Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Síða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Síða 10
Fyrirmynd - FIT, samtök myndskreyta innan Félags ís- lenzkra teiknara eru ársgömul og standa nú í fyrsta sinn að sýningu sem opnuð verður í dag í Asmundarsal. Af ___3ví tilefni hitti GISLI SIGURÐSSON að máli Kristínu Rögnu Gunnarsdóttur, grafískan hönnuð, sem er í for- svari fyrir þessu framtaki og fræddist um stöðu þeirra sem teikna myndlýsingar í blöð, bækur og fleiri miðla. Nútíma fólk hefur myndir fyrir augunum hvert sem litið er. Utanhúss geta það verið risastórar bíóauglýs- ingar á húsgafli, auglýs- ingamyndir utan á flutn- ingabílum eða flettiskilti. Allskonar miðlar eru hlaðnir myndum, allt frá auglýsingabækling- um sem streyma inn um bréfalúgur til bóka, blaða, tímarita, veggspjalda, umbúða, kvik- mynda og sjónvarps. Þetta er gífurlegt áreiti; enginn getur einbeitt sér að öllu þessu, eða munað eftir því og þessvegna stendur slagur- inn um að ná athyglinni með einhverjum sér- stökum brögðum. Elzta aðferðin til myndrænnar framsetn- ingar er teikningin. Þótt ótrúlegt geti virzt hefur hún haldið sínum hlut í samkeppni við ljósmyndir og kvikmyndir. Hvað sem líður tæknibrellum er ekkert sem gerir teikningar úrelt fyrirbæri og eru mýmörg dæmi um að teikning þyki vænlegri til að fanga athygli en ljósmynd. Nægir í því sambandi að benda á bókarkápur. En eru teikningar í blöð og bækur listgrein? Eg lagði spurninguna fyrir Kristínu Rögnu Gunnarsdótttur, grafískan hönnuð, sem er í forsvari fyrir sýningu 25 myndhöfunda í As- mundarsal. Hún sagði að vissulega væri þetta listræn iðja; nytjahst, en samt á gráu svæði. Nokkrir úr hópnum eru þekktir myndlistar- menn og hafa haldið sjálfstæðar sýningar. Af verkum þeirra á sýningunni í Asmundarsal má glöggt sjá hversu bilið er mjótt milli þess sem unnið er undir merki myndskreytinga og hins sem þessir sömu einstaklingar hafa sýnt undir merki myndlistar. Með abstraktbylgjunni og hreyfingu módemista um miðja öldina varð sú breyting að fremur var litið niður á fígúratífa teikningu og öfgamar voru slíkar, að það átti jafnvel að vera kostur fyrir myndlistarmann að vera slæmur teiknari. Aivömþmngnir merkisberar stefnunnar vildu sem minnst láta á því bera ef þeir gátu teiknað. Það hafði þó gerzt skömmu áður að einn áhrifamesti boðberi abstraktlist- arinnar, Þorvaldur Skúlason, hafði ásamt Snorra Arinbjamar og Gunnlaugi Scheving teiknað myndlýsingar í Brennunjálssögu sem út kom 1945. Ekki er nóg með það að teikn- ingar Þorvaldar sé með því bezta sem eftir hann liggur, heldur má líta svo á að þær séu hátindurinn á lýsingum í íslenzkum bókum. Þorvaldur sýndi og sannaði að þegar bezt læt- ur em lýsingar í bókum og blöðum eins góð myndlist og hver önnur. Ef hægt er að tala um íslenzkan brautryðj- anda á sviði bóka- og blaðateikninga, þá er það Tryggvi Magnússon. Þeir sem nú era komnir til vits og ára ólust upp við teikningar hans í bamabókum og hinir eldri skemmtu sér við skopteikningar hans í Speglinum. Tryggvi var líka fyrsti auglýsingateiknarinn þegar hann teiknaði Rafskinnu á fyrstu áram henn- ar. Tryggvi er annar tveggja teiknara á þess- ari öld, sem segja má að hafl orðið þjóðinni hjartfólgnir. Hinn var Halldór Pétursson, sá frábæri teiknari sem betur en nokkur annar hefur skilgreint í myndum kjama þess að vera Islendingur. Þar að auki vora hestar