Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 2
"ISLANDSPLATA" VANSKA VERÐLAUNUÐ í CANNES OSMO Vánska var verðlaunaður á Midem-hljómplötuhátíðinni í Cannes-hátíð- inni annað árið í röð. Vánská fékk verðlaun fyrir sitt framlag í flokki frumhljóðritana fyrir plötu þar sem Sinfóníuhljómsveit Is- lands leikur undir hans stjóm verk eftir Jón Leifs. Finnska tónskáldinu Einojuhani Rautavaara voru líka veitt verðlaun annað árið í röð. Það var Fiðlukonsert hans sem hlaut verðlaunin Cannes Classic Award sem besta verkið í flokki konserthljóðrita. I fyrra var tónverkið Angel of Light eftir Rautavaara verðlaunað í flokkn- um verk lifandi tónskálda. Það er finnska fyrirtækið Onine sem stendur á bak við útgáfu beggja hljóðritananna. Fiðlukonsertinn er leikinn af borgarhljómsveitinni í Hels- ingfors undir stjóm Leifs Seger- Osmo Vánská stams, en einleikari er Elmar Oli- veira. I fyrra fékk Vánská verðlaun fyrir Sibelius-hljómdisk þar sem hann stjórnaði borgarhljómsveitinni í Lahti. Sá hljómplötuútgefandi sem veitt var sérstök viðurkenning á Cannes- hátíðinni að þessu sinni er sænska hljóðritunarútgáfan Bis. Morgunblaðið/Golli INGVAR Jónasson, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar áhugamanna ígrundar strokur selló- leikarans Sigurðar Halldórssonar á æfingu fyrir tónleika hljómsveitarinnar í Neskirkju á morgun, sunnudag. Sinfóníuhljómsveit óhugamanna í Neskirkju Fundu sonn- ettu eftir Raphael Róm. The Daily Tele^raph. HANDSKRIFUÐ og hálfldáruð sonnetta sem fannst fyrir skemmstu, hefur verið eignum ítalska endurreisnarmálaranum Raphael. Fjallar hún um óendurgoldna ást og grimmd kvenna. Talið er að Raph- ael hafi samið sonnettuna árið 1509 þegar hann var 26 ára. Sonnettan var í eigu efnaðrar ítalskrar fjölskyldu en Christie’s uppboðsfyrirtæk- ið fékk hana í hendur fyrir skemmstu. Fyrir neðan sonnettuna er rissuð mynd af ljónshöfði, sem er talin sama mynd og er á fresku eftir Raphael í Páfagarði. Sér- fræðingar segja rithöndina greinilega Raphaels og telja að hann hafí samið hana þegar hann skreytti híbýli Júlíusar II páfa. Vitað er um fimm aðrar sonnettur eftir Raphael og fullyrða sérfræðingar að stíll og yrkisefni téðrar sonnettu sé í sama anda. SINFÓNÍUHLJÓMSVEIT áhugamanna heidur tónleika í Neskirkju á morgun, sunnudaginn 25. janúar kl. 17. Á efnis- skránni eru konsertverk eftir J.S. Bach, C.M. von Weber, L. Boccherini og F. Mendelssohn-Bartholdy. Einleikarar á tón- leikunum eru þau Ásta Óskarsdóttir, Guð- rún Másdóttir, Sigurður Ingi Snorrason, Sigurður Halldórsson og Kjartan Óskars- son. Stjórnandi er Ingvar Jónasson. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna var stofnuð árið 1990. Hana skipar áhugafólk í hljóðfæraleik auk nokkurra tónlistarkenn- ara og nemenda. Meðiimir hljómsveitar- innar eru nú um 40. Starfið er ólaunað og æfingar eru haldnar einu sinni í viku. Á síðasta starfsári lék hljómsveitin níu sinn- um opinberlega, ýmist á sjálfstæðum tón- leikum, með kórum eða við önnur tæki- færi. Ingvar Jónasson hefur verið aðal- stjórnandi hljómsveitarinnar frá upphafi. Fyrst á efnisskrá er konsert fyrir óbó, fíðlu og strengi eftir J.S. Bach. Ingvar seg- ir