Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Qupperneq 4
ur ha.fi hafL meiri áhrif á Norðlendinga heldur en áeggjan Einars. Því verður hins vegar ekki neitap að hann var lífið og sálin í félagsskapn- um. í ársbyrjun 1860 lét hann umburðarbréf, sem voru ekki ólík sveitablöðunum og fóru milli manna og bæja, ganga um sveitirnar þar sem félag um Brasilíuferðir var formlega stofnað og öllum sem vildu boðin þátttaka. Um 150-200 manns gengu í félagið. Þó að Einar hafi verið vel metinn og traustur maður er engu að síður með ólíkindum að slíkur fjöldi hafi verið tilbúinn að greiða nokkra upphæð og að menn vildu þannig staðfesta að þeir hygðust flytja í aðra heimsálfu. Allir þessir atburðir bera með sér að norð- lenskir bændur hafi verið búnir að fá sig fullsadda af lífsbaráttunni, jarðnæðisleysinu og baslinu heima á íslandi. Harðir vetur voru svo sannarlega ekki óþekktir og íslenskir bændur ýmsu vanir. Þolgæði og seigla var annað eðli þeirra sem ræktuðu jörðina í harð- býlli og óútreiknanlegri náttúru. Erfiðleikarnir þennan vetur eru þess vegna ekki einir og sér nægjanleg skýring á þeim mikla fjölda sem tilbúinn var að fórna öllu og leggja af stað út í óvissuna. Jarðnæðisskortur og ofsetið land var örugglega hluti af skýringunni en einnig nýir straumar og stefnur bæði í stjórnmálum og hugsunarhætti. Þrátt fyrir að íslenskir framleiðsluhættir og samfélagsskipan hafi í raun verið sú sama um aldir voru breytingar handan við hornið. Um alla Evrópu var iðnbylting hafin. Breytt þjóðfélag kallaði á breytta lífssýn og um alla álfuna voru gerðar uppreisnir og byltingar, sem kannski hófust með amerísku byltingunni og frönsku stjórnarbyltingunni á 8. og 9. ára- tug 18. aldar. Hugmyndir upplýsingarmanna kölluðu á nýjar skilgreiningar á manninum og stöðu hans í samfélaginu, frelsið var honum mikilvægast og þjóðernishreyfingar urðu til. Eftir byltingu í Frakklandi árið 1830 ákvað danski konungurinn að stéttaþing skyldu stofnsett í ríki hans og þar myndaðist vett- vangur pólitískra hreyfinga. Baldvin Einars- son setti fyrstur fram kröfuna um sérstakt stéttaþing Islendinga árið 1832 og má segja að nokkur sigur hafi unnist í þeirri baráttu með endurreisn Alþingis árið 1843. Andrúms- loft 19. aldarinnar var því þrungið nýjum hugsjónum frelsis og lýðréttinda, sjálfstæðis- málið var það einasta afl sem sameinaði ís- lendinga á þeim erfiðu tímum*sem í hönd fóru. Umburðarbréf Einars varð fljótt á allra vörum, sérstaklega eftir að Sveinn Skúlason ritstjóri Norðra komst yfir það og birti það í heild sinni í blaði sínu ásamt nokkrum athuga- semdum, án samráðs við Einar. Sveinn sakaði höfundinn um ólýðræðislega tilburði því hon- um fannst athugavert að einn maður skyldi senda bréf þar sem krafist var töluverðs fjár frá félagsmönnum, án þess að þeir vissu hversu miklu þyrfti að kosta til. Sveini fannst það sérstaklega ósanngjarnt þar sem ekki var gert ráð fyrir að þeir sem hættu við fengju endurgreitt. Hann vildi auglýsa málið í dag- blöðum og halda almennan fund þar sem það væri kynnt og nefnd Jkosin til að sjá um fram- kvæmdina. Að lokum fannst Sveini ósann- gjarnt að þeir sem gengju ekki strax í félagið þyrftu að greiða meira en hinir sem tækju áskorun Einars samstundis. Einar