Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 7
BLÓTGYÐJA. FRIÐROFI. t'L f- um,“ heldur hann áfram. „í stað þeirra hefur mér fundist vanta að listamenn gætu fengið hagstæð lán til að koma sér upp aðstöðu. Einnig hefur verið þörf á því að myndlistar- menn líkt og ýmsir aðrir sérhagsmunahópar í þjóðfélaginu gætu keypt sín tæki með skatta- afslætti. Hjálparsveitimar geta til dæmis keypt sér stóra jeppa og njóta þá ákveðinna skattfríðinda. Listamenn verða að kaupa sín- ar nauðsynjar fullu verði. Þetta gerir það að verkum að ungir listamenn eiga erfitt með að koma sér upp góðri vinnuaðstöðu. Þeir sem starfa að listum hafa engan áhuga á því að vera á einhverju ölmusuplani. Það gleymist oft að við gefum líknarfélögum myndir eða önnur verk sem boðin eru upp á vegum félag- anna og þannig safna þau fé til starfsemi sinn- ar. Þannig gefum við til samfélagsins og fínnst eldd óeðlilegt að það komi til móts við okkur. Ég veit vel hve erfitt það er fyrir unga listamenn að koma sér upp vinnuaðstöðu því börnin okkar öll vinna að listum, Baltasar Kormákur er í leiklist og báðar dætur okkar, þær Mireya og Rebekka Rán, hafa lagt fyrir sig myndlist.“ Baltasar tekur upp þráðinn þar sem frá var horfíð og ræðir um tilurð verka sinna. „Þó myndbyggingin í verkum mínum sé enn form- bundin þá eru hugmyndirnar sífellt að verða óhlutbundnari," segir hann. „Myndefnið verð- ur gjarnan til við lestur eða þegar ég loka augunum og stundum dreymir mig það. Það sem mér finnst skemmtilegt við þessa fram- vindu er að mér hefur tekist að tjá mig þannig að það hugnast ungu fólki. Það er í auknum mæli farið að kaupa myndir af mér. Finnst mér fengur að því en þessi kynslóð er mjög framsækin." GoH að komast úr skarkalanum Baltasar er fjölhæfur og ákaflega vinnu- samur listamaður. Einn daginn er hann í vinnustofu sinni að mála málverk. Þann næsta gæti hann verið að teikna eða hanna leikmynd eða að vinna að grafík. Baltasar hefur einnig fengist við að mála freskur í heimalandi sínu og hér á landi. Ein slík er í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði, önnur í Húnavallaskóla og sú þriðja er máluð utan á Hraðfrystihús Eski- fjarðar. „Mér finnst mjög skemmtilegt að gera freskur alveg eins og mér þykir gaman að því að mála stórar myndir,“ segir hann. „Að mála freskur krefst ákveðinnar tækni sem ég hef lært. Á námsárunum fékk ég tæki- færi til að skreyta kirkjuna í Sans og fleiri kirkjur með freskum. Freskumar em ákaf- lega lifandi list. Þær hafa gjaman verið notað- ar til að lýsa andófí. Hafa menn nýtt sér boð- skap Nýja testamentisins um réttlæti og sam- úð með hinum þjáðu og undirokuðu til að túlka skoðanir sínar. Oft vinna fleiri en einn að freskugerðinni og hvetja þá gjaman hver annan til dáða. Bestu freskumar hafa einmitt orðið til í löndum þar sem ríkir mikil ólga í trúmálum eða stjómmálum. Nú bíð ég bara eftir að fá tækifæri til að mála fleiri freskur!" Baltasar er spurður að því hvort hann sé mjög trúaður maður? „Já, mér er óhætt að segja það en ég er ekki með neinar öfgar í þeim efnum. Ef konan mín biður mig um að koma með sér í kirkju þá geri ég það.