Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Qupperneq 2
NYLISTASAFNIÐ
ASINU
ALDURSARI
20.
/
ÁR eru tuttugu ár liðin frá stofnun
Nýlistasafnsins og mun því verða fagnað
með öflugri sýningardagskrá bæði er-
lendra gesta og innlendra listamanna auk
annarra atburða sem verða kynntir síðar.
Fyrstu sýningar ársins í Nýlistasafninu verða
opnaðar laugardaginn 10. janúar.
Þrír erlendir gestir sýna í boði safnsins að
þessu sinni. Þar ber fyrst að nefna hjónin
Matjaz Stuk og Alena Hudocovicoca sem hing-
að koma frá Hollandi. Alena er fædd í fyrrver-
andi Tékkóslóvakíu og Matjaz í Júgóslavíu sem
var, en bæði stunduðu nám sitt í Hollandi þar
sem þau búa. Innsetningu sína kalla þau
„Kortaherbergi Gúllivers og vitna þannig til
hinnar kunnu sögu Jonathans Swift um Ferðir
Gúllivers". Verkinu er þó ekki ætlað að vera
myndskreyting á sögunni og má raunar segja
að frásögn þeirra Alenu og Matjas taki frekar
við þar sem saga Swifts endaði. Einhverskonar
nútímaævintýri eða dramatík um persónuleg
og opinber landamæri, jafnt hugans sem í bók-
staflegum skilningi. Táknmálskór kirkju
heymarlausra mun vera í hlutverki sögumanns
á opnun sýningarinnar.
Þriðji boðsgestur safnsins er Englending-
urinn Chris Hales, en hann sýnir 7 margmiðl-
unarkvikmyndir í Svarta sal. Kvikmyndirnar
eru sýndar í sérstökum tölvutengdum útbún-
aði sem listamaðurinn hefur hannað til að
áhorfandinn geti haft virk áhrif á framvindu
þeirra. Verk Chris hafa verið sýnd á kvik-
myndahátíðum víða um heim en hann starfar
jafnframt sem kennari við Listadeild Háskól-
ans í heimabæ sínum Bristol.
Á sama tíma opna þrír íslenskir listamenn
sýningar í safninu:
Pálína Guðmundsdóttir sýnir nýleg mál-
verk í Forsal safnsins. Pálína stundaði mynd-
listarnám í Hollandi þar sem hún var meðal
annars nemandi málarans Marlene Dumas
sem verður gestur Nýlistasafnsins í mars.
Þetta er sjöunda einkasýning Pálínu, en hún
býr og starfar á Akureyri.
Hildur Bjarnadóttir sýnir verk unnin í
textíl. Hún nam við Textíldeild Myndlista- og
handíðáskóla Islands áður en hún fór í fram-
haldsnám við Pratt Institute í New York.
Hildur sýnir í Bjarta sal safnsins. Verk sín
segir hún vera á mörkum skreytingar og hug-
myndalistar og færir hún áhersluna frá nota-
gildi eða fegurð textílsins í átt að einfaldleika
aðferðarinnar sjálfrar og að þeim eiginleikum
sem efniviðurinn býr yfir.
Einar Garibaldi Eiríksson sýnir nýleg
landslagsmálverk í Súmsal. Verkin hafa orðið
til á undanförnum árum og eru að vissu leyti
hylling brautryðjenda íslenskrar myndlistar,
en bæði fyrirmyndir og efniviður verkanna er
sótt á þær slóðir sem voru þeim sérstaklega
hugleiknar. Einar stundaði framhaldsnám í
Listaakademíunni í Mílanó að loknu námi í
Myndlista- og handíðaskóla íslands.
Sýningarnar eru opnar daglega nema
mánudaga frá kl. 14-18 og þeim lýkur 25.
janúar. Aðgangur er ókeypis.
Bestu blaðaljósmyndir órsins
ÁRLEG sýning á bestu blaðaljósmyndum nýliðins árs
verður opnuð í Gerðarsafni í Kópavogi í dag kl. 14. Verð-
laun verða veitt fyrir bestu mynd í hverjum efnisflokki og
jafnframt útnefnd ljósmynd ársins. Sýningin verður opin
daglega til 25. janúar. Á myndinni sjást þrír af ljósmynd-
urum Morgunblaðsins, Þorkell Þorkelsson, Kristinn
Svavarsson og Kjartan Þorbjörnsson, raða upp myndum á
sýninguna.
MENNING/
LISTIR
NÆSTU VIKU
MYNDLIST
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Sýning vetrarins, Svífandi form. Verk Sig-
urjóns Olafssonar. Safnið verður opið
samkvæmt samkomulagi í janúar.
Ásmundarsafn - Sigtúni
Yfirlitssýning á verkum Ásmundar
Sveinssonar.
Ásmundarsalur, Freyjugötu 41
Fyrirmyndarfólk sýnir myndskreytingar
til 25. jan.
Kjarvalsstaðir - Flókagötu
Líkamsnánd, norrænt sýningai-- og safn-
fræðsluverkefni til 1. mars.
Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða-
stræti 74
Kyrralífs- og blómamyndh- ásamt mynd-
um úr Reykjavík og nágrenni. Til febrúar-
loka.
Þjóðarbókhlaðan
„Verð ég þá gleymd“ - og búin saga? Brot
úr sögu íslenskra skáldkvenna. Sýning á
ritum og munum úr Kvennasögusafni. Til
31. jan.
