Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 13
HRAUN runnu síðast yfir Heiðmörk um landnám, en tvö yngri hraun eru sunnan við Hafnarfjörð. RAUÐHÓLARNIR, eða það sem eftir er af þeim, sjást hér að baki, en þeir urðu til við gufugos þegar Elliðaárhraun rann út í Elliðavatn hið forna. VÍFILSFELL er hvassbrýnt vegna þess að það er ungt, ekki þó yngra en 20 þúsund ára. ísaldarjökull hefur ekki náð að skafa út brúnir þess. okkur þar sem við sátum og sötruðum kaff- ið á veröndinni við Litlu Kaffistofuna. „Það er merkilegt" sagði Þorleifur, „að þetta hraun hefur síðan runnið í örmjóum farvegi niður brekkuna hjá Lækjarbotnum, nákvæm- lega á sama stað og vegurinn liggur. Brekk- an sú hafði orðið til fyrir um 100 þúsund árum, þegar gos hefur orðið í Lyklafelli, smáfelli norðvestan við Sandskeið. Þar eru merki um eldstöð, en hraunið hefur runnið skammt og myndað háa hraunbrún hjá Lækjarbotnum og þaðan í norður.“ Neðan við Lækjarbotna hefur hraunið dreifst yfír grunnan slakka; yfirborð þess til- tölulega slétt undir túninu á Gunnarshólma og niður með Hólmsánni. Sunnan við veginn rísa þó nokkrir sérkennilegir hraunhólar upp úr flatneskjunni og þegar betur er að gáð, sést að þeir eru eins og kramarhús, að hluta holir að innan og jarðfræðingar nefna þá hraundrýli. Þetta eru ekki smágígar þótt svo gæti virzt. Þorleifur segir að gas sen. mynd- azt hafi undir hraunrennslinu, hafi leitað þarna upp og þá urðu þessar stiýtur til. Þegar gasið komst í snertingu við súrefni loftsins hefur orðið til blár gaslogi og má sjá að hit.inn hef- ur verið slíkur að hraunið á börmum strýtanna hefur bráðnað og lekið niður. „Lítið eitt neðar hefur hið forna Elliða- vatn verið“ segir Þorleifur, og þegar hraun- ið rann út í það varð gjallmyndun og við það urðu Rauðhólarnir til.“ Hraunstraumur eftir farvegi Ellióaánna. Suðurlandsvegurinn liggur á þessu hrauni ofan frá Litlu kaffistofu og þar til kemur yfir brúna á Hólmsá og síðan aftur á kafla lítið eitt norðaustan við Rauðhóla. Þetta hraun rann ekki yfir Heiðmerkurhraunin; þau eru yngri. En það er auðvelt að sjá það fyrir sér, að Suðurlandsvegurinn yrði heldur ógreiðfær ef sagan endurtæki sig. Eftir að hraunið hafði fyllt það sem Þor- leifur kallar hið forna Elliðavatn, var það nægilega þunnfljótandi til þess að geta enn runnið langa leið. Það náði í slakkann þar sem farvegur Elliðaánna er og hraunstraum- urinn hefur á köflum ekki verið mikið breið- ari en áin er nú. Af Höfðabakkabrúnni sést vel að hraunið er þar í þröngum farvegi árinnar og með hraunreipum á langri klöpp í miðjunni. Það er síðan kunnara en frá þurfi að segja, að hraunstraumurinn hélt áfram niður farveg Elliðaánna og lengst náði hann út í Elliðavog. Hraunrennsli eftir landnám Síðustu 4.600 árin hefur ekki runnið hraun til Reykjavíkur, eða inn á það svæði sem nú er byggt. Aftur á móti eru enn yngri hraun í næsta nágrenni. Hólmshraun heitir það sem síðast rann yfir Heiðmörk; það yngsta frá því um landnám. Segja má að það sé rétt utan við túngarðinn. Þorleifur telur að það Elliðavatn sem við þekkjum núna, hafi fyrst orðið til við hraunstíflu sem myndaðist í þessu allra síðasta gosi ofan við Reykjavík, svo og af stíflu Rafmagn- sveitu Reykjavíkur 1921, þegar Elliðaárnar voru virkjaðar. Ef við teygjum Reykjavíkursvæðið suður að Straumsvík, hefur það tvívegis gerst eftir landnám, að eldur varð uppi undir Undirhlíðum ofan Hafnarfjarðar. Hraun- rennslið náði inn á svæði þar sem nú er byggt, eða verið að undirbúa byggingar. Það eldra, sem menn telja að sé frá um 950, er Hellnahraun sem rann yfir Hvaleyr- arhraun á mjórri spildu meðfram Hvaleyrar- holti, en náði ekki alveg til sjávar. Þessi hraunrimi er eins og hraun geta orðið feg- urst og myndrænust og sorgleg skammsýni er það að Hafnfirðingar eru nú að mylja þennan náttúrufjársjóð undir byggingar. Yngsta jarðmyndunin á höfuðborgar- svæðinu segir Þorleifur Einarsson að lokuni að sé líklega frá árinu 1151, þegar Kapellu- hraun rann út í Straumsvík á svo mjórri spildu, að samsvarar nokkurnveginn lengd álversins. Þetta er síðasta hraunið í nánd við Reykjavík sem runnið hefur út í sjó eftir að land byggðist og hefur þá heldur betur girt fyrir samgönguleiðina á landi suður með sjó. GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR ORÐANNA STRAUMUR Stundum er eins og allt hafi verið sagt áður einhvern tímann einhvern veginn til einhvers. Hvert orð, hver setning berst út í strauminn endalaust... En hugmyndin nýfædd er stökk og hugsunin ber hana fram myndaferlið finnur sér farveg um síðir. Myndar orð falla á veginn marka þar spor. Ef jörð er grýtt er erfitt um vik fá orðin ná að hola steininn. En sé jarðvegur fijór móta orðin mark sitt um ómunatíð. Stundum er eins og allt hafi verið sagt áður. Höfundur er menntaskólakennari. AUÐUNN BRAGI SVEINSSON HVAÐ ER LÍFIÐ? Lífið er Ijósblik og myrkur, lífið er sæld og kvöld, fegurð oghljómur, fagnaðaróm- ur, feigð og margs kyns böl. Endar hver ævinnar saga ætíð á líkan veg. Hvað er í sjóði? Hver er minn gróði? Hvaða leið fer ég? Lífið er geislandi gleði, grátur og harmatár, heiðríkjudagur, heillandi fagur; himinn kólgugrár. Skiptast á byljir og blíða; breytileg veröldin er. Hvað er í sjóði? Hver er minn gróði? Hvað er líf mitt hér? - Lífið er leikur og sæla, lífið er þraut og fár, vonanna bjarmi, brosin á hvarmi, beisk og sollin tár. Fallvölt er frægðin og gengið, flestir þó leiti því að. Hvað er í sjóði? Hver er minn gróði? Hvort ég hreppi það? Höfundurinn er kennari ó eftirlaunum. LEIÐRETTING í ljóði Sveins Auðunssonar, I Pére Lachaise garðinum, sem birtist í Lesbók 8. nóv. sl. er villa í annarri ljóðlínu í síðasta erindi: „um sumar - mitt í júní - en þá er stundum heitt“. Þessi ljóðlína er rétt þannig: „um sumar mitt - í júlí -en þá er stundum heitt“. Leiðréttist þetta hér með. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 1997 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.