Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 9
HVAÐA KONUR VORU FYRIRSÆTUR PIERRE OZANNE? HEIMILIN á Vatneyri eru ekki mörg er „La Flore“ sigl- ir inn á leguna 1. júK 1772 og leggst þar við festar. Þó býr þar Þóroddur Þóroddsson beykir með konu sinni, Bergljótu Einarsdóttur, og eiga dóttur á 5. ári, Sigríði. Seinna fæðast þeim synimir Ami, GísU, Jón og Þórður. Þórður kvæntist skagfirskri prestsdóttur, Þóreyju Gunnlaugsdóttur. Þau bjuggu á Reykhólum og hann nefndi sig Thoroddsen fyrstur af sinni ætt. Sonur þeirra var skáldið og sýslumaðurinn Jón Thoroddsen. Bergljót Einarsdóttir, beykiskona á Vatneyri 1772, er amma Jóns og gæti vel hafa átt rókokóstól innfluttan af manni sínum, sem nam í Kaup- mannahöfn og var auk þess í stakk búinn að smíða stól af þeirri gerð. Á Vatneyri er líka nýkvæntur Pétur Kúld Andersen. Kona hans er Þóra Katrín Markúsdóttir Westmann. Fað- ir hennar, Markús Westmann, er þar fyrrum kaupmaður, nú ekkill. Bergljót Einarsdóttir er 29 ára og Þóra Katrín er 22 ára. I Sauðlauksdal er prestsfrú- in, Rannveig Ólafsdóttir, 38 ára. Það er frem- ur ólíklegt, að hún fari á hversdagsfötum í kaupstað norðan fjarðar. Miklu líklegra er, að hún klæðist ferðafötum eða sparibúist til slíkrar ferðar. Þóra Katrín og Bergljót em vel metnar dándikonur og til kvaddar að verða guðmæð- ur bama um þessar mundir. Þeim væri báð- um trúandi til að hafa verið fyrirsætur fyrir Pierre Ozanne. Auðvitað má það einu gilda hvort giskað er rétt eða rangt á, að amma Jóns Thoroddsen sé fyrirsæta listamannsins eða að tengdamóð- ir sr. Eyjólfs Kolbeinssonar hafi verið það eða prestsfrúin í Sauðlauksdal. En ætli megi ekki slá því föstu, að þær hafi allar kunnað að HVER var hún þessi kona sem teiknuð var á Patreksfirði 1772? segja sínu fólki frá komu frönsku freigátunn- ar til Vatneyrar og snillingsmyndagerð Pierre Ozanne? Velji nú hver það svar sem honum líkar við spumingunni: Hvað hétu fyrirsætur hins franska Pierre Ozanne? GÍSLI H. KOLBEINS ORDAFORÐI II BLAKKUR, BLEK, BLÖKKUMAÐUR, BLÁMAÐUR, BLEKKJA, BLANKUR OG BLANKUSKÓR EFTIR SÖLVA SVEINSSON Naihorðið blakkur merkir samkvæmt orðabók dökkleitur hestur, hestur yfirleitt. Hestur getur líka heitið Blakkur. En lýsingarorðið blakkur þýðir dökkur, óhreinn. Skyld orð í grannmálum em blakk í norsku í merkingunni ljósleitur, black á sænsku í sömu merkingu, en black á ensku þýðir svartur, samanber fornenska lýsingarorðið blæc sem þýðir svaiiur. í fomensku var líka til nafnorð þessu skylt, blæcem og þýddi ljósastjaki, og blaken á gamalli þýsku merkir loga, glóa, samanber blakta. I fomháþýsku var líka til orðið blanc og merkti glansandi hvítur. I nútímamálum er til orðið blanket sem merkir eyðublað; það er hvítt af því að það er óútfyllt. Blek er litvökvi til þess að skrifa með, oftast dökkur. Af þeirri notkun orðsins hafa menn leitt merkinguna sterkt kaffi. Danir kalla þennan vökva blæk, en í Færeyjum og Noregi getur hann heitið blekk. Þetta orð er heimt úr fomensku blæc, enda var blek í öndverðu svart. Nú er algengast að menn skrifi með bláu bleki, en þeir sem það kjósa geta valið sér rauðan Kt eða grænan. Blökkumaður er svertingi, og er orðið dregið af blakkur í merkingunni dökkur. En blökkumenn vom líka kallaðir blámenn í gömlum bókum og Afríka Blámannaland. Það skýrist af því að blakkur og blár eiga sameiginlega rót í indóevrópsku frammáli, og merkir hún svartur. Blekkja hefur ýmsar merkingar. Algengast er að nota sögnina um að svíkja, tæla, villa um fyrir einhverjum. En það merkir líka að gera blakkan, dekkja. Áður fyrri blekktu menn líka herta þorskhausa þegar þeir dýfðu þeim / vatn til þess að mýkja þá. Á nýnorsku segja menn blekkja í merkingunni glampa, vera fólur, tálma einhverju, og í fomensku var blencan notað um að tæla, svíkja, einkum þó með villuljósi. Skipstjórnarmenn sigldu stundum á land upp af því að óvandaðir menn brugðu upp ljósi til þess að villa um fyrir þeim og rændu síðan skipið. Sjómenn voru blekktir. Blankur varð viðloðandi málið á 17. öld, merkir nú oftast félaus. En orðið er líka notað í spilamáli. Einspil í lit er blankt. Sumir era blankir á svipinn þegar þeir eru tómlátir. Loks merkir blankur gljáandi. Það lifir í orðinu blankuskór, en svo nefndu menn spariskó sína nýburstaða og gljáandi. I gegnum þessar orðsifjar ganga andstæðumar svart/hvítt, glampandi Ijós/dimma. Mount blanc heitir fjaUstindur í Olpunum, Fjallið hvíta. Svartur hestur heitir Blakkur, og