Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 6
DAGLEGT LIF I PARADIS stóð með blóma þegar hann tók sig upp með allt sitt hafurtask og flutti á slóðir íslenzkra landnema í Kanada. Eftir bréfum að dæma hafði hann jafnvel hug á að flytja aftur til ís- lands þó ekki yrði af því. En honum þótti Bras- ilíubúar vera hægfara og tómlátir að nýta sér auðsuppsprettur sínar. Víst er að Magnús hafði fylgst vel með land- námi Islendinga í Kanada og fannst að fram- farir þar væru mun hraðari. Auk þess logaði Brasilía í hamslausum uppreisnum og blóðsút- hellingum, sem m.a. kostuðu Maríu, systur Magnúsar, lífíð. Þorsteinn segir í bók sinni: „Hið ríka Islend- ings eðli Magnúsar, sem hætti til að einangra sig og vildi ógjarna samþýðast öðrum þjóðum né blandast þeim, átti ilt aðstöðu í Brasilíu eins og högum var háttað, og mun hafa haft betri trú á félagslífi hins fjölmenna flokks landa sinna nyrðra, en þessir fáu menn í Brasilíu höfðu nokkur tök á aðmynda.“ Svo mikið er víst að Magnús fór fyrst til New York, þar sem hann hitti agent Kanada- stjórnar og mun sá hafa brugðið upp fagurri og feistandi mynd af norðurhjaranum. Varð úr að Magnús flutti í Vatnabyggðirnar íslenzku í Sa- skachewanfylki árið 1905 og hóf þar búskap á fjórum samliggjandi bújörðum með sonum sín- um. Magnús Isfeld og Elín eignuðust 10 börn sem öll fæddust í Curityba. Eitt þeirra dó en hin gengu í portúgalska skóla í Curityba, lærðu kverið á þýzku og voru fermd á því máli að lút- erskum hætti. Óll töluðu þau og skrifuðu ís- lenzku reiprennandi. Það fór þó eins og við mátti búast, að Magn- ús „Brasilíufari“ eins og hann var nefndur meðal landa sinna, þoldi illa vetrarríkið í Kanada. Gekk þó allt vel unz reiðarslag dundi yfir með spönsku veikinni 1918. Á þremur dög- um létust Magnús og þrjú böm þeirra hjóna. Elín hélt þó búskapnum áfram. Annar Brasilíufari sem komst í góð efni í Cu- rityba var Jóel Jónsson, faðir Elínar. Hann og kona hans, Sesilía Andrésdóttir, komu upp kúabúi, seldu mjólk í Curityba og stunduðu kúabúskap og mjólkurframleiðslu lengi. Um 1883 var Jóel talinn meðal efnaðuðustu Islend- inganna í nýlendunni. Hann lézt hálfníræður 1910 en Sesilía lifði þremur árum lengur. Synir þeirra voru dugnaðarmenn. Sá elzti, Andrés Jóelsson, byggði stórt gistihús og veitti því for- stöðu; kvæntur var hann þýzkættaðri konu eins og margir landar hans. Jónas Jóelsson bróðir hans var sá eini af Brasilíuförunum sem leit ættjörð sína aftur. Sökum bágrar heilsu var honum ráðlagt að reyna svalara loftslag og fór þá svo að hann sigldi alla leið til íslands, ferðaðist um landið og dvaldi lengi hjá Jakobi Hálfdanarsyni, sem þá var fluttur til Húsavík- ur. Jónas kunni samt ekki við sig á íslandi og sneri heim til foreldra sinna, fertugur að aldri, árið 1896. Sigríður Jóelsdóttir tók sér nafnið Sigrina. Hún var líka fermd á þýzku og svo lærði hún að sauma og vann við fatasaum heima hjá foreldrum sínum. Hún var skrifuð fyrir jörðinni eftir þeirra dag og einu ljós- myndimar í bók Þorsteins frá íslenzku nýlend- unni í Brasilíu, eru af fallegum fossi, hvammi og gripahúsum á þessari jörð. Sigríður var tal- in vönduð kona og vel siðuð, en aldrei var hún við karlmann kennd. íslenzku las hún og skrif- aði. Að lokum skal minnst á Magnús Valmar Halldór Ámason Söndahl, sem sker sig nokk- uð úr í þessum hópi. Hann var sonur Brasilíu- faranna Áma Sigfússonar Söndahl og Guð- rúnar Magnúsdóttur, en Árni gerðist braut- ryðjandi í leirbrennslu og múrsteinagerð. Ekki var Magnús lengi í foreldrahúsum