Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 20
HRAÐI, SPENNA, MÝKT OG DU LÚÐ I kvöld frumsýnir Islenski dansflokkurinn þrjú dansverk eftir tvö erlenda danshöfunda, þá Ed Wubbe frá Hollandi og Richard Wherlock frá Bretlandi á Stóra sviði Borgarleikhússins. Sýningin er sú fyrsta á 25 ára afmælisári dansflokksins. HULDA STEFANSDOTTIR fjall- ar um verkin þrjú og ræðir við Ed Wubbe og Katrínu Hall listdansstjóra sem segir það stefnu dansflokksins að bjóða íslenskum áhorfendum aðeins upp á það besta í heimi danslistarinnar um þessar mundir. ANNAÐ tónverkanna tveggja í Tvístígandi sinnaskiptum, Fratres, var nýverið flutt á tónleikum Kammersveitar Reykjavíkur í Langholtskirkju. Af því tilefni kom Párt í heimsókn til íslands og fylgdist hann þá með æfingu dansflokksins. Párt hrósaði verkinu í hástert og sagði að dans- inn þjónaði vel einfaldleika tónlistarinnar. HAFIÐ er annað starfsár Katrínar Hall sem listdans- stjóra og hefur hún þegar fengið til liðs við sig nokkra af fremstu danshöfundum Evrópu. Skemmst er að minnast sýninga dansflokks- ins á liðnu hausti þar sem ' flutt voru verk eftir þýska danshöfundinn og stjómanda Tanz Forum í Köln, Jochen Ul- rich. A listahátíð eru væntanlegir hingað til lands þeir Jorma Uotinen, stjómandi fínnska Operuballettsins, og Jiri Kylian, stjórnandi Nederlands Dans Teatre. I næsta mánuði kemur Islenski dansflokkurinn fram í Riga og Vilnius í Lettlandi og síðar í sumar hefur dansflokknum verið boðið að koma fram í Gdansk í Póllandi og í Portúgal. Dansarar Islenska dansflokksins eru þau Birgitta Heide, Lára Stefánsdóttir, Sigrún Guð- mundsdóttir, Katrín Ingvadóttir, Julia Gold, Katrin A. Johnson, Hildur Ottarsdóttir sem þreytir frumraun sína með dansflokknum, David Greenall, Guðmundur Helgason og Jóhann Freyr Björgvinsson ásamt banda- ríska gestadansaranum Cameron Corbett sem dansar með flokknum í þessari upp- færslu. Ed Wubbe og Richard Wherlock eru vel þekktir í hinum alþjóðlega dansheimi. Ric- hard Wherlock er ungur danshöfundur sem hlotnast hefur margvíslegur heiður á síðustu árum. Þar ber hæst boð um að semja dans- verk fyrir hina þekktu frönsku ballettstjörnu Sylvie Guillem. Wherlock er stjómandi Luz- emer balletflokksins í Sviss en hefur unnið með dansflokkum um allan heim og dansaði hann m.a. með Katrínu Hall við Tanz Forum í Köln. Islenski dansflokkurinn sýnir nú verk hans, Curver eða Iða. Verkið einkennist af hraða og spennu og er mikil þolraun fyrir dansarana því Wherlock er þekktur fyrir að ganga eins langt og mögulegt er hvað líkam- lega getu og þol dansaranna varðar. Tónlist- in við verkið er frumsamin af hljómsveitinni Yens & Yens. Katrín segir að verk Wher- locks byggist jafnan á miklum hraða og mik- illi snerpu. „í þessu verki færir hann sig nær tilfínningunum án þess að tapa niður þessum eiginleikum verka sinni. Curver gengur því ekki bara út á líkamlega fæmi heldur þarf dansarinn að miðla ákveðnum tilfinningum. Þetta er bæði sterkt og fallegt verk.“ Ed Wubbe dansaði áður hjá Nederlands Dans Teatre og stjómar nú Scapino ballett- flokknum í Rotterdam. Undanfarið hefur hann dvalið hér á landi til að leggja lokahönd á uppfærslu verka sinna. Ed sótti íslenska dansflokkinn fyrst heim fyrir 12 ámm þegar hann setti upp sýninguna Stöðugir ferða- langar í Þjóðleikhúsinu. Þá samdi hann verk- ið Tvístígandi sinnaskipti sérstaklega fyrir Islenska dansflokkinn. Síðan hafa verið gerðar breytingar á verkinu sem sýnt hefur verið víða um Evrópu og hjá fjölmörgum dansflokkum og það er í þessari nýju útgáfu sem verkið verður flutt fyrir íslenska áhorf- endur að þessu sinni. Tvístígandi sinnaskipti er rólegt og seiðandi verk og Wubbe segir það byggt á einfaldri hugmynd andstæðna ljóss og skugga. Verkið er samið við tónlist eftir Arvo Párt. Wubbe var einn sá fyrsti til að nota tónlist Párts í dansverkum en verk hans njóta nú mikilla vinsælda í heimi dans- listarinnar. Hvítklæddir dansarar bylgjast frá myrkri fram í birtu og undirstrika dulúð- Morgunblaöiö/Ásdís ÚTLAGAR er fyrsta sýningin á 25 ára afmælisári íslenska dansflokksins og fyrirboði um það sem vænta má af dansflokknum í framtiðinni. Verkin þrjú eru eftir tvo þekkta evrópska nútímadanshöfunda, Richard Wherelock og Ed Wobbs. Verkin eru hver með sínum hætti þar sem saman fara hraði, spenna, mýkt og dulúð. Morgunblaðið/Þorkell RICHARD Wherlock og Ed Wobbe á sviði Borgarleikhússins. ina og einfaldleika tónverka Párts. „Verkið er að því leyti ólíkt öðrum verkum mínum að tónlist Párts varð mér innblástur en vana- lega legg ég upp með ákveðna hugmynd að dansverki og vel tónlistina síðar,“ segir Wubbe. „Tónlist Arvos Párts hefur síðan haft mikil áhrif á evrópska og bandaríska dans- höfunda enda eru verk hans full af leikrænni stemmningu, þau eru ljóðræn og dul og síð- ast en ekki síst eru þau einföld í uppbyggingu og bjóða upp á fjölmarga túlkunarmöguleika og útfærslur í dansi.