Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 16
MEÐ LEIRIVOSUNUM Þjálfaóar hendur, falleg form og notagildi. Þrjú grundvallaratriði hjá Helga Björgvinssyni, íslenskum leirkerasmið í Gautaborg í Svíþjóð. Frá því fyrir fjórum árum hefur Helgi rekið vinnustofu og verslun í miðbæ Gautaborgar með góðum árangri. ANN SOFIE AXELSSON fór í heimsókn til Helga. HELGI Björgvinsson leirke- rasmiður er, ef svo mætti segja, fæddur með leir í vösunum eða kannski í blóðinu. Pabbi hans, Björgvin Kristófersson var sjálfur lengi starfandi leirkerasmiður, meðal annars í fyrirtækinu Funa, sem hann rak með bróður sínum Hauki og hefur það haft mikil áhrif á Helga. Strax sem bam fór Helgi að hjálpa föður sínum á verkstæðinu. „Þá voru þeir með svona litla límmiða, vömmerkismiða með nafni fyrirtækisins. Við fengum að sleikja límmiða og láta á, fyrir r-fímm aura stykkið. Það var ansi fínt að hoppa inn í einn klukkutíma og skella nokkmm miðum á og fá nokkra fímmeyringa," segir Helgi. Þegar Helgi var orðinn eldri fékk hann önnur verkefni hjá pabba sínum: hann renndi, málaði og lærði að nota tnismunandi gleij- unga. „Öll þessi vinna sem ég vann með pabba á sínum tíma í hans fyrirtæki er náttúrlega gmnnurinn að því sem ég er í dag,“ segir Helgi með þakklæti. „Pabbi er ákaflega krítískur og hans gagn- rýni er góð. Gagnrýni allra annarra er líka góð, en pabbi hefur alltaf þetta extra fína.“ Sem unglingur fór Helgi í Iðnskólann í Reykjavík og þar ákvað hann fyrir alvöru að feta í fótspor föðurins. Að skólanum loknum, árið 1975, stofnaði Helgi sitt eigið fyrirtæki sem hann rak í fjórtán ár. I byijun var hann með vinnustofu í Ármúla 7 en flutti síðan vinnustofuna til Kópavogs. Síðustu árin á íslandi rak Helgi vinnustofuna heima hjá sér í einbýlishúsinu við Hólaberg í Breiðholti. „Það var mjög þægilegt að koma sér í vinn- una. Ókosturinn við þetta er að maður er eiginlega alltaf að vinna. Kosturinn er aftur á móti stærri en ókosturinn. Það er stutt að fara í vinnu; maður getur slitið vinnudaginn svolítið í sundur. Þegar bömin eru ung er þetta alveg kjörið dæmi þar sem það er alltaf einhver heima til að taka á móti þeim þegar þau koma heim úr skólanum. Maður fínnur það að öryggið hjá bömunum verður miklu meira.“ Til liós vió Volvo Helgi er kvæntur Hönriu Nielsdóttur og eiga þau tvö uppkomin böm; Steinunni Vöfu, 20 ára og Björgvin, 19 ára. Árið 1989 fékk Hanna, sem lengi var búin að vinna á Hótel Esju í Reykjavík, þá hugmynd að fara í nám í hótel- og veitingarekstri. Eftir nokkra leit kom hún auga á Hótel- og veitingaskólann í Gautaborg þar sem góðir möguleikar vom til frámhaldsmenntunar. í ágúst 1989 fóm Helgi og fjölskylda til Gautaborgar. Hanna hóf sitt nám, börnin fóm í skóla og Helgi, sem var búinn að loka fyrirtækinu heima, byijaði að leita sér að vinnu. I nóvember sama ár fékk Helgi starf hjá Volvo verksmiðjunni í Gautaborg. Þar vann hann í hurðadeildinni og var starfið frekar langt frá list og nýsköp- un. Af tilviljun gafst honum þó tækifæri til að fara aftur að stunda leirkerasmíði, þar sem Volvo fyrirtækið bauð upp á leirkeraverk- stæði fyrir starfsfólkið til afnota eftir vinnu. Á verkstæðinu vom rennibekkir, leirbrennslu- ofn, leir og gleijungar og þangað komu marg- ir starfsmenn sem höfðu áhuga á leirlist. Það sem þó vantaði var einhver sem gat leiðbeint fólki í leirkerasmíði. Helgi var þess vegna beðinn um að halda námskeið fyrir vinnufé- lagana og varð þetta strax mjög vinsælt nám- skeið. Eftir þijú ár í verksmiðjunni