Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.11.1997, Page 3
LESBðK MORGÖNBLAÐSINS ~ MI\MN(, IISTIIt 46.tölublaó - 72.6rgangur EFNI Nemendaleikhús Reykjavík er að stærstum hluta byg-gð á Reykjavík- urgrágxýtinu, hrauni sem rann úr Mos- fellsheiði fyrir um 200 þúsund árum. Það náði út á öll nes frá Kjalarnesi og suður fyrir Hafnarfjörð, en um 80 þúsund árum síðar rann annað hraun sunnan af Reykja- nesskaga inn yfir það að hluta. Það er nefnt Heiðmerkurgrágrýti og er t.d. und- ir Breiðholtinu. Gísli Sigurðsson hefur farið um nágrenni Reykjavíkur með Þor- leifi Einarssyni jarðfræðingi. Leiklistarskóla íslands sýnir Börn sólar- innar eftir rússneska aldamótaskáldið Maxim Gorkí. Leikridð lýsir nokkrum afdrifaríkum dögum í lífi fjölskyldu og gesta hennar í smábæ í Rússlandi. Börn sólarinnar lifa í einangruðum heimi orð- ræðu og hugsjóna en utan veggja heimilis- ins geisar kólera og almúginn gerir bylt- ingu gegn kúgun valdastéttarinnar. Brasilía var fyrirheitna landið í augum hóps manna úr Þingeyjarsýslu sem mynduðu félag með það fyrir augum að flytja þang- að. Forystumaður var Einar Asmundsson í Nesi og var sendur maður til Brasilíu til að líta á landið. Svo fór að fáeinir fluttu og þetta var undanfari vesturferðanna til Kanada. Um Þingeyinga sem hugðu á Brasilíuför skrifar Björgvin Sigurðsson. Helgi Björgvinsson leirkerasmiður rekur vinnustofu og versl- un i miðbæ Gautaborgar. Ann-Sofie Axels- son heimsótti Helga og i samtali þeirra rekur hann þráðinn frá því hann fyrst fékk fimm aura fyrir að sleikja merkim- iða hjá föður sinum i Funa og hvernig hann síðan vann sig upp í leirkerasmiðina. Strönd í Selvogi var talin höfuðból og búendur í Selvogi voru 42 seint á 17. öld. Eftir það varð mikið landfok sem olli fækkun býla og sandurinn gekk á og eyddi landi Strandar svo búskapur lagðist af á jörð- inni 1696 þótt kirkjan stæði áfram. Um síðustu ábúendur á Strönd skrifar Konráð Bjarnason fræðimaður frá Þorkelsgerði i Selvogi. Forsíðumyndin: Jslóttúran er mikil listasmíð og getur birzt okkur á óteljandi vegu, eins og í þessari klakamynd Snorra Snorrasonar. TÓMAS GUÐMUNDSSON HAUST - brot Fálát og köld rís foldin mót nýjum degi og framandi á sínum hnetti dagurinn vaknar. Hann horfir á jörðina kvíðinn eins og hann eigi þar einskis framar að vænta af þvi, er hann saknar. Því höfin seilast óraveg eftir þeim skeljum, sem áður voru Jeikföng glaðværra barna, og austan um heiðar fer haustið grátt fyrir éljum, en himinninn sortnar að baki fjariægra stjarna. Og stálgráir drekar af stálgráu hafi snúa. Það er stormur í lofti og ókunnur véladynur, svo óttaslegnir himinsins fuglar fljúga, en fölt til moldar laufskrúð garðanna hrynur. Og jörðin sjálf er gripin geigvænum ótta sem gangi henni örlög lífsins til hjarta. Hún flýgur áfram á einmanalegum flótta með angist vora og beyg út í geiminn svarta Svo týnist í fyrnsku sem helgimynd, hulin í móðu, sá heimur er eitt sinn var leikvöllur sólskins og blóma. Þó lögðum vér þaðan upp ungir, því álengdar stóðu æskunnar prúðbúnu dagar í heillandi ljóma. En smærra varð margt, sem vér fengum úr býtum borið, og bjarmi hins ókomna minni en sál vora dreymdi þann morgun sem leið vor