Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Blaðsíða 6
Vín 1938 ARIÐ 1938, eftir atburðina í Austurríki, var heimurinn orðinn vanari ofbeldi, lög- leysum og grimmd en hann hafði verið um aldaraðir. Fyrr á tímum hefðu þeir at- burðir einir, sem gerðust í hinni ólánssömu Vínarborg, nægt til að vekja fordæmingu um heim allan, en á því herrans ári 1938 gat varla heitið að samviska heimsins bærði á sér, áður en hún gleymdi og fyrirgaf“. Þannig ski'ifaði Stefan Zweig í bók sinni Veröld sem var, sem kom út árið 1943.1 Austurríki, sem ól Hitler, var hinni fógru menningarborg Vín skyndilega breytt í helvíti á einni nóttu. I stað Vínarvalsa heyrðist aðeins taktfastur stígvélamars. Stefan Zweig ski'ifar „Háskólaprófessorar urðu að hreinsa götur með berum höndum, frómir gráskeggj- aðir Gyðingar voru dregnir inn í samkundu- húsin, þar sem æpandi strákar þvinguðu þá til að falla á kné og hrópa „Heil Hitler". Saklaus- um mönnum var smalað saman eins og fénaði á strætum úti og þeir neyddir til að hreinsa sal- ernin í herbúðum S.A.-manna“. „Gyðingarnir voru fyrst sviptir atvinnu, síðan var þeim bann- að að sækja leikhús, bíó og söfn, fræðimönnum var synjað um not af bókasöfnum, en samt héldu sumir kyrru fyrir af tryggð eða vana- festu, hugleysi eða stolti“. Stefan Zweig þurfti eins og þúsundir gyð- inga að afsala sér öllum réttindum og lifa upp á náð sem vegabréf og pappírar nasista gáfu um stundarsakir. Zweig lýsir þessu með orðum landflótta Rússa. „Aður fyrr dugði manninum að hafa líkama og sál. Nú á dögum þarf hann líka vegabréf, annars er ekki farið með hann eins og mannlega veru“. Stórþýskaland 1938. Austurríki varð hluti af Stórþýskalandi. Þann 12. mars 1938 héldu þýskir herir innreið sína í landið og í vafasamri kosningu 10. apríl kusu 99,73% Austurríkismanna að verða þegn- ar Stórþýskalands. í kjölfarið misstu hinir 180.000 gyðingar landsins allan borgararétt og sættu ofsóknum. í maí 1939 höfðu 99.672 þeirra flúið land og þúsundir höfðu verið færð- ar í fangabúðir. íslendingar fylgdust eins og aðrar þjóðir ná- ið með innlimun Austurríkis. Skoðanir voru skiptar, en margir gátu ekki leynt hrífningu sinni. Ungt, íslenskt tónskáld í Leipzig ritaði: í stað hinna herskáu Tyrkja frá dögum heiðlist- arinnar eru nú komnir friðsamlegir bræður bróðurlandsins, til að láta þjóðina á ný bergja á ódáinsveigum Bachs og Síbelíusar (Mbl. 27. apríl, 1938). Á sama tíma greinir Morgunblaðið frá því að 300 útlendingar séu á Islandi. Blaðið upplýsir, að „Hjer hefir hin síðari ár verið komið á eftirliