Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Qupperneq 17

Lesbók Morgunblaðsins - 10.01.1998, Qupperneq 17
SJÓNRÆN UPPLIFUN ORÐA OG TÁKNA YNDLISTARMENNIRNIR Steinunn Helgadóttir og Kjartan Olafsson opna sýningar sínar í Gerðarsafni í Kópavogi í dag, laugardaginn 10. janúar. í innsetningu sinni tekur Steinunn fyrir samband orðs og mynd- ar - tengslin milli sjónrænnar upplifunar okkar á veruleikanum og tungumálsins. Kjartan hefur í málverkum sínum á undan- förnum árum velt fyrir sér sjónminnum og því hvernig nálgast megi íslenska menningu og sögu hennar út frá því sjónræna og því má segja að sjónræn upplifun áhorfandans á táknum samfélagsins sé sameiginlegur snertiflötur á annars gerólíkum sýn- ingum tveggja listamanna. Steinunn hefur um nokkurt skeið verið búsett 1 Svíþjóð þar sem hún stundaði m.a. framhalds- nám í myndlist með áherslu á myndbandslist. A sýningunni í Gerðarsafni notast hún í fyrsta sinn við orð til að kalla fram mynd í huga áhorfand- ans. Annars vegar sýnir Steinunn verk sem í orði og lýsingu vísa beint til íslenskrar nátt- úru eins og hún hefur gjarnan birst í eldri málverkum, Frá Þingvöllum og Við Sundin. Verkin kalla samstundis fram í hugann ákveðna ímynd sem greyjsst hefur í hugann. Og þó að orðið Brennisóley sé fjarri því að standa í náttúrulegu samhengi við það fyrir- bæri sem orðið vísar til þá spretta blómin samstundis fram undan steyptu hellunum sem orðið er greypt í. Slíkur er máttur orðs og hugar. A sjónvarpsskjá í miðjum salnum líða orð fyrir orð þrjú Ijóð tileinkuð pietá-myndum Steinunn Helgadóttir. n . -■* - íijh i' ^ m '''jffi Æ 1 « LÁGMYNDIR af ímynd íslenskrar konu og karls á sýningu Kjartans Ólafssonar. ORÐ og litir kveikja mynd. Verk Steinunnar, Frá Þingvöllum. listasögunnar. Á þessum myndum, sem fyrst komu fram í Þýskalandi undir lok þrettándu aldar, sést María guðsmóðir syrgja við lík sonar síns. Þó að lýsingu á þessum viðburði sé hvergi að finna í Biblíunni þótti viðfangsefnið svo áhrifamikið að margir listamenn urðu til að spreyta sig á því á næstu öldum. Steinunn túlkar ímynd pietá-myndanna á sinn persónu- lega hátt, með orðum á skjá sem koma og fara í takt við slátt hjartans og samspili rauðra og gulra lita í ljósum sem enduróma eldri mynd- verk. Tilvísanirnar eru mýmargar, bæði í listasöguna og kristna trú. „Verkið fjallar um viðkvæmni holdsins og þá miklu sorg sem dauðinn hefur í för með sér um leið og það lof- ar væntumþykjuna og ástina sem pietá-mynd- irnar sýna okkur,“ segir Steinunn. „Lykillinn að öllum þessum verkum eru orð. Orðin kveikja myndir sem áhorfandinn getur síðan mótað að vild.“ íslensk sjónminni „Ég skil ekki, hvernig er hægt að una sér í landi, þar sem engin blóm vaxa,“ á franski- menntamaðurinn Courmont eldri að hafa sagt eitt sinn við Sigurð Nordal. Kjartan Olafsson hefur í verkum sínum fengist við að draga fram táknrænt sjónmál íslensku þjóð- arinnar. Minni sem eru öllum íslendingum kunnugleg, tilheyra n.k. samþjóðlegum menningarsjóði. „Ég er að reyna að setja það niður fyrir mér í hverju það felst að vera Islendingur,“ segir Kjartan. Yfirbragð verk- anna er forneskjulegt, stundum þokukennd minning aldamótarómantíkur eða er þetta kannski gömul ímynd sem snjórinn á sjón- varpsskjánum er að má burt? Hlutlausar loftmyndir af jöklum eru líkt og aftan úr grárri forneskju en dagblaðaúrklippur sem límdar hafa verið á kortin kippa áhorfandan- um til samtíðarinnar. Lágmyndir tvær af karli og konu, þær- fyrstu frá hendi listamannsins, eru ímyndir Islendingsins og klæðamynstrið er sótt til kápanna á bókum Laxness. „Fátt er ís- lenskara en Laxness og skáldsagnapersónur hans lifa á meðal okkar. Bæði fræðimenn ofan úr Háskóla og verkamenn á skurðgröfum geta vitnað í Olaf Kárason eða Bjart í Sumar- húsum!