Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 14
 i „HVE LENGI við höfðum verið á lofti þegar fjandinn sjálfur losnaði úr læðingi og flugvélin tók að prjóna og ausa, man ég ekki lengur. Eitt augnablik reis hún að framan, en stakkst sfðan á endann og rann út til hliðanna til skiptis. Stundum var sem hún rækist á steinvegg". Mynd: Árni Elfar. Á SKRÖLTANDI FLUGVÉL- ARGARMITIL ÍSLANDS EFTIR TOMAS HOLTON Flugvélin ieit úteins og hún hefói verió skotin niður nokkrum sinnum. Enginn úr áhöfninni hafði ---------------7--------------------------- ---------- áóur komið til Islands. Meó fluginu vakti ekki annað ________fyrir þeim en að ná sér í flugtíma til aó_____ viðhalda réttindum sínum. RÁ því ég fór í flugferðina, sem hér verður lýst, hef ég farið 3.000 II til 4.000 flugferðir og mörg hund- ■■■ ruð þeirra voru með Loftleiðum, Flugfélagi íslands og Flugleiðum. Aðeins sumir af áhöfnum þessara félaga hafa flogið á þeirra vegum fleiri ferðir en ég. Þrátt fyrir það var þó fyrsta flugferð mín til íslands sú, sem ég gleymi síðast, en hún var alls ekki farin með íslensku flugfélagi. Ég hafði kynnst stúlku í Kalifomíu, sem voru mínar heimaslóðir, og kvænst henni árið 1957. Hún var af íslensku bergi brotin. Um þær mundir var ég yfirmaður á flugvélamóður- skipi í Kyrrahafsflotanum, þar sem ég starf- , aði í fimm ár. Loksins, seint á árinu 1959, !var ég færður til og sendur til þess að gegna skyldustörfum í landi á austurströnd Banda- ríkjanna í ríkinu Maryland. Haustið 1960 fór konan mín í heimsókn til íslands ásamt tveim ungum bömum okkar. Ég ákvað að fara á eftir henni, ef ég gæti 3 fengið far mér að kostnaðarlausu með herflug- 6 vél. Væri sæti laust í slíkum vélum gat maður fengið að fljóta með án endurgjalds. Eg fór út á McGuire-herflugvöllinn í New Jersey til þess að krækja mér í far. Heppnin var með mér. Flugvél var að leggja af stað til íslands eftir skamma stund og þar var nóg pláss. Ég hélt að ég hefði verið heppinn þar til ég sá flugvélina. Hún var það mesta hrúgald af slitnum og beygluðum brotamálmi, sem nokkru sinni hafði kallast flugvél. Þetta var DC-4 af óljósum árgangi, og hafði verið uppá sitt besta á fjórða áratug aldarinnar. Hún leit út eins og hún hefði verið skotin niður nokkr- um sinnum í heimsstyijöldinni síðari. Hinn j’ stolti eigandi að þessum ruslahaug samkvæmt skráningu reyndist vera varalið sjóhers Banda- V ríkjanna. IHjá flugvélinni hitti ég áhöfnina, fjóra menn, og við skreiddumst um borð. Þeir voru ; allir á svipuðum aldri og ég, en ég var þá tuttugu og átta ára gamall. Þeir voru á leið ?„ til íslands og höfðu hreint ekkert innan borðs, engan farm, enga farþega nema mig. Með fluginu þangað vakti ekki annað fyrir þeim, en að ná sér í meiri reynslu, þ.e.a.s. flugtíma, til þess að viðhalda réttindum sínum. Þeir voru allir helgarstríðsmenn, sjómenn í varaliði sjóhersins. Hvorki flugstjórinn né aðstoðar- flugmaðurinn höfðu nokkru sinni áður flogið flugvél með fleiri hreyfla en einn. Þeir höfðu verið þotuflugmenn á flugvélamóðurskipi. Hvað hinir höfðu afrekað veit ég ekki. „Hvers vegna til íslands?" spurði ég. „Enginn okkar hefur komið þangað áður,“ svöruðu þeir, „svo okkur datt í hug að skreppa þangað." Það fólst mikil hughreysting í þessu svari, en hvað um það, ég var kominn um borð og búinn að koma mér fyrir í heldur þröngu auka- sæti til þess að sitja þar svo lengi sem ferðin entist. Þetta var einnig mín fyrsta flugferð til Is- lands, en ég hafði nýlega lesið hrollvekjandi metsölubók, sem bar heitið „Fate is the Hunt- er“, eftir