Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Page 2
Minningartónleikar um Gunnar Ormslev JAZZVAKNING og Jazzdeild FIH, í samvinnu við fjölskyldu Gunnars Ormslev, halda minning- artónleika um saxófónleikarann sunnudagskvöldið 22. mars. Penn- an dag eru sjötíu ár liðin frá fæð- ingu hans, en Gunnar lést fyrir aldur fram árið 1981. Tónleikarnir verða haldnir í Tónleikasal FÍH, Rauðagerði 27 og hefjast kl. 21. A tónleikunum verður leikin fjölbreytt efnisski’á þeirra verka er Gunnar blés gjarna og koma þar fram fjölmargir íslenskir hljóðfæraleikarar, jafnt þeir er léku með honum og yngri menn er þekkja hann af hljóðritunum. Heiðursgestur verður danski ten- Bent Jædis órsaxófónleikarinn Bent Jædis, en hann lærði að blása í saxófón ung- lingspiltur er hann dvaldi um hríð í Reykjavík. Meðal íslensku hljóðfæraleik- aranna er fram koma á tónleikun- um má nefna Alfreð Alfreðsson, Árna Scheving, Björn R. Einars- son, Carl Möller, Guðmund R. Einarsson, Guðmund Steingríms- son, Gunnar Hrafnsson, Jóel Pálsson, Jón Sigurðsson bassa, Olaf Gauk og Rúnar Georgsson. Viðar Alfreðsson mun væntan- lega blása og flestir íslenskir djasssaxófónleikarar sem staddir verða í borginni þetta sunnudags- kvöld. LEIKFELAG REYKJAVIKUR Feður oa synir á förum tif Moskvu Gunnar Ormsiev LEIKLISTARSAMBAND Rússlands (Nat- ional State Theatre) hefur boðið Leikfélagi Reykjavíkur til Moskvu og sýna þar leikritið Feður og syni eftir Ivan Túrgenjev. Er þetta mikill heiður fyrir Leikfélagið, en ekki er enn fullákveðið í hvaða leikhúsi Moskvuborgar sýn- ingin verður. Feður og synir var frumsýnt 9. janúar sl. og hefur aðsókn verið með ágætum. Leikstjóri sýn- ingarinnar, Alexei Borodín, er leikhússtjóri Rússneska akademíska æskulýðsleikhússins svonefnda í Moskvu og hann hefur einnig verið prófessor við Rússnesku leiklistar-akademíuna sl. fimmtán ár. Stanislav Benediktov er höfund- ur leikmyndar og búninga. Hann er einnig frá Moskvu. Þeh’ Benediktov og Borodín hafa starf- að saman í leikhúsi í meira en aldarfjórðung og hlotið fjölda verðlauna fyrir sýningar sínar. Alexei Borodín vann leikgerðina upp úr skáldsögu Túrgenjevs og Ingibjörg Haralds- dóttir þýddi. Lýsingu annaðist Lárus Björns- son. Leikendur í sýningunni eru: Björn Ingi Hilmarsson, Eggert Þorleifsson, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Kristján Franklín Magnús, Pétur Einarsson, Sóley Elíasdóttir og Þorsteinn Gunnarsson. Sýningum á þessari uppfærslu fer nú fækk- andi. Borodín og Benediktov koma aftur til starfa hjá Leikfélagi Reykjavíkur næsta vetur og setja á svið eina frægustu skáldsögu síðari tíma: Meistarann og Margarítu eftir Mikhaíl Búlgakov. Stórir kóratónleikar í tilefni föstu KIRKJUKÓRAR í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra sameina krafta sína á tvennum tónleikum í Fella- og Hólakirkju. Þar verður m.a. frumflutt verk eftir Þorkel Sigurbjörnsson. KIRKJUKÓRAR í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra ásamt Sinfóníuhljómsveit áhugamanna gangast fyrir tvennum tónleikum á föstu. Tónleikarnir verða haldnir í Fella- og Hóla- kirkju í dag, laugardaginn 21. mars, og á morgun, sunnudaginn 23. mars, og hefjast þeir kl. 17. Frumflutt verður tónverkið „En...