Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 6
,1 KARLAR HRÆDDIR VIÐ INNSÆI KVENNA EG HEF haft gaman af því að lesa hin fomu Eddukvæði eða síðan ég fór að geta skilið íslenskuna sæmilega. Pegar ég loksins var kominn með vald á málinu og gat farið að lesa þyngri texta þá opn- aðist fyrir mér alveg nýr heimur. Þetta var eins og að opna kampa- vínsflösku - búmm. Pá hófst ferðalag mitt inn í sál íslands og á því ferðalagi er ég enn.“ Pað má sjá á andliti Baltasars sem ljómar í vetrar- sólinni sem skín inn um gluggann að ferðalagið er athyglisvert. Við sitjum við voldugt eikarborð inni í stofu hjá Baltasar og konu hans, Kristjönu. Það er hljótt í stofunni en í garðinum fyrir utan leika sér þrír hundar. Öðra hvoru gelta þeir eða krafsa í hurðina því þeir vilja komast inn í hlýjuna. Baltasar held- ur áfram að ræða um hugðarefni sitt, Eddukvæðin, og þau áhrif sem hann hefur orðið fyrir af þeim. „Ég hef sótt myndefni mitt meðal ann- ars í goðafræðina. Ég hef málað jötna og þursa og nú eru það kvení- myndimar eins og þær birtast í kvæðunum sem leita á mig hvort sem það eru dísir, nomir, valkyrjur, völvur, skjaldmeyjar eða gyðjur. Petta eru sterkar konur sem gátu haft örlög karlanna í hendi sér. Ágætt dæmi um þetta eru fylgj- umar. Þær birtust annaðhvort í líki kvenna eða dýra. Þegar seiðkonan Þórveig er að deyja þá kemur hún að skipi Kormáks í líki hvals. Fylgj- umar brugðu sé einnig í fálkalíki og stundum lánuðuðu þær haminn sinn til þess að sá hinn sami gæti unnið hetjudáð en sálin birtist í hamnum. Egyptar og fleiri þjóðir nota öminn til að túlka sálina. Fylgjan verndaði þann sem hún fylgdi og birtist hon- um á dauðastundinni. Fylgjurnar vom stundum kallaðar hamingja þeirra sem þær fylgdu. Valkyrjumar em í nánu sam- bandi við æðsta guðinn, Óðin. Sam- kvæmt beiðni hans velja þær þá sem eiga að falla í bardaga og verð- launa þá sem vinna sigra. Dísir og nomir ákveða örlög manna, sér- staklega era nomimar magnaðar. Þær ráða því sem þegar hefur gerst, er yfirvofandi eða gerist í framtíðinni, samanber örlaganorn- imar þrjá við Urðarbrann, þær Urði, Verðandi og Skuld. Það sem er sammerkt með þessum kvení- myndum er að í stað krafta beita þær kænsku. En þótt þær séu örlagavaldar mega þær sín lítils gegn illum örlögum eins og kem- ur fram í Eddukvæðunum. Hinn norræni og suður-evrópski menning- ararfur á það sameiginlegt að konan stendur jafnfætis karlinum. I trúarlífi Suður-Evrópu- búa er María jafnrétthá Jesú. I heiðni þurfti Óðinn, æðsti guðinn, að leita til völvunnar til að láta hana segja sér um framtíðina eins og kemur fram í Völuspá." Baltasar talar hratt og ákaft upphafinn af viðfangsefninu. Stund- um er svolítið erfitt að skilja hann en oftast tekst honum ágætlega að koma orðum að því sem hann vill segja. Hann kvartar þó undan því að það sé erfitt að finna lýsingarorð á ís- lensku yfir þessar kvenímyndir. „Þetta era fullþroska konur. Þær hafa sterkar tilfinning- ar. Þær eru kappsfullar, eggja menn til dáða og hvetja til mannvíga. Sumar hafa seiðkraft. Þær láta þó ekki allar jafn mikið að sér kveða en hugsa því meira.“ Túlkar innra líf ki Hin margbreytilega ímynd konunnar eins og hún birtist í Eddukvæðunum er viðfangsefni Baltasars á málverka- sýningu hans í Gerðarsafni í Kópavogi. Þetta er óður til hinnar fullþroskuðu konu, segir listamaðurinn í viðtali við HILDI EINARSDOTTUR. Morgunblaðið/Kristinn BALTASAR: Ég er vanur að mála í dempuðum litum en í þessum nýju myndum sem ég sýni í Gerðarsafni nota ég mjög sterka liti. Ég sá þessar kvenímyndir enn skýrar fyrir mér þegar ég hafði lesið bók sem fjallar um þetta efni,“ segir hann og ýtir til mín doðranti sem ber heitið „Old Norse Images of Women.