Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 13
nokkurra félaga er það að segja, að þar var alla tíð lítið skrifað um bækur, að sumu leyti vegna þess að við vorum svo uppteknir af að hafa ritið með alþjóðlegu menningarsniði, en að sumu leyti vegna þess að erfitt var að fá hæfa menn til að skrifa ritdóma. Það voru ýimsir fleiri en Ásta sem vert hefði verið að skrifa um í Birting, og segir ekkert um hug okkar til viðkomandi höfunda. Um ýmsa höf- unda mætti spyrja hversvegna lítið var skrif- að um bækur þeirra á þeim árum sem hér um ræðir. Tökum atómskáldið Sigfús Daðason og fyrstu bók hans. Alger þögn. Sjálfur á ég bók Astu með vinsamlegri og kumpánlegri áritun hennar til mín, og þótt ég hafi orðað það svo, að við höfum, atómskáldin, verið kunningjar hennar, má held ég fremur með sanni segja að hún hafi átt vináttu okkar flestra eða allra. Það er því ógeðfellt að sjá dylgjur um það, að við höfum átt þátt í að hefta framgang hennar. Viðleitni Dagnýjar í fyirnefndu viðtali að tengja okkur atómskáldin við Jean-Paul Sar- tre og það kvenhatur sem hún eignar honum tekur á sig kátlega mynd, þegar hún tekur sér fyrir hendur að útskýra tilvistarstefnuna á eftirfarandi hátt: „Samkvæmt tilvistarstefnunni er „veran“ karlkyns, neindin, þ.e.a.s. neikvæða hliðin, er kvenkyns.“ Dagný bætir því svo við, að þetta sé að sjálfsögðu einföldun. Eg held nær væri að kalla það bull. Hér er sýnilega vitnað í höfuð- rit Sartres í upphafi heimspekiferils hans frá 1943, L’etre et le néant (sem þama er þýtt „Veran og neindin“), en þótt neindin sé að vísu kvenkyns í íslensku máli er hún karlkyns í frönsku (le néant), og ég hef ekki frétt af því að Sartre hafi getað breytt neinu þai' um. Þótt ég viti ekki mikið um tilvistarstefnu Sar- tres umfram það sem ég hef lesið í einfoldun hans sjálfs, held ég það nokkuð öruggt að hugtök einsog veran og neindin í heimspeki hans komi kynferði ekkert við. Fyrmefnt rít, sem er uppá mörg hundmð síður, er ekki þannig vaxið að líklegt sé, að menntaskóla- nemar á sjötta áratugnum hafi getað botnað eitthvað í því, einsog Dagný virðist ímynda sér, þegar hún er að safna sönnunum fyrir ill- um áhrifum okkar sem hún bendlar svo kostulega við fyrmefnda heimspekistefnu. Hálegt er og þegar hún reynir að sanna tengsl atómskáldanna við exístensíalismann með því að benda á, að við Einar Bragi þýdd- um saman á sínum tíma mikla grein um rómanskar bókmenntir, þar sem Sartre og Camus koma við sögu, en af því (með öðm) dregur hún þá ályktun, að talsvert hafi verið rætt opinberlega hér á landi eftir stríð um til- vistarstefnuna. (Sbr. svargrein Dagnýjar). Við Einar Bragi voram einungis að opna glugga út í heiminn (einsog við orðuðum það stundum), og þessi grein vakti engar umræð- ur um tilvistarstefnuna. Eg mun raunar hafa orðið fyrstur til að þýða skáldsögu eftir einn af þessum tilvistarstefnuhöfundum, þar sem var Plágan eftir Aíbert Camus, en hún kom út hjá Máli og menningu 1952. Ekki hafa menntaskólanemar getað fundið kvenhatur í þeirri bók nema síður væri, hinsvegar á lík- ingamáli varnaðai'orð gegn stríði og boðskap um samhjálp manna gegn illum öflum. Þessi fyrsta skáldsaga sem þýdd var á íslensku eft- ir exístensíalista vakti hér engar umræður. Leikritið Flekkaðar hendur eftir Jean-Paul Sartre var hinsvegar sýnt í Þjóðleikhúsinu 1951 og kunna einhverjar umræður að hafa farið fram um það á kaffihúsum, til dæmis Laugavegi 11, einsog um allt sem sýnt var í leikhúsunum, en Flekkaðar hendur er póli- tískt leikrit ekki síður en heimspekilegt, þar sem karlmenn ráða ferðinni, en unga stúlkan Jessica reynir af veikum mætti að gera upp- reisn gegn karlaveldinu með eitursnjöllum athugasemdum, þannig að ekki gátu mennta- skólanemar fengið þar hugmynd um kven- hatur nema rangtúlka leikritið. Dagný virðist álíta, að ef bækur einhvers höfundar em mikið lesnar, sé það mælikvarði á gæði þeirra, það sem almenningur sækist eftir hljóti að vera best. Á einum stað í Les- bókarviðtalinu lýsir hún þeim breytingum sem hún telur að hafi orðið á íslensku þjóðlífi á stríðsárunum og að fólk hafi eftir það getað valið um fleira en áður: „Fólk gat ráðið því“, segir hún, „hvort það læsi atómljóð eða færi í bíó. Og það fór í bíó.