eftir að til Brasilíu kom. Þarlend kona þóttist sjá í honum sérstaka greind. Hún fékk að taka hann að sér og gerði hann að kjörsyni sínum. Varð það til þess að Magnús gat stundað langskólanám, einn íslendinganna. Stundaði hann háskóla- nám í hinni fomu borg Bahia og varð doktor í „mælingarfræði" eins og verkfræði var þá nefnd. Varð hann síðan háskólakennari í ýms- um borgum og yfírumsjónarmaður landbúnað- armála Bahia-íylkis árið 1910. Magnús var gæddur skörpum gáfum á sum- um sviðum, en ekki farsæll að sama skapi og talinn sérvitur. Mjög skiptar skoðanir voru um hann meðal íslendinganna. Hann kunni esper- anto auk margra annarra tungumála, alls 14 eftir því sem sagt var. Þar að auki myndaði hann nýtt tungumál sem hann nefndi Éska. Eftir hann liggja margar bækur og rit, því hann var víkingur til vinnu og afkastamikill. í einni af bókum hans eru þýðingarbrot á portúgölsku úr Hávamálum og Völuspá, enda talaði hann og skrifaði íslenzku og kunni staf- setningu furðu vel. Kona hans var frönsk, Reine Augustine Stella Bras og varð þeim fjögurra barna auðið. Lýkur þar að segja frá Brasilíuförum. Heimild: Ævintýrið frá fslandi til Brasilíu eftir Þorstein Þ. Þorsteinsson, 1937-’38. r g er staddur á dálítilli kókospálmaeyju í Tælands-flóa, Koh Khan. Hún tilheyrir Tælandi en liggur steinsnar frá Kam- bótseu. Hér ku heyrast sprengjugnýr endrum og eins, þegar Kmerarnir eru í stuði. Við Janní, konan mín núverandi, erum einu bleiknefjamir á eyjunni, en auk þess er ein stórfjölskylda hér búandi. Fáeinir fiskimenn koma hér við í ýmsum erindagjörðum. Hér eru mjög góð fiskimið og svo á bóndinn, hann Tsja, alltaf eitthvað grjónagutl á kútnum. Svo er verið að gera upp nokkra strákofa sem ætl- aðir eru vestrænum sérvitringum sem vonast er til að dagi hér uppi. Svona svipað og við Janní, til að busla í sjónum og drekkka kókos- mjólk (nú eða aðstoða Tsja gamla við kútinn). Hér úti fyrir og allt um kring eru nefnilega heimsfræg kóralrif, sem „snorkling" frík koma langt að og busla í fáeina daga. Eg lenti hér fáeina daga, síðast þegar ég var hér um slóðir. Ég uppgötvaði strax „paradís" á jörðu og ákvað að koma hér öðru sinni, til lengri dvalar. í þetta sinn mættum við nokkru fyrir „túristatímann" og sitjum ein að kökunni, sem reyndist góður leikur. Uppihaldið er fáran- lega ódýrt eins og er stjanað er við mann. Ég er búinn að tileinka mér þó dálítið í hinni tæ- lensku tungu og kræki mér í margan góðan munnbita með því að sitja og þruma í eldhús- inu. Janní er minna fyrir tungumálanám, en talar þeim mun meira við dýr og börn á al- þjóðatungu slíkra vera. Líkt og ‘95 er ég að hlaðast gengdarlausri orku frá sól og hafi. Ég vakna eins og klukka á hverjum morgni íyrir sólarupprás, yfirleitt fyrsta mannveran á fætur, ef ungmeyjan Mod er ekki vöknuð til að gráta á brjóstið sitt. Ég byrja á því að rölta vestast á eyjuna, þar er dá- lítið „andahús", sem líkist einna helst lúxus sumarhúsi íyrir Barbídúkku. Þar kveiki ég á reykelsi og tala við vini og vandamenn, sem eru famir yfir móðuna miklu, svo fer ég útá tána þar sem Budda-stúpan er og bið bæn og geri smámorgunleikfimi. Það er svona eins konar heimatilbúið yoga. Þegar ég kem til baka eru menn að skríða á lappir, stundum för- um við 2-3 saman á hriplekri skektu að vitja um fiskigildrur. Það eru yfirleitt fáeinir tittir í. Annars hef ég höggvið eftir að Tælendingar gera yfirleitt helst ekki neitt sem þeim finnst ekki skemmtilegt. Hér á eyjunum eru menn EFTIR ÓLAF HALLDÓRSSON Asía er að verða mitt ann- að