Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Ásdís Hvað er betra en að fá sér te þegar manni liggur mikið á hjarta. F.v. Boris dýralæknir (Friðrik Friðriksson), Dimitri listmálari (Guð- mundur I. Þorvaldsson), frú Élena (Helga Vala Helgadóttir), prófessor Pavel (Ólafur Darri Ólafsson), þjónustustúlkan Fíma (Linda Ásgeirsdóttir) og Lísa(Edda Björg Eyjólfsdóttir). ORÐ ERU LÍTILS MEGN EF ENGINN HLUSTAR Nemendaleikhús Leiklistarskóla Islands frumsýnir í kvöld Börn sólarinnar eftir rússneska aldamótg- skóldió Maxim Gorkí. HULDA STEFANSDOTTIR tók hús ó leikaraefnunum í Lindarbæ. BÖRN sólarinnar lýsir nokkr- um afdrifaríkum dögum í lífi fjölskyldu og gesta henn- ar í smábæ í Rússlandi. Börn sólarinnar lifa í ein- angruðum heimi orðræðu og hugsjóna en utan veggja heimilisins geisar kólera og almúginn gerir byltingu gegn kúgun valdastéttarinnar. Undir stjórn Guðjóns Petersens leikstjóra hafa nemend- urnir átta á lokaári Leiklistarskólans kafað ofaní persónurnar átta sem öllum finnst svo óskaplega gaman að tala. Efnafræðingurinn og húsbóndinn á heim- ilinu, prófessor Pavel, hrærist í heimi vís- inda og stundar kappsamar tilraunir sínar dag hvern án þess að velta nokkuð fyrir sér umhverfinu eða sínum nánustu. Sökum ein- sýns vísindaáhuga Pavels hefur eiginkona hans Élena leitað sér huggunar og dægradv- alar í heimi háleitrar fegurðar hjá listmálar- anum Dimitri. Lísa systir Pavels berst við sálsýki og einmanakennd. Hún reynir að leiða sinum nánustu fyrir sjónir hversu sjálf- hverfir og afskiptalausir um kjör almúgans þeir eru en sjálf er hún ekki í neinum tengsl- um við eigin tilfinningar sem gerir vonbiðil- inn þolinmóða, dýralækninn Boris, nær úr- kula vonar um að hún eigi nokkurn tímann eftir að játast honum. Þjónustustúlkan Fíma heldur utan um heimilishaldið með miklum myndarbrag og nýtur þess að hafa alla þræði í hendi sér. I systur Borisar dýralæknis, Melaníu, býr ekki síður stórt hjarta. Ásamt bróður sínum er hún daglegur gestur á heim- ili efnafræðingsins og full lotningar gleypir hún við hveiju orði sem hrýtur af vörum Pavels sem er grunlaus með öllu um ástir ekkjunnar ungu. Misa húseigandi er fulltrúi gróðahyggjunnar. Hann lifir í þeirri stað- föstu trú að allt sé falt fyrir fé, fagþekking efnafræðingsins jafnt sem kvenmannsefni. Persónurnar koma og fara í litla húsinu. Úti geisar kólera og almúginn er í byltingar- hug en veruleikinn er persónunum víðs fjarri því þrátt fyrir ríkulegar hugsjónir og miklar orðræður sín á milli lifa þær í eigin heimi þar sem orð kalla á fleiri orð en enginn hlustar. Að venju eru útskriftarnemar Leiklistar- skólans átta að tölu. Ólafur Darri Ólafsson leikur húsráðandann og efnafræðinginn Pavel. Eiginkonu hans Elenu leikur Helga Vala Helgadóttir og systur Pavels, Lísu, leikur Edda Björg Eyjólfsdóttir. Þjónustu- stúlkan Fíma er leikin af Lindu Ásgeirsdótt- ur, Friðrik Friðriksson leikur dýralækninn Boris og systur hans Melaníu leikur Sjövn Evertsdóttir. Agnar Jón Egilsson leikur lan- deigandann Misa og með hlutverk listmálar- ans Dimitris fer Guðmundur I. Þorvaldsson. Leikstjóri er, eins og áður sagði, Guðjón Pedersen. Leikmynd gerði Helga Stefáns- dóttir og búningar eru eftir Rögnu Fróða- dóttur. Tónlistin í verkinu er frumsamin af Einari Erni Jónssyni og lýsingu gerði Lárus Björnsson. Tæknivinna er í höndum Þórarins Blöndal og nemendur á fyrsta ári í Leiklist- arskólanum hafa sinnt margvíslegri aðstoð við uppfærsluna. Börn sólarinnar er fyrra leikritið sem_ útskriftarnemendur skólans setja á svið. í byijun næsta árs leika þau í sjónvarpsmynd eftir Óskar Jónasson sem frumsýnd verður á páskum. Útskriftarverk- efni leikaraefnanna undir stjórn Baltasars Kormáks verður fært á svið Nemendaleik- hússins í vor. GORKÍ VAR FYRST OG FREMST SKÁLD „ í sýningarskrá ritar þýðandi verksins, Eyvindur Erlendsson, um höfundinn. Hann segir það útbreiddan misskilning að líta á Gorkí einvörðungu sem pólitískan höfund sósíalískra áróðurstexta. Gorkí hafi vissu- lega verið pólitískur; bæði berorður, djarf- mæltur og ádeilugjarn en fyrst og fremst hafi hann verið skáld, gæddur ríku innsæi í fyrirbæri mannlífsins. Gorkí og Tsékhov voru góðir vinir og leikrit þeirra þykja mörg hver bera keim hvors annars, líkt og höfund- arnir tveir skrifist á í leikritum sínum. „Þótt persónur Gorkís, eins og persónur Tsékovs sjálfs, taki sig oft til og bregði á fljúgandi ræðuhöld þá eru þær sjaldnast að predika meiningu höfundarins heldur sína eigin, - oft fáfengilega meiningu og illa grundvall- - aða.“ Og Eyvindur segir að með þessu sé höfundurinn að espa upp aðrar leikpersónur og hita þeim í hamsi svo úr verði dramatísk átök. Eitt sinn var Gorkí spurður að því hvers hann óskaði sér helst af leikhúsmönn- um sem settu upp verk hans, sem og öðrum sem fjölluðu um þau, og hann svaraði: „Að þeir séu læsir.“ ÆVINTÝRALEIKHÚS Þau Ólafur Darri Ólafsson og Linda Ás- geirsdóttir eru sammála um að hér sé mikið ævintýraleikhús á ferðinni. Persónumar séu - langt frá því að eiga sér stoðir í veruleikan- um og nálgun leikaranna sé enda sú að ýkja upp persónueinkennin, leika stórt. Sviðsetn- ing verksins er heldur ekki háð ákveðnum tíma heldur byggir umgjörðin eingöngu á túlkun persónanna. Hvernig upplifa þau boð- skap verksins? Ólafur Darri vitnar í orð leik- stjórans þegar hann segir að í verkinu séu kynntar til sögunnar ólíkar persónur sem kynnist, kynnist enn betur og loks komi að því að þær finni sig tilknúnar til að létta á hjarta sínu, segja hug sinn allan. Þegar upp sé staðið hafi samræðumar hins vegar ekki leitt til neins því enginn var að hlusta. „Verk- ið er nær gamanleik en dramatík því kald- hæðni höfundar er mikil. Ólíkt öðrum rúss- neskum leikritum frá sama tíma þar sem ástríðumar og kímnin búa undir niðri emf átökin í þessu verki miklu sýnilegri. Persón- urnar em alltaf að tala af sér, orðin koma á undan hugsuninni og svo óska þær þess helst að allt sé gleymt á eftir,“ segir Ólafur Darri. „Já, þær segja margt en samt er eins og þær skilji aldrei hver aðra svo þetta verð- ur hálfgert leikhús fáranleikans," segir Linda. VIÐ erum börn sólarinnar. PAVEL er lykill Melaníu að menntastéttinni sem hún þráir svo að tilheyra. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 1997 1 9 '

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.