svaraði Sveini ritstjóra mánuði seinna og bar hönd fyrir höfuð sér. Honum fannst Sveinn hafa brotið á sér með því að prenta bréfið og taldi hann hafa átt að sjá sóma sinn í því að láta sig í það minnsta vita. Einar staðhæfði að hann hefði skrifað bréfið fyrir beiðni nokkurra kunn- ingja sinna, sem áhuga höfðu á vesturferðum, og gagnrýndi Svein mjög fyrir að gera sig tortryggilegan í augum lesenda. Gagnrýni Sveins var í anda nýrra tíma. Hann taldi lýð- ræði hina eðlilegu aðferð í samtökum fólks og gagnrýnin lýtur ekki að ferðalaginu sjálfu heldur að skipulaginu. Það sem kemur þó mest á óvart \ svari Einars er sú heift sem þar má finna. í raun var bréfið ein allshetjar skammarræða sem átti lítið skylt við gagnrýni Sveins. Einar benti á að ástandið í landinu væri síður en svo gott og ekki væri von á bjartari tímum. Hann minnti lesendur á fjárkláðann og fyrirætlanir stjórnvalda um að flytja Isjendinga burt eins og skynlausar skepnur og setja niður í órækt- ina á Jótlandsheiðum. Einar taldi ekki nema eðlilegt að menn hugsuðu sér til hreyfings, nákvæmlega eins og forfeður okkar gerðu er Haraldur hárfagri fór um Noreg með ofríki. Hvað skal gera „þegar þjóð vorri er synjað um hin helgustu rjettindi og álit og vilji al- mennings í málum, sem landinu eru í mesta máta áríðandi, virt að vettugi, og landið fyrir þetta komið á bartn glötunarinnar?" Skrif Einars miða í raun að því að rökstyðja Vesturheimsferðirnar með_ vísun til sjálf- stæðisins og ævafornri ást íslendinga á frels- inu. En um leið eru þau vísbending um að Brasilíuförunum hafi verið legið á hálsi fyrir að svíkja land og þjóð með brottflutningi sín- um. Þessar skoðanir voru angi af nýjum hug- myndum um þjóðfrelsi, sem áttu rætur að ÞINGEYSKUR bær á síðustu öld: Þverá í Laxárdal. Ljósm.Páll Jónsson. IHUGUM flestra eru vesturferðir íslend- inga tengdar seinni hluta 19. aldar. En rætur þeirra lágu þó dýpra því að fyrstu íslendingarnir til að setjast að vestan hafs fóru skömmu eftir miðja öldina. Brottflutningur þeirra átti sér þó sínar skýringar því að flestir þeirra voru Vestmannaeyingar sem nýlega höfðu tekið mormónatrú. Þessir upp- hafsmenn að Ameríkuferðum Islendinga fóru á ailt öðrum forsendum en þeir sem síðar fylgdu í kjölfarið. Ástæður þeirra má fyrst og síðast rekja til trúarlegra atriða, en í Utah í Bandaríkjunum var nýlenda mormóna og þangað fóru flestir af fyrstu vesturförunum. Skömmu síðar gerði almenningur sínar fyrstu tilraunir til útflutnings. Upphaf þeirra má rekja til vetrarins sem sameinaði árin 1859 og 1860. Til að átta sig fyllilega á ástæð- um vesturferðanna er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir íslensku þjóðfélagi um og eftir miðja 19. öld. Sýn samtíðarmanna á eigið þjóð- félag var einföld. Stéttirnar voru aðeins þijár: Embættismenn, klerkar og bændur. Vista- bandið, sem lögbundið var með Piningsdómi 1490, skyldaði alla til að ráðast í vist og kom þannig í veg fyrir myndun þéttbýlis við sjávar- síðuna, um leið og það tryggði bændum ódýrt vinnuafl. Bóndi er bústólpi, bú er iandstólpi og allir stefndu að því að verða bændur. Fram- leiðslugeta landbúnaðarins réð lífsskilyrðum landsmanna. Ef framleiðslan jókst ekki til jafns við fólksfjölgun kom óhjákvæmilega