Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 9
Peter Shapiro Morgunblaðið/Golii „Efég hefii komið til Bandaríkjanna fyrir tíu árum, hefii allt gengið betur. Þá hefii ég verið einn af pessum listamönnum sem komust undan ægivaldi Sovétríkj- anna. En pegar ég kom pangað fyrir jjórum árum, var ég bara einn af pessum rússnesku listamönnum. Eg purfti að byrja ápví að sanna mig. En ég hef alla mína ævi verið að byrja upp á nýtt. “ En þar kom að virtur myndhöggvari í Moskvu, Mikhail Olenin, uppgötvaði Peter þegar hann var aðeins sautján ára, réði hann sem aðstoðarmann sinn og kenndi honum í þrjú ár. Og Peter lét hendur standa fram úr ermum. Hann hefur unnið til fjölda verð- launa, bæði í Sovétríkjunum og utan, fyrir verk sín, en þótt hann hafi hlotið viðurkenn- ingu sem myndhöggvari, fylgdi því hvorki auður né frami. Hann var eftir sem áður son- ur njósnara og gyðinga. Árið 1984 vann hann fyrstu verðlaun í samkeppni um höggmynda- verk sem reisa átti í Irkutsk í Síberíu. „En Valentin Rasputin bannaði mér að reisa höggmyndina þar, þótt ég hefði unnið fyrstu verðlaun,“ segir Peter. „Og þótt Rasputin hafi viðurkennt að honum þætti verkið harla gott, bætti hann við: „En hann er gyðingur og við getum ekki leyft að verk hans standi í Irkutsk.“„ Eftir námsdvölina hjá Mikhail Olenin var Peter kallaður í herinn, þar sem hann var fljótlega farinn að gera höggmyndir af hátt- settum foringjum og fékk í framhaldi af því vinnustofu hjá Dynamo-íþróttafélaginu. Til ársins 1960 gerði hann höggmyndir af mestu valda- og áhrifamönnum Sovétríkjanna, með- al annars Lenín, Brezhnev og Zhukov og frægustu íþróttamönnum landsins. frá 1963 til 1982 gerði hann höggmyndir af öllum fremstu listamönnum landsins, meðal annars tónskáldunum Sjostakovitsj og Novikov, bijóstmynd af Tolstoj, Rostropvitsj, Beet- hoven og Anatoly Karpov. Hann skorti aldrei verkefni, en þeim fylgdi hvorki virðing né fjármagn. Hann segist þó hafa haft góða vinnuaðstöðu og átt fallegt heimili. Hann fékk líka leyfi til að ferðast, kom m.a. til Is- lands 1990 og aftur 1994 og vann brjóst- myndir af nokkrum íslendingum, m.a. mynd- ina af Halldóri Laxness sem er í húsi Eim- skipafélagsins. „En árið 1993 kom bandaríski sendiherr- ann í Moskvu í heimsókn til mín á vinnustof- una,“ segir Peter. „Hann spurði mig hvers vegna ég_ tæki ekki bandarískan ríkisborg- ararétt. Eg spurði hvernig ég gæti það og sendiherrann svaraði: Ég skal bara athuga það. Það kom í Ijós að þegar móðir mín fór í heimsókn til Bandaríkjanna í fyrsta sinn, hafði hún endurheimt ríkisborgararétt sinn. En hún hafði ekki hugmynd um það og þá ekki ég. En þarna, þrjátíu árum seinna, komst ég að því að ég ætti rétt á bandarísk- um ríkisborgararétti, vegna þess að móðir mín væri bandarískur þegn - og ég var búinn að fá bandarískt vegabréf eftir fjóra mánuði. Stuttu seinna kom ég til íslands og var með sýningu hér. Síðan hélt ég til Bandaríkjanna og settist þar að. Og konan mín fékk að flytja til mín stuttu síðar." Hef alltaf verlð að byrja wpp á nýtt I Bandaríkjunum hefúr Peter nú þegar gert fjölda verka af viðskiptajöfrum og stjómmála- mönnum. Honum hefúr verið boðið í Hvíta húsið til að hitta A1 Giore og til stendur að hann geri bijóstmynd af honum. Peter segist ánægður í Bandaríkjunum. „Það land er alger andstæða þess sem ég ólst upp og lifði við í Sovétríkjunum," segir hann. En er ekki erfítt að byrja upp á nýtt, maður á sjötugsaldri? „Ef ég hefði komið til Bandaríkjanna íyrir tíu árum, hefði allt gengið betur. Þá hefði ég verið einn af þessum listamönnum sem komust undan ægivaldi Sovétríkjanna. En þegar ég kom þangað fyrir fjórum árum, var ég bara einn af þessum rússnesku listamönnum. Ég þurfti að byija á því að sanna mig. En ég hef alla mína ævi verið að byija upp á nýtt. Og þetta er ekki spuming um að byija eða enda. Ég er listamaður og listamenn setjast aldrei í helgan stein, þeir vinna fram í andlátið.