Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 19
Norræn myndlist í Nútímalistasafninu í París FRÁ MUNCH UM KIRKEBY TIL BJARKAR París. Morgxinblaðið. NORRÆN myndlist frá þessari öld fyllir sali Nútímalistasafns Parísar, Musée de l’Art Moderne de la Ville de Paris, fram yfir miðjan maí. Sýningin Visions du Nord var opnuð í gær, fóstudag, að viðstöddu margmenni. Fólk kom til að sjá verk gamalla meistara eins og Edvards Munchs, Aksells Gallen-Kallelas og Augusts Strindbergs; sérsýningu á verkum Danans Pers Kirkebys og svo myndir ungra listamanna frá Norðurlöndum. I þessum þriðja þætti sýningarinnar eru verk eftir nokkra íslendinga: Önnu Guðjóns- dóttur, Björk Guðmundsdóttur, Hannes Lár- usson, Ólaf Elíasson og Porvald Þorsteinsson. Fleiri íslenskir listamenn taka þátt, því tais- vert er um að fólk sýni í sameiningu. Þannig fer Björk að með myndbandsinnsetningu sína, Jeremy Dellers og Mika Vainio. Sömu- leiðis Hannes, Anna og Þjóðverjinn Till Krause, sem skiáfuð eru fyrir myndbanda- hópi. í honum eru einnig Inga Svala Þórsdótt- ir, Kristinn G. Harðarson og Valborg Salóme Ingólfsdóttir, svo íslensku listamennimir séu nefndir. Ýmsar uppákomur verða í tengslum við sýninguna; tónleikar, fyrirlestrar og kvik- myndasýningar. Allt tekur þetta mið af þeirri stefnu safnsins að varpa ljósi á uppruna og þróun nútímalistar í Evrópu. Belgísk list frá 20. öld hét sýning safnsins 1990, þýskur ex- pressjónismi var tekinn til skoðunar 1992 og nákvæmni í hollenskri fagurfræði árið 1994. Nú, þegar kemur að Norðurlöndunum fimm, þykir hæfa að byrja um aldamót, taka svo einn listamann út úr og gefa loks glæný sýnishorn. „Ljós heimsins, ljós himinsins" er yfirski'ift sýningar gömlu verkanna, en þar eru myndir Carls Frederiks Hills og Helene Schejerfbeck auk þeirra sem áður er getið. Yfirlitssýningin á verkum Kirkebys heitir „Kristöllun" og er hugsuð sem eins konar brú milli aldamótafólksins og þess yngra. Kirke- by, sem stendur nú á sextugu, sýnir meðal annars nýja myndröð og stóran skúlptúr úr múrsteinum. „Andvökunótt“ eða nuit blanche er líklega réttnefni á þeim þætti sýningarinnar sem vekur hvað mesta forvitni. Um tuttugu full- trúar norrænna myndlistarmanna af yngri kynslóð nota ýmsa miðla; teikningu, málverk, ljósmyndun, myndband og innsetningu eða röðun í rými. Þess vegna fær fólk sem er þekktara fyrir annað en myndlist að fljóta með. Björk er íslenska dæmið um þetta og frá Finnlandi má frægan nefna kvikmyndagerð- ai'manninn Aki Kaurismaki. Sýningin stendur til 17. maí og er opin frá kl. 10-17.30 virka daga, nema mánudaga, og frá 10-18.45 um helgar. Nútímalistasafnið er í 16. hverfi Parísar, við Avenue Wilson númer 11 (metró Alma Marceau). Fyrh' frönskumælandi er vert að huga að heimsóknum með leiðsögumanni, upplýsingar um þær fást á safninu. Morgunblaðið/Golli ÓLAFUR Halldórsson, Jónas Ingimundarson og Jóhann Sigurðsson hlutu Menningarverðlaun VIS. MENNINGAR- VERÐLAUN VÍS FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Gríms- son, afhenti á fimmtudag Jónasi Ingi- mundarsyni píanóleikara, Ólafi Halldórs- syni framkvæmdastjóra og Jóhanni Sigurðs- syni framkvæmdastjóra Menningarverðlaun VIS við athöfn í Listasafni íslands. Menning- arsjóður VÍS var stofnsettur 19. maí 1995. Formaður sjóðsstjórnar er Kjartan Gunnars- son. I