“ eftir Þorkel Sigurbjömsson við texta í þýð- ingu dr. Sigurbjörns Einarssonar biskups. Tónverkið var samið að sérstakri beiðni kór- anna. Þetta er í fjórða sinn sem kórarnir sjö í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra efna til sameiginlegra tónleika. Þessir kórar eru í Breiðholti, Árbæjarhverfi, Grafarvogi og Kópavogi og telja hátt á annað hundrað kórfé- laga. Fyrst komu kóramir fram á Kirkjulista- hátíð í Hallgrímskirkju árið 1995. Þetta giftu- ríka samstarf hefur undið upp á sig og standa kórarnir nú saman að heilli efnisskrá. Organistar sóknanna skipta með sér stjórn verkanna. Verkið „En...“ eftir Þorkel Sigurbjömsson byggist á textanum Fasta, sem dr. Sigurbjörn Einarsson þýddi, og er skrifað fyrir stóran kór og hljómsveit. Stjórnandi er Kjartan Sig- urjónsson organisti í Digraneskirkju og með einsöngshlutverk fer Guðrún Lóa Jónsdóttir. Verki Þorkels lýsir stjómandinn sem hríf- andi verki í síðrómantískum stíl. „Þetta er ekki nútímaverk í þeim skilningi að það er ekki ómstrítt. Laglínurnar era mjög fallegar og grípandi og hafa hrifið þátttakendur mjög,“ segir Kjartan. „Verkið er erfitt í flutn- ingi og þvf hefur verið mikils virði að tón- skáldið hefur fylgst með æfingum og verið okkur til halds og trausts.“ Á tónleikunum verður einnig leikinn ein- leikskonsert á orgel eftir Hándel í ílutningi Lenku Mátéová og Daníels Jónassonar. Þá verða fluttir þrír þættir úr Requiem eftir Mozart undir stjórn Jóns Olafs Sigurðssonar, organista í Seljakirkju og kórverkið Ave ver- um corpus eftir sama höfund, undir stjórn Daníels Jónassonar, organista í Breiðholts- kirkju. Önnur föstutónlist er undir stjórn Harðar Bragasonar, organista í Grafai-vogs- kirkju, auk fyrrnefndra stjórnenda og með einsöngshlutverk fara Lovísa Sigfúsdóttir og Gunnar Jónsson. Einsöng í Agnus Dei eftir Bizet syngur Sigríður Gröndal. Kjartan segir að samstarfið sé eins og vítamínsprauta fyrir þá kóra sem að því standa. „Samstarfið gerir kórunum kleift að takast á við stærri verkefni sem þeir hefðu annars ekki bolmagn til. Við erum nú að koma saman í fjórða sinn og allt bendir til þess að þetta samstarf sé komið til að vera. Framund- an er Kristnitökuhátíð árið 2000 og þá er gott að reynsla sem þessi skuli vera fyrir hendi.“ MENNING/ LISTIR í NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitssýning á verkum Ásmundar Sveinssonar. Gallerí Fold Ólöf Kjaran. Til 5. apríl. Gallerí Hornið Gunnhildur Björnsd. Til 22. mars. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 Steinn Sig- urðsson. Til. 22. mars. Galleríi Sævars Karls, Bankastræti Bjarni Sigurbjömsson og Helgi Hjaltalín Eyjólfs- son. Tii 2. apríl. Stefán Geir Karisson. Til 1. apríl Gallerí 20 fm Svava Björnsdóttir. Til 29. mars. Gallerí Sýnibox: Sýning á símbréfum. Gallerí Hlust: Haraldur Karlsson kynnir „Harðstjórann". Síminn er J551 4348. Gallerí Barmur: Sigurður Árni Sigurðsson. Kvennasögusafn íslands, Þjóðarbókhlöðu Rúna (Sigrún Guðjónsdóttir) er myndlistar- maður marsmánaðar. Listasafn Akureyrar Vatnslitamyndir Ás- gríms Jónssonar. Til 19. apríl. Listasafn Kópavogs - Gerðarsafn Elías B. Halldórsson, Matthea Jónsdóttir og Einar Þorláksson. Tii 29. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sýning vetr- arins nefnist Svífandi fonn. Verk eftir Sigur- jón Ólafsson. Til 5. apríl. Listhús Ófeigs Björnssonar, Skólavörðust. 