“ Þarna gat hún enn komið atómskáldunum að, svo allir hlutu að skilja. Þeim var þetta að kenna. Þau voru svo slæm af því að þau voru ekki hefðbundin að fólkið fór fremur í bíó en að lesa ljóð þeirra. Dagný hefði alveg eins getað sagt: „Fólk gat ráðið því hvort það læsi ljóð Davíðs Stefánssonar eða færi í bíó. Og það fór í bíó.“ Einnig er hægt að færa þetta yfir til nútímans og segja: Fólk getur ráðið því hvort það les doktorsritgerð Dagnýjar Kristjánsdóttur eða fer í bíó. Og það fer í bíó, ef að líkum lætur. j A! | I f|| LANDVINNINGAR áhugamanna, með fremstu vísindamenn sín á meðal, hafa staðið allt fram á okkar dag. Þeir hafa opnað leiðir, fundið vöð, klifið tinda, myndað og mælt. Myndina tók Guðmundur Ó. Magnússon í Grímsvötnum undir Svíahnúki. KLIFBERABOGI SKAL ÞAÐ VERA EFTIR EGGERT ÁSGEIRSSON Brautryðjendaliðið hafói ekkert fram að færa nema þrautseigju og óhuga, ásamt þekkingu á fjölmörgum sviðum. Það opnaði landið þeim sem nú þykjast eig- endur þess, stofnunum og ríkisvaldi. Arið 1926 fór Árni Óla út í Viðey til að eiga viðtal við virðulegan og virtan átt- ræðan öldung, Eirík Briem prófessor. Lýsing Árna á heimsókninni dregur upp skemmtilega mynd af starfi ungs blaðamanns sem verð- ur, vegna ágenginnar gestrisni, að vera nætur- sakir í eynni, þótt hann hefði ekki tíma til þess. Lýsingu sína á heimsókninni birti Ami síðar í bók. Þeir sváfu í sama herbergi í Viðeyjarstofu og rakti Eiríkur minningai' sínar þar sem þeir lágu hvor í sínu rúmi. Um morguninn lét hann Áma fá blöð sem hann átti í fómm sínum með nokkmm æskuminningum. Birtust þær svo í jólablaði Morgunblaðsins. Þá átti Eiríkur þrjú ár ólifuð. Það sem snart mig mest við lestur orða Ei- ríks er minning frá bernskuslóðum hans í Eyjafirði um atburð sem virtist hafa haft ævi- löng og djúp áhrif á framfaramanninn: Einu sinni þegar ég var á 7. eða 8. ári var ég látinn fara með öðrum manni fram að Möðru- felli, sem er nokkrum bæjarleiðum innar en Espihóli og þar sá ég í hi-aunurðinni fyrir ofan hæinn reynitrjeð, sem kvæðið í Nýjum félags- ritum var orkt um og átti að hafa vaxið upp þar sem systkinin saklausu voru dysjuð. Með kvistum af því voru gróðursett öll reynitjen í Skriðu og á Akureyri og víðar. Trje þetta heyrði jeg sagt að litiu síðar hefði verið höggvið upp oghaft í klifberaboga. Þessi frásögn ber vott um skammsýni og virðingarleysi sumra manna fyrir umhverfi sínu og lífríkinu og myndi líkast til vekja al- menna andúð nú á dögum - þegar fjölmiðlar standa vörð um margt hið smáa. En við skul- um hafa í huga að þeir sem í hlut áttu vora kannski fáfróðir, sennilega bláfátækir. Þó þarf það ekki að vera. Mörg okkar gerum nú á dögum ýmislegt áþekkt fyrir stundarhagnað, af hugsunarleysi, eða vegna fordildar. Enn taka menn umhverfiskröfum með stórbokka- skap, vilja ráðastafa auðlindum sem einka- eign, láta gleymskunnar sjá taka við - og næstu kynslóð. Kvæðið sem Eiríkur nefnir er Reyniviðurinn eftir Gísla Brynjúlfsson og birtist í Nýjum félagsritum árið 1847 með þessum inngangi: Reyniviður sá, sem saga þessi er sögð um, stendur enn í Möðrufeilshrauni, fram í Eyja- firði. Hann er orðinn afar gamail og feyskinn mjög, og liggur nú við falli, en margar hríslur hafa verið teknar af honum og gróðursettar á ýmsum stöðum, t.a.m. á Akureyri, og era þær nú orðnar að stórum trjám. Það er enn mál manna, að Jón biskup Arason hafi opt í æsku sinni setið undir honum, þegar hann var að smala fé á Grýtu. Kvæðið hefst á þessum hendingum: í Eyjafírði aldinn stendur reynir í auðrí kleif, í laungum fjalladai Fimm árum eftir að Ami Óla var að ræða við séra Eirík í Viðey var stjórnarmaður úr Ferðafélagi íslands, á ferð, sennilega í Gljúf- urleit, og sá þá mikinn foss í Þjórsá