Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 16
Morgunblaöið/Golli KJARTAN Árnason. Skáldsaga hans Draumur þinn rætist tvisvar er að mestu sögð út frá sjónarhorni barns og ein fyrsta skáldsagan sem gerist nær eingöngu í Kópavogi. MILUÓN SÓLIR RÍSA Ég segi það satt: Ekki frekaren úrið inniheldur Tímann innihalda þessar línur Sannleikann. Arið 1986, kvaddi Kjartan Arnason sér hljóðs með ljóðabókinni, Dagbók Lasarusar (Brot úr glötuðu handriti). í bókinni tjáir hinn dáni og upprisni Lasarus sig um ýmis mál- efni, (svosem lífið náttúr- una jörðina pálmana kálakrana tæknina dauð- ann ofl ofl). Sumsé um graf-alvarleg málefni. Nú kann sumum að þykja það tilgerðarlegt og býsna djarft tiltæki hjá ungum höfundi, að yrkja í orðastað svo æruverðugrar persónu sem Lasarus óneitanlega er, en eftir lestur kvæðanna sannfærast væntanlega hinir sömu fljótt um, að höfundur þeirra héma megin móðunnar miklu, tekur sjálfan sig ekki hátíð- lega. Þvert á móti nálgast hann viðfangsefni sitt með hæfllegu samblandi af lotningu og léttúð, og kryddar það gáskafullri kímni og kankvísi. Gamansamur tónn setur svip á efn- istökin, nokkuð gráglettinn á köflum. Otal vís- Ljóðabókin Dagbók Lasarusar, fyrsta bók Kjartans Arnasonao kom út 1986. Síðan hefur hann sent fró sér smósagnasafnið Frostmark (1987), skóldsöguna Draumur þinn rætist tvisvar (1989) og nokkur smóprent með örleikritum og Ijóðum. Hann hefur einnig skrifað töluvert um bókmenntir og þýtt. ÞORVARÐUl HJALMARSSON seqir verk Kjartans einkennast c stöku samspili sórsaukg op kímni. anir úr kunnuglegum minnum Biblíunnar mynda umgjörð utan um efnið, enda ekki við öðru að búast af sjálfum Lasarusi. En þó kátínan ólmist, leynir sér ekki, að manneskjan að baki kvæðanna er hvorki skoðanalaus né sinnulaus um líf og list. Gagnrýni á staur- blinda efnishyggju nútímans er víða að finna og stundum leynist sársauki að baki orðanna, eins og glöggt má greina í ljóðinu, Skilningur: Parsem snjóhvitan skjöldinn ber við himin undirbrennandisól verður birtan sem milljón sólir skíni; soldið einsog þessi jökull ertþú bjartur en kaldur Á milli nær birtan að bræða sundur kuld- ann, óhræsið lætur undan síga fyrir lampan- um stóra á himinhvolfinu. Hvergi blikar þó tár á hvarmi eins og við Dettifoss forðum daga og skáldmennið unga á síðari hluta tutt- ugustu aldarinnar, er greinilega ekld að hugsa um raflýsingu sveitanna. Þó er eins og látleysi ljóðsins, feli í sér skemmtilega skírskotun í kvæði þjóðskáldanna. í dag er fossinn í klakaböndum so hann missi ekki niðrum sig vatnið. En blessaður spéhræddi auminginn veit ekki hvað hann á í vændum: Á morgun kemur sólin og bræðir af honum böndin; þá mun hann standa berstrípaður fyrir hvers manns augliti meðvatniðáhælunum. Verður mikið híað? Lífsgleðin brýst fram með margvíslegum hætti í Dagbók Lasarusar þótt það dyljist ekki að á bakvið ljóðin býr djúp og mikil reynsla sem höfundur tekst á við af æðru- leysi. I ljóðum ungra skálda sem eru að senda frá sér sína fyrstu bók er myrkrið oft ráðandi myndlíking. Menn ráfa um, fálmandi í myrkri, síðu af síðu. En það er ekkert myrkur í Dag- bók Lasarusar, hvorki í sálinni né í myndlík- ingunum, þvert á móti blasir sáttfýsin við. Sáttfysi við það sem mæta kann fólki á veg- ferð þess um þetta undarlega hjarn sem nú- 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.