Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 14
UOSORMURINN VIÐ HOFNINA
Kiasma merkir víxlun og í
nýbyggingu finnska nú-
tímalistasafnsins sem
vígt verður í miðborg
Helsinki í vor eru hinar
fjölmörgu greinar sjónlista
samtímans settar fram
- til stefnumóta hver við
aðra og við almenning.
HULDA STEFÁNSDÓTTIR
segir fró gömlum
draumi finnskra menning-
arfrömuða sem loks er
að verða að veruleika.
Byggingarframkvæmdir
við safnahúsið hófust árið 1996
og allar götur síðan hefur verið
deilt um réttmæti þess að reisa
svo framúrstefnulega byggingu
á torgi nærri styttu hershöfð-
ingjans, stjómmálamannsins og
þjóðhetjunnar Carls Gustafs
Mannerheims. Arkitekt safnsins er Banda-
ríkjamaðurinn Steven Holl. Safnið er á
fímm hæðum, samtals 12.400 fermetrar og
þar af eru 3.600 fermetrar lagðir undir sýn-
ingarsali. Heildarkostnaður við byggingu
safnsins eru rúmir 3 milljarðar ísl. króna og
tilkoma þessa nýja safns hlýtur að teljast til
meiriháttar viðburðar í finnsku menningar-
lífi.
Stoftiun finnska nútímalistasafnsins hafði
verið í burðarliðnum svo árum og áratugum
skipti þegar safnið komst á laggirnar árið
1990 og þá sem stofnun innan vébanda
Listasafns Finnlands. Snemma var ljóst að
Ateneum bygging Listasafnsins væri of lítil
til að hýsa svo umfangsmikla viðbót við
safnið. Ríkið og Helsingjarborg gerðu með
sér samkomulag um að borgin fengi að
reisa nýja safnbyggingu á ríkislóð í mið-
bænum, rétt við höfnina og gegnt aðalstöðv-
um póstsins þar sem torgið fræga með
styttu Mannerheims stendur. Sibeliusar
Tónlistarakademían er þar skammt frá og
frekari framkvæmdir eru fyrirhugaðar á
hafnarsvæði miðborgarinnar í tengslum við
menningarkjamann sem þar er að mynd-
ast.
, , Ljósmynd/Marko Mákinen
NUTÍMALISTASAFNIÐ Kiasma við höfnina í miðborg Helsinki. Deilur vegna staðsetningarinnar má ekki síst rekja tii þess að skammt frá
stendur stytta af hershöfðingjanum og stjórnmálamanninum Mannerheimer.
Ljósmynd/Petri Virtanen
GIN ormsins. I öðrum enda byggingarinnar er stór gluggi. Safnið utanvert er klætt áli sem
endurkastar sólarljósinu. Efnisnotkun og lögun byggingarinnar minnar á nálægð hafnarinnar.
THE Night eftir Polly Apfelbaum frá 1997.
Sýning hennar verður ein af vígslusýningum
safnsins í vor.
Ljósmynd/Joseph Gallus Rittenberg
FJÖLNOTASALUR Kiasma verður vígður með samvinnuverkefni myndbandalistamannsins
Gary Hill og kóreógrafíkersins Meg Stuart sem nefnist Splayed Mind Out.
Ljósmynd/Leo Castelli, New York/c ADAGP
NEONLJÓSAVERKIÐ Humain Nature/Life Death/Knows Doesn’t Doesn’t Know eftir Bruce
Nauman frá 1983. Yfirlitssýning á verkum hans verður opnuð f Kiasma í október.
14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 7. FEBRÚAR 1998