lá út í fagnandi vorið og lífið tærast og ferskast um hjörtum streymdi. Tómas Guómundsson, 1901-1983, var frá Efri-Brú ! Grímsnesi, en átti síáan alla tíá heima í Reykjavík og vará eitt merkasta skáld aldarinnar og jafnframt borgarskáld. Hér er þaá hinsvegar haustið og vetrarkvíðinn, sem verður honum áhrifamikið yrkis- efni, en gegnum þann kvióa gægist þó annar kvíði sem var ekki ástæðulaus þegar Ijóðið var ort. FISKUR FYRIR BORÐ RABB AÐ mætti ætla að öll sú fræðsla og umræða sem hefur farið fram um um- hverfismál hefði skilað sér í bættri umgengni okkar íslendinga um auðlindir okkar og afurðir. Því mið- ur hefur sú ekki orðið raunin. Sú fiskveiðistjórn sem nú er viðhöfð heimilar hveijum kvótahafa að koma í land með tiltekna tonnatölu af þorski eða öðrum tegundum sem veiði ertakmörkuð á. Þetta leiðir til þess að sjómenn hyllast til að hirða aðeins verðmætasta fískinn, en kasta afganginum fyrir borð. Þegar kannað var fyrir nokkrum árum hvað þetta brottkast væri mikið var giskað á að það næmi um 50 þúsund tonnum á ári. Síðan mun það hafa stóraukist og margir telja að það sé ekki minna en 100 þúsund tonn á ári. Ef við deilum í þetta með fólksfjölda og dagatölunni 365 kem- ur út merkileg tala. Það reynist vera eitt kílógramm af físki á dag fyrir hvern ís- lending, yngri og eldri. Þetta er engin smáræðis lífsbjörg. Ef í nauðirnar ræki gæti þjóðin nefnilega látið sér þetta nægja til hnífs og skeiðar, því að í hveija máltíð handa fullorðnum karlmanni ættu að duga svo sem 250-300 grömm samkvæmt þeim matreiðslubók- um sem ég hef gluggað í. Á sama hátt og Pétur Blöndal leggur nú til að hveijum Islendingi verði sent til ráðstöfunar and- virði þess kvóta sem honum bæri gætu þijú kíló af fiski legið á tröppum vísitölu- fjölskyldunnar á hveijum morgni árið um kring. Ansi væri þetta að vísu einhæft fæði. Þá mætti minnka skammtinn niður í þriðjung eða svo og safna afgöngunum saman í býsna mikinn útflutning sem gæfi af sér gjaldeyri, kannski 5 milljarða eða meira. Fyrir hann mætti kaupa alls konar matvörur, kartöflur, smér og mjólk, að ótöldu gosi og hamborgurum og guð má vita hveiju. Þetta lægi þá í snyrtileg- um pakka við hliðina á þorskinum eða ýsunni. Þessi smáfiskur sem kastað er í sjóinn þykir nefnilega víða erlendis hin verðmætasta og ágætasta vara, því að veitingamenn vilja gjarnan geta boðið fisk sem er mátulegur skammtur handa einum gesti. Þessi úthlutun minnir á sög- una af því þegar Jesús mettaði þúsundirn- ar með fimm brauðum og tveimur fiskum. En, æ, þetta getur ekki orðið því að allt fer þetta í sjóinn. Og þaðan af síður er hægt að seðja hungur genginna kyn- slóða með þessu rosalega fiskfjalli sem er fimm sinnum stærra en hefði þurft handa Skaftáreldakynslóðinni. En hvernig var annars farið með lífs- björgina sem þá var dregin úr sjónum og síðar, allt fram á þessa tuttugustu öld? Þá var hirtur hver einast uggi. Haus- arnir voru hertir og svo rifnir úr roði og étnir með bestu lyst. Slógið og beinin voru notuð til að bera á illa sprottin tún. Þegar áburðurinn hafði legið nógu lengi og gert sitt gagn var beinunum rakað saman, lýsi hellt yfir og þar með var fengið eldsneyti sem var sár þörf fyrir til að