rekja bæði orðin upprana sinn til sömu rótar. Hvemig má það vera? Öll þessi orð eru skyld latnesku sögninni flagrare sem merkir blossa, loga; f í latínu svarar til b í germönskum málum. Önnur latnesk sögn er þessu tengd, fulgere, sem þýðir að leiftra. Eldi fylgir í senn logandi birta og dökkur reykur, svört aska. Á þeim andstæðum nærast merkingamar og vísa í sína áttina hvor. Höfundurinn er cand mag í íslensku. LJÓDRÝNI STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON VETRARDAGUR í grænan febrúarhimin stara brostin augu vatnanna frá kaldri ásjónu landsins. Afferðum vindanna eirðarlausu um víðáttu hvolfsins hafa engar spurnir borist. Litlausri hrímþoku blandið hefur lognið stirðnað við brjóst hvítra eyðimarka. Undir hola þagnarskelina leita stakir bassatónar þegar íshjartað slær. Á mjóum fótleggjum sínum koma mennirnir eftir hjarninu með fjöll á herðum sér. (Svartálfadans 1951) Form þessa ljóðs lýtur að vísu ekki lögmálum brags en er engu að síður býsna fast bundið, þótt ekki sé það alveg reglulegt. Fimm erindi, þrjú vísuorð hvert, ein setning nema hið fjórða, þar sem em tvær sagnir. Að- alsagnirnar em í miðlínu, nema í öðm erindi í hinni þriðju. í fyrsta og síð- asta erindi em forsetningarKðir í fyrstu og þriðju Knu, í öðm og fjórða er- indi í fyrstu línu og í þriðja erindi í þriðju Knu. Viðleitni er til að hafa lýsandi orð og nafnorð saman í flestum línum: grænn febrúarhiminn, brost- in augu, köld ásjóna, eirðarlausir vindar, engar spumir, Utlaus hrímþoka, stirðnað logn, hvítar eyðimerkur, hol þagnarskel, stakir bassatónar, mjóir fótleggir. Undantekningar era víðátta hvolfsins, íshjarta, en umfram allt í lokin, þar sem ekki fylgir lýsandi orð mönnum eða fjöllum, en þó er mönn- unum lýst með mjóum fótleggjum. Gmndvöllur myndmálsins er tvöfóld sýn, jafnvel í tvennum skilningi á stundum. Þótt lýst sá náttúra á vetrardegi, er beitt myndhverfingum til að beina augum lesanda að mannlífi, ef lif skyldi kalla. Vötnin hafa brostin augu, landið ásjónu og hvítar eyðimerkur em með brjóst, og gæti það skilist sem liðið lík, en undir slær íshjarta, hvernig sem menn vilja skilja það. I raun og vem er hægt að skilja hverja mynd sem rökrétta náttúmmynd. Á köldum vetrardegi, þegar fönn liggur yfir öllu, getur slegið grænum bjarma á himininn í hverfulli birtu. Og brostin augu vatnanna má sjá sem ísilögð vötn. í öðm erindi er einfaldlega sagt að logn sé veðurs, en með því að komast svo að orði að engar spurnh’ hafi borist af eirðarlausum vindum, emm við einnig látin sjá það sem ekki er. Um leið og við sjáum lognið, er athyghnni beint að andstæðunni. I þessu kalda logni myndast hrímþoka vegna raka, og þar með stirðnar lognið, verður næstum áþreifanlegt. Þagn- arskelin er væntanlega ís á vötnum. í þremur fyrstu erindunum er grafar- þögn, og er það undirstrikað með þagnarskelinni. En í miklu og síauknu frosti myndast brestir í ísinn þegar hann þéttist, og þannig skil ég slátt ís- hjartans, - og orðið bendir nú í rauninni ekki til mikils lífs. Þama er því dregin upp mynd af ísköldum degi í stopulli birtu, þar sem allt er læst í helgreipar frostsins, allt er kyrrt, ekkert hreyfist, ekkert hljóð heyrist nema stöku brestir í ísnum. Og svo koma mennirnir gangandi inn í þessa hjamveröld á mjóum fótleggjum með fjöll á herðum. Segja má að einkennilegt sé að lýsa mönnunum einungis með mjóum fótleggjum, og ekki er hægt að skilja beinum skilningi að þeir beri fjöllin á herðum sér. Fjöllin getur borið við herðar þeirra í baksýn og einnig má ímynda sér að þeir gangi undir háum bröttum fjöllum, sem svo em nálægt að þau líkt og hvíli á þeim. Á því leikur hins vegar tæpast vafi, að lokamyndin lýtur að erfiðu lífi í harðbýlu landi. Mennimir em harla smáir í þeirri nístingsköldu víðáttu, þar sem þeir birtast allt í einu gangandi. Hvaðan koma þeir? Á hvaða leið eru þeir? Um það vitum við ekkert. Við vitum aðeins að þetta er veröld þeirra og vettvangur. Og svo er reyndar um okkur sjálf, mannkynið. Hvernig mun okkur reiða af? Við teljum okkur á stundum vera herra tilvera okkar. En emm við það í raun og veru þegar allt kemur til alls? Við vitum aðeins að verk okkar hafa áhrif á tilvera okkar, framtíð okkar og sjálfrar jarðarinnar. En við vitum ekki hvort mjóir fótleggir okkar standa undir þeirri þungu byrði sem á okkur er lögð. NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 7. FEBRÚAR 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.