Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 8
DRAUMEY ARADÓTTIR FIMM VÖRÐUR Lífsandi þinn greyptist í sál mína og saman lögðum við gangstíg ástarinnar upp fjallið. Þar til tindinum var náð. Síðustu sólargeislamir breiddu gullhúfur næturinnar yfir glókollana beggja vegna skálans og struku blíðlega fætur okkar og vörðurnar fimm. Sjö dagar og sjö nætur en svo fórstu og einstigið leiddi mig örugglcga skref fyrir skref niður í djúpt og skugg- sælt gljúfrið. Þar sem fossinn innsiglaði söknuð minn. Vinur, með þér skynjaði ég skapaði og fann til. I sjö daga og sjö nætur. Ogfann tilgang lífsins fara staðföstum höndum um tárvotan huga minn: Lífið er til að lifa því. ENGILRÁÐ ÓSK ÁSTIN ER EINS OG LAUFGAÐ TRÉ Þegar laufin falla af trjánum á haustin er það eins og einhver hafi glatað ástinni misst hana frá sér og hann brotnar niður Þegar regndropar falla af trjánum tiljarðar er það eins og einhver gráti gráti yfir ástinni sem hann hefur glatað og að lokum dettur hann niður ogdeyr En þegar laufm byrja aftur að spretta er lífið yndislegt. Ástin verður eins og þegar blóm blómstra á vorin. Sprettur upp aftur og aftur ár eftir ár og þegar ástin kemur aftur inn í líf okkar eins og sumar bros, lífsgleði og að lokum gerir hún eins og blýflugurnar og blómin nýtur ásta Náttúran er yndisleg kennir okkur mönnunum að njóta. En hvernig væri lífið án ástar? Ég veit svarið. Eins ogrotnandi tré sem stendur úti íhomi og öllum er sama um. Höfundurinn er skólanemandi ó [safirði. BROT ÚR BÓKMENNTASÖGU SPÁNAR 1 y „SPANN ER FJALL MEÐ FEIKNASTÖLLUM" EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR Hadrianus keisari var ágætt skáld og orti Ijóð sem voru bæði „prúð og óprúð". Annað þekkt latínuskóld Spónverja er Martial og só Driðji er Prudencio Clemente sem uppi var ó 4. ölc °g er talinn upphafs- maður allegóríu í Ijóðagerð. Spánn er (jall með feiknastöllum, flatur á koll, en Ránar tolla gjalda elfír; ærið silfur út úr fargast Sagarbjargi; suður gnóg er sæld í hlíðum, sæt eru granateplin; kætast drósir vini í Vandalhúsum, vex þar auður af frjóvgan sauða. (Ur Landavísum eftir Þorleif Repp) ÞEGAR saga Spánar er skoðuð kemur í ljós að ótrúlegur fjöldi þjóða og þjóðflokka hefur sett mark sitt á þjóðlíf og menningu landsins gegnum aldimar. Menningarstraumar þessir hafa sett misdjúp spor í spænskan jarðveg, en mörgu ólíku lostið saman og blandast því sem fyrir var. íberar eru með fyrstu frumbyggjum landsins sem vitað er ljóslega um, keltar setj- ast þar síðan að og um þá hafa varðveist skýr ummerki, einkum í norðurhluta landsins. Ba- skar koma einhvern tímann í fymdinni og tungumál þeirra lifir margar aldir fram á okk- ar tíma, alls óskylt þeim tungumálum sem síð- ar vom töluð á Pýreneaskaganum. Fom- grikkir áttu viðdvöl á Íberíuskaganum, Fönik- íumenn vom þar og síðan Rómverjar sem setja einna skýrast mark sitt á menningu alls þorra landsmanna, því úr máli þeirra, latín- unni, er þjóðtunga Spánverja til orðin. Vest- gotar komu úr norðri og márar úr suðri og réðu ríkjum um skeið. Það gefur augaleið að allar þessar hræring- ar á syðsta útskaga Evrópu hafa ýtt undir stríða lund og kröftugar kenndir manna í landi þar sem sjaldan var friður fyrir hemaði; þar sem eitt ríki reis og var fellt fyrr en varði af öðru. Hinar sögulegu kringumstæður móta síðan eðlisfar íbúanna; um Spánverja hefur verið sagt að í þeim blandist hermaðurinn og meinlætamaðurinn. Og bókmenntir þeirra staðfesta að dapurleikinn sé þeim nákomnari en lífsgleðin. Bandaríski rithöfundurinn Was- hington Irving kom auga á þetta í ferðum sín- um um Spán árið 1829 og lýsti á eftirfarandi hátt, sem gæti virst íslendingum býsna kunn- uglegur: „Næstum því allir gera sér í hugarlund að Spánn sé land þar sem mýktin og mildin ræð- ur húsum. En í raun er Spánn hrjúfur og full- ur af dapurleika, þó svo meira léttlyndi ein- kenni strandhéruðin. Á afskekktari stöðum vaxa víða engin tré, hvorki í fjöllum né á slétt- lendi. Og vegna þess að trén skortir sjást þar heldur engir fuglar sem aftur eykur á ein- semd manna þar um slóðir. Hrafnar og ernir sveima ofar fjallstindum. En allan þann fjölda af fuglum sem finnast í öðrum löndum er ekki að sjá hér. Þeir eru einungis í sumum sveitum Spánar og þá halda þeir sig yfirleitt í görðum og gróðurreitum heima við hús.