Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.02.1998, Blaðsíða 15
Samkeppni um hönnun safnahúss var haldin árið 1993 og þátttakan sló öll met því alls bárust 516 tillögur frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum. Auk þess var fimm alþjóðlegum arkitektum boðið að vinna til- lögur í keppnina, þar á meðal sigurvegaran: um, bandaríska arkitektinum Steven Holl. í umsögn dómnefndar segir að Kiasma sé sveipað töfrum, einkenni þess minni um margt á höggmynd og vinni vel með um- hverfinu. I gegnum bygginguna þvera renn- ur vatn eftir þröngri stíflu og minnir á tengslin við höfnina. Hvolf þaksins sem sveigist í hálfboga niður með annarri hlið byggingarinnar er varið plötum úr sinki blönduðu títani og kopar. Utanverðir veggirnir eru klæddir álplötum sem hafa verið pússaðar með sandpappír til að auka endurkast sólarljóssins. Sandblásið gler er í flestum gluggum, nema fyrir öðrum enda byggingarinnar. Þar hefur grænleitt efni glersins verið fjarlægt svo að dagsbirtan streymi ómenguð inn í stigaganginn. A kvöldin þegar sólarljóssins nýtur ekki við verða áhrifin þveröfug. Byggingin sem sog- ar til sín birtu á daginn lýsir út í dimma nóttina og engu er líkara en risavaxinn ljósormur hlykkist um miðborgina. Inn- andyra ríkir einfaldleikinn. Veggir eru hvít- málaðir og gólfin grá en í fjölnotasalnum eru veggirnir klæddir rauðvið. Kiasma merkir víxlun tveggja þátta - stefnumót, og lýsir þeim hugmyndum sem liggja að baki starfseminni sem fulltrúar safnsins lýsa sem „nútímalegri miðstöð hvers kyns sjónlista," og þeir segja að safn- ið eigi að gegna hlutverki „dagstofu fyrir al- menning, staðs til stefnumóta og uppá- koma“. Auk myndlistarsýninga í níu sölum safnsins verður boðið upp á leikritaupp- færslur, tónleika, gjörninga, dans, kvik- myndasýningar, fyrirlestra og ráðstefnur í fjölnota sal safnsins. Tölvutækninni og list- miðlum henni tengdum verður gert hátt undir höfði. I margmiðlunarveri geta gestir safnsins haft aðgang að netinu og gagnvirk- um margmiðlunarkvikmyndum auk þess sem sérstakur salur er ætlaður til sýninga á myndbandsverkum og annar til sýninga á ljósmyndaverkum. Unnið verður að safn- fræðslu í samstarfi við nemendur og kenn- ara í listkennslufræðum og listasögu við Háskólann í Helsinki auk deildar grafískrar hönnunar við Listaháskólann þar sem möguleikar margmiðlunar verða nýttir við listfræðslu. Auglýsingaherferð fyrir nýja safnið hófst í nóvember á síðasta ári og verður fram haldið til vors bæði í sjónvarpi og dagblöðum. Markmið herferðarinnar er að hvetja allan almenning til að kynna sér samtímalistir og má burt þann stimpil sem listin hefur á sér að vera eingöngu fyrir inn- vígða; áhugamenn um myndlist og lista- mennina sjálfa. „Eini óvinur samtímamynd- listar er áhugaleysið," segir í auglýsingu frá safninu. Safnstjóri Kiasma er Tuula Arkio. Aðal vígslusýning safnsins sem opnuð verður 30. maí nk. er samsýning um 12 finnskra sam- tímalistamanna. Sýningin nefnist Hérna megin við hafið og fjallar um upplifun Finna á sjálfum sér og öðrum þjóðum og sérkenni finnskrar menningar undir aldamót. í öðr- um sal safnsins verður opnuð sýning á sam- vinnuverkefni þriggja finnskra og sænskra listamanna, Tommis Grönlund, Petteri Nisunen og Carls Michaels von Haus- swolffs. Tveir listamannanna eiga einnig að baki menntun í arkitektúr og tveir þeirra eiga það sameiginlegt að starfa að tónlist. List þeirra endurspeglar vel þokukennd mörk listgreina í samtímanum. Ameríski listmálarinn Polly Apfelbaum verður fýrsti gestur sýningarsalarins Studio K. A efstu hæð safnsins verða sýnd verk í eigu safns- ins og meðal listamanna á fyrstu sýningunni þar má nefna Gerhard Richter, Rosmarie Trokel, Markus Raetz, Jeff Wall, Cindy Sherman og Kristján Guðmundsson. Fjöl- nota salur