þennan konsert Bachs sérstakan að því leyti að mönnum sé ekki kunnugt um hvort Bach hafi upprunalega samið hann fyrir óbó og fiðlu. „Líklegt er að verkið sé upp- runalega samið fyrir tvo sembala en að Bach hafi síðar útsett það fyrir óbó og fiðlu. “ Þá verður flutt konsertino fyrir klar- inett og hljómsveit eftir C.M. von Weber og konsert nr. 2 í D-dúr fyrir selló og strengi eftir L. Boccherini. Eins og konsert Bachs er verk Boccherinis einnig til í mismunandi útsetningum en Ingvar segir að hljómsveitin reyni að flytja verkið eins nálægt upprunaiegri mynd þess og hægt sé. Lokaverk tónleikanna er Koncertstiick í f-moll op. 113 fyrir klar- inett, bassethorn og hljómsveit eftir F. Mendelssohn-Bartholdy. KONURNAR FÁ AÐ SJÁ GOYA Madríd. The Daily Telegraph. ÁKVEÐIÐ hefur verið að aflétta banni við því að konur fái að sjá ellefu freskur eftir Francisco Goya, sem eru í munkaklaustri á Norður-Spáni. Samningaviðræður hafa staðið um nokkuð skeið á milli munkanna, fulltrúa listunnenda, kvenréttindasamtaka og yfír- valda í Aragón-héraði. Aula Dei klaustrið er skammt frá borginni Zaragoza á Spáni en það var stofnað á fímmt- ándu öld. Munkarnir tilheyra Karþúsían-regl- unni sem var stofnuð árið 1080. Lagði stofn- andinn, heilagur Brúnó, blátt bann við því að konur stigju fæti inn fyrir dyr klaustursins til að tryggja skírlífi munkanna. Munkarnir lifa meinlætalífi, borða ekki kjöt, neyta aðeins vatns og brauðs á föstudögum og tala aðeins saman á sunnudögum. Aðeins þremur konum hefur tekist að berja myndirnar augum. Ein þeirra var Soffía drottning, auk konu úr hirðinni. Sú þriðja er forvörður, Teresa Grasa, og hefur hún lagt hart að sér í samningaviðræðunum við munk- ana. I öll þrjú skiptin varð að fá sérstakt leyfi fyrir konumar. Gangur byggður að kapellunni Goya málaði freskumar, sem sýna atburði úr lífi Maríu meyjar, árið 1774. Verkin vora gerð upp fyrir nokkrum árum og greiddi hér- aðsstjórnin fyrir. Þess í stað vildu yfirvöld að almenningi yrði leyfður aðgangur að klaustr- inu en munkarnir þverskölluðust við. Fyrir tveimur árum, er þess var minnst að 250 ár vora liðin frá fæðingu Goya, jókst þrýstingurinn enn á munkana. Þeir buðu þá að teknar yrðu ljósmyndir af freskunum sem konurnar gætu skoðað en því var hafnað. Páfagarður þvertók fyrir að hafa afskipti af málinu, sagði það í höndum munkanna og yf- iiwöld í Aragón ákváðu að loka kapellunni sem geymir freskunni á þeim forsendum að fyrst konur fengju ekki að sjá freskurnar væri ekki rétt að nokkur gerði það. Æ fleiri tengdust málinu; listunnendur, kvenréttindasamtök, yfirvöld kirkjunnar, borgarstjórnin í Zaragoza og héraðsstjórnin. Kvenréttindakonur mótmæltu við klaustur- hliðið og viðræður héldu áfram í tæp tvö ár. í vikunni gáfust munkarnir loks upp. Lausnin felst í því að byggður verður gangur beint að kapellunni, og munu gestirnir því ekki ganga um híbýli munkanna. Er vonast til að gangurinn verði tilbúinn innan hálfs árs. MENNING/ MSTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning vetrarins, Svífandi form. Verk Sigurjóns Ólafssonar. Safnið verður opið samkvæmt samkomulagi í janúar. Listasafn Islands Ný aðfóng. Salur 1-3. Til 3. mars. Salur 4: Asgrímur Jónsson, Þórarinn B. Þorláksson, Jón Stefánsson Jóhannes lýjarval. Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinss. Listasafn ASI, Freyjugötu 41 Fyrirmyndarfólk sýnir myndskr. til 25. jan. Kjarvalsstaðir - Flókagötu Úr Kjarvalssafni - Sýningarstjóri Thor Vilhjálmsson. Líkamsnánd, norrænt sýningar- og safn-' fræðsluverkefni til 1. mars. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaða- stræti 74 Kyrralífs- og blómamyndir ásamt mynd- um úr Reykjavík og nágr. Til febr.loka. Þjóðarbókhlaðan „Verð ég þá gleymd“ - og búin saga. Brot úr sögu ísl. skáldkvenna. Sýn. á ritum og munum úr Kvennasögusafni. Til 31. jan. Nýlistasafnið Matjaz Stuk, Alena Hudocovicoca. Chris Hales, margmiðlunarkvikmyndir. Pálína Guðmundsdóttn-, Hildur Bjarnadóttir og Einar Garibaldi Eiríksson. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn Steinunn Helgadóttir og Kjartan Ólafs- son. Úrval bestu frétta- og blaðaljós- mynda ársins 1997. Til 1. febr. Stöðlakot Jóhann Jónsson. Vatnslitamyndir og teikningar. Til. 8. febr. Ráðhús Reykjavíkur Vaxtarbroddar. Sýning arkitekta og hönnuða. Til 3. febr. Gallerí Sævars Karls, Bankastræti Jón Óskar, Harlequin. Til 4. febr. Sýning á Ijósmyndum á almanökum frá Lavazza. Til 6. febr. Gallerí Fold Jónas Viðar Sveinsson. Tii 25. janúar. Gallerí Horn Söfnunarsýning til endurreisnar lista- safni Samúels Jónssonar. Til 11. feb. Galleríkeðjan Sýnirými Sýnibox: Þriðja árs nemar Grafíkd. MHI. Gallerf Barmur: Húbert Nói. Gallerí Hlust: Hljóðmynd verksins „Af- þreying fyrir tvo“ eftir Pétur Örn Frið- riksson. Síminn er 551 4348. 20m2 Egill Sæbjörnsson. Til 25. jan. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Ólafur Gíslason. Deila með og skipta. Birgir Eggertsson, Baldur Gunnarsson, Ólafur Stefánsson, Finnur Leifsson, Magnús Skúlason og Erna Arnórsdóttir. Til 15. feb. Handverk & hönnun Islenskt handverk. Til 24. jan. Gerðuberg Valdimar Bjarnfreðss. Til 6. febr. Sunnudagur 25. janúar Neskirkja: Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna. Kl. 17. Grensásk.: Nýi tónlistarskólinn. Ki. 17. Hallgrímskirkja: Schola cantorum. KI. 17. Mónudagur 26. janúar Listasafn Kópavogs: Einleikstónleikar Snorra Sigfúsar Birgissonar. Kl. 20.30. Fimmtudagur 28. janúar Háskólabíó. SÍ: Útskriftartónl. tónlistar- skóla. Stjórnandi Bernharður Wilkinson. LEIKLIST Þjóðleikhúsið Yndisfríð og ófreskjan, sun. 25. jan. Hamlet, sun. 25., fim. 29. jan. Yndisfríð og ófreskjan, sun. 25. jan. Fiðlarinn á þakinu, lau. 24., fós 31. jan. Borgarleikhúsið Galdrakarlinn í Oz, lau. 24., sun. 25. jan. Augun þín blá, lau. 24. jan. Njála, lau. 24. jan. Hár og hitt, lau. 24., fós. 30. jan. Loftkastalinn Fjögur hjörtu, sun. 25., fim. 29. jan. Listaverkið, lau. 24., fós. 30. jan. Leikfélag Akureyrar Á ferð með frú Daisy, lau. 24., fós. 30. jan. Leikfélag Kópavogs Með kveðju frá Yalta, lau. 24. jan. Hafnarljarðarleikhúsið Hermóður og Háðvör Síðasti bærinn í dalnum. Frums. lau. 24. jan. Sun. 25. jan. Listaklúbbur Leikhúskjallarans Dagskrá um Dario Fo, mán. 26. jan. Kaffilcikhúsið Revían í den, lau. 24., fós. 30. jan. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.