Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 12
KVENHATUR, ATOMSKALD OG EXISTENSÍALISMI - Svar til Dagnýjar Kristjánsdóttur EFTIR JÓN ÓSKAR „Sú ranga ályktun sem hér hefur verið frá skýrt gæti auðveldlega orðið að varanlegri sögufölsun, þegar enginn er lengur til andsvara. Tvö atómskáldanna féllu einmitt frá nýlega, og veit ég ekki til að bókmennta- fræðingar hafi mikið reynt að kynnast viðhorfum þeirra meðan tími vannst til." DRAUGUR verður til“ heitir grein í Lesbókinni 10. janúar sl. eftir dr. Dagnýju Krist- jánsdóttur þar sem hún reyn- ir að svara leiðréttingum mínum í Lesbók frá 13. des. á fyrra ári, en leiðréttingar þær voru skrifaðar vegna rangra fullyrðinga um atómskáldin. Þótti mér sem Dagný væri að vekja upp gamla drauga sem snarlega þyrfti að kveða niður. Átti ég þar við úlfúð þá sem áður fyrr var tíðkuð gegn skáldum þessum vegna þeirra af- drifaríku breytinga sem þau gerðu á íslenskri ljóðagerð, breytinga sem urðu fyrir þá sök, að þau skynjuðu heiminn í kringum sig og sættu sig ekki við að vera einungis enduróm- ur hverfandi bændamenningar. Og úr því aðrir urðu ekki til að leiðrétta vitleysumar gat ég ekki setið auðum höndum og látið sem ekkert væri. En oft bregst fólk illa við leið- réttingum og þannig hefur farið fyrir Dagnýju Kristjánsdóttur í svargrein hennar við leiðréttingum mínum. Hún byrjar grein sína á rangri fullyrðingu um það, hvað staðið hafi í grein minni, og segir mig hafa talið að hún og Kristján Krist- jánsson heimspekingur hafi „ráðist gegn atómskáldunum í tilraun til að vekja upp drauga kaldastríðsins á nýjan leik“, svo ég hafi orðrétt eftir henni. Hún kvaðst þó ekki ætla „að ræða þessar, um margt, athyglis- verðu kenningar", einsog hún orðar það. Síst er ég hissá á því, þar sem hún grípur þær úr lausu lofti. Eg nefndi hvergi kalda stríðið í sambandi við árásimar á atómskáldin, enda kemur kalda stríðið þeim ekkert við. Harðsvíraðustu kommúnistar og svæsnustu ~ íhaldsmenn sameinuðust gegn skáldunum. Eg ætla hinsvegar ekki að dvelja lengur en góðu hófi gegnir við þessa ónákvæmni Dagnýjar, heldur snúa mér að þeirri bíræfni hennar að reyna að gera mig ábyrgan fyrir rangfærslum hennar. Hún lætur sig hafa að vitna í eina af bókum mínum, Borg drauma minna og hefur þaðan þessi orð sem eiga að sanna mál hennar: „Ég var svo þreyttur á þessari dýrkun á stuðlum og höfuðstöfum og öllu gömlu í ljóða- gerðinni, sögudýrkuninni og landslagsdýrk- uninni . . . Við atómskáldin ortum aldrei eitt einasta ljóð um sögulegan atburð úr Islend- ingasögunum eða mannkynssögunni ffá liðn- um öldum eða uppúr þjóðsögum eða goða- fræði einsog nítjándu aldar skáldin og alda- mótaskáldin og raunar allir fyrirrennarar okkar gerðu.“ Af þessum orðum mínum dregur Dagný þá ályktun, að ég hafi talið að við gætum ekkert af fortíðinni lært, þótt slík fúllyrðing sé hvergi i fyrrgreindum orðum. Þau merkja einfaldlega það sem í þeim felst í mæltu máli, að ég vildi að við gerðum okkur grein fyrir því að við þyrftum að vera nútímamenn, að Island var nú í miðju heimsins, en ekki ein- angrað samfélag langt ffá öðrum þjóðum, að landið var breytt og heimurinn var breyttur og að við yrðum að skoða þennan nýja heim nýjum augum. Þau merktu alls ekki, að slá skyldi striki yfir fortíðina, sem ég hefði talið flónsku, enda benti ég Dagnýju á það í grein minni að hún þyrfti ekki annað en skoða fyrstu hefti Birtings til að sjá hve mikla áherslu við lögðum frá upphafi á tengslin við fortíðina. Sú ranga