var Helgi Morgunblaðið/Ann-Sofie Axelsson AÐ VINNA lengi við hvern hlut er ekki aðferð Helga. Hann vinnur hratt og rennir auðveldlega 50 könnur á klukkutíma. búinn að fá nóg af tilbreytingarlausri vinn- unni og langaði að snúa sér aftur að listinni. Þegar Volvo þurfti að fækka starfsfólki ákvað Helgi að grípa tækifærið og flytja sig frá færibandinu til rennibekksins. Hann fór að leita að húsnæði til að geta framkvæmt áætl- un sína þ.e.a.s. að stofna fyrirtæki og halda áfram sem leirkerasmiður. Helgi fann rúm- góðan og bjartan sal í miðbæ Gautaborgar og hóf undirbúning til að geta hafíð starfsem- ina. Meðal annars hafði hann samband við atvinnumiðlunina til að fá fjárhagslegan stuðning til að stofna eigið fyrirtæki. Hann lagði fram hugmynd sína um vinnustofu og búð í þessum sal í miðbænum. Hugmynd Helga vakti þó litla hrifningu hjá sérfræðing- um atvinnumiðlunarinnar. „„Leirkerasmiður? Það er enginn leirkera- smiður í Gautaborg sem getur lifað af starfi sínu,“ voru viðbrögðin. En þeir hafa ekki hugmynd um hvað ég get. Ég hafði lifað af mínu starfi í 260.000 manna þjóðfélagi - og gat lifað góðu lífi. Af hverju ætti ég ekki að geta lifað af starfinu hér? Bara í Gautaborg býr hálf milljón rnanna," segir Helgi með ákveðnum svip. Atvinnumiðlunin í Gautaborg taldi hug- mynd Helga vera vonlaust dæmi og vildi þess vegna ekki hjálpa honum. „En íslendingurinn lætur ekkert hindra sig. Það var bara að byija. Ég var búinn að taka þennan sal á leigu áður en ég fór að tala við þessa karla,“ segir hann og brosir. í ársbyijun 1993 tók Helgi við salnum í miðbæ Gautaborgar og stofnaði fyrirtækið HB Keramik. Hinum megin við götuna stend- ur Dómkirkjan. „Leigan fyrir salinn er rúmar 70.000 íslenskar krónur á mánuði, að skattin- um frádregnum. En leigan er þess virði," segir Helgi. „Ef maður ætlar að lifa af þessu starfi, verður maður að vera í miðbænum, maður verður að vera þar sem fólkið er. Það þýðir ekkert að vera í einhveiju úthverfi." Ööruvisi vinnuaðstæóur Vinnuaðstæðumar í Gautaborg eru allt öðmvísi en heima í Reykjavík þar sem Helgi vann heima hjá sér og tók á móti pöntunum gegnum síma. Framleiðslan var ekki heldur eins ijölbreytt og hún er í dag. Hann bjó til fáa hluti, mest könnur og diska, en gerði mörg eintök af hverri gerð. Núna býr hann til alls konar hluti, könnur og diska eins og venjulega, en líka lampafætur, skálar og blómavasa. „Hérna er ég með opna verslun og stóra glugga. Ég er við rennibekkinn svo að fólk getur horft á mig vinna. Það er allt svo opið og ég er með miklu fleiri liti í framleiðslunni og get tekið fleiri pantanir. Ég er í svo miklu nánari samvinnu við viðskiptavinina. Það ger- ir starfið svo lifandi og skemmtilegt." Helgi tekur á móti pöntunum og býr gjarn- an til leirmuni að ósk viðskiptavinanna. Hann er listamaður með sérstakan stíl, en lætur það þó ekki koma í veg fyrir aðalmarkmiðið sem er að búa til fallega hluti sem fólk langar í og getur notað. „Hér eru mjög margir sem koma inn og biðja um matardiska - stóra matardiska. Og, jú, jú ég býð upp á það. Ég veit að ég get búið þá til eins og að þeir séu verksmiðjufram- Ieiddir. Þeir staflast upp 100 prósent. Ég veit að það er enginn annar sem nennir að búa þá til, margir eiga erfitt með að rerina þá, svo ég býð upp á það, segir Helgi. „Þegar maður hefur vinnustofu svona í AFTUR ÞÝTT - III. GREIN I þrióju grein sinni um íslenskar bókmenntir á dönsku fjallar ÓRN OLAFSSON um verk eftir Halldór Laxness og yngri höfunda og víkur einnig að