“ Hann segist þó ekki hafa notað tónverk Párts í fleiri verkum sín- um. „Allt í einu voru allir danshöfundar farn- ir að nota tónlist Párts og þá fannst mér að ég gæti ekki notað hana aftur nema þemað krefðist þess bókstaflega, sem hefur ekki orðjð enn.“ Útlagar eða Kate’s Gallery er hlut' stærra verks Eds Wubbe, Kataline, og gerólíkt Tví- stígandi sinnaskiptum. Gagmýnendur í Hollandi hafa lokið lofsorði á verkið og sagt það eitt besta verk höfundar. Wubbe hefur valið kafla verksins til flutnings hjá Islenska dansflokknum og gert á því nauðsynlegar breytingar vegna smæðar dansflokksins. Verkið fjall- ar um gráma hversdagsins í stór- borginni. Hér er lýst lífí ungs fólks, gi-immd og spennu sem ríkir á yfir- borðinu en undir niðri býr mýkt og þokki. Wubbe segist þó ekki vera að flytja sögur í verkum sínum heldur spretti hugmyndirnar af ákveðinni stemmningu og and- rúmslofti sem hann reyni að koma til skila í gegnum dansinn. Tónlistin í Útlögunum er samin af Ruben Stem og bresku þungarokkshljóm- sveitinni Godflesh. Dansverkið hef- ur verið sýnt víða um Evrópu, í Brasilíu og New York, bæði utan og innan dyra, í leikhúsum og verk- smiðjuumhverfi. „I raun hef ég gert svo róttækar breytingar á verkinu fyrir þessa sýningu Islenska dansflokksins að segja má að hér sé nýtt verk á ferðinni," seg- ir Wubbe. „Ég lít svo á að hver og einn dans- ari taki virkan þátt í sköpun verka minna. Það er aldrei hægt að komast hjá breyttum áherslum og eftir því sem árin líða tekur verkið út ákveðinn þroska. Þetta væri aldrei hægt að gera í klassískum ballett en einmitt vegna þessa er nútímadansinn svo síbreyti- legt og lifandi listfonn.“ Wubbe er mjög ánægður með frammistöðu Islenska dansflokksins og segir það góða blöndu að hafa saman í einum flokki þroskaðai dansara og yngri dansara sem eru að hefja feril sinn. Þeir yngri búi yflr tækni- legri fæmi og snerpu en hinir eldri yfír lífs- reynslu sem sé nauðsynleg leikrænni tján- ingu dansins. „Það búa miklir hæfileikar í yngri kynslóð dansara flokksins og það hefur verið ánægjulegt að fylgjast með þeim breyt- ingum sem orðið hafa frá því að ég starfaði fyrst með flokknum fyrir 12 áram. Margar af þeim ballerínum sem vora þá að byrja era hér enn og það sem betra er, þá hafa fjöl- margir efnilegir nýliðar bæst hópinn, bæði stúlkur og strákar." Wubbe tiltekur einnig kosti þess að Islenski dansflokkurinn skuli vera í nánu samstarfi við Listdansskólann. „Dansaramir miðla reynslu sinni beint til nemendanna og nemendumir era í betri snertingu við það sem er að gerast í dans- heiminum. Að þessu leyti standa íslenskir dansarar betur að vígi en þeir hollensku þai- sem skólamir starfa sjálfstætt og í raun er það svo að allir helstu dansflokkar í Þýska- landi, þar sem danslistin er í miklum metum, hafa stofnað eigin listdansskóla við flokkinn." Katrín segist vera stolt af því að geta kynnt íslenskum áhorfendum verk jafn fram- bærilegra danshöfunda og þeirra Wherelocks og Wubbes. Það sé nauðsynlegt fyrir þróun listdansins hér á landi að íslenskir áhorfend- ur kynnist nútímalistdansi eins og hann ger- ist bestur úti í heimi. „Það sem hefur háð nú- tímalistdansinum hér á landi fram til þessa er þekkingarleysi fólks á þessu listformi. Ég vil að áhorfendur upplifí danslist í hæsta gæða- flokki til að komast hjá fordómum. Og ég veit að dansinn á eftir að höfða til þeirra. List- dans hefur átt miklum vinsældum að fagna um alla Evrópu og hvers vegna ætti því ekki vera líkt farið hér á landi? 011 listform koma saman í listdansinum; dans, myndlist, tónlist og leikhús." Wubbe rekur áhugaleysi fólks á danslist fyrst og fremst til óttans við að skilja ekki dansinn. ,Að horfa á listdans er ekki ólíkt því að skoða óhlutbundið málverk. Þar er ekki verið að segja neina sögu en áhorf- andinn býr til sína eigin sögu með því að upp- lifa verkið. Við eram hins vegar alin upp við að reyna alltaf að skilja alla hluti. Og það sem við skiljum ekki óttumst við. Rétt eins og í myndlist þá er listdans upplifun fyrir allan líkamann, ekki síst hjartað, og ef áhorfandinn beitir rökhugsuninni einni saman þá fer hann á mis við það sem skiptir raunveralega máli.“ 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.