjörgu móð- ur sína. En Magnús Hjaltason lögréttumaður að Teigí í Fljótshlíð hafði þá umboð Gríms, vegna þess að hann var þá giftur ekkjunni móður hans, Þrúði Magnúsdóttur. Erfðahlut- ur Sólveigar, 15 hundruð í Strönd, gekk síð- ar til sonar hennar, Sigurðar Hákonarsonar þá bónda að Breiðabólstað í Ölfusi, sem svo gaf hann Sólveigu dóttur séra Jóns Daðason- ar í Arnarbæli. Hann var svo í fyrirsvari fyrir þessum hlut í Strandaijörð þegar hann krafðist vitnisburðar Selvogsmanr.a um rekaítak kirkjunnar að Strönd 10.1. 1669, svo sem fram kom í umfjöllun um séra Grím Ingimundarson á öðrum stað. Grímur Einarsson, sonarsonur Guðbjargar Erlendsdóttur, erfðahafi að 45 hundruðum í Strönd, var fæddur nálægt 1580. Hann hefur tekið við búsforræði að Strönd um 1600 og þá kvænst konu sinni Guðrúnu Torfadóttur, prests að Gilsbakka, Þorsteins- sonar. Þau áttu eitt barn er dó ungt. Laun- barn Gríms með ástkonu sinni Katrínu Ingi- mundardóttur, líklega Bjarnasonar að Hofi í Gnúpveijahreppi, var Ingimundur, síðar lögréttumaður að Stitind. Grímur Einarsson er orðinn lögréttumaður í Árnesþingi 1631 og áfram til 1641-2. Hann var enn í fyrirsvari fyrir Strandar- kirkju 1642, en hann er dáinn fyrir 15. ág- úst 1646, en þá voru í forsvari fyrir Strandar- kirkju: Indriði Jónsson merkur bóndi í Eimu, góður skrifari og smiður ásamt Vigfúsi Jóns- syni lögréttumanni á Bjarnastöðum tengda- föður Ingimundar Grímssonar. Ekki verður betur séð en að Ingimundur, hinn óskilgetni sonur Gríms, hafi alist upp hjá föður sínum að Strönd. Hann er talinn fæddur um 1610. Hann hefur kvænst Þórelfi dóttur Vigfúsar lögréttumanns á Bjarnastöðum um 1638, hún þá innan við tvítugt, fædd um 1620. Ekki er útilokað að þau hafi hafið frumbú- skap sinn í búi tengdaforeldra að Bjarnastöð- um, líklegast þó að það hafi verið að Strönd. Ingimundur hinn óskilgetni var ekki arf- bær að eignum föður síns, en komst að þeim við lát hans eftir krókaleiðum og eignaðist allan hlut föður síns í Strönd. Hann er án vafa orðinn óðalsbóndi á Strönd á árinu 1646 þegar hann gefur Strandarkirkju minjagrip, klukku merkta „Engemundur Grímsson 1646“ og enn er hringt í Strand- ar- kirkju. Áður en lengra er haldið er rétt að geta þess að þeir feðgar Grímur og Ingimundur endurgerðu kirkjuna á Strönd hvor á sínum óðalsbúskap þar. Og er elsta lýsing á kirkj- unni sem til er frá biskupstíð Odds Einars- sonar eftir að Grímur hafði látið byggja hana upp 1624. Lýsing þessi er fornleg og flókin, en ljóst að kirkjan hefur verið að mestu með blýþaki. Á þriðja biskupsári sínu í Skálholti heimsækir Brynjólfur biskup Sveinsson Strönd og segir í vísitasíu sinni 6. ágúst 1642 eftirfarandi um kirkju Gríms, að þessi kirkja sé „byggð fyrir 18 árum, sjö stafgólf að lengd, með súð, þiljuð bak og fyrir. Þá er og getið um það blý, sem hún skal hafa áður með þakin verið“. Stóð þessi kirkja fram til 1670, því að í vísitasíu bisk- ups 22. september það ár er kirkjan sögð nýbyggð (af Ingimundi). Þá er svo fyrir mælt, að það gamla blý „skuli ganga kirkj- unni til hlífðar, hvað annars liggur hér aldeil- is ónýtt“. Það er því Ijóst að Ingimundur vill ekki nota það og þegar Þórður biskup er þar á ferð 1679 telur hann að hentugast sé að kaupa fyrir það silfurkaleik. Enn 1703 þegar sandur umlykur Strandar- kirkju og Jón biskup Vídalín er í vísitasíu að Strönd vill hann að blýinu sé komið í verð. Og enn 1723, skipar Jón biskup Árnason kirkjuhöld- urum að gera grein fyrir and- virði blýsins. Það vekur athygli, að þegar Brynjólfur biskup vísiteraði á Strönd 1670, er þess fyrst getið að land sé tekið að ijúfa á strönd, og er þá „tilsagt sóknarmönnum að halda vel uppi kirkjugarði, eftir skyldu sinni, svo kirkj- an veijist fyrir sandfjúki“. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.