að því að einhverjir yrðu undir; maðurinn með ljáinn heimsótti jafnvel suma. Þegar íbúafjöldi landsins nálgaðist 50.000 íbúa varð eitthvað að láta undan. Á 18. öld var eins og náttúran vissi þetta betur en mennirnir því í hvert skipti sem Islendingar nálguðust 50 þúsundamarkið dundi yfir þá hallæri eða sóttarfaraldur af einhveiju tagi. Hrikalegustu hamfarir náttúr- unnar voru eflaust móðuharðindin 1783- 1786, en þau mörkuðu líka endalok harðind- anna. Eftir þau fjölgaði íslendingum stöðugt og rétt áður en mormónarnir úr Vestamanna- eyjum fluttust búferlum vestur yfir Atlantshaf fæddist íslendingurinn sem fyllti sextugasta þúsundið. Á fyrri hluta 19. aldarinnar var veðurfar gott og ytri skilyrði almennt hagstæð og án hjálpar náttúrunnar voru þessar hæglátu fólksfjöldabreytingar ekki mögulegar. Byggð teygði sig lengra inn á hálendið og jörðum var deilt niður í smærri einingar. Sennilega hefur hinn dæmigerði íslenski bóndi ekki skynjað þessa þróun, en hann hefur örugglega fundið fyrir auknum jarðnæðisskorti. Fólks- fjölgunin var farin að segja til sín. Veturinn 1859-1860 var boðberi nýrra og erfiðari tíma. Bændur urðu fyrir þungum bús- ifjum og svo virðist sem þeir hafi ekki einung- is misst búpeninginn, heldur einnig trúna á að úr myndi rætast. Nokkrir þingeyskir bænd- ur hittust á Einarsstöðum í Reykjadal síðla árs 1859 í því skyni að stofna með sér sam- tök til að komast af landi brott. Svo vill til að hugmyndir um Grænlands- flutning virðast á síðari tímum hafa flækst inn í atburðarásina. Forsaga málsins er sú að ÞINGEYINGAR HYGGJA • • A BRASILIUFOR EFTIR BJÖRGVIN SIGURÐSSON í ÁRSBYRJUN 1860 lét Einar í Nesi umburðarbréf ganga um sveitirnar þar sem félag um Brasilíuferðir var formlega stofnað og öllum sem vildu boðin þátttaka. Um 150-200 manns gengu í félagið. Sigurður Breiðfjörð hafði skrifað afar fagrar lýsingar af Grænlandi og fýsti því marga að komast þangað. Ekki er þó víst að fundar- menn á Einarsstöðum hafi einungis ætlað að ræða Grænlandsferð. Hitt er ljóst að Einar Ásmundsson í Nesi kom á fundinn og benti hann þeim sem fýsti til Grænlands á að lítil fyrirhyggja væri að fara úr köldu landi í kald- ara. Hann stakk upp á að Þingeyingar stefndu til Brasilíu, en Einar mun hafa kunnað hrafl í portúgölsku og viðað að sér nokkrum upplýs- ingum um landið. Hugmynd hans varð ofan á og eftir það varð hann óopinber leiðtogi hópsins. I augum 20. aldar manna hljómar staðarv- al Þingeyinganna nokkuð undarlega. Brasilía er enn í dag sveipuð hulu dulúðar og fjarlægð- ar. Þetta á sér þó eðlilegar skýringar. Eins og fyrr sagði kunni Einar í Nesi hrafl í portúg- ölsku og einnig nokkuð í þýsku. Á þessum árum reyndu Brasilíumenn mjög að Iaða inn- flytjendur frá Evrópu til landsins. Mesta áherslu lögðu þeir á Þýskaland og frá hafnar- borgum Þjóðveija fóru gufuskip full af væntanlegum Brasilíumönnum áleiðis til fyrir- heitna landsins. Nokkuð hefur verið rætt og ritað um hlutverk Einars í samtökum Brasilíuf- ara og hefur hann á stundum verið sakaður um að hafa reynt að tæla menn til utanfarar. Líklegra er þó að harðíndi og jarðnæðisskort- 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/tlSTIR 22. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.