sérgrein hans. A sýningunni í Ásmundarsal má sjá að við eigum álitlegan hóp góðra teiknara sem geta tekizt á við myndlýsingar. Eg veigra mér við að nota myndskreytingar, sem gefur ranglega til kynna að teikningar séu einungis til skrauts, - og skraut er út af fyrir sig eitthvað sem hægt er að vera án. Félagar í þessum samtökum hafa stundað nám í Myndlista-og handíðaskólanum svo og erlendis og vinna sumir sem grafískir hönnuð- ir á auglýsingastofum, en aðrir hafa komið sér upp aðstöðu heima hjá sér og vinna þar. Flest- ir era að einhveiju leyti einyrkjar, sagði Kristín Ragna. Það getur verið mjög einangr- að að vinna þannig, en samtökin ættu að bæta úr því. Stefnan er að halda sýningu árlega; næst verður það ef til vill temasýning þar sem félagarnir einskorða sig við ákveðið efni. Nú er stefna að félagar í Fyrirmynd, sem era 26 talsins, komi sér upp heimasíðu á Netinu. Vef- síða norrænna teiknara, NT, var hönnuð hér og í kjölfar hennar munu koma undirsíður fyr- ir Félag íslenzkra teiknara og Fyrirmynd. Við myndlýsingar verður teiknarinn að geta unnið eftir fyrirfram mótuðum hugmyndum. Eðlilega leggur verkkaupandi stundum á borðið með sér hugmyndir sem hann þarf að fá útfærðar. Verkefnin era margskonar; unnið er fyrir blöð, tímarit, bæklinga, veggspjöld, sjónvarpsauglýsingar og barnaefni en enginn teiknimyndaiðnaður er til hér á landi. Þar era enn onýttir möguleikar. Af myndunum sem hér eru birtar má sjá að félagar í Fyrirmynd eru hver um sig með persónulegan stíl, en sjálfsmyndirnar hafa þeir kosið að hafa fremur á gamansömum nótum. Hver þeirra verður með þrjú verk á sýningunni, en sumt eru myndraðir. Myndir sem sérannar eru fyrir sjónvarp, verða sýnd- ar á sjónvarpsskjá. Því miður vantar í hópinn teiknara sem unnið hafa myndlýsingar í Les- bók og lesendur blaðsins þekkja ugglaust betur en marga þá sem kynntir era á sýning- unni. Nú er hægt að kaupa teikniforrit í tölvur, en getur slík tækni komið í staðinn fyrir fyrir teiknara og gert þá úrelta? Kristín Ragna sagði að það væri af og frá. Tölvur væra góðar til síns brúks og flestir teiknarar nýttu sér þessa tækni á einhverju stigi, en eftir stendur að sá sem ekki getur teiknað getur ekki barið í brestina með tölvu og teikniforriti. Hægt er að fá búnað sem gerir manni kleift að teikna beint á skerminn, en það er líka hægt að nota tölvuna öðruvísi; mála til dæmis mynd með vatnslitum á pappír, setja hana síðan inn í tölvu og skeyta þar við hana pennateikningu, svo dæmi sé tekið. Sýningin í Ásmundarsal stendur til 25. jan- úar og verður opin alla daga kl. 14-18, nema mánudaga. Eftirfarandi félagar í Fyrirmynd eiga verk þar: Aðalbjörg Þórðardóttir, Anna Cynthia Leplar, Áslaug Jónsdóttir, Bjami Hinriksson, Búi Kristjánsson, Erla Sigurðar- dóttir, Freydís Kristjánsdóttir, Guðjón Ketils- son, Guðrún Hannesdóttir, Gunnar Karlsson, Halla Sólveig Þorgeirsdóttir, Halldór Bald- ursson, Jean Antoine Posocco, Kristín Þóra Guðbjartsdóttir, Kristín Ragna Gunnarsdótt- ir, Kristín Þorkelsdóttir, Margrét E. Laxness, Óíafur Pétursson, Pétur Halldórsson, Sara Vilbergsdóttir, Sigrún Eldjám, Sigurborg Stefánsdóttir, Sigurður Valur Sigurðsson Soffía Ámadóttir og Þóra Sigurðardóttir. KRISTÍN Ragna Gunnarsdóttir. SIGRÚN Eldjárn. KRISTÍN Þorkelsdóttir. FREYDÍS Kristjánsdóttir. ÁSLAUG Jónsdóttir. HALLDÓR Baldursson. JEAN Ant 10 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.