sem hann taldi óþekktan og því nafnlausan. Fundur þessi og lýsingin á fossinum vakti að vonum mikinn og almennan fögnuð og var fjallað rækilega um málið í Morgunbaðinu enda Val- týr ritstjóri í forystu félagsins ásamt mörgum öðram brautryðjendum samfélagsins. Fór stjórn félagsins strax austur til að skoða foss- inn. Þegar hún kom tilbaka gaf hún fossinum nafnið Jötunfoss eftir drangi sem var (og er) í ánni við fossinn. Heimamenn vissu sem var að hér var um Dynk eða Búðarhálsfoss að ræða, eftir því hvorum megin Þjórsár menn eiga upprekstur. Þessi stórbrotni foss er æ oftar ræddur í fjölmiðlum að gefnu tilefni, enda hafa virkjunarrannsóknir opnað leið að hon- um. Fyrri sagan segir okkur frá sárri eftirsjá sem greyptist í huga drengsins Eiríks Briem 1853 yfir harðleikni manna og skammsýni ásamt virðingarleysi við merkilegt og sögu- legt tré þannig að það er honum enn efst í huga yfir sjö áratugum síðar þegar hann segir Árna Óla frá lífi sínu. Sagan frá Þjórsá greinir frá fógnuði fram- faramanna sem unnu að eflingu Ferðafélag íslands af veikum burðum og tóku upp þráð- inn frá Bjama Thorarensen og Fjallvegafé- laginu fyrir hálfri annarri öld. Þeir fóru engan smáspöl á þess tíma mælikvai'ða, til að verða vitni að uppgötvun félaga síns. Þeir hófu óþreyjufullir hugsjónastarf af vanefnum og vanþekkingu en með ærna ást á landinu og auðlegð þess. Þeir töldu biýnt að kynna hana þjóðinni óhræddir við risavaxið verkefni. Sama árið og þetta gerðist settu þeir merka menn til starfa til að leggja drög að náttúra- vernd. Landvinningar áhugamanna vora ekki að- eins á sviði ferðamennsku um land allt, bygg- ing sæluhúsa og ferðaskála. Síðar komu áhugamenn um jöklamælingar og ferða- mennsku og stofnuðu um land allt Jöklarann- sóknafélag, Flugbjörgunarsveit, Hjálparsveit, Fjallamenn og ótalmargt fleira, að ógleymd- um vísindamönnum sem könnuðu landið og mældu, án þess að fá greitt fyrir. Grein Tómasar Einarssonar um Sprengisand, sem birtist í Lesbók sl. sunnudag, ber þessu vitn- isburð. Landvinningar áhugamanna, með fremstu vísindamenn sín á meðal, hafa staðið allt fram á okkar dag. Þeir hafa opnað leiðir, fundið vöð, klifið tinda, myndað og mælt. Árangurinn er almenn ást okkar á landinu, og ekki aðeins okkar Islendinga, heldur fjölda fólks víða um lönd sem eignast hafa hlutdeild í þeim perlum sem forsjónin hefur fengið okkur til vörslu. Enn er fylkingin sundruð og máttlítil. Tíminn frá því að landið opnaðist okkur er furðu skammur. Sá sem fyrstur sigraði flesta hæstu tinda landsins, er enn okkar á meðal, 65 ára gamall. Brautryðjendaliðið hafði ekk- ert fram að færa nema þrautseigju og áhuga, ásamt þekkingu á fjölmörgum og gjörólíkum sviðum. Háir og lágir fóru þar hönd í hönd. Það opnaði landið þeim er nú þykjast eigend- ur þess, stofnunum og ríkisvaldi. Þeir sváfu á verðinum og misstu það í hendur þeirra sem fara nánast með það sem einkaeign, mylja það og harpa, miklast af og hirða arð umdeildrar þjóðareignar, ef nota má orð sem hljómar nú eins og gjálfur, án þess að leggja sjálfir neitt á móti. Jón Krístinsson, prófessor í Delft í Hollandi, leggur til að við beitum aðferð sem hann nefnir bakspá. Hún er fólgin í því að við setjum okkur í spor bama okkar og barna- barna og spyrjum: Hvað myndu þau viija að við hefðum gert tii aðgera lífþeirra, land og veröldina bærílega? Þetta mætti koma í stað þess að pæla í og hælast um of af nútíð og fortíð. Ráðstefnuþjóð mætti hugsa og ráðslaga um bjarta, öragga og holla framtíð. Kannski mættum við leik- menn líta 1 eigin barm og gera það sem við vildum best. Hvers munu bömin okkar, sem um þessar mundir em að líta dagsins ljós og forsjónin felur í okkar umsjá, minnast okkar fyrir ai þakklæti að 80 áram liðnum? Ekki vilja þau búa á aulabárðaskeri eins og Ólafui- Jóhann Sigurðsson orðaði það. Höfundurinn er skrifstofustjóri í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 1998 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.