safnsins á fyrstu hæð verður vígður með samvinnuverkefni myndbanda- listamannsins Gary Hill og kóreografík listakonunnar Meg Stuart. Þá framkvæmir finnskur gjörningahópur Marikkis Hakolas samtímis gjörning í Kiasma, New York og Tókíó 5. júní nk. Meðal annarra sýninga sem íyrirhugaðar eru á árinu má nefna yfir- litssýningu á verkum Bruce Naumans sem kemur frá Pompidou safninu í París og stendur yfir frá 17. október til 24. janúar á næsta ári. í september hefst sýning á einu stóru verki eftir bandaríska abstrakt málarann Mark Rothko og ber sýningin heitið Eitt sjónarhorn módernismanns. HANDTAKAN (1996) PASSÍUSÁLMARNIR í LIST SVEINS BJÖRNSSONAR Sýning á verkum Sveins heitins Björnssonar, list- málara, verður opnuð í anddyri Hallgrímskirkju á morgun, sunnudag. Á sýn- ingunni eru tíu myndir frá árunum 1995 og 96, sem hafa ekki verið sýndar áð- ur, og einnig verða sýndar Upprisumyndin og ein mynd af hinum krossfesta Kristi í grænum lit. SÝNING þessi er haldin að frumkvæði Listvinafélags Hall- grímskirkju, sem hafði komið að máli við listamanninn vegna þessa nökkru áður en hann lést. Myndimar tíu eru úr mynda- röð, sem Sveinn hugðist mála eftir passíusálmum Hallgríms Péturssonar, en honum tókst ekki að ljúka við. Hér er um að ræða sex olíupastelmyndir á svartan pappír frá árinu 1995 og fjórar myndir frá haustinu 1996. Þessar myndir hafa ekki verið sýndar áður. Myndirnar frá 1996 urðu flestar til við gerð kvikmyndarinn- ar Málarinn, sem Erlendur Sveinsson, sonur málarans, vinnur nú að og fjallar um listsköp- un Sveins Björnssonar. Að sögn Erlendar lýsir munurinn á passíusálmamyndunum frá 1995 og 1996 vel þeim stílumbrotum, sem áttu sér stað hjá Sveini hin síðari ár. í kjölfar „myndskreytingar“ tveggja ljóða- flokka eftir Matthías Johannessen lét lista- 1. SÁLMUR (1995) maðurinn sig dreyma um að myndsetja þriðja ljóðaflokkinn, passíusálma Hallgríms Péturssonar. I samræmi við þær róttæku breytingar sem orðið höfðu á stíl Sveins hin síðari ár hugðist hann freista þess að beita hinni nýju aðferð á passíusálma Hallgríms, þannig að liturinn gegndi aðalhlutverki við miðlun þeirra áhrifa, sem sálmarnir höfðu á listamanninn. „Trúnaður við eigin myndheim hefur ætíð verið eitt helsta einkenni á list Sveins Björns- sonar og skiptir þá engu, hvort hann er að fást við ljóðlist Matthíasar Johannessen eða Hallgríms Péturssonar," segir Erlendur. „Þessi glíma varð til þess að hann setti punkt fyrir aftan 6. sálm árið 1995 því hann fann að hann var ekki á réttri leið. Þessi illviðráðanlega glíma gegnir mikil- vægu hlutverld í kvikmyndinni, þar sem feng- ist er við breytinguna yfir í litafantasíur loka- skeiðsins á ferli Sveins og því var það að hann þurfti að taka tii við sálmana á ný í kvikmynd- inni og er afraksturinn frá 1996 árangur þess. Myndimar fjórar úr þeirri syrpu, sem eru á sýningunni í Hallgn'mskirkju sýna glögglega hvert stefndi.“ A sýningunni í Hallgrímskirkju verður Upprisumyndin, sem gefín var Krýsuvíkur- kirkju sem altaristafla í jarðarför Sveins í apríl í fyrra, einnig höfð til sýnis ásamt einni mynd af mörgum, sem Sveinn málaði af hin- um krossfesta Kristi í grænum lit. Þessar myndir koma, að sögn Erlendar, einnig við sögu kvikmyndarinnar Málarann og tengjast náið sköpun passíusálmamynda hans og stílumbrotunum á lokaskeiðinu. Sérstök dagskrá verður á vegum Listvina- félagins í Hallgrímskirkju 15. febrúar nk., þar sem sýnd verða óklippt brot úr kvik- myndinni, m.a. þar sem Sveinn segir frá glímu sinni við passíusálmamyndirnar í sam- tali við Matthías Johannessen, skáld og rit- stjóra, sem einnig mun lesa úr ljóðum sínum, tengdum myndlist Sveins Björnssonar. í LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 7. FEBRÚAR 1998 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.