“ Rómartíminn Rómartíminn hófst þegar Fönikíumenn voru flæmdir burt frá Spáni. Hannibal fór í herför til Ítalíu árið 214 f. Kr., og þá notuðu Rómverjar tækifærið og sendu her inn í land- ið undir stjórn herforingjans Comelíusar Scipiós. Rómverjar beittu ýmsum ráðum til að tryggja yfirráð sín á Spáni, en íberar sýndu þó oft og tíðum mikið harðíylgi í and- stöðu sinni gegn rómverska heimsveldinu og beittu gjarnan skæruhemaði, eða „guerrillas". Fullur friður fékkst ekki í land- inu fyrr en árið 197 f. Kr. Rómverjar tóku strax til við að útbreiða menningu sína og siði í landinu; þeir efldu akuryrkju og verslun, byggðu borgir og brýr, og tungumál þeirra, latínan, verður mál landsmanna og þróast smám saman þar til spænsk tunga verður til. „Jafnframt því sem rómversk menning UM SPÁNVERJA hefur verið sagt að í þeim blandist hermaðurinn og meinlætamaðurinn. Og bókmenntir þeirra staðfesta að dapur- leikinn sé þeim nákomnari en lífsgleðin. Myndin: Francisco Goya: Fólk á svölum, 1810-1815. Myndin er í eigu Museum of Modern Art í New York. skaut æ dýpri rótum á Spáni, og mótaði þjóð- ina meira en nokkur önnur erlend áhrif, fóm Spánverjar að láta til sín taka í opinberu lífi innan rómverska ríkisins og urðu viðsjárverð- ir keppinautar sjálfra Rómverja í baráttunni um veg og völd,“ skrifar Þórhallur Þorgilsson, fyrrum bókavörður á Landsbókasafni, í grein sinni um þetta tímabil í tímaritinu Rökkri, ár- ið 1933: „Balbus sá, er fyrstur útlendinga var kjörinn konsúll, var spænskur að ætt og upp- mna. Frændi hans og nafni hélt fyrstur út- lendinga sigurinnreið í Róm. Trajanus, frá Italica, skamt frá Sevilla, komst í keisarasæt- ið, og hafði enginn útlendingur hlotið fyr slík völd. Fleiri Spánverjar urðu keisarar, t.d. Ha- dríanus, Markús Árelíus og Þeodosíus mikli, og skömðu þeir fram úr öðrum stjórnendum ríkisins á þessu tímabili fyrir sakir vitsmuna og mannkosta." Þrjú spænsk latinuskúld Hadríanus keisari fæddist, eins og Trajan- us, í borginni Italica árið 76 eftir Krist. í bók- inni Rómarveldi eftir Will Durant segir að aldrei hafi drottnað jafn háþróuð menning í Miðjarðarhafslöndum sem þá er hann ríkti þar. Og enginn hafi stjórnað ríkinu af slíkri mannúð sem Hadríanus. „Eðlisfar hans var svo margslungið að torvelt hefur reynzt að lýsa honum. Oss er tjáð að hann hafi verið stranglegur og glaðlegur, gamansamur og al- vömgefinn, munaðargjarn og hófsamur, hörkufullur og miskunnsamur, lævíslega lát- laus og mjög breytilegur í öllu sínu hátterni.“ í stjórnsýslu hverskonar var Hadríanus rót- tækur umbótamaður. Hann endurbætti lögin og var umburðarlyndur dómari, „hallaðist venjulega á sveif með hinum veika gegn hin- um sterka“. í byggingarlist lét hann eftir sig mörg minnismerki sem fræg eru, bæði must- eri og fleiri mannvirki. Síðustu æviárin þjáðist hann mjög af veik- indum og vildi fylgja dæmi Stóumannsins Eu- fratesar, sem fékk leyfi keisarans til að svipta sig lífi. Keisarinn bað um eitur eða sverð, en enginn vildi veita honum það. Þá bað hann þræl að leggja sig í gegn með sverði, en þræll- inn flýði burt. Lækninum sem skyldi gefa honum eitur varð svo mikið um að hann fyrir- fór sér. Að lokum lést Hadríanus, 62 ára gam- all, og hafði þá stjórnað Rómaveldi í 21 