Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 3
LESBðK M()!!(.( \I!I AI)SI\S - VIENNING LISTIR 6. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Wagner átti ekki upp á pallborðið eftir stríðið frem- ur en annað sem fengið hafði á sig nazista- stimpil. Verk hans höfðu verið sýnd á sama hátt frá upphafi og ekkja Wagners lagði áherzlu á sams konar framhald. Það voru hins vegar synirnir, Wieland og Wolfgang, sem stigu það skref, þegar þráðurinn var tekinn upp að nýju eftir stríðið, að færa hina ytri umgjörð óperanna í takt við nýja tíma. Um það skrifar Árni Tómas Ragnarsson. Atómskáldin eru enn til umræðu í grein eftir Jón Óskar þar sem hann svarar grein eftir Dagnýju Kristjánsdóttur bókmenntafræðing, sem átti upphafið að þessum orðaskiptum í Lesbók- arviðtali á sl. ári. Telur Jón að Dagný hafi ekki fengið réttan skilning á bókmennta- byltingunni um miðja öldina og að rangar fullyrðingar séu í málflutningi hennar um atómskáldin, sem Jón telur að Dagný ófrægi og lítillækki. Milljón sólir rísa er fyrirsögnin á grein Þorvarðar Hjálm- arssonar um skáldverk Kjartans Árnasonar, en fyrsta ljóðabók hans, Dagbók Lasarusar, kom út 1986. Síðan hefur hann sent frá sér smásagnasafn, skáldsögu og smáprent með örleikritum og ljóðum. Hann hefur einnig skrifað töluvert um bókmenntir og þýtt. Þorvarður segir verk Kjartans einkennast af einstöku samspili sársauka og kímni. Metta Hansdóttir í Vík fluttist frá æskustöðvum sfnum á Jótlandi til Bessastaða, 16-17 ára. I fyrri hluta greinar um þessa merku konu segir Halldór Ármann Sigurðsson frá því, að á Bessastöðum var henni gert barn og þá svo um samið að ungur prestur fengi brauð ef hann tæki hana að sér. Brauðið fékk hann en sveik samninginn og ektaði aðra konu, en Metta giftist Jóni Hjaltalín og bjuggu þau m.a. í Vík, landnámsjörð Ingólfs Arnarsonar. Frá búskap Mettu með Jóni segir í næstu Lesbók. FORSÍÐUMYNDIN: Rristinn tók þessa mynd af listmálaranum Baltasar, sem nú stendur á sextugu og heldur sýningu í Gerðarsafni í Kópavogi, þar sem við- fangsefnið er ímynd konunnar, eins og hún birtist í Eddukvæðunum. STEPHAN G. STEPHANSSON KVELD - BROT - í rökkrinu, þegm• ég orðinn er einn og af mér hef reiðingnum velt ogjörðin vor hefur sjálfa sig frá sól inn í skuggana elt og mælginni sjálfrí sígur í brjóst og sofnar við hundanna gelt - En lífsönnin dottandi í dyrnar er sest, sem daglengis vörður minn er, sem styggði upp léttfleygu ljóðin mín öll, svo liðu þau sönglaust frá mér, sem vængbraut þá hugsun, sem hóf sig á loft og himininn ætlaði sér - Það landið, sem ekki með o’nálag hátt í upphæðum neitt getur bæst, þar einskis manns velferð er volæði hins né valdið er takmarkið hæst og sigurinn aldrei er sársauki neins, en sanngirni er boðorðið æðst. Ogvillunótt mannkyns um veglausajörð svo voðalöng orðin mér finnst, sem framfara skíman sé ski-öksaga ein og skuggamii• enn hafi ei þynnst. Þvíjafnvel ífornöld sveif'hugw' eins hátt - og hvar er þá nokkuð, sem vinnst? Stephan G. Stephansson (Stefón Guðmundur Guðmundsson,) 1853-1927, var fæddur og uppalinn (Skagafirði en fluttist ungur til Vesturheims þar sem hann varð bóndi t Al- bertafylki. Honn er höfuðskóld Vestur íslendingo og í Ijóðum sínum birtist hann sem friðar- sinni, einlægur