Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.01.1998, Blaðsíða 4
BRASILÍUFARARNIR- SÍÐARI HLUTI „ÞAR SÆLGÆTI EILÍFT ER Á RÚSÍNU-FJÖLLUM JÓNAS Hallgrímsson og félagar hans úr Þingeyrarsýslu fundu aldrei það land í Brasilíu sem þeir gátu heils hugar mælt með við landa sína. Bú- skapur og líf án þess að hafa skepn- ur var víst óbærileg tilhugsun fyrir fslendinga á þessum tíma. Þó Jónas væri ekkert að gylla Brasilíu, var talsverður suðurfararáhugi í Þingeyjarsýslu og bollaleggingar um að láta til skarar skríða. Menn voru jafnvel búnir að selja jarðir sínar og biðu þess albúnir að fara, en það vissu ís- lendingarnir í Brasilíu ekki. Allur var þessi undirbúningur lausbeizlaður og sýnir um leið ótrúlega einangrun landsins. Alveg var undir hælinn lagt og komið undir náð og miskunn einstakra skipstjóra hvort kaupfór höguðu svo ferðum sínum, að hægt væri að ná í Brasilíufar frá Hamborg það árið. •í bæklingum sem ætlaðir voru tilvonandi Brasilíuförum voru mönnum lagðar lífsregl- umar og nokkur praktísk ráð fylgdu með, svo sem: ,JUlir sem flytja til Brasilíu, ættu að taka með sér þau búsáhöld, sem þeir geta komizt með. Hver sem er laus og liðugur ætti að fá sér unnustu til samferðar...Þeim sem setjast að inni í landinu er nauðsynlegt að hafa með sér þessi smiðatól: Öxi, hamar, töng, nafar, hand- sagir, stóran og sterkan hníf og hefla. Auk þess skrúfnagla ogjárn til hefilbekkjar. Að heiman þarf að hafa með sér járnpotta og pönnur, vatnskatla, flöskur, staup, spæni, skeiðar, hnífa, olíulampa, mortél ogjafnvel rokka. “ Tveir Þingeyingar sem staðráðnir voru í að flytja til Brasilíu pöntuðu margskonar verk- færi frá Danmörku. Einn lét smíða glugga- grindur í væntanlegt hús sitt í Brasilíu; einnig grjótkvamir, til hvers er þó ekki ljóst. En allt þetta héldu menn að þeir gætu tekið með sér. Einnig vildi það við brenna að menn sem keyptu jarðir væntanlegra Brasilíufara gætu ekki staðið við skuldbindingar sínar og útflytj- endumir voru þá í veikri aðstöðu, enda notuðu menn sér það og náðu eignum þeirra fyrir lítið. Um þessar mundir urðu fleygar Brasilíuvís- ur, sem sumir eignuðu séra Birni sálmaskáldi í Laufási. Þar er m.a. þetta: ÁRIÐ 1873 lagði 34 manna hópur úr Þingeyjarsýslu af stað til Brasilíu, en stjórnin þar hafði þá samþykkt að 42 íslendingar fengju ókeypis far- gjald. Áðeins einn úr hópnum lifði það að sjá ísland aftur. Myndlýsingar: Bryndís Kristjánsdóttir. GÍSLI SIGURÐSSON TÓK SAMAN Árið 1873 ákváðu 34 Þingeyingar að stíga stóra skrefið og sigla ti 1 Brasilíu á c íftir þeim fimm sem á unc J- an höfóu farið og sagt var frá í fyrri greininni. F erðin tók hálft ár og ekki komust allir á leiðarenda, en þessir landnemar fengu góð búskaparskilyrði og kynntust ekl á l því harðræði sem beið landnemanna í Kanada. Til Brasilíu bregða sér bezt er þegnum snjöllum, þar sælgæti eilíft er á Rúsínu-fjöllum. Og við hunangs elfurnr allir gleði njóta á því svæði sælunnar sem að aldrei þrjóta. Fölnar aldrei foldar þar fagur aldin blómi, grænar hlíðar glóbjartar gyllir upphafs ljómi. Snúum vorri fóstru frá, festum dúk við rengur, búum ekki, bræður, á brjóstum hennar lengur. Gleymum landi, gleymum þjóð, gleymum æsku sporum einnig því að íslenzkt blóð í æðum rennur vorum. Ein fleygasta Brasilíuvísan var ort í Skaga- firði: Um sælu masa margir þar og mynda fjas að nýju, en ekki er flas til fagnaðar, að fara til Brasilíu. Eftir lát Jónasar Hallgrímssonar tók Jónas F. Bárðdal upp merki nafna síns. Hafði hann til þess betri forsendur vegna tungumálakunn- áttu sinnar og gerðist milligöngumaður Brasil- íustjómar og Utflutningsfélagsins í Þingeyjar- sýslu. Það var vanþakklátt verk, meðal annars þurfti að útvega frítt far. Skrifuðu menn sig á lista hjá Jakobi Hálfdanarsyni á Grímsstöðum og var honum komið til brasilíska ræðismanns- ins í Kaupmannahöfn. Boðleiðir sendibréfanna vom bæði langar og flóknar, og merkilegt er það, að örðugasti hjallinn í sambandi við fólksflutninga var að út- vega far með skipi frá íslandi til Danmerkur. Mun auðveldara var að komast þaðan til Bras- ilíu. I bók sinni segir Þorsteinn Þ. Þorsteinsson svo: „En yfír allt viljaleysi konsúls þessa gnæfír skilningsleysi Islendinga á þessum tímum og tómlætið og seinlætið, sem alt af notar sitt eig- ið máltæki um sjálft sig: að grípa i rassinn á tímanum. Ogsvo þetta dæmalausa írafár þegar í ótíma er komið. Og alt er öðrum að kenna. “ Jónas F. Bárðdal hvatti landa sína fremur til þess að flytja til Brasilíu. Hann segir m.a. svo í bréfí til móður sinnar: „En jafnframt þakka ég guði fyrir að hafa leitt mig hingað og ekki sakna ég Islands í neinu. Eg vildi nú bará að Islendingar væru hér á einum, hentugum stað í Brasilíu..." Dapurlegt er að sjá af bréfum sem fóm milli þeirra mæðgina, að jafnvel tvítugir menn í Þingeyjarsýslum voru orðnir veikir af gigt og brjóstveiki og era sagðir þola illa kulda og vosbúð. 34 manna hópur síglir til Brasilíu Þar kom árið 1871 að leyfí fékkst til þess frá Brasilíustjórn að 42 manna hópur yrði fluttur frítt frá Islandi. I þeim hópi var einn hinna ungu en heilsuveilu Þingeyinga, Sigurbjörn Friðriksson, hálfbróðir Jónasar F. Bárðdal. Menn skrifuðu sig á Brasilíulista og voru komnir 113 á einn þeirra, en stórt strik setti í þann reikning, að á sama tíma hófust vestur- ferðir til Norður-Ameríku og fóru á þriðja hundrað manns þangað 1873. Fóru margir þangað sem höfðu ætlað til Brasilíu, ekki sízt vegna þess að sigling fyrir Brasilíufara brást og enginn vissi hverju var um að kenna. Þegar loksins fékkst skip voru menn annaðhvort orðnir afhuga eða farnir til Yesturheims. Orðrómur um drepsótt í Brasilíu varð einnig til þess að fækkaði í röðum Brasilíufara. Til vora samt þeir sem ekkert létu aftra sér og loksins hafðist það: Árið 1873 sigldi 34 manna hópur Brasilíufara áleiðis frá Kaup- mannahöfn til Brasilíu. Fyrstur hafði farið Árni Sigfússon frá Ljótsstöðum í Vopnafírði með konu og tvö börn. Einnig Jón Þorvalds- son, „gáfu-og hreystimaður - ungur, laus og liðugur" frá Framnesi í Skagafn'ði. Sumir sem lögðu af stað til Brasilíu tóku þá ákvörðun í Kaupmannahöfn að flytja fremur til Kanada. Einn þeirra sem stefndi ótrauður til Brasilíu var Guðmundur Guðmundsson frá Halldórs- stöðum og með honum fóru fjögur börn hans. Þau höfðu þá sérstöðu að geta farið til Krist- jáns, elzta sonarins, sem hafði farið á undan eins og fram kom i fyrri greininni og var held- ur betur búinn að koma undir sig fæti; orðinn yfirbyggingarmeistari í Rió de Janeiro. Hall- dóra kona Guðmundar fékkst hinsvegar ekki til þess að yfirgefa ættjörðina, enda orðin sex- tug og léleg til heilsu. Varð hún eftir hjá ætt- ingjum, „aflvana og févana". Börn hennar og Guðmundar, sem fluttu til Brasilíu voru auk Kristjáns, Magnús 26 ára, Marfa 22 ára, Ingi- björg 21 árs og Jensína Ágústa 18 ára. Má ímynda sér að þessi viðskilnaður hafi verið öll- um þungbær. Brasilíufararnir komust í þrennu lagi frá ís- landi til Kaupmannahafnar og varð góðra vina fundur þegar allir komu saman. Staðið var við það loforð að grejða fargjaldið alla leið frá ís- landi og þurftu íslendingarnir ekki að kosta annað en fæðið á leiðinni til Hamborgar. Þar var íslenzki hópurinn fluttur um borð í Brasil- íufarið Elwood Cooper, þrímastrað barkskip, ásamt dönskum, sænskum og aðallega þó þýzkum útflytjendum. Veikindi og dauðsföli Áður en hægt var að láta úr höfn kom upp pest á skipinu. Veiktust allir Islendingarnir og létust tveir þeirra, þar á meðal hreystimennið unga úr Skagafírðinum, Jón Þorvaldsson. Með- an veikin geisaði var beðið byrjar svo vikum skipti og þótti mörgum vistin „ömurleg og gleðisnauð", en farið var með þá á sjúkrahæli í Hamborg sem veikastir voru. Á skipinu var enginn læknir. Hvaða veiki þetta var er ekki vitað, en líklega mátti rekja hana til þess, að skolpið úr ánni þar sem skipið lá við festar var tekið sem neyzluvatn handa farþegum á skip- inu. Eftir að loksins var hægt að láta úr höfn bar fátt til tíðinda á leiðinni, nema hvað Islending- unum líkaði stórilla við þýzku samferðamenn- ina, sem gerðu þeim allt til bölvunar. Land- nemarnir stigu af skipsíjöl í hafnarbænum Parnáquay í Paraná-fylki. Á áfangastaðinn í Curityba uppi á hálendinu var farið í fjórhjól- uðum hestvögnum og drógu 8 hestar hvern 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 24. JANÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.