ár. Hann var ágætt skáld og orti Ijóð sem bæði voru „prúð og óprúð“. Hið þekkta ljóð sitt: „Animula, vagula, blandula...," orti hann skömmu fyrir dauða sinn. Þýðingin er eftir Jónas Kristjánsson. Andi minn: ljós mitt og eldur ástvinur holdsins og gestur, hvert skal nú haldið til vistai', hvítbleikur, nakinn og kaldur, saknandi yndis og ástar. Á þessum tíma gátu Spánverjar sér gott orð fyrir bókmenntir. Eitt af kunnustu latínu- skáldum spænskum var Martial sem fæddist í Bilbilis, en rústir þeirrar borgar eru skammt fyrir sunnan ána Ebró á Norður-Spáni. Um tvítugt fór hann til Rómar til að ljúka laga- námi, en svo fór að hann dvaldist þar sam- fleytt 35 ár og hafði helst ofan af fyrir sér með skáldskap, orti einkum gamanvísur, spakmæli og tækifæriskveðskap. Hann lifði fjóra keis- ara og dó um 104 e. Kr. „Kvæði hans og stökur eru að formi til eitt af því vandvirkasta, sem liggur eftir höfunda þeirra tíma,“ segir Þórhallur Þorgilsson. „Og að efni til eru þær ómetanlegar fyrir þær upp- lýsingar, sem þær gefa um daglegt líf í Róm- arborg, einkum um skuggahliðar þess, léttúð- ina og siðspillinguna, sem þróaðist í skjóli óstjómar og sukks hinna æðri stétta. í böðun- um og á torginu gat hann fengið sig mettan af hneykslissögum dagsins, en er heim kom, skrifaði hann þær niður í nokkrum mergjuð- um ljóðlínum, þó þannig að nöfnum söguper- sóna var slept, eða þau dulbúin á viðeigandi hátt, því eins og hann sjálfur tekur fram, vildi hann „hlífa persónunum sjálfum, en afhjúpa lestina.",, Um Martial hefur verið sagt að hann hafi oftast „difið penna sínum í gall, ekki sjaldan í aur, stundum í blóð, en næstum því aldrei í meinlaust blek“. Þó ber ósjaldan við að hann yrkir um söknuð eða þrár, eða djúpar og daprar hugleiðingar út af tilverunni. Um síðir fékk hann sig leiðan á Rómarborg og langaði að komast til ættjarðar sinnar og njóta þar friðar það sem eftir væri ævinnar. Martial kemur víða við sögu, en fjöldi merkra höfunda, bæði spænskra og erlendra (m.a. Bocaccio, Moliére og Voltaire) hefur stælt hann og hnuplað ýmsu úr kvæðum hans. Jón Þorkelsson, þjóðskjalavörður og skáld, öðru nafni Fornólfur, þýddi þessa vísu eftir Martial: Oþjáll, hægur, indæll, stríður - ertu saman. ekki get eg haft þig hjá mér, heldur ekki misst þig frá mér. Eitt spænskt skáld undir lok Rómartímans hefur skilið eftir ummerki í íslenskri menn- ingarsögu, það er Prudencio Clemente sem uppi var á 4. öld e. Kr. Hann hafði mikil áhrif á skáldskap miðalda og er talinn með fremstu rithöfundum kristninnar í Rómarveldi. Er hann t.a.m. álitinn upphafsmaður að notkun allegóríu í ljóðagerð. Prudencio fæddist í Zaragoza, átti auðuga foreldra og var í mikl- um metum við hirð Þeódósíusar keisara og dvaldi þar lengi. Á miðjum aldri sneri hann aftur til Spánar og lifði síðan í klaustri. Verk Prudencios skiptast í sex flokka, eða „libri“. AUir hafa flokkarnir grískar fyrirsagn- ir, en ekki einstök kvæði, og er elst verka hans það sem hann nefnir Kabemerinon - eða dagleg vers - sem á íslensku hefur verið kall- að Lofsöngvabókin. Ur henni hafa verið þýdd- ir sálmar, má þar nefha Kvöldsöng og Morg- unsöng. Jarðarfararsálmur Prudencios, Jam moeste quiesce querela, finnst í nokkrum út- gáfum á íslensku og birtist fyrst í sálmabók Guðbrands biskups Þorláksssonar, sem út kom árið 1589, og hefst þannig: „Hér bið eg linni hryggð og kvein...“ Var sálmurinn hafður í miklum metum hjá kaþólskri kirkju og jafn- vel síðan lúterstrúarmönnum sem sjá má af því að hann var sunginn við jarðarför Jóns Sigurðssonar forseta og Ingibjargar konu hans. Hafa ýmsir spreytt sig á að þýða hann, m.a. Jón Þorláksson á Bægisá og Jón Helga- son prófessor. Höfundurinn er rithöfundur og bókavörður. 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.