sjóða fisk og annan mat. Þannig voru^notaðar allar hugsanlegar aðferðir til að gera sem mest úr sem minnstu. Hver arða var hreinsuð úr matarílátunum. Af sauðkindinni var allt nýtilegt hirt. Fæturnir voru sviðnir og étnir en fótafeit- in sem úrþeim fékkst var notuð til að smyija spunarokka. Úr lungunum var búin til lungnastappa, en heilakökur úr heilanum og garnirnar voru kreistar og súrsaðar og snæddar með áfergju. Horn- in og leggirnir voru notuð sem leikföng. í hungursneyð var engin hætta á að fitan í fæðinu yrði of mikil, þvert á móti var hún nauðsynleg og eftirsótt til að gefa af sér hita og næringu. Hún lenti því ekki í sorptunnunum enda voru þær engar til. Svipuð dæmi mætti nefna annars stað- ar í heiminum. Meðan indíánar sátu einir að vísundahjörðunum I Ameríku er sagt að þeir hafi gætt þess að hagnýta hvern einasta líkamspart veiðidýranna. Og Sverrir Kristjánsson sagði mér eitt sinn frá íslenskri sendinefnd sem hefði verið á ferð í Kína. Heimamenn voru ákafir að sýna gestunum sem mest þó að þess vegna yrðu dagarnir stundum erfiðir og langir. Eitt sinn var gengið um svínaslát- urhús. Heimamenn hældu sér af því að þeir létu ekkert ónotað af svíninu - nema hrínið. Katrín Thoroddsen læknir var ein í sendinefndinni, orðheppin og snjöll kona eins og mörgum er kunnugt. Hún var þá roskin og orðin dálítið þreytt á þramm- inu og gat ekki stillt sig um að skjóta því að Kínveijunum að þeirgætu brúkað hrínið í Pekingóperunni. Ekki þarf þó að efa að hún hafi undir niðri kunnað að meta þá skynsamlegu stefnu sem for- stjórinn var að guma af. Líklega þykir talsmönnum sóunarinnar barnalegt að minna á þessa gernýtingu liðinna íslenskra kynslóða og fjarlægra þjóða á því sem þær höfðu á milli hand- anna. En það er umhugsunarefni hver saga íslensku þjóðarinnar hefði orðið ef hún hefði ekki nýtt svona vel takmarkað- ar auðlindir sínar, heldur sóað þeim jafngálauslega og við gerum með því að henda fyrir borð fiski sem gæti nægt til að fæða alla íslendinga. Það er hætt við að þá værum við ekki til því að ýmislegt bendir til þess að litlu hafi munað að þjóðin dæi út þegar harðast kreppti að, eins og Grænlendingar hinir fornu. Þess vegna ber okkur skylda til að bera virð- ingu fyrir lífsstefnu hagsýninnar og nýtn- innar og fylgja henni eftir, auðvitað án þess að hér þurfi að vera nokkur skort- ur. Þvert á móti. Svo er tækninni fyrir að þakka ef hún er ekki misnotuð. Hörmungar og hungursneyð ættu ekki að vera nauðsynleg til þess að við lærum að virða þau gæði sem líf nútíðarinnar býður okkur upp á. Sú meðferð á auðlind- um jarðar sem við sýnum heiminum með því að henda árlega mat sem svarar til allrar lífsbjargar þjóðarinnar er nefnilega í mikilli mótsögn við alla þá þekkingu á umhverfismálum sem nú er völ á. Hún er líka í mótsögn við þann yfirlýsta til- gang með fiskveiðistjórninni að vernda fískstofnana og nýta þá sem best. Þess vegna þurfa ráðamenn nú að sjá að sér. Þeir gætu byijað með því að hætta að halda því fram að framkvæmdin á kvóta- kerfinu okkar sé hin besta í heiminum. PÁLL BERGÞÓRSSON. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 22. NÓVEMBER 1997 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.