“ segir Kjartan. „Við lifum og hrærumst í heimi tákna og í raun fínnst mér með ólíkindum hvað íslenskir myndlistar- menn hafa lítið velt þessum sjónræna tákn- heimi fyrir sér.“ AF DONSKUM ÁTJÁNDU ALDAR BÓKMENNTUM Sögulegar skáldsögur fjalla ævinlega fyrst og fremst um samtíð höfundarins að mati ARNAR OLAFSSONAR sem minnir á þetta í umfjöllun um rit helgað Thomasi Bredsdorff sexfugum og bók eftir Mette Winge um sögulegar skáldsögur í Danmörku. NÝLEGA birtist afmælisrit Thom- as Bredsdorff sextugs. Hann er prófessor í dönskum bókmenntum við Kaupmannahafnarháskóla og hefur skrifað margt, m.a. bókina Ást og örlög í íslendingasögunum, sem birst hefur á íslensku. Það er algengt að heiðra slíka lærdómsmenn á stórafmælum með safn- riti greina, ýmist eftir þá sjálfa, hafí greinum þeirra ekki áður verið safnað, eða þá að sam- starfsmenn, nemendur og aðrir velunnarar skrifa greinar um sameiginleg áhugamál, og þannig er þetta rit. Það er fallega mynd- skreytt ljósmyndum af merkustu byggingum 18. aldar í Danmörku, og einnig er hér grein um myndlist aldarinnar - að vísu franska, en hún var nú fyi-irmyndin um alla Evrópu þá. Oft vilja slík afmælisrit fara á tvist og bast, eftir fjölbreyttum áhugamálum höfunda. Þá eru ráðstefnurit oft gagnlegri, þar sem þau eru meira eða minna bundin við tiltekið svið, t.d. bókmenntir 19. aldar. Hér var sú vitur- lega stefna tekin að gera ritið varanlegra en ella myndi með því at takmarka það við tiltek- ið svið, nefnilega menningu 18. aldar í Dan- mörku. Þó fer ritið mjög á dreif, fjallar bæði um bókmenntir, myndlist og málfræði 18. ald- ar. Og t,d. greinarnar um bókmenntir eru hver á sína lund, sumar um mjög þröngt jað- arefíii, aðrar um ríkjandi höfunda, svo sem Holberg. Úr þessarí dreifíngu hefði mátt bæta með því að hafa ítarlegan inngangskafla, gjarnan eftir sérfrótt afmælisbarnið sjálft. En því miður vantar slíkt, og bókin verður því ansi brotasilfurskennd, yfirsýn er ekki að fá af henni. Enn riðlast þetta við greinar eftir fræga vini Bredsdorffs, sem ekkert hafa um efnið að segja, m.a. Klaus Rifbjerg. Hér eru hins vegar nokkrar merkisgreinar. Nefna má grein um hugmyndir 18. aldar manna um tungumál, þær hafa þróast á sama hátt og hugmyndir um mannseðlið og náttúr- una almennt. Fyrst á öldinni er allt þetta talið spillt frá því sem guð skapaði, seinna ráða hugmyndir um að allt lúti þetta lögmálum og skipulagi, loks kemur (rómantísk) trú á villtan sköpunarmátt. Fróðleg grein er hér um kristnun Grænlands eins og hún birtist í grænlenskum munnmælum, skráðum á önd- verðri 19. öld, og er það skemmtilega ólíkt frásögn kristniboða og yfii'valda. Einnig er fróðleg grein um upphaf færeysks ritmáls, eða öllu heldur undirbúning þess í söfnun danskvæða og annarra fræða undir lok 18. aldar. Því miður er ekkert hér um íslenskar bókmenntir á 18. öld, og hefði þó verið ólíkt meira um þær að segja í sambandi við dansk- ar á þeim tíma. Forveri Bredsdorffs í emb- ætti, Billeskov Jansen varð nýlega níræður, en lætur hvergi deigan síga, er að vísu ný- hættur að hjóla um borgina, en gaf út bók í haust (um háðskáldið Gustav Wied sem skrif- aði skáldsögur fyrir öld), og hann á hér grein um Holberg, nánar tiltekið um sjálfslýsingu hans og latneskt spakmælasafn. Að öðrum ólöstuðum, ber grein Hans Her- tel af öllu. Hún fjallar um viðtökur Voltaires í Danmörku, en þær voru mjög breytilegar í tímans rás. Léttvægt leikrit hans var þýtt um miðja 18. öld, og tvö rit á áratugnum 1760-70, en það skýrir Hertel einkum með því að þau mátti sjá sem gagnrýni á rúss- nesku ríkisstjórnina, sem danska stjórnin átti þá í brösum við. Kristján konungur 7. átti vin- samleg bréfaskipti við Voltaire, sem helgaði honum bók 1765. Eftir