Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 10
MEÐVITUÐ VERK- KUNNÁTTA OG LAUN- HELGAR LISTARINNAR EFTIR EYVIND ERLENDSSON „Það gengur mikið á í leikhúsum heimsins, bæði heima hjá mér og annars staðar en það er fyrirferð, áhrifameðaj og ólæti, mestmegnis. Það er ekki sama og gróska. Varla nein haldbær nýjung sem boði nýja tíma - nýja viturlega hugsun. Ekki enn." Svo mælir ALEXEI BORODIN, leikstjóri leikritsins FEÐUR OG SYNIR eftir Túrgenév sem Leikfélag Reykjavíkur sýnir nú í Borgarleikhúsinu." SAMBAND - umfram allt: Sam- vera umhverfls rétt ófædda hug- mynd. Leikhús sker sig úr öðr- um listgreinum með þessu: Samveru manna, listamanna og áhorfenda við listsköpunina sjálfa. Kvikmyndir, sjónvarp, málverk, bækur; þetta eru allt greinar sem skila fullunnu verki handa gest- inum, - áhorfandanum til að skoða. Lifandi leikari frammi fyrir okkur segja menn, - það er sérstakt, það er það merkilega við leikhús- ið. En það út af fyrir sig er ekkert merkilegt ef þessi sami lifandi leikari sver sig í ættina við „dauða“ leikarann, þann á kvikmynda- tjaldinu, sem er alls ekki leikari í raun heldur mynd af leikara; ef hann á sama hátt er á sviðinu til þess eins að sýna fyrirfram gerða persónu, fara með fyrirfram mótaða óhaggan- lega rullu, sýna fullfrágengna mynd. List leik- arans og þar með leikhússins alls er þá fyrst einstök og sérstæð ef tekst að ná sambandi við áhorfandann um sköpunarferlið sjálft, ef áhorfandinn verður þátttakandi í lifandi hugs- un og tilfinningu um leið og hún myndast. Nei, ég get ekki sagt að ég hafí uppgötvað neitt alveg nýtt og mér áður óþekkt hér, nema þá landið sjálft eins og það er sérkenni- lega skapað; landið sjálft, sjórinn, loftið, veðr- in, birtan. Ekki í vinnunni við „Feður og syni“ Turgenjevs sérstaklega. Sú vinna hefur frem- ur orðið tii að staðfesta þær hugmyndir sem ég áður hafði. Hún hefur sýnt mér að það sem gildi hafði áður, í mínu eigin leikhúsi, í mínu eigin landi, það hefur gildi hér. Það sem var ómark og einskis virði þar er einnig ómark og einskis virði hér. Eg finn ekki fyrir neinum múr milli tveggja menningarheima. Meira að segja gleymi ég oft, á æfingum að leikararnir tala framandi tungumál. Hljómurinn er svip- *aður og í mínu eigin máli og ég skil allt sem þeir segja þótt orðin séu önnur. Að minnsta kosti skil ég undireins ef eitthvað er ósatt eða falskt í munni þeirra. Hér sem annars staðar gildir það að vilja, að langa, að þurfa. Þráin (það má líka segja „viljinn") flytur til fjöll. Ef fólk kemur saman með einlægum vilja til að skilja hvað annað, uppgötva hvað hjá öðru, mynda hugsun eða tilfínningu saman þá tekst það. Menn gleyma tungumálamismun og þjóðerni. Föðurland listarinnar er eitt, tungumál hennar er eitt. Skiljum það samt ekki sem svo að þetta tvennt; þjóðemi og tungumál, sé ekki mikil- vægt. þvert á móti: Tunga og þjóðemi, eigin heimavöllur, er undirstaða alls, sjálf gróður- moldin sem allt annað vex í. Skilningurinn á öðrum tungum og þjóðemi þar með talinn. A vissan hátt er betra að vinna á tveim ólík- um, tungum - gegnum túlk. Sjaldnast skilja menn