Ijóöaþýöingum. AMILLISTRÍÐSÁRUNUM virðist nokkuð tilviljana- kennt hvað þýtt er úr ís- lensku á dönsku, með einni undantekningu. Við rekumst á eina bók eftir Guðmund Friðjónsson, sem þá var áberandi höf- undur á íslandi, þ.e. smá- sagnasafnið Sólhvörf: (Solhverv og andre fortællinger) 1927. , En nú ber mest á því, að farið er að birta verk Halldórs Laxness á dönsku, fyrst 1934, og eftirfarandi hálfa öld koma nær allar bækur hans út á því máli, skömmu eftir að þær birtust á íslensku. Gunnar Gunnarsson varð fyrstur til að þýða bók eftir Halldór á dönsku, en það var Salka Valka. Raunar er skondið að sjá hverju Gunnar sleppti við þýðinguna, en það er nær upp- hafi sögunnar, hugsanir kýrinnar, þegar hún sér Sölku Völku (í lok 6. kafla), „Kýr- in [...] hætti að sleikja gömlu konuna og fór aftur að gjóta augunum til Sölku Völku, því hún var að hugsa um það hve gaman væri ef nú væri kominn gróandi, og hún komin út á víðan völl, og þar skyldi þessa stelpu bera að af hendíngu: þá mundi nú vera gaman að hlaupa hana uppi og reka í hana krúnuna og þeyta henni svosem fjóra fimm faðma útí loftið. Seinast gat hún ekki orða bundist yfir þessum draumi og sagði með sinni lundstirðu djúprödd eitthvað á þá leið Halldór Laxness að sú litla skyldi bara bíða við til vorsins.“ Þetta hefur Gunnari líklega þótt of langt gengið frá allri raunsæishefð. En þetta er fyrirboði þess hvernig Sölku er síðar tekið af krökkunum í þorpinu, og forboði annarra áfalla hennar þar, og fer að mínu mati vel á því að hafa það í þessu fáránlega spaugi, fjarri allri viðkvæmni. Jakob Benediktsson þýddi svo bækur Hall- dórs næsta aldarfjórðunginn, frá og með Sjálf- stæðu fólki, sem birtist á dönsku þegar á árunum 1935-6. Síðar tóku við Helgi Jónsson og Erik Sonderholm. það er ekki aðeins að magni sem Halldór Laxness yfirgnæfði alla íslenska höfunda í Danmörku þessa áratugi. Margvottaðar eru vinsældir bóka hans og hve virtur og áhrifaríkur höfundur hann var, einn- ig þar. Skáidsögur hans hrifu helsta bók- menntafólk Dana, en ritgerðir hans og ferðabækur líka, ekki síst Gerska ævintýrið, 1939. Þótt ótrúlegt megi virðast, þá eru vitn- isburðir um að einnig í Danmörku var Halldór áhrifamesti málssvari Stalíns, miklu fremur en þeir virtu rithöfundar sem danski kommúni- staflokkurinn átti á að skipa; Hans Scherfig, Hans Kirk og fleiri. Uppgjör Halldórs við sta- línismann, Skáldatími, birtist svo líka á dönsku - og á fleiri málum - ári eftir útkomu á ís- lensku, og var endurprentuð hvað eftir annað. Líklega hafa þeir Halldór, Gunnar, Krist- mann og Kamban þótt fullnægja þörfum dansks bókamarkaðar fyrir íslenskar bækur á árunum milli stríða. Aðrir íslenskir höfund- ar virðast ekki hafa birst á dönsku fyrr en eftir seinni heimsstyijöld. Sjálfsagt var lýð- veldisstofnunin tilefni þess að út kom þýtt smásagnasafn 1945; Islandske noveller. Þar eru sögur eftir Einar Kvaran, Jón Trausta, Þorgils gjallanda, Guðmund Friðjónsson, Gunnar Gunnarsson, Guðmund Hagalín, Halldór Laxness og Halldór Stefánsson. Einnig áratugina eftir seinni heimsstyijöld birtist fátt íslenskra bóka, fyrir utan verk Halldórs Laxness. Eftir Guðmund Hagalín birtist Móðir ísland 1947, eftir Guðmund Daníelsson Á bökkum Bolafljóts 1949, en tvær síðar, Húsið 1966 og Sonur minn Sin- fjötli 1968. íslenskur aðall Þórbergs birtist 1955 undirtitlinum Undervejstil min elskede, annað hefur ekki komið eftir hann. Einna heimsfrægastur allra íslenskra rithöfunda og 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.