ályktun sem hér hefur verið ff á skýrt gæti auðveldlega orðið að var- anlegri sögufölsun, þegar enginn er lengur til andsvara. Tvö atómskáldanna féllu einmitt frá nýlega og veit ég ekki til að bókmennta- fræðingar hafi mikið reynt að kynnast við- horfum þeirra meðan tími vannst til. Dagný kveðst mjög hafa stuðst við bækur mínar um árin eftir síðari heimsstyijöld, þeg- ar hún skrifaði seinni hlutann af doktorsrit- gerð sinni. Hún virðist þá hafa misskilið sumt í þeim allrækilega, einsog dæmið hér að ffaman sýnir, en tekið h'tið sem ekki mark á sumu. Hinsvegar beini ég ekki orðum mínum gegn doktorsritgerð Dagnýjar (enda þekki ég hana ekki), heldur gegn ákveðnum fullyrð- ingum í Lesbókarviðtalinu sem ég geri ráð fyrir að fleiri lesi en doktorsritgerðina. Vissu- lega þótti mér fleira furðulegt í því viðtali, en ég skipti mér einungis af því sem beinlínis varðaði þá menningarstarfsemi sem ég tók þátt í sjálfur á umræddum tíma og þekki mörgum öðrum betur. Þegar ég les nú aftur Lesbókarviðtahð við Dagnýju frá 23. ágúst 1997, verður mér enn ljósara en fyrr hvemig hún reynir að ófrægja okkur sem gerðum hina svokölluðu formbylt- ingu, sem sé „aumingja atómskáldin", einsog hún orðar það, þegar hún vill htillækka okkur og snýr staðreyndum við með þeim fullyrð- ingum, að atómskáldin hafi nú ekki orðið fyr- ir eins miklu hnjaski og af hafi verið látið, heldur miklu fremur myndlistarmenn, og að þeir sem hafi orðið undir í sviptingum menn- ingarinnar hafi verið fulltrúar hefðarinnar. En auðvelt er að sjá, ef menn fletta blöðum og tímaritum frá þessum árum (sem reyndar kostar vinnu), að það voru fulltrúar hefðar- innar sem áttu sér hvarvetna málsvara, en atómskáldin áttu sér formælendur fáa og voru höfð að háði og spotti áram saman, talin óalandi og ófeijandi vargar í véum íslenskrar menningar. Þessi viðhorf liðins tíma reynir Dagný að endurvekja í fyrrnefndu viðtali, og fæ ég ekki annað séð en að það sé meira en meðaldraugagangur. Segja má og, að þá kasti tólfunum, þegar hún gefur í skyn að atóm- skáldin muni hafa lagt stein í sögu Ástu Sig- urðardóttur, fyrir utan að hindra framgang annarra kvenna á ritvellinum, að sjálfsögðu vegna kvenhaturs okkar, fengnu úr tilvistar- stefnu Sartres, sem hún vill umfram allt tengja okkur við, þótt við værum reyndar marxistar, en ekki exístensíalistar. Dylgjur hennar um þetta eru þannig, svo ég tilfæri orðrétt: „. . . en þegar maður skoðar gagnrýni og önnur skrif um bókmenntir frá þessum áram er ekki einleikið hvarsu lítið er skrifað um Ástu og lítið mark tekið á því sem hún var að gera. Það skyldi þó ekki vera að ungu upp- reisnarmennimir hafi átt þátt í að svo fór sem fór?“ Ég held það þurfi meiri en litla ósvífni til að hagræða þannig staðreyndum. „Ungu uppreisnarmennirnir" í íslenskum bókmennt- um vora að sjálfsögðu við atómskáldin. Öðr- um var ekki til að dreifa í slíku hlutverki. En sannleikurinn er sá, að við, þessir ungu upp- reisnarseggir, voram allir góðkunningjar Ástu, og ég minnist þess ekki að neinn okkar tæki skrifum hennar öðruvísi en vel, enda veit ég ekki betur en hún hafi talist í okkar hópi, og eitt atómskáldið, Einar Bragi, birti sögu eftir hana í Birtingi hinum fyrri 1953, ef ég man rétt, en um seinni Birting okkar U'Íthúfr JÓNAS Svafár. Teikning: GS. STEFÁN Hörður Grímsson EINAR Bragi JÓN Óskar HANNES Sigfússon SIGFÚS Daðason 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 7. FEBRÚAR 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.