Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 11
SliStíSflliW Z~ UR PARSIFAL, 1. þætti, 1973. ÚR MEISTARASÖNGVURUNUM frá Nurnberg, 3. þætti, 1961. BRÆÐURNIR Wieland og Wolfgang Wagner sem endurreistu hátíðina í Bayreuth eftir stríðið. fyi-ir sýningu á Meistarasöngvurunum í Ba- yi-euth og fyrir stríð hafði hann sett upp nokkrar óperur, þar á meðal allan Niflunga- hrínginn, í ýmsum óperuhúsum í Þýskalandi. Að jafnaði bæði leikstýrði Wieland Wagner og hannaði allt útlit sýninga sinna í Bayreuth. Við opnun fyrstu hátíðarinnar eftir stríð árið 1951 var fyrst sýnd uppfærsla hans á óper- unni Parsifal og vakti hún strax heimsathygli og ákafar deilur fyrir nýstárlegan stíl. Áhorf- endur voru sem þrumu lostnir, margir voru fastagestir frá fyrri tíð og töldu að þarna væru unnin helgispjöll á verki Wagners, en aðrir hylltu sýninguna ákaft. Hinn frægi Wagner-sérfræðingur Ernest Newmann skrifaði: „Þetta var ekki aðeins besti Parsifal, sem ég hef séð, heldur einnig ein af þremur eða fjórum mestu andlegu upplifunum sem mig hafa snortið um dagana.“ Nýstárleg lýs- ingin (aðferðin var uppnefnd „Lichtregie") var umdeild; þegar hljómsveitarstjórinn Hans Knappertsbusch var spurður að því hvernig hann gæti látið bjóða sér að taka þátt í svona uppfærslu, svaraði hann því snúðugt til að það hefði verið svo dimmt á sviðinu á æfingum að hann hefði ekki séð hvað þar færi fram, hann hafi haldið að sviðsbúnaðurinn kæmi seinna! A sömu hátíð var einnig sýnd ný uppfærsla Wielands á öllum Nif!ungahringnum, sem var með sama marki brennd, - brynjum, hjálm- um og öðrum hefðbundnum búningum og leikmunum var varpað fyrir róða, en eins og í Parsifal var áherslan lögð á innsýn í tilfinn- inga- og sálarheim persónanna, ekki síst með nýjum leiðum í lýsingu og litbrigðum sviðsins og einfoldum búningum og formum. Öll at- burðarásin fór fram á afmarkaðri, einfaldri kringlu undir háum himni og minnti þannig á svið forngrísku leikhúsanna, en var um leið tákn hringformsins. Með uppfærslu verksins sýndi Wieland fram á tímaleysi þess, það átti sér ekki lengur stað í forsögulegum norræn- um goða- og hetjuheimi, það hefði alveg eins getað verið forngrísk saga eða eithvað allt annað. Neu-Bayreuth heldur áfram A næstu árum leikstýi'ði Wieland Wagner öllum síðari óperum Richards Wagner í Ba- yreuth, fyrst Tristan og Isolde 1952, síðan Tannháuser 1954, Meistarasöngvurunum í Niirnberg 1956, Lohengrin 1958 og Hollend- ingnum fijúgandi 1959. Það var fyrst og fremst uppfærslan á Meistarasöngvurunum sem olli endanlegu uppgjöri við gömlu „Wagnersinnana" í Ba- yreuth. Verkið er það „þýzkasta" af öllum verkum Wagners og sem slíkt var það álitið nær heilagt verk í augum þjóðernissinna. En einnig þar rauf Wieland allar hefðir og mok- aði út af sviðinu öllu því sem minnt gat á Núrnberg - „Meistarasöngvararnir án Núrn- berg!“ var sýningin úthrópuð. Þegar tjaldið féll púuðu áheyrendur í fyrsta skipti í Festspielhaus í Bayreuth! „Hver mun verja Wagner í Bayreuth?“ spurðu æstir þjóðernis- sinnar. Hin draumkennda uppfærsla Wielands á Lohengrin 1958 var af mörgum talin ljóðræn- ust og fegurst sýninga hans, en sú næsta ári síðar, Hoilendingurinn fljúgandi, markaði viss kaflaskil. Hið einfalda og táknræna réði ekki lengur lögum og lofum, heldur fengu áhorfendur nú að sjá ekta skip á sviðinu og annað eftir því. Sýningin þótti dramatískt mjög áhrifarík og vakti almenna aðdáun. Með uppfærslu Hollendingsins hafði Wi- eland sett upp öll þau verk afa síns sem heima áttu í Bayreuth og á næstu árum setti hann sumar þessar sýninga upp aftur. Upp- færslan á Tristan og Isolde 1962 vakti mikla hrifningu. Þar var symbolíkin aftur alls ráð- andi, í hverjum þætti stóðu risavaxnir abstrakt skúlptúrar á sviðinu og áhrif ljóss og lita voru nýtt til fulls. Þegar þar við bætt- ist að Birgit Nilsson og Wolfgang Windgas- sen voru í aðalhlutverkum og Karl Böhm stjórnaði, skal engan undra þótt þessi upp- færsla hafi orðið langlíf, en hún var sýnd á hverju sumri sjö ár í röð við mikinn fögnuð. Arið 1963 setti Wieland aftur upp Meistara- söngvarana. Sú uppfærsla var enn róttækari en hin fyrri og var sýnd við enn minni hrifn- ingu íhaldssamra aðdáenda Wagners. Síðasta verkefni Wielands Wagner í Ba- yreuth var önnur uppfærsla hans á Niflunga- hringnum 1965. Aftur var róið á mið hins táknræna, en þó með öðrum hætti en 1951; sviðsmyndin sýndi óraunverulegan furðu- heim og aðgerðir og hreyfingar söngvaranna voru takmörkuð við það allra nauðsynlegasta. Wieland Wagner lést árið 1966 aðeins 49 ára að aldri. Ekki mun ofsagt að hann hafi verið einn helsti áhrifavaldur í óperuleik- stjórn um miðja öldina. I kjölfar hans varð gjörbreyting á stíl óperuuppsetninga um all- an heim. Skömmu fyrir dauða sinn hafði Wi- eland þó velt fyrir sér þörfinni á nýjum áherslum í uppsetningum Wagnerópera, - að þær yrðu að höfða enn meir til samtímans með beinni skírskotun, en ekki með tilvísun- um aftur í tímann eða til tímaleysis. Það kom síðar í hlut Wolfgangs bróður hans á áttunda áratugnum að ráða framsækna leikstjóra til . að leikstýra óperum Wagners á hátíðinni í Bayreuth og þeir hafa svo sannarlega fært . verk Wagners inn í samtímann, jafnvel svo að mörgum finnst meira en nóg um. En það er önnur saga. Höfundurinn er læknir. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 1998 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.