hvor annan nógu vel hvort sem er þótt báðir tali sitt reiprennandi kunnaða móður- mál. Menn komast ekki nógu vel að orði og em of bráðir að ætla hver öðmm meiningar án þess að hlusta nógu grannt. Þess vegna er sá umþóttunartími hollur og kærkominn sem gefst á meðan túlkurinn er að þýða. Erfiði túlksins að snúa hugsun eins manns á annað tungumál, gerir líka augljóst, hvað það getur staðið glöggt að hugmyndir komist réttar milli manna. Það gerir alla betur vakandi. Ég verð að hafa enn snarpari athygli þegar ég vinn með aðstoð túlks. Auk þess fara menn sjálfkrafa að spara allt afvegaleiðandi óþarfamas þegar þeir tala gegnum túlk. Það hreinsar og skýrir og - þótt undarlegt kunni að virðast - flýtir fyrir þegar upp er staðið. Þessi vinna snýst um samband. Samband milli manna. I þessu sambandi manna fæðist allt. Það er sameiginlegt skapandi starf þar sem hver frjóvgar annars vilja, hugsun og til- finningar. Af því sprettur nýgróður. Æfingar ganga út á að mynda þennan frjósama jarð- veg. Ég er ekki í því að ákveða fyrir leikarana hvað þeir eigi að gera þegar þeir standa að endingu frammi fyrir áhorfendum, hvemig þeir eigi að tala, hvemig að ganga eða snúa sér. Jú, auðvitað geri ég það einnig en það er lítilsvert. Leikstjóm fjallar ekki um það. Ég ætlast ekki einu sinni til að leikaramir sjálfir ákveði fyrirfram hvað gerist þegar til sýning- arinnar kemur, vegna þess að þeir hafa ekki vald á því nema að takmörkuðu leyti fremur en ég. A sýningu gerist það sem gerast vill. Það gerist í sambandinu milli manna. Sameig- inleg sköpun leikara og áhorfenda þar sem hvor um sig hlustar grannt eftir öðrum. Neisti sem kviknar milli tveggja, nei - margra skauta. þetta er erfitt að útskýra og Má síst skiljast þeim framstæða skilningi að leikarinn eigi að láta áhorí'endasalinn stjóma sér, fara að smjaðra fyrir áhorfendum eða troða sér upp í fangið á þeim. Nei, það eram við (sem erum á sviðinu) sem ætíð höldum framkvæð- inu en við troðum engu upp á áhorfandann. Salurinn hefur sinn eigin vilja. því verða menn að átta sig á. Hann fer sínu fram. Hér er spurt um gagnkvæma virðingu; að fólk hlusti ofaní hvert annars langanir, að sálir snertist ef ég má orða það svo. Að vera skemmtikraftur er annað. Ég er ekki að tala um það. Ég er að tala um list, alvarlega skap- andi og leitandi viðleitni en ekki brellur, snið- ugheit, uppátæki og útúrsnúninga til þess gerða að vekja aðdáun á „framlegheitum“ leikstjórans eða leikarans. Ég er að tala um list sem spyr ekki hvemig við gerum heldur hvað. Hvers leitum við? Hvað erum við að fást við? Sumir listamenn kunna aðeins tvenns kon- ar afstöðu til áhorfenda sinna; undirlægjuhátt eða frekju. Geta allt eins verið með hvort tveggja í gangi í einu. En þar á milli er stórt, autt svæði. þar eram við. Það er ekki hægt að útskýra þetta í orðum, allra síst á prenti. Það lærist einungis í beinu sambandi, frá meistara' til lærlings - milliliðalaust. Þess vegna höfum við skóla. Og þó: Með góðum vilja getur vand- virkur lesandi náð, að minnsta kosti réttum gran um það hvað ég á við. Góður vilji skiptir mestu. Náist