tilkynningu Menningarsjóðs VÍS segir: Jónas Ingimundarson hlaut eina milljón króna fyrir afrek á tónlistarsviðinu. Jónas lauk námi við tónlistarháskólann í Vínarborg 1970 og hefur síðan unnið fjölbreytileg tón- listarstörf. Hann hefur haldið mikinn fjölda tónleika hérlendis og erlendis, ýmist einn eða með öðrum, jafnt einsöngvurum sem sinfóníu- hljómsveitum og kórum, skipulagt og stýrt umfangsmiklu fræðslustarfi á tónlistarsviðinu fyrir börn og fullorðna, unnið mikilvægt starf við söfnun og skráningu íslenskrar tónlistar og unnið að framfaramálum fyrir tónlistar- menn. Auk þess hefur Jónas leikið fyrir út- varp og sjónvarp og inn á íjölmargar hljóm- og geislaplötur. Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri Fiskeldis Eyjafjarðar á Akureyri, hlaut 500 þúsund krónur fyrir störf sín að lúðueldi. Ólafur er fiskifræðingur að mennt og starfaði áður sem vísindamaður hjá Hafrannsókna- stofnun. Fiskeldi Eyjafjarðar var stofnað 1987 og hefur frá upphafi verið forystufyi-irtæki á sínu sviði í heiminum. A síðasta ári voru fram- leidd um 300 þúsund lúðuseiði í heiminum, þar af 60 þúsúnd í eldisstöðvunum í Eyjafirði. Fyrirtækið hefur stundað umfangsmiklar rannsóknir og er í alþjóðlegu samstarfi. Jóhann Sigurðsson, framkvæmdastjóri bókaútgáfunnar Leifs Eiríkssonar, hlaut 500 þúsund krónur fyrir bókmenntastörf. A veg- um útgáfunnar, sem stofnuð var 1993, hefur verið ráðist í það stórvirki að gefa íslendinga- sögurnar út á ensku og er það jafnframt í fyrsta skipti sem sögurnar koma út á erlendu máli. The Complete Sagas of Icelanders 1-V er í fimm þykkum bindum, alls 2.300 blaðsíð- ur. Yfir 50 manns unnu að verkinu, þar af þrjátíu þýðendur frá sjö löndum í þremur heimsálfum. RIDDARAHÚSIÐ í Stokkhólmi - vettvangur fyrstu almenningstónleika í Svíþjóð. HINN SÆNSKI HÁNDEL TÓIVLIST Sfgildir diskar ROMAN Johan Helmich Roman: Sinfóníur í g, D, B, F, G, e, E & G (BeRI nr. 30, 24, 11, 10, 9, 22, 3 & 15.) Jaap Schröder og Barokksveit Drottningar- hólms. Musica Sveciae MSCD 418. Upptaka: DDD. Útgáfuár: 1990. Lengd: 62:02. Verð (Japis): 1.499 kr. sinfóníur hans af lagrænni andagift og rytmískri orku. Jaap Schröder (kunnur hér á landi af Skálholtstónleikum) og hin frábæra Drottningarhólmssveit auka enn á þokka verkanna, og hljóðritunin er silfurtær. Þó saknar maður eins, hér sem víðar á „HIP“-upptökum seinni ára: ögn meiri styrks í neðri strengjum. Innraddir eru ívið of veik- ar, eins og hlýtur að leiða af strengjaáhöfninni 7.5.3.3.2, og hefði verið jafnai'a að nota t.d. 7.6.5.42. LÍKT og aðrar Norðurlandaþjóðir komust Svíar seint á blað í fögi'um tónmenntum, og framan af einkum með innflutningi þýzkra smámeistara. Þó eignuðust þeir þegar á 18. öld eitt tónskáld úr eigin röðum: Johan Helmich Roman (1694-1758), „föður sænskr- ar tónlistar". Um ævi Romans er lítið vitað. Hann dvaldi nokkur ár í Lundúnum og kynntist m.a. Handel, enda hitt auknefnið, „hinn sænski Hándel", auðheyrilega ekki með öllu úr lausu lofti gripið. 1727 var hann orðinn hirðhljómsveitarstjóri í Stokk- hólmi, og á ferðalagi suður um álfu 1735-37 tileinkaði hann sér nýjustu tónlistarstrauma tímans, svo sem „galant“ stefnu Frakka, eins og heyi'a má hér og þar í þessum sinfóníum - líklega með þeim fyrstu er samdir voru á Norðurlöndum. Roman varð mikill frumkvöð- ull í sænsku tónlistarlífi. 