Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 15
ur vegna þess að hann noti skýin sem kenni- leiti. í norrænni trú var hrafninn talinn spáfugl. A öxlum Oðins sitja tveir hrafnar, Huginn og Muninn. Snemma á morgnana fljúga þeir um allar jarðir og þegar hrafnarnir snúa til baka hvísla þeir fréttum í eyru hans og er Oðinn því nefndur hrafnagoð. Hrafninn eru fugl orrustuvallarins, þeir sem falla í valinn og fara til Valhallar eru kallaðir hrafnafóður. Sagt er að Flóki Vilgerðarson, sem einna fyrstur fann Island, hafi blótað þrjá hrafna og heitið Oðni að gera þá sér leiðitama. Þeg- ar hann sigldi síðan til Island hafði hann hrafnana með til að vísa sér leiðina. Fyrsti hrafninn sem Flóki sleppti flaug aftur fyrir stafn og sneri við. Annar flaug upp í loftið en síðan aftur til skips. En sá þriðji tók stefn- una fram fyrir stafn og í þá átt sem Flóki fann ísland. Eftir þetta hlaut hann viður- nefnið Hrafna-Flóki. Þessi sögn á sér annað- hvort sameiginlega frumgerð eða uppruna í goðsöginni um dúfurnar sem Nói sleppti af Orkinni. Islendingar hafa lengi trúað því að hrafn- inn sé allra fugla vitrastur og að hann viti ekki einungis það sem á sér stað á fjarlægum slóðum heldur geti einnig sagt til um ókomna atburði. Áður var talið að þeir sem leggðu sig fram við að fylgjast með flugi og krunki hrafnsins áttuðu sig á veðrabreytingum og öðru gagnlegu af háttum hans. Á Vestfjörð- um er sagt að krummi beri vatn í nefinu ef smellur í goggnum á honum á flugi og það boðar vætutíð. Oftast boða hrafnar þó mannslát, samanber krumminn á skjánum, en því var trúað að hrafninn kæmi á glugg- ann hjá feigum mönnum. Sjái maður hrafn sitja á kirkjuturni boðar það feigð nákomins ættingja. Hrafninn hefur níu heilabú og fylgir sín náttúran hverju þeirra. Sú fyrsta er vísdóm- ur, önnur góð sjón, þriðja þekking, sú fjórða veldur þjófseðli, sú fímmta gerir menn röska til vinnu, sjötta veldur heimsku, sú sjöunda gerir menn falska, sú áttunda veldur grimmd og miskunnarleysi og sú níunda veldur and- vökum. Því var trúað að sá sem æti heilabúin öðlaðist eiginleika þeirra en það er á fárra færi að þekkja þau í sundur. Ef maður hegg- ur framan af goggnum á hrafni og drekkur blóðið, þarf maður lítið að sofa. Hrafninn er kjaftaglaður og þótti gott að skilja krunkið í honum sem og tungumál ann- arra fugla. Og var talið að sumir prestar og biskupar skildu það. Þegar hengja átti ódæð- ismanninn Svein skotta árið 1648 vildi svo illa tii að ekki fannst nokkur snara sem hélt hon- um, þær slitnuðu hver af annarri. Sagan seg- ir að Sveinn hafí gefíð sig djöflinum með þeim skilmálum að engin hengingaról skildi halda honum. Meðan á þessu stóð söfnuðust nokkrir hrafnar við aftökustaðinn og á Sveinn að hafa sagt: „Þetta eru vinir mínir“. En þegar hrafnarnir krunkuðu allir í kór: „Tág - Tág“, sagði Sveinn: „Nú ætla þeir að svíkja mig!“. Skildu böðlar Sveins þá krunkið og sendu eftir viðartágum þeim sem hann var hengdur í. Ýmsar sögur benda til þess að hrafninn hafi ófreskigáfu og að hann eigi í sífeldum erjum við loftanda. Hrafn sem lætur ófrið- lega niðri við jörð eða steypir sér mikið á flugi er að verja jörðina fyrir vondum loftöndum sem setjast vilja að í henni. Einnig er sagt að hann sé að gleypa loftanda þegar hann veltir sér á flugi. Stundum hafa loftand- arnir betur í viðureigninni við krumma, binda þeir hrafnana þá í halarófu þannig að hver bítur í stél annars og geta þeir ekki losað sig nema andarnir leyfi. Hrafnar eru afskaplega félagslyndir og fara oft um í hópum. Á kvöldin safnast hóp- arnir saman á náttstað og nefnist það hrafna- þing. í þjóðsögum Jóns Árnasonar er sagt að hrafnar haldi þing tvisvar á ári, þ.e.a.s. vor og haust. Á vorþingum ákveða þeir hvernig þeir ætla að hegða sér yfir sumarið, en á haust- þingum skipa þeir sér niður á bæi. Þeir eru þá alltaf tveir saman, karl- og kvenfugl, svip- að því og þegar hreppsómagar voru settir niður til vetursetu. Ef tala hrafna á þingi er stök, eltir hópurinn uppi þann staka og drep- ur hann. Eftir að hrafnarnir settu sig niður á bæina voru þeir kallaðir heima- eða bæjar- hrafnar. Mjög misjafnt var hvernig hröfnunum var tekið á bæjunum, stundum var reynt að hrekja þá burt en á öðrum bæjum var kastað til þeirra matarafgöngum. Hrafninn er fljót- ur að komast upp á lagið og þekkir fljótt þann sem gefur honum. Auðvelt er að temja krumma, en hann verður fljótt frekur og uppivöðslusamur. Gömul trú er að hrafninn hefni sín grimmi- lega með því að leggjast á búfé fái hann slæma meðferð en að guð launi fyrir hrafninn sé honum gert vel. FIRRING SMÁSAGA EFTIR SIGRÚNU ÁSMUNDAR Eg HORFÐI undrandi í spegilinn. Hvað vai- eiginlega að gerast með andlitið á mér? Mér sýndist helst að þessi þrjú hár sem ég hafði alltaf verið með á hökunni væru farin að færa sig upp á skaftið. Þau höfðu lengst og þeim var farið að fjölga ískyggilega. Ég þvingaði mig til rósemi og klippti þessi nýju aukahár af hökunni á mér og hugsaði sem svo að þetta væri bara eitthvað tilfallandi og engin eftirmál yrðu af því. Ég vissi líka sem var að með „árunum fjölgaði hárunum“ og þau komu ekki endilega alltaf þar sem maður helst vildi. Það kom reyndar á daginn að ég hafði verulega rangt fyrir mér þó að framan af liðu dagarnir eins og venjulega. Ekkert markvert gerðist íyrir utan það að ég klippti reglulega hárin af hökunni á mér. Ekki var ég þó farin að hafa áhyggjur af þessu að svo komnu máli. Svo gerðist það einn daginn að þegar ég vaknaði var mikill hárflóki á koddanum mínum. Ekki vakti það mér heldur áhyggjur, helst datt mér í hug að það væri bara þessi tími mánaðarins. Svo gleymdi ég þessu atviki. Það var kannski eitt sem vakti undrun mína öðru fremur þessa dagana. Það var alveg gífurlegur kláði í andlitinu á mér. Hann jókst í nokkra daga og var orðinn alveg óþolandi þangað til allt í einu að hann hvarf og ég spáði ekki í það meir. Jæja, enn liðu dagarnir og einn morguninn var koddinn minn aftur undirlagður af hárflóka. Nú tóku að renna á mig tvær grímur. Þetta var nú ekki einleikið, hárið datt af hausnum á mér í flygsum og í andlitinu á mér spruttu gróf og ljót nornarhár sem ég þó reyndi enn þá að klippa reglulega til að þau hár sem voru ný sköguðu ekki út úr andlitinu, svo gróf voru þau. Ekki var nú hægt að segja enn sem komið var að þetta væri orðið áberandi. Fólk sem ég þekkti pg spjallaði við á götu tók ekki eftir þessu. Ég held að ég hafi verið sú eina sem sá þetta svona vel. Enda var enginn sem komst í návígi við mig. Ég hleypti ekki gestum og gangandi svo nálægt mér. Ekki átti ég mann sem var annt um útlit mitt og ekki átti ég börn eða nána vini þannig að enginn horfðist í augu við mig nema ég sjálf í speglinum. Hárið hélt áfram að detta af hausnum á mér og mér til skelfingar sá ég að það komu ekki ný hár heldur var ég farin að fá skallabletti hér og þar. Þegar hér var komið sögu var ég í æ meira mæli farin að tilkynna veikindaforfóll í vinnunni því ég gat ekki hugsað mér að láta fólk sjá mig svona útlítandi. Ég hætti að klippa hökuhárin, það hafði hvort sem er ekkert að segja, þetta var komið út um allt andlit. Það sem vakti þó mesta skelfingu mína var þegar nefið á mér fór að fletjast út. Eitthvert undarlegt afl var að verki þannig að nefið var hreinlega að hverfa úr andlitinu á mér. Samtímis þessu fór ég að finna eins og gust um hárlaust höfuð mitt og hárkollan sem ég var farin að ganga með þvingaði mig svo að ég varð að hætta að nota hana. Nú var ég hætt að fara út úr húsi. Vinnuveitandi minn var hættur að hringja og spurja um mig. Honum var sjálfsagt sama eins og öllum hinum. Enda þóttist ég viss um að einhver væri búinn að yfirtaka starf mitt hvort sem var. Þá skipti ég ekki neinu máli lengur. Hvergi. Ég var óþörf mannvera. Ljót og loðin. Hnakkinn á mér var þó orðinn eins og sléttur barnsrass. Ekki var hártutlu þar að finna og hefði þetta verið andlitið á mér hefði ég verið stolt af að hafa svona fína húð. Þetta var hins vegar ekki andlitið á mér. Þetta var hnakkinn á mér og ég var að verða eins og eitthvert skrímsli. Ég lét senda mér matvörur og ég skildi peninga eftir á dyrapallinum svo sendillinn gæti bara tekið þá og skilið matinn eftir. Ef ég varð peningalaus hringdi ég í bankann og lét millifæra á heftið mitt. Reglulega lét ég svo senda mér hefti. Eftir nokkurra mánaða einangrun var mér farið að líða eins og strandaglópi á eyðieyju. Eg sá aldrei neinn. Talaði þó stundum í síma þannig að einangrunin var ekki algjör. Ekki alveg strax. Smám saman missti þó fólk áhugann á því að tala við mig og ég vissi að það var talað um mig sem mikinn sérvitring sem lokaði sig inni til einhvers konar hreinsunar á líkama og sál. Mér fannst það gott. Allt var betra en að fólk vissi hvað var raunverulega að. Ég gat ekki hugsað mér það. Þegar hætt var að sjást í andlitið á mér fyrir hári og ég var farin að anda með hnakkanum, Enginn horfiist í augu við mig nema ég sjálf. augun voru formuð þar og ég var líka farin að sjá með hnakkanum og allt andlitslag mitt farið að koma í ljós, varð mér sannleikurinn skelfilega ljós. Ég var að umhverfast í eitthvert fýrirbæri, með andlitið í hnakkanum og hnakkann f andlitinu. I örvæntingu minni hringdi ég í lækninn minn og sagði honum farir mínar ekki sléttar. Ég reyndi þó ekki að útskýra fyrir honum ástandið eins og það var heldur bað hann bara fyrir alla muni að koma og líta á mig. Ég þurfti á hjálp að halda. Mikilli hjálp. Læknirinn minn kom og skoðaði mig. Ég vissi um leið og ég hleypti honum inn að þetta væru mikil mistök. Hann passaði sig á því að koma ekki við mig heldur horfði á mig með hrylling og vantrú í augum. Augum sem voru á réttum stað. Hann tók upp símann með varúð, án þess að taka af mér augun, eins og hann héldi að ég myndi ráðast á hann. Ekkert var þó fjær mér. Ég var eins og lítið barn, leitandi í myrkri að hendi sem vildi leiða mig og bjarga mér úr þessum ógöngum sem ég var komin í. Læknirinn minn, sem ég leitaði hjálpar hjá, hringdi í einhverja rannsóknarstofnun furðufyrirbæra. Ég er víst eitt slíkt núna. Ég var flutt í harðlokuðum neyðarbíl á einhvern afvikinn flugvöll og með leynd var farið með mig í þotu merkta með einkennisstöfum sem ég kannaðist ekki við. I fyrsta sinn í langan tíma sá ég fólk og mig þyrsti í vitrænar samræður. Þær buðust þó ekki, fólk umgekkst mig sem það frík sem ég náttúrulega var. Það var mér með stingandi sársauka orðið ljóst. Áður en ég áttaði mig var ég flutt á stofnun, til rannsókna. Ég var lokuð inni, álitin hættuleg og óumhverfisvæn. Mér hefur ekki verið hleypt út árum saman og ég veit ekki lengur hvernig himinninn er á litinn. Ég skil það nú að ég átti ekki að hringja í lækni. Ég hefði átt að enda líf mitt á meðan ég hafði tækifæri og getu til þess. Nú er séð til þess að ég fari mér ekki að voða og líf mitt mun verða svona árum, ef ekki áratugum, saman. Ég er fyrirbæri og mannkynið á mig til rannsókna. Lífi mínu er lokið, endalaust. Höfundurinn er fró Húsavík. INDRIÐI INGI STEFÁNSSON ÖSKUBAKKI ALHEIMSINS Heimurínn okkar er eins og rísastór öskubakki. Fullur af ösku og öðru rusli. Stöku sinnum birtist glóð á stöku stað. Eins og ögn af guðdómlegum neista. En hún er samstundis slökkt. Því öfund heimsins leyfír engum að bera af. Heimurínn okkar er eins og flaska, sem var opnuð í gær ogjafnvel þótt nóg sé eftir Þá verður sífellt minna til. Því eins og þorstinn leyfír ekki þyrstum manni, að stara á fulla flösku, leyfír græðgin okkur ekki, að stara á heiminn án þess að vilja meira af honum. Heimurínn okkar er eins og snákur. Sem bítur íhalann á sér án þessaðvita afþví. Og án þess að hætta, étur hann sig upp til agna, og skilur ekkert eftir. Því þetta er miskunnarlaus heimur. Höfundurinn er menntaskólanemi í Reykjavík. i LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.