5 Jóhann G. Jóhannsson. Til 29. mars. Hafnarborg Sigurður Þórir. Til 6. apríl. Hallgrímskirkja, anddyri Passíusálmar Hall- gríms Péturssonar í list Sveins Bjömssonar. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Sigurður Ámi Sigurðsson. Til 29. mars. Kjarvalsstaðir Vestursalur: Rúrí. Miðsalur: Ólafur Elíasson. Til 13. apríl. Landsbókasafn íslands - Háskdlabókasafn Passíusálmar Hallgríms Péturssonar - frá handriti til samtíðar. Til 9. aprfl. Listasafn ASÍ - Ásmundarsalur, Freyjugötu 41 Ásmundarsalur: Sigurður Magnússon. Gryfja: Steingrímur Eyfjörð. Til 29. mars. Arinstofa: Ný aðföng. Til 29. mars. Listasafn íslands Salur 4: Ásgrímur Jónsson, Þórarinn B. Þorláksson, Jón Stefánsson Jó- hannes Kjarval. Mokkakaffi Nína Magnúsdóttir. Til. 2. apríl. Norræna húsið Nomænt ljós og myrkur: Rosa Liksom, Merja Aletta Ranttila, Lars Pirak, Maj-Doris Rimpi, Erling Johansson, Bengt Lindström og Lena Stenberg. Til 22. mars. Nýlistasafnið Mariene Dumas, Þór Vigfús- son, Gary Hume, Georgie Hopton, Ráðhildur Ingadóttir og Tumi Magnússon. Til 29. mars. Safn Ásgríms Jónssonar - Bergstaðastræti 74 Sýning á uppstillingum og landslagsmynd- um. Til marsloka. SPRON, Álfabakka 14, Mjódd Bragi Ásgeirs- son. Til 5. júní. Stofnun Áma Magnússonar, Árnagarði v/Suðurgötu Handritasýning. Stöðlakot Steindóra Bergþórsd. Til 22. mars. TÓNLIST Laugardagur 21. mars Fella- og Hólakirkja: Kirkjukóramir í Reykjavíkurprófastsdæmi eystra ásamt Sinfóníuhljómsveit áhuga- manna. M.a. frumlutt verk eftir Þorkel Sigur- björnson. Kl. 17. Kirkjuhvoll v. Vídalínskirkju: Fimmtu tón- leikar í tónleikaröð kennara Tónlistarskóla Garðabæjar. Hildigunnur Halldórsdóttir, fiðluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir, pí- anóleikari. Kl. 17. Sunnudagur 22. mars Fella- og Hólakirkja: Kirkjukórar Reykja- víkurprófastsdæmis eystri og Sinfóníuhljóm- sveit áhugamanna. Kl. 17. Tónleikasalur FÍH: Jasstónleikar til minn- ingar um Gunnar Ormslev. Kl. 21. LEIKHÚS Þjóðleikhúsið Hamlet, fim. 26. mars. Fiðlarinn á þakinu, fös. 20., laug. 28. mars. Grandavegur 7, sun. 22., sun. 29. mars. Meiri gauragangur, mið. 25. mars. Poppkorn, fim. 26., fös. 27. mars. Borgarleikhúsið Galdrakarlinn í Oz, sun. 22., sun. 29. mars. Hár og hitt, fos. 27. mars. Feitir menn í pilsum, fös 27. mars. Sex í sveit, sun. 22., fim. 26., laug. 28. mars. Feður og synir, lau. 21., sun. 29. mars. Loftkastalinn Bugsy Malone, lau. 21., sun. 22., fös. 27. mars. Fjögur hjörtu, fim. 26. mars. Trainspotting, lau. 21., fös. 27. mars. fslenska óperan Ástardrykkurinn, lau. 21., fös. 27. mars. Hafnarfjarðarleikhúsið Hermóður og Háð- vör Síðasti bærinn í dalnum, Iau. 21., sun. 22. mars. Grafarvogskirkja Heilagir syndarar, fim. 26. mars. Kaffileikhúsið Svikamyllan, sun. 22., mið. 25. mars. Leikfélag Akuroyrar Söngvaseiður, lau. 21., sun. 22., fös. 27. mars. Möguleikhúsið Einar Áskell, sun. 22. mars. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflega eða á netfangi fyrir kl. 16 á miðvikudögum merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kringlunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Netfang: menn- ing@mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 21.MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.