að kóngur sturlaðist tók líflæknir hans, Struense, við stjórnar- taumunum (og drottningunni), kom á prent- frelsi, og stjórnaði í upplýsingaranda Voltaires o.fl. En hann var drepinn eftir hall- arbyltingu 1773, og sá afar þröngi þjóðfélags- hópur sem bar uppi leikhús í danska ríkinu á þessum tíma, yfirstéttarfólk og efnamenn, fór að óttast um stöðu sína við frönsku bylting- una. Og þá varð opinber mynd Voltaires eins konar Satan, sem væri sneyddur mannlegum tilfinningum, svo ekki sé talað um guðrækni og góða siði. Lengi hélst sú klisja við. Hér eru auk þess fróðlegar gi-einar um aldamótaskáldið Jens Baggesen, sem Sigurð- ur Breiðfjörð var svo hrifinn af, að hann lét tvo syni sína heita í höfuðið á honum. Segir m.a. frá því að Baggesen lagði sig fram um sundurleysi í ferðasögum og rímbréfum, svo sem þá var tíska. Charlotte Biehl varð víst fyrst kvenna atvinnuskáld í danska ríkinu, og var arftaki Holbergs sem leikskáld, leiknir voru eftir hana gamanleikir í Konunglega leikhúsinu uppúr 1760, einnig þýddi hún Shakespeare og Don Quixote, m.a. Hér eru merkisgi-einar um hvernig notuð eru í leikrit- um hennar fínleg blæbrigði kurteisisformúla til að sýna breytilega afstöðu persóna til hver annarrar í blekkingaleik. Ennfremur er grein um rímbréf hennar til velunnara sem veitti henni fjárhagsaðstoð. Sögulegar skáldsögur Hér vil ég nú víkja að annai-ri bók nýbirtri, þ.e. rit Mette Winge um sögulegar skáldsögur í Danmörku. Winge hafði skrifað ýmis fræðslurit, þegar hún fékk í hendur endurút- gáfu á sjálfsævisögu fyn-nefndrar Charlotte Biehl, og hreifst af henni svo að hún skrifaði mjög huglæga umfjöllun í dagblað. Skömmu síðar hringdi bókaútgefandi í hana og bað hana að semja sögulega skáldsögu um Biehl. Winge taldi öll tormerki á því, en lét þó til leið- ast, sér til mikillar skemmtunar, segir hún í inngangi þessarar bókar. Þar rekur hún nokk- uð vinnubrögð sín við þessa skáldsögu sína, og á þeirri reynslu byggir hún eftirfarandi um- fjöllun sína um tug frægustu sögulegra skáld- sagna danskra, frá 1826 (Valdemar Sejr eftir Ingemann) til 1986 (um skáldkonuna Thom- asine Gyllembourg). Þetta er mjög auðlesin bók og skýr. Winge rekur feiknavinsældir sögulegi-a skáldsagna eftir alþjóðlega siguríbr sagna Walter Scott í upphafi 19. aldar, menn fóru hvarvetna að líkja eftir honum, t.d. í Frakklandi Vicor Hugo (Hringjarinn í Frúar- kirkju) og Alexandre Dumas (Skytturnar þrjár). Þessar vinsældh- eru auðskildar, les- endur geta lifað sig inn í ævintýralegri við- burði og oft göfugra sálarlíf, en þeir finna fyrir hversdagslega í umhverfi sínu. En því fylgir hætta á einföldunum, mikið ber á afþreyingu innan þessarar bókmenntagreinai-. Winge heldur því fram að auðveldara sé að semja sögulegar skáldsögur en samtímasögur, því það þurfi svo lítið til af lýsingum á fornlegu góssi, fatnaði, húsgöngum og þ.u.l. til að sann- færa lesendur, þar sem hins vegar allir séu á einhvern hátt sérfræðingar í samtíð sinni. En sögulegar skáldsögur fjalla ævinlega fyrst og fremst um samtíð höfundar, einungis þannig geta þær höfðað til lesenda. Hér má fólk ekki láta það villa sér sýn, að höfundur fyi-ni málg- ar nokkuð, því eru takmörk sett, og víðast miklu þrengri takmörk en á íslandi. Og hversu mjög sem höfundur gerir sér far um að láta persónur haga sér út frá forsendum löngu liðins tíma, þá verður hann þó umfram allt að gera þær skiljanlegar samtímalesendum sín- um, höfða til hugarheims þeirra. Heimildir: Digternes parryk ... Festskrift til Thomas Bi’edsdorff. Kobenhavns universitet 1997. Mette Winge: Foi-tiden som spejl. Samleren 1997,168 da. kr.. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 10. JANÚAR 1998 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.