Ernest K. Gann. Þar er langur kafli, sem fjallar um flugferð til íslands á stríðsárun- um í hræðilegu óveðri, og er nú orðinn sígild- ur. Aðeins snilldarleg útsjónarsemi og ómæld- ur stuðningur heilladísanna gerði þeim kleift að lenda á síðustu bensíndropunum. Mig óraði ekki fyrir því þá, hve lestur þessarar bókar myndi koma mér að miklu gagni næsta sólar- hringinn. Hans vegna þekkti ég lítillega til þess, áður en við hófum okkur til flugs, hvern- ig það er, að fljúga inn í íslenskt stórviðri í gamalli flugvél. Um leið og við vorum komnir á loft komu fleiri vandamál í ljós. Hávaðinn frá hreyflunum var skelfilegur í tómri vélinni. Enn ógnvæn- legri voru skellirnir, skröltið og hin óhljóðin í vélinni. Ekki veit ég hvaðan öll þessi hljóð komu. Hver einasti hlutur í þessari vél skrölti og hávaðinn varð að ærandi hljómkviðu. Þú gast ekki einu sinm heyrt þínar eigin hugsan- ir hvað þá annað. Áhöfnin varð að skiptast á skriflegum skilaboðum og gilti það jafnt fyrir flugstjórann sem og aðra. Lengi vel gekk ferðin greiðlega þrátt fyrir allan hávaðann. Þar til rétt suður af Nýfundna- landi að við lentum í fyrsta storminum. Flug- vélin hentist til og frá, en þetta var þó aðeins smjörþefurinn af því, sem koma skyldi. Við höfðum átt að lenda á Gander, en völlurinn var lokaður vegna veðurs svo við héldum áfram samkvæmt fyrirmælum til Gæsaflóa á Labrador. Við höfðum farið snemma frá McGuire-flug- velli svo myrkur var ekki skollið á þegar við komum til Gæsaflóa. Mér er það ráðgáta hvers vegna við höfðum ekki lengri viðdvöl þar en rétt til þess að renna úr kaffibolla. Ég var áheyrandi að því, að einhver náungi ráðlagði flugstjóranum að halda ekki áfram til íslands um kvöldið. Veðurspáin fyrir flugleiðina var vægast sagt hræðileg. En hinn ungi flugstjóri brann í skinninu að komast af stað og honum héldu engin bönd. Við fórum í loftið í myrkri um miðnættið og héldum af stað áleiðis til íslands. Ég man ekki lengur hve lengi við flugum í minniháttar ókyrrð. Ég man hins vegar að ég stóð við hliðina á siglingafræðingnum og fylgdist með því, sem hann var að gera. Hann kunni bara alls ekki neitt! Hann var þjálfaður fyrir siglingar á höfum úti. Sjálfur var ég þjálfaður og reyndur siglingafræðingur, en hafði auk þess kynnt mér lítillega loftsiglinga- og veðurfræði. Ég þagði þó og lét vera að senda honum skriflegar leiðbeiningar, en ég gerðist mjög áhyggjufullur. Hann hafði greini- lega enga hugmynd um hvað hann var að gera. Út um glugga vélarinnar var ekkert að sjá nema slyddu og snjó. Við hefðum eins getað verið á flugi innan í mjölpoka því skyggnið var ekkert og hélst þannig næstum alla leið- ina til íslands. Hve lengi við höfðum verið á lofti þegar fjandinn sjálfur losnaði úr læðingi og flugvél- in tók að pijóna og ausa, man ég ekki leng- ur. Eitt augnablik reis hún að framan, en stakkst síðan á endann og rann út til hliðanna til skiptis. Stundum var sem hún rsékist á steinvegg. Við stefndum beint upp í veðrið og mér var ljóst, að okkur myndi ekki miða mikið áfram með þessu brölti. Orðsending barst frá flugstjóranum: „Hvar í helvíti erum við?“ Siglingafræðingurinn baukaði nokkra stund við tól sín og tæki, en skyndilega ýtti hann þeim út á borðshornið. Ég sá miðann, sem hann sendi flugstjóranum. Þar stóð skrifað: „Ég hef enga andskotans hugmynd um hvar við erum.“ Ég sá að flugstjórinn varð fjólublár og skrif- aði á miða til baka: „Haltu áfram að reyna. Við verðum einhvem veginn að komast að því.