ekki gagnkvæmt traust næst ekkert. Þá fóram við erindisleysu hvert til annars. Við verðum að varast tilætlunarsemi. Hvorki listunnandinn né listamaðurinn mega ætlast til þess fyrirfram að hinn sé einhvern- veginn svona eða hinsegin. Hvorki mátt þú áætla fyrirfram að ég sé af skóla Staníslavskís og því hljóti ég að tala svona eða hinsegin né heldur má ég álykta fyrirfram að þú sért af hinni víðkunnu sagnaþjóð Snorra Sturlusonar og þess vegna skuli ég tala við þig eins og ég (kannski fyrir misskilning) held að eigi að tala við hann. Þú mátt ekki heimta að ég sé að fjalla um eitthvað það sem þú vilt fyrirfram að ég fjalli um og ég má ekki þrengja upp á þig einhverju sem ég ætla fyrirfram að hafa fyrir satt. Við getum einungis plægt moldina fyrir- fram, gert okkur tilbúna til að hittast. Hvað svo gerist okkar í milli, þegar við hittumst; því verður auðna að ráða. Nú, auðvitað skiptir það líka máli sem aðrir hafa þegar gert á undan okkur. Menningin gengur að einhverju leyti fyrir sjálfri sér, arf- ur fortíðarinnar heldur áfram að ávaxta sig af sjálfu sér (eða rýrna), burtséð frá okkar vilja. Turgenéy er þarna líka. Hann er einn af leik- flokknum, við skulum ekki gleyma því. Með honum í för eru allir hinir stóra rússnesku höfundar sem hann umgekkst og lærði af, gleymum ekki því. Með mér í för era mínir kennarar og aðrir sem ég hef fylgst með, fengið ást á og lært af: Zavadskí, María Knebel, Efros, Éfrémov, Berthold Brecht. .. Gleymum þeim ekki. þetta fólk lifir í mér og er á þann hátt einnig viðstatt æfingar - og í sýningunni - ef vel tekst til. Hvað er nýtt? Fann ég eitthvað upp í þessari uppsetn- ingu? Býr sérstök krafa í okkar tíma um eitt- hvað sem ekki hefur áður verið til? Eða sem hefur verið til en ekki náð athygli? Já og nei. Það er svo sem engin aðgreind nútímamenn- ing til. Hún er blönduð fortíð (Staníslavskí er enn á sveimi í kringum okkur t.d.), kannski mest megnis fortíðararfur - blandaður fram- tíðardraumum. Ég veit ekki hvort eitthvað verður í okkar sýningu sem sérstaklega kem- ur til með að svara einhverjum ákveðnum kröfum okkar tíma. Það verður að ráðast. Ég vil ekki ákveða fyrirfram hvað það ætti að vera. Menn búa ekki til nýjungar. Ekki raun- verulegar. Þær spretta upp sjálfar. Oftast án tilætlunar og öllum að óvöram. Menn geta bú- ið til tískufyrirbrigði og tilgerð. Menn geta stælt eitthvað það sem þeir halda að sé „in“ og auglýst sem nýjung. Það er möguleiki að græða á því í nýjungagjörnum heimi. Það er allt annar handleggur. Er kominn nýr tími? Nýtt leikhús? Ég hef ekki séð það enn. Það gengur mikið á í leikhúsum heimsins, bæði heima hjá mér og annars staðar en það er fyrirferð, áhrifa- meðul og ólæti, mestmegnis. Það er ekki sama og gróska. Varla nein haldbær nýjung sem boði nýjan tíma - nýja viturlega hugsun. Ekki enn. Tökum dæmi: Við þekkjum hina svonefndu Nýju Rússa. Það era svona spútnikar, ungt, frjálst og fal- legt fólk sem telur sig hafa brotið af sér viðjar gamals tíma (kommúnismans þar á meðal), ekur í dýram bílum, býr í sérstöku nýríkra- hverfi í Moskvu, reykir ákveðnar sígarettur, klæðir