Nýlistasafnið
Matjaz Stuk, Aiena Hudocovicoca. Chris
Hales, margmiðlunarkvikmyndir. Pálína
Guðmundsdóttir, Hildur Bjarnadóttir og
Einar Garibaldi Eiríksson.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn
Steinunn Helgadóttir og Kjartan Ólafs-
son. Urval bestu frétta- og blaðaljós-
mynda ársins 1997. Til 1. febr.
Stöðlakot, Bókhlöðustíg 6
Snorri Ásmundsson. Til 19. jan.
Gallerí Sævars Karls, Bankastræti
Jón Óskar, Harlequin. Til 4. febr.
Sýning á ljósmyndum á almanökum frá
Lavazza. Til 6. febr.
Gallerí Fold
Jónas Viðar Sveinsson. Til 25. janúar.
Galleríkeðjan Sýnirými
Sýnibox: Þriðja árs nemar gi-afíkdeildar
MHÍ.
Gallerí Barmur: Húbert Nói.
Gallerí Hlust: Hljóðmynd verksins „Af-
þreying fyrir tvo“ eftir Pétur Örn Frið-
riksson. Síminn er 551 4348.
20 m2 Egill Sæbjörnsson. Til 25. jan.
Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8
Haraldur Jónsson sýnir til 11. jan.
Gerðuberg
Vaidimar Bjarnfreðsson. Til 18. janúar.
TÓNLIST
Laugardagur 10. janúar
Ráðhús Reykjavíkur: Lúðrasveit verka-
lýðsins kl. 14.
Mánudagur 12. janúar
Gerðarsafn: Auður Gunnarsdóttir og
Jónas Ingimundarson, ki. 20.30.
Fimmtudagur 15. janúar
Háskólabíó: SÍ - 50 ára afmæli STEFs.
Hljómsveitarstjóri Petri Sakari.
LEIKLIST
Þjóðleikhúsið
Yndisfríð og ófreskjan, frums. sun. 11. jan.
Hamlet, fim. 15. jan.
Fiðlarinn á þakinu, lau. 10., fös. 16. jan.
Grandavegur 7, sun. 11. jan.
Borgarleikhúsið
Feður og synir, fim. 15. jan.
Galdrakariinn í Oz, lau. 10. jan.
Augun þín blá, sun. 11. jan.
Njála, lau. 10. jan.
Hár og hitt, lau 10., fös. 16. jan.
Loftkastalinn
Fjögur hjörtu, sun. 11., fim. 15. jan.
Listaverldð, lau. 10., fös. 16. jan.
Kaffileikhúsið
Revian í den, fös. 16. jan.
Leikfólag Akureyrar
Á ferð með frú Daisy, lau. 10., fös. 16. jan.
VIÐURKENNING FYRIR
NÁMSEFNI í
KRISTNUM FRÆÐUM
UNDANFARIN ár hefur Hagþenki, félag
höfunda fræðirita og kennslugagna, veitt
viðurkenningu fyrir framúrskarandi fræði-
störf og samningu fræðirita og námsefnis.
Sérstakt viðurkenningarráð, skipað fulltrú-
um ólíkra fræðigreina og kosið til tveggja
ára í senn, ákveður hver viðurkenninguna
hlýtur. Viðtakandi fær viðurkenningarskjal
og fjárhæð sem nú er samtals 300.000 kr.
Viðurkenningu Hagþenkis 1997 hljóta Ið-
unn Steinsdóttir rithöfundur og sr. Sigurð-
ur Pálsson, „fyrir að semja vandað og vekj-
andi námsefni í kristnum fræðum" eins og
segir í skjali því sem fylgir viðurkenning-
unni. Höfundarnir hafa unnið saman nýtt
námsefni í greininni fyrir 4.-7. bekk
grunnskóla sem tekur við af þýddu og stað-
færðu efni. I greinargerð viðurkenningar-
ráðsins segir m.a.: „Með verki þeirra Ið-
unnar og Sigurðar koma út kennslubækur í
K
r™ jj I
Morgunblaðið/Ásdls
SR. Sigurður Pálsson og Iðunn Steinsdóttir
taka við viðurkenningunni úr hendi Gísla Sig-
urðssonar formanns Hagþenkis.
kristnum fræðum fslenskar frá grunni. Þar
endurheimta valdar sögur úr Biblíunni
gamalt virðingarsæti. En að þessu sinni eru
þær teknar óvenjulegum tökum sem ekki
eru á allra færi. Nú fylgir sögunum fjöl-
breytt efni til fróðleiks og íhugunar. Texti
sagnanna er vel saminn, einfaldur og læsi-
legur og honum fylgja spurningar og verk-
efni sem eru vel til þess fallin að auka
skilning nemenda og víðsýni."
Ennfremur segir í greinargerðinni að
þetta verk sé Námsgagnastofnun og rit-
stjóra af hennar hálfu, Ragnheiði Gests-
dóttur, til mikils sóma. Val mynda af lista-
verkum og safngripum, svo og teikningar
Önnu Cynthiu Leplar, er einnig talið gefa
bókunum sérstakt gildi.
Viðurkenningarráð Hagþenkis skipa
Gunnar Karlsson sagnfræðingur, Kristín
Bragadóttir bókmenntafræðingur, Margrét
Eggertsddttir bókmenntafræðingur, Sig-
urður Steinþórsson jarðfræðingur og Torfi
Hjartarson námsefnisfræðingur.
2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 1998