“ Ég vissi ekki hvenær við höfðum farið yfir þau mörk „þar sem ekki verður aftur snúið“ en ég vissi hins vegar að það höfðum við gert. Sagan „Fate is the Hunter" enn einu sinni að endurtaka sig. Úr því að siglingafræðingurinn hafði gefist upp fannst mér tími til kominn að bjóða mig fram. Ég ritaði orðsendingu til siglingafræð- ingsins, tíundaði þekkingu mína og spurði hvort ég gæti orðið að liði. Hann skrifaði til baka: „Það geturðu svo sannarlega. Þú mátt taka við heila klabbinu." Og hann rétti mér öll sín tæki og tól. Því næst færði hann sig dálítið aftar í vél- ina og byijaði að gubba út um allt liggjandi á maganum, líka yfir einkennisbúning sinn. Þannig lá hann og ælan úr honum rann fram og til baka í takt við hreyfíngar vélarinnar. Ég skrifaði flugstjóranum orðsendingu varðandi sjálfan mig og um að ég væri þarna til þess að reyna að verða að liði. Siglingafræð- ingurinn væri veikur og gæti ekkert gert. Ég bað aðeins um smá traust. Fljótlega eftir það fórum við að skiptast á skriflegum orðsending- um og gerðum það sem eftir var flugferðarinn- ar og ég held að okkur hafi ekki greint á um neitt, er skipti máli. Það fyrsta, sem við þurftum að gera var, að koma okkur sem skjótast út úr versta veður- hamnum. Mótvindurinn var að hrista flugvél- ina í sundur og þar að auki gat eins verið, að hann hrekti okkur aftur á bak meðan stöð- ugt gengi á eldsneytisbirgðir okkar og þær ætust upp, eins og henti flugvélina, sem sagt var frá í bókinni „Fate is the Hunter". Við höfðum báðir tekið eftir því, að flugvél- in rambaði til hægri. Hún vildi fara í þá átt- ina. Mér virtist við vera vinstra megin, eða vestanvert, í djúpri lægð, þar sem vindurinn blési rangsælis. Við hættum þess vegna við að hugsa um æskilegustu áttavitastefnuna í bili, stefndum aðeins til hægri, svona 10 til 15 gráður, og vonuðum að á endanum myndum við ná yfir í syðri hluta lægðarinnar, sem var að þoka sér áleiðis til íslands. Frá þessari stundu og allt þar til við lentum mælti ég fyrir hvaða stefnu skyldi fljúga og um allar stefnubreytingar. Jafnframt reyndi ég að geta mér til um staðsetningu vélarinnar méð því að taka tillit til breytileika í styrk- leika og stefndu vindsins þegar þess var kost- ur. Sú aðferð, að láta sig bera af leið virtist ætla að gefast vel. Barningurinn var ekki eins slæmur þegar bakborðshliðin, eða sú vinstri, tók við álaginu og nú urðu ekki fyrir okkur fleiri steinveggir. Af og til virtist vélin þó hrapa í loftinu, breyta skyndilega um stefnu og falla. I einni dýfunni sneri ég mér við og gætti að siglingafræðingnum. Hann sveif í lausu lofti laus við allar festingar rétt eins og geim- fari á æfingu. Hárið á honum stóð beint út í loftið. Augu hans voru eins og undirskálar af skelfingu. Tungan stóð út úr honum og hann var aftúr byijaður að æla. Brækur hans voru ógeðslegar. Rassinn á kakibuxunum var gegnblautur af skitu og öll framhliðin renn- blaut. Hann hlýtur að hafa pissað á sig heilu gallóni af hlandi. Aumingja maðurinn var líka orðinn lemstraður af öllum þessum barningi upp og niður. Við flugstjórinn skiptumst á skriflegum orðsendingum og sú ákvörðun var tekin, að þegar eitthvað drægi úr ólátunum skyldu ég og aðstoðarflugmaðurinn reyna að njörva siglingafræðinginn niður á flugvélar- gólfið. Á endanum náðum við í gegn til suðurs. Flugmaðurinn hélt sig í loftstreyminu til þess að ná sem bestum hraða miðað við jörðina. Stundum virtumst við byija að feykjast áfram og bolur vélarinnar sveiflaðist til hliðanna eins ' 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 1997

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.