sig ákveðnum fötum og talar látlaust í farsíma. Sækir ákveðið leikhús með svimandi háu miðaverði, ekki leikritsins vegna heldur staðarins vegna og þess úrvalsfólks sem þar á að vera. Mér skilst að fyrirbærið sé ekki alveg óþekkt hér heldur. I þessu leikhúsi era þeir að sýna Túskildingsópera Brechts. Öllum er þar skítsama um Brecht en eftir að hafa séð þessa sýningu þykjast þeir vera með hann al- veg á hreinu. Sýningin er hlaðin nýjungum sem eru engar nýjungar heldur eitthvað sem þetta fólk ímyndar sér að tíðkist nú þegar í flottum plássum í útlöndum og þá einkum í Ameríku: það er reykur, það er ljósagangur, það er ærandi hátalarakerfi, það era fyrir- ferðarmikil sexí dansatriði og æpandi raddir. Og að sjálfsögðu „verfremdung“. Áhorfendur taka þátt með því að æpa líka, gera bylgjur eins og á fótboltaleik, kalla fram í, hrópa bravó og farsímamir hringja hver í kapp við annan úti um allan sal. Miðinn kostar 150 doll- ara. Er þetta nýjung? Nýr tími? Stefnir and- legt líf Rússlands í þessa átt? Varla. Þá er áramótagleði með tilheyrandi flugeldum og fylliríi líka nýjung. Þá er hvirfilbylur nýjung. Og flóðin í Þýskalandi. Nei, náttúruhamfarir era ekki nýjung, hvorki fellibyljir, flóð eða eldgos á Sikiley. Það getur aftur á móti verið nýjunga að vænta þegar farið er að taka til eftir náttúru- hamfarir. Nýjung, að minnsta kosti menning- arleg nýjung, verður að fela í sér meðvitaða sjálfstjórn; skynsamlegt vit. Annars er það óskapnaður. I besta falli fúsk. Það heitir klámsmíð á íslensku, er það ekki? Raunvera- leg listsköpun er byggð á meðvitaðri kunn- áttu. Ég get vel fyrirgefið mislukkaðar leik- sýningar. Ég get fyrirgefið þótt listamaður nái ekki tilætluðum árangri, þótt verk hans hitti ekki í mark, fái ekki undirtektir, þótt honum misheppnist að ná hinu þráða sam- bandi eða sé að reyna að koma einhverju á framfæri sem ekki er hægt að koma á fram- færi, á ekki erindi og er jafnvel rangt hugsað í grunninn. En ég get ekki fyrirgefið kunnáttu- leysi. Leikhús þykist oft geta komist af án raunveralegrar kunnáttu í faginu. Það þykist geta komist af á tilfinningahitanum, á mann- kærleikanum, á lífskraftinum, fjörinu, fyndn- inni og stundum á einum saman „sexappíl“. Píanóleikari kemst ekki upp með það. Hann verður að gera svo vel að kunna skalann. Hann verður að halda höndunum í stöðugri þjálfun. Hann verður að vera almennilega læs á nótumar. Ballerína sem ekki sækir sínar þriggja til fimm tíma þjálfunaræfingar upp á hvern dag missir réttinn til að stíga á svið. Rithöfundur verður að kunna stafrófið og réttritunarreglurnar til að geta skrifað. Stærðfræðingur verður að kunna margföld- unartöfluna. En það verður enginn stórskáld á stafrófinu einu. Ekki heldur Einstein út á margfóldunartöfluna. Þetta er bara grann- kunnátta. En hún verður að vera fyrir hendi. Samt dugir kunnáttan ein skammt til að skapa list því listin er full af ólíkindalátum, launhelgum og leyndardómum. Við getum einungis notað vitsmuni okkar og kunnaðar aðferðir til þess að lokka þessa leyndardóma 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.