1731 innleiddi hann fyrstur Svía al- menningshljómleika, aðeins fá- um árum eftir að fyrirbrigðið leit fyrst dagsins ljós á Englandi og í París, efldi tónlistarmenntun og þýddi fræðirit um tónlist. Varð- veitzt hafa fjölmörg tónverk eftir hann, þó að tímasetning þeirra sé enn óljós. Sinfóníurnar bera með sér að vera sprottnar úr nýtilkomnu umhverfi hlustenda og áhuga- hljómlistarmanna úr röðum aðals og efnaðra borgara, og 4. og 5. áratugirnir því líklegasta tilurðarskeið þeirra. Sinfóníutóngreinin var þá splunkuný af nál- inni. Hún átti sér rætur í ítalska óperufor- leiknum, sem farinn var að lifa sjálfstæðu lífi utan óperuhúsanna. Gaf hið nýja form hugar- fluginu ólíkt meira svigrúm en barokkdansa- svítan og höfðaði jafnframt til breiðari hlust- endahóps en hin hefðbundna „hofferðuga" tónlist, um leið og borgarastéttin fór að láta meira að sér kveða. Bendir flest til að sinfóní- ur Romans hafi hitt í mark enda hljómuðu þær í sænskum tónleikasölum allt fram á 9. áratug aldarinnar, þegar vínarklassíkin komst í öndvegi. Nútímahlustendur ættu að kunna að meta hið spræka hugvit Romans. Og þó að hinn sænski Hándel jafnist eins og gefur að skilja ekki alltaf á við Saxann mikla, leiftra margar KRAUS Joseph Martin Kraus: Soliman II. Hoel (S), Ör- tendahl-Corin (S), Wallström (Bar), Morgny (T.) Kór & hljsv. Konunglegu sænsku óperunnar u. stj. Philips Brunelle. Virgin Classics VC 7 91496-2. Upptaka: DDD, Stokkhólmi 3/1991. Útgáfuár: 1992. Lengd: 63:50. Verð (Japis): 1.690 kr. Jaap Schröder Soliman II eller de tre Sultaninnorna (1789) er safnarafágæti - svonefnd „gústöfsk Tyrkjaópera" frá stjórnarárum Gústafs III (1773-92), einu merkasta menningarblómaskeiði Svíþjóðar. Sögusviðið - Tyrkland - var búið að vera í tízku á óperu- fjölum sunnar í álfu á annan ára- tug; eitt fyrsta dæmi um evr- ópskan áhuga á „frumstæðum“ þjóðum, auk þess sem kvenna- búrsmál þóttu góðborgurum krassandi risqué. Brottnámið úr kvennabúrinu eftir Mozart kemur auðvitað upp í hugann, en hún var raunar að- eins ein af mörgum Tyrkjaóper- um tímans. Hitt er sérkennileg tilviljun, að framlag Svía til greinarinnar skuli vera eftir höf- und sem lifði svotil nákvæmlega á sama tíma og Mozart. J.M. Kr-aus (1756-92) fluttist norður frá Mið-Þýzkalandi 22 ára gamall og vakti eftirtekt konungs með óperu sinni Proserpin 1781. Áður en skammri ævi hans lauk, tveim mánuðum eftir að konungur var myrtur á grímudansleik, hafði hann hasl- að sér völl sem fremsta tónskáld Svíþjóðar á seinni hluta 18. aldar. Eiginlega er Soliman II hvorki ópera né Singspiel, heldur leikrit með tónlist. Töluðum texta er hér sleppt, og því harla lítið eftir af söguþræði fyrir hlustandann. Það gerir þó minna til, enda tiltölulega þunnur þrettándi um vál Tyi'kjasoldáns á eiginkonuefni meðal þriggja stríðandi búrkvenna sinna. Það sem stendur upp úr er tónlistin - aldeilis litskrúð- ug blanda af vínarklassík og „exótisma," mik- ið til instrúmentöl (marsar, dansar og ball- ettar) og víða frumlega orkestruð. Þótt ein- söngur einkum karlanna sé svolítið viðvan- ingslegur, er hljómsveitarflutningur sérlega hrífandi, og upptakan þétt og skýr. Ríkarður Ö. Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 1998 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.