heima. Það hefur qer- breytt lífi i mínu að bvælast tii i Dessara deilda iarðar. Éq hef, | bó éq seqi sjálfur frá, breytt lífsvenjum mín- um tilh ins betra á marqan hátt. Eq hef líka endur- heimt trú á að í eðli sínu sé mannskepnan fremur qóðkynjuð skepna. einstaklega latir, finnst best að eyða tímanum í lágréttri stellingu í skugga. Þegar sólin mis- kunnar sig yfir og lækkar flugið, finnst flest- um tilvaldast að kynda upp í „bonginu" og lepja „Kaó-laó“ (sem útleggst orðrétt grjóna- gutl). Svo gerist það öðru hvoru að menn vakna við þann vonda draum að „gandjað“ og grjónagutlið er uppurið. Þá er tekið við sér og menn róa grimmt. Svo er siglt með aflann til meginlandsins og honum breytt í þessar lífs- ins unaðssemdir: Gandja og grjónavín. Tælendingar eru með afbrigðum lífsglatt fólk og Tæland (sem orðrétt útleggst Land hinna frjálsu) er þekkt undir gælunafninu „Land of Smile“, sem er svo sannarlega rétt- nefni. Ég var næstum búinn að gleyma hvem- ig maður brosir í kulda og stressi Vestur- landa. En nú hef ég tekið upp með ánægju Tæ-háttinn og glotti í tíma og ótíma. T.d. ef fiskigildrumar em tómar, skellihlæjum við og segjum „Mæ belæ, pring ni“ („ekkert mál, gengur betur á morgun") og svo er sungið við raust á heimstíminu. Svona háttarlag væri nú kallað argasta kæruleysi heima á Fróni. En þetta á mjög vel við Óla. Ég hef oft velt því fyrir mér, sem fiskimað- ur á Fróni, hvernig geti staðið á því að maður þurfi að skera milljónir fiska á háls, til að eiga „í sig og á“. Og iðulega komist að þeirri niður- stöðu að einhver maðkur sé þar í mysunni. En nú er best að fara að stytta í þessu, það var lítið í gildrunum í dag, fáeinir smokkfisk- ar og 3 röndóttir karfar. Yfirdrifið í matinn. Við sitjum á pallinum í sólsetrinu. Við Janní sötrum blóðbergste, sem við tíndum í vestur á fjörðum í sumar. Strákarnir eru búnir að taka tappann úr fyrstu flöskunni (ég er búinn að leggja áfengi á hilluna, búinn með kvótann). Frumskógurinn er byrjaður á sínu dularfulla næturljóði og blóðið í mér ólgar af ánægju og væntumþykju til alls og allra. Asía er að verða mitt annað heima. Það hef- ur gerbreytt lífi mínu að þvælast til þessara deilda jarðar. Ég hef, þó ég segi sjálfur frá, breytt lífsvenjum mínum til hins betra á margan hátt. Ég hef líka endurheimt trú á að í eðli sínu sé mannskepnan fremur góðkynjuð skepna. Síðast en ekki síst hef ég hrært sam- an nokkur trúarbrögð og kryddað með mínu eigin hugmyndaflugi. Þessum graut hef ég ekki hugsað mér að gefa nafn (það flækir bara málið), en hann bragðast einkar vel, og gerir mér kleift að lifa og deyja í sátt og samlyndi við sauðkindina, heilaga jómfrú og aðrar kind- ur yfir höfuð. Énskan mín sem áður var ágæt hefur hlotið ógurlegt afhroð á þessu flandri um Austur- lönd. Hér er nefnilega töluð vægast sagt „bro- ken english". Og ég hef tekið upp svipaðan hátt. Til að gera mig betur skiljanlegan, útá landi í Tælandi eða Indlandi þýðir ekkert að bera á borð hina eðalbornu Óxfordensku, þá geturðu alveg eins talað grænlensku. Sem dæmi: Ef þig langar að borða, skilja flestir hér: „Flæd læs?“ en fæstir: „Fræd ræs?“ Sem sagt, þú biður um, á góðri ensku, „flognar lyg- ar“, og þá færðu stóreflis skál af steiktum hrísgrjónum. Auðvitað gengur allt betur þeg- ar þú hefur lært að segja: „Híjú, gin kaó“ („ég er svangur, ég vil hrísgrjón“). En sem sagt enskan hjá mér er orðin hræðilega „barnaleg". Koh Khan í nóvember 1997. Höfundur er „lifskúnstner" í Tælandi. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.