jofnaðormaður og umfram alflt hugsandi maður sem slfellt efast, saman- ber síðustu Ijóðlínurra hér að ofan. RABB 'AUPÆÐI aðventunnar og öl- æði áramótanna er að baki, óttinn við kreditkortastöðuna er tekinn við en timburmenn- imir afstaðnir. Sár eftir minni- háttar barsmíðar, rispur og blá augu eru sem óðast að •óa og öðlast eðlilegan lík- amslit og æluklessur og hitt og annað rusl hefur verið fjarlægt af götunum. Komnar eru heilar ruslakimur í stað þeirra sem af- reksmenn næturlífsins hafa slegið botninn úr, heilar rúður em komnar í stað þeirra sem sömu hetjur slógu í mask og búið er að gera við póstkassann við póstútibúið við Há- vallagötuna eða setja upp nýjan. Ungur maður, sem stundað hefur nám í Svíþjóð undanfarin ár ásamt fleiri íslending- um, fór út að skemmta sér með þeim á gamlárskvöld. Þeir fóm á veitingahúsið Astro við Austurstræti og undu sér þar vel, enda fór allt skemmtanalíf þar fram með friði og spekt eins og siður er á góðum sam- komustöðum. Með þeim var sænskur piltur sem komið hefur hingað áður og átti góðar minningar síðan þá. Nú kom að lokimartíma hússins og sam- kvæmt þeim vafasömu reglum sem hér gilda var hleypt út úr öllum skemmtihúsum borg- arinnar á sama tíma, enda virðast þær reglur byggjast á því að ekkert sé eins skemmtilegt og múgur drukkinna manna. Piltamir ætluðu að reyna að ná í bíl eins og aðrir en höfðu jafnlitla möguleika á því og þeir. Svíinn talaði ensku því hann vissi að hérlendir skilja og tala það mál betur en nor- ræn mál. Stúlka ein í þyrpingu ungra æs- ingaseggja hrópaði á hann að vera ekki með neina stæla, hann gæti alveg eins talað sitt eigið mál og aðrir. En þegar henni varð ijóst MANNLIF OG MANNRAUNIR að þetta var útlendingur hvatti hún félaga sína til að taka í lurginn á „helvítis útlend- ingnum“. Þeir létu ekki segja sér það tvisvar en réðust milli tíu og fimmtán saman á Sví- ann, upptendraðir af drengskap víkinganna, slógu hann í götuna, spörkuðu í hann, rifu úlpu hans í tætlur og mölvuðu myndavél þeirra félaga. Vinur hans kom honum til hjálpar en hlaut sömu móttökur. Einn úr hópnum reyndi þó að liðsinna þeim. Tókst þeim að lokum að sleppa úr klóm þessara hraustu drengskaparmanna og hlupu sem fætur toguðu niður á lögregluskrifstofuna við höfnina. Lögregluþjónninn sem kom til tals við þá sagðist ekkert geta gert. Þeir óskuðu eftir að gefa skýrslu um aðförina en hann neitaði að taka við henni, sagði að þeir yrðu að fara á stöðina við Hlemm, og hann kvað það ekki skipta sig neinu máli þótt þeir segðu, eins og hann vissi, að ekki væri hægt að fá neinn bfl. Hann fór svo aftur inn í hlýj- una en þeir töltu af stað heim til sín því þeir þóttust vita að gestkvæmt væri á lögreglu- stöðinni á nótt sem þessari. Þegar þeir höfðu gengið lengi, lengi komust þeir loks heim og verkuðu af sér eftir getu blóð og önnur um- merki um vinsemd víkingasonanna í mið- borginni. Fengu þeir loks að gefa skýrslu daginn eftir, þegar þeir höfðu beðið tímunum saman eftir að önnur fómarlömb skemmt- analífsins hefðu sagt sögu sína. Eitthvert kvöld um þetta leyti var viðtals- þáttur við þingmenn í sjónvarpinu og var rætt ástandið í miðborg Reykjavíkur að kvöld- og næturlagi um helgar. Sighvatur Björgvinsson taldi það svo geigvænlegt að leita þyrfti