“ Höfundurinn er Jenny Jochen pró- fessor í sögu við Towson háskóla í Bandaríkj- unum. „Hún lýsir vel þessum kvenímyndum og þar kemur glöggt fram hve þær eru sterk- ar í öllum sínum margbreytileika. Það sem kom mér á óvart við þetta viðfangsefni er að ég þekki konur sem era samsettar úr ýmsum þeim eðlisþáttum sem þessar kvenímyndir búa yfir. Ég hef séð ýmsa þessa skapgerðar- þætti hjá konu minni, dætram, systram og vinkonum." Baltasar er örlítið kíminn á svip- inn þegar hann segir þetta. - Er þetta þá mjög persónuleg sýning? „Já, það má þekkja þama ákveðnar konur á því hvernig þær bera sig og á andlitsdráttun- um. Ég er þó ekki í þessum myndum að lýsa ytra útliti kvenna heldur er ég að túlka innra líf þeirra. Til þess nota ég ekki aðeins formið heldur einnig litina,“ heldur hann áfram. „Ég er vanur að mála í fremur dempuðum litum en þurfti að breyta litakerfinu hjá mér til þess að geta túlkað fjölbreytileikann og ég nota mjög sterka liti. Þetta er spennandi eins og að tala við gamla vini sem maður hefur ekki hitt lengi.“ - Ha, talarðu við litina? „Já, ég segi kannski þú ert of kaldur, ég ætla að breyta þér, eða eitthvað álíka!“ - Eru myndimar á sýningunni í Gerðar- safni frábrugðnar fyrri myndum þínum að einhverju öðra leyti? „Litirnir í myndunum eru þynnri, þess vegna era þessi verk gagnsærri og tærari. Fram til þessa hafa málverkin mín verið áferðarmikil og mjög efniskennd.“ Baltasar segir að það sem einkenni konur sé hve þær era sterkar andlega. „Konan mín til dæmis er valkyrja, sverð mitt og skjöldur. Konurnar, þær bjarga sér alltaf. Það sem mér finnst verst er að nútiminn hefur afskræmt ímynd þeirra. Kemur það gleggst fram í aug- lýsingum. Þar er búin til af þeim skrípamynd sem er bæði kraftlaus og geld. Sjálfar hafa þær búið sér til grímu til að standast kröfur umhverfisins þar sem lögð er áhersla á ytri fegurð. Það sem inni fyrir býr gleymist allt of oft en á þeim verðmætum byggir konan líf sitt líkt og kvenímyndirnar í Eddukvæðunum. í miðaldabókmenntum töluðu karlmenn um konur sem nornir og seiðkonur. Þeir vora að benda á að konumar hefðu sitthvað sem þeir réðu ekki við. Margar konur gera sér grein fyrir þessum þáttum í eðli sinu og finnst mér að þær ættu að treysta meira eðlisávísun sinni. Karlarnir era nefnilega hræddir við innsæi þeirra og vilja helst sjá þær klæddar bikini í eilífri fegurðarsamkeppni.“ - Þú talar eins og svæsinn femínisti! „Ég á tvær dætur svo ég veit hvað ég er að tala um. Ég hef ekki leitast við að gera þær að þægilegum, litlum píum heldur höfum við Kri- stjana lagt á það áherslu að þær hafi skoðanir og láti þær í Ijós. Konur tjá sig betur en karl- ar.“ Varð sextugur um daginn Fyrir þá sem ekki vita fæddist Baltasar í Barcelona á Spáni 9. janúar 1938 og varð því sextugur í nýliðnum mánuði. Hann var 23 ára þegar hann kom fyrst hingað til lands. Á þess- um tíma ríkti mikil ólga í spænsku þjóðlífi. Franco var að styrkja stöðu sína meðal ann- ars með bandalagi við kirkjuna. Á alþjóða- vettvangi var hann undir verndarvæng Bandaríkjanna. Menningarlífið var hneppt í fjötra. Sérstaklega urðu Katalóníubúar fyrir barðinu á falangistum en Baltasar er af rót- grónum katalónskum ættum í móðurætt en franskur í fóðurætt. Faðir hans var efnaverk- fræðingur og hafði með