“ I viðtali, sem birtist við Baltasar í bókinni Norður í svalann, ræðir Sigurður Pálsson, prestur í Hallgrímskirkju, við fólk af ýmsu þjóðerni sem sest hefur hér að. Þar kemur fram að á tímabili var Baltasar að hugsa um að verða munkur. Hann brosir veikt þegar hann er minntur á þessi bernskubrek. Þá var hann innan við fjórtán ára aldur. „Ég hafði verið lengi með berkla og mátti ekjd umgangast aðra krakka vegna smithættu. Ég var einangraður og lok- aður. Munkur sem sá um trúarlega fræðslu ,ESJA“ hin fjölkunnuga. mína stöðvaði mig í þessum áætlunum. Hann sagði að ég væri alltof mikill listamaður í mér til að loka mig af. Ég held að margir karl- menn hafi einhvern tíma á æviskeiðinu getað hugsað sér að verða munkar og ganga í klaustur. Komast frá skarkala lífsins og vera einir með sínum æðri mætti. Ég hef komist næst þessari upplifun þegar ég er á ferðalög- um á hestum um landið. Þá erum við kannski á ferðinni í sjö klukkutíma og stundum mynd- ast 20-30 metra bil á milli okkar. Þá er ég einn með náttúrunni og hestinum og nota þá gjarnan tækifærið til íhugunar. Við Kristjana fórum á bak á hverjum degi því við þurfum að þjálfa hestana fyrir hesta- ferðirnar," segir hann þegar hann er spurður hvort þau hjón séu dugleg við að stunda út- reiðar á vetuma. „Við tökum hestana inn í nóvember og byrjum að ríða út í janúar. í kringum hestaferðimar hefur myndast 6-8 manna hópur sem auk þess að vera skemmti- legur vinnm- vel saman. En það er nauðsyn- legt því oft geta ferðirnar verið erfiðar. Þær taka 3-4 vikur í senn. Á þessum ferðum skoð- um við ákveðna hluta landsins. Stundum för- um við í styttri ferðir. Þá hengjum við hest- vagninn aftan í bílinn og plöntum okkur ein- hvers staðar niður og skoðum umhverfið." Hann segist mála hestamyndir þegar hann ríði mikið út. „Þá upplifí ég svo stórkostlegar sýnir,“ segir hann. „Stundum er ég líka beð- inn um að mála portrett af hestum og mönn- um. Hestarnir líkjast mönnunum að ýmsu leyti,“ segir hann og glottir. „Þeir eru hrekkj- óttir og óstýrilátir. Það þarf að semja við hestana eins og mennina ef hlutimir eiga að ganga upp. Hestamir em líka blíðir og þú getur átt vináttu þeirra eins og mannanna. Það er mikið af hestinum í íslenskum karl- mönnum. Svo era þeir líka brokkgengir!" Að sögn þeirra sem þekkja Baltasar er hann hrókur alls fagnaðar í góðra vina hópi. Hann leikur á gítar og segir að hér áður fyrr hafí gítarinn opnað honum leið að fólki. Nú segist hann einkum spila fyrir sjálfan sig. Hann leikur einnig á flygil sem stendur í stof- unni. Ég spyr hvort hann hafí gaman af því að dansa þvi Spánverjar eru ástríðufullir dansai’- ar. Hann segist dansa flamenco dans fyrir fjölskylduna þegar hann er í stuði. Svo segir hann sögu af því þegar hann var eitt sinn i samkvæmi. Þá var hann eggjaður af Krist- jönu og fleirum til að dansa flamenco dans sem eins og menn vito byggist á voldugum mjaðmahreyfmgum. „í miðjum dansi vill ekki betur til en svo að ég fer úr mjaðmarlið. Skag- aði kúlan sem er á efsta hluta lærbeinsins langt út. Ég greip þá til þess ráðs að slá kúl- una til baka og viti menn hún hrökk aftur á sinn stað. Eftir það hef ég farið varlega þegar ég hef dansað flamenco dans.“ LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 1998 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.