langt út í heim til að finna annað eins, ef það væri þá til, og tóku fleiri í þann streng. Þá lagði orð í belg þingkona, Guðný að nafni, og sagði með umburðarlyndisbrosi að bömin sín hefðu sagt sér að þessar sögur úr miðborginni væm bara ýkjur. Ástandið væri alls ekki slæmt. Eg gat ekki stillt mig um að reka upp kaldranalegan hæðnishlát- ur. Þetta var nefnilega ekki í fyrsta sinn sem ég heyrði auðtrúa konu hafa lygasögur eftir bömunum sínum. Hún hefði vafalaust sagt það vera ýkjur þótt henni hefðu verið sýndir piltamir, klóraðir, marðir, með rifin föt og brotna myndavél. Börnin hennar hefðu sennilega sagt henni að strákurinn hefði bara hlaupið á vegg eða jólatréð á torginu og síðan logið upp sögunni til þess að reyna að krækja sér í skaðabætur. Nei, Guðný góð. Krakkamir þínir hafa bara verið að róa þig til þess að þú skyldir ekki halda að þeir væra í félagsskap ung- linga sem gætu flækst inn í aðfinnsluvert athæfí. Ástandið í miðborginni er svo slæmt að nóttunni um helgar að fullorðið fólk þorir ekki að vera þar á ferli en tekur heldur bíl ef það þarf að fara milli borgarhluta. Það eru ekki ýkjur þegar sagt er frá því að fólk hafi verið atyrt, barið og jafnvel stungið með hnífum fyrir þá sök eina að vera á ferð um miðborgina á þeim tíma sem afkomend- ur víkinganna telja hana sitt athafnasvið. Þetta þurfa ekki að vera slæmir krakkar en að líkindum eru þeir illa eða alls ekki uppaldir. Kannske eru heimili þeirra slæm, foreldrar þeirra hafa vanrækt þá og ekki beitt þá neinum aga, en látið þá alast upp eins og verkast vildi. Sálfræðingur einn sagði fyrir mörgum áram að ef við héldum áfram á þeirri braut að svíkja böm um heil- brigðan heimilisaga ættu unglingavandamál eftir að margfaldast hér. Prestur einn sagði mér hið sama og bætti við: Ef böm læra ekki að hlýða og fara eftir reglum frá bam- æsku geta þau ekki heldur farið eftir lögum þegar þau eru fullorðin. Agi þýðir ekki að foreldrar séu harðir við böm sín, þvert á móti, þeir eiga að elska þau, en þeir eiga líka að ala þau upp með skynsemi af því að þeir elska þau og vilja að þau verði að góðu og löghlýðnu fólki. Eg hef séð böm rífa til og káfa á hlutum sem verða á vegi þeirra, á heimilum þar sem þau era gestkomandi og í verslunum, og ef vandað er um við þau seg- ir foreldrið bara: 0, hann er nú bara að leika sér, skinnið litla. Auðvitað er barnið að leika sér en foreldramir eiga bara að gæta þess að það leiki sér ekki að því sem aðrir eiga og það getur skemmt. Þeir mega ekki heldur horfa í aðra átt og látast ekki taka eftir neinu, þegar bömin þeirra era að rífa til. Og börn vilja að þeim sé stjómað. Þeim líður vel þegar samvinna þeirra og foreldr- anna er góð. Og foreldramir verða að gefa sér tíma til að sinna þeim og ala þau upp. Magnús heitinn Sigurðsson skólastjóri, sem lét sér öðram fremur annt um böm sem lent höfðu á villigötum, sagði eitt sinn við mig: Vandræðaböm koma alltaf fi-á vandræðaheimilum. Heimili vandræðabams getur litið vel út, svo að ókunnugir sjái þar enga misfellu á neinu, en það er alltaf eitt- hvað að, þótt það sé svo vel falið að ókunn- ugir komi ekki auga á það. TORFI ÓLAFSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 7. FEBRÚAR 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.