höndum eigin rekst- ur. Borgarastyrjöldin hafði skilið eftir sig sár sem seint ætluðu að gróa. Þjóðin var sundruð, vinir sundraðir og fjölskyldur líka. Allir tor- tryggðu alla. „Við sem bjuggum í Katalóníu voram engir fasistar. Það var því engin framtíð fyrir mig þar,“ segir hann þegar ég spyr hann um ör- lagavalda úr fortíðinni. Afi minn sem var þekktur andófsmaður var kominn í útlegð til Mexíkó. Þar eð ég bar nafn hans átti ég erfitt upp- dráttar. Og ég gat ekki hugsað mér að beygja mig og sveigja fyrir fal- anagistum. Því var ekki um annað að gera en að fara í burtu. Það voru örlög margra af minni kynslóð. Flestir fóru til Þýskalands því þar var vinnu að hafa. En það var litið niður á innflytjenduma og talað um gastarbeiters í niðrandi tóni. Marg- ir fóra til Suður-Ameríku. Ég gat ekki hugsað mér að fara þangað því mér fannst það of langt frá Evrópu. Suður-Ameríkubúar voru líka lok- aðir menningarlega. Ég hafði heyrt að það ríkti mikið lýðræði á Norðurlöndum. Ég kynntist íslenskri stúlku á Spáni sem lýsti landinu svo vel og ég vissi að þið voruð fullir af frelsisþrá líkt og við Katalóníubúar. Ég kom því hingað ásamt bróður mínum, Jo- han. Við fengum hér strax vinnu á fiskiskipi sem hásetar og þénuðum vel. Við vorum nýkomnir úr hernum og voram vel á okkur komnir líkam- lega svo að við gátum staðist vinnu- álagið. Það sem hreif mig þó ekki síst var þetta óendanlega ljós sem lýsir ykkur á sumrin allan sólar- hringinn. Birtan er mitt verkfæri ef svo má segja. Það var þó ekki fyrr en ég hafði dvalið hér í nokkur ár og kominn með vald á tungumálinu að ég fór að kynnast þjóðinni að einhverju ráði.“ Hugmyndirnar sífellt ad verða óhlutbundnari Það má ef til vill segja að Baltasar sé orðinn íslenskari en margur innfæddur íslendingurinn enda segist hann hafa lagt sig fram um að kynnast íslendingum og af þeim hafi hann lært margt. „Ég ákvað líka að finna mér þjóðlega íþrótt til að stunda þar sem ég gæti kynnst bæði landi og þjóð. Varð hesta- mennskan fyrir valinu. Á hestum hef ég ferð- ast mikið um landið. Mér hefur fundist ég læra meira af því að hitta skemmtilegan bónda en að sitja í háskóla. Kynni mín af land- inu hafa ekki aðeins mótað mig sem listamann heldur líka sem persónu." Eitt finnst honum þó slæmt í fari Islend- inga og það er hve sýn þeirra á fagurfræðileg efni er þröng. „Mér finnst íslendingar ein- blína of mikið á franska menningu,“ segir hann. „Það er gott og blessað. En hér vita menn lítið um endurreisnarstefnuna, spænska myndlistarhefð eða þá suður-amerisku. Ara- bísk list er líka afar töfrandi svo og miðalda- list að ekki sé minnst á gotneska list eða barokklist." Hann telur á fingram sér. „Þegar ég kom hingað var lítil virðing borin fyrir teikningunni. Hér máluðu menn nær ein- göngu afstrakt." - Hvernig féllst þú í kramið? „Ég málaði fígúratívt svo ég fékk ekki góð- ar viðtökur hjá starfsbræðrum mínum en al- menningur tók mér vel. Fyrir mig var annað- hvort að laga mig að ríkjandi viðhorfum eða láta þau lönd og leið og það gerði ég. Það er hér eins og erlendis að myndlistin hefur verið gerð að sértrúarbrögðum. Þeir sem eru ekki á sömu skoðun eru útilokaðir frá sýningarað- stöðu og styrkjum. Islendingar era ekki einir um svona klíkustarfsemi, hún þekkist vel er- lendis. Þar eru það galleríin sem ráða ferð- inni. Hér eru það opinberar stofnanir sem með styrkveitingum sínum mismuna fólki. Ég hef alltaf verið á móti listamannalaun- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.