“ En hvað geturðu sagt mér um það verk sem þú vilt reisa á hringtorginu við Höfða? „Upphaflega hugmyndin var að reisa það í þessum þremur borgum; Washington, Reykjavík og Moskvu. Hins vegar hefur hug- myndin tekið miklum breytingum í Was- hington. Þar er meiningin að reisa fimm hæða hús þar sem hver þjóð sem hefur þurft að þola kúgun kommúnismans hefur einn sal. Þetta hús er hringlaga og verður tileinkað minningu fómarlamba þessarar hugmyndafræði. Á jarð- hæðinni verður verkið mitt fyrir miðju.“ Þetta verk er hringlaga og í miðjunni er pendúll. Öðrum megin er grænt gras, frjósamt land og þar stendur marmaraskúlptúr. Hinum megin er allt svart, sviðin og spmngin jörð og þar verður skúlptúr með mynd sem ég gerði árið 1983 og heitir „Fómarlamb kommúnism- ans“. Þetta er mynd af tærðum manni og and- lit hans er afmyndað. Fætur hans eru hlekkj- aðir með gaddavír - en hann heldur kveri Sta- líns upp að hjartanu. Það var nefnilega svo meridlegt að það var alveg sama hvemig var farið með þessa þjóð, hún hélt áfram að virða boðskap Stalíns. Hún þorði ekki annað. En öðram megin á pendúlnum verður mín útgáfa af „Hugsuðinum“ eftir franska mynd- höggvarann Rodin og hinum megin verður sovéski visindamaðurinn og Nóbelsverðlauna- hafinn Sakharov. Þeir verða með annan fótinn á svarta fletinum, hinn á þeim græna. „Þetta verk er táknrænt fyrir þá ólíku heima sem mannkynið hefur lifað í. Annar helmingurinn hefur búið við lýðræði, hinn við alræði. Og alræðið hefúr ekki skilið neitt eftir sig nema sviðna jörð og fólk sem er rúið mannlegri reisn.“ Að höndla nelstann Peter hefur áður gert mynd af Sakharov - og reyndar er það ein frægasta höggmyndin hans. Þar er höfuð Sakharovs, hálslaust en hvílir á höndum hans. )fAndlitið er spegill sál- arinnar,“ segir Peter. „Ef þú hefur afrekað eitthvað í lífinu, endurspeglast greind þín i andlitinu. I hvert sinn sem ég geri höggmynd er það þessi þáttur sem ég vil ná.“ Og reynd- ar er Peter svo næmur á þann innri mann sem viðfangsefni hans hefur að geyma - og möguleika hans - að oft á tíðum hefur hann gert höggmyndir af fólki sem seinna meir varð frægt. „Það er stundum hægt að sjá neista framtíðarinnar í fólki,“ svarar hann af lítillæti þegar hann er inntur eftir þessu. Þegar hann er spurður hvers vegna hann hafi valið að ganga braut raunsæisins í högg- myndalist sinni, segir Peter: „Það er of auð- velt að gera afstrakt skúlptúra. Annaðhvort kann listamaðurinn ekki að búa til raunsæis- verk, eða þá að hann vill vekja á sér athygli. Raunsæið er skiljanlegra - en þegar þú ert að gera verk til skreytingar, eða sem hönnun- argrip, þá notarðu afstraktform." Um framtíðina segir Peter: „Ég ætla að búa áfram í Bandaríkjunum. Þar era núna uppi hugmyndir um að gera kvikmynd um fjölskyldusögu mina. Fyrir nokkrum áram gerði rússneskur kvikmyndaleikstjóri tveggja þátta mynd um mig; annars vegar æsku mína, hins vegar fullorðinsárin. Myndin hetir „Jámtjaldið“ og var leikin af rússnesk- um leikuram. Hún hefur verið sýnd í Banda- ríkjunum og svo bíðum við og sjáum til með framhaldið." Ein spuming að lokum: Þú áttir bandaríska móður og hefur núna búið í Bandaríkjunum í fjögur ár; hvers vegna talarðu ekki ensku? „Ég talaði ensku fyrstu fimm ár ævinnar - og bara ensku. En þegar foreldrar mínir vora handteknir, fékk ég þvílíkt áfall að ég týndi enskunni. Það hreinlega lokaðist fyrir þetta tungumál hjá mér. Ég get ekki lært það. Ótt- inn lokaði fyrir þann möguleika. Og það tók mig langan tíma að læra rússnesku." Það er ekki lengur til setunnar boðið. Peter staldrar aðeins stutt við hér á landi í þetta sinn og á eftir að „bronsa" höggmyndirnar sem hann kom til að afhenda. Hann segist hafa gleymt að taka með sér mynd af líkaninu af útilistaverkinu sem hann vill reisa við Höfða, sýnir mér það á myndbandi og nú er bara að vona að þetta verk verði að veraleika hér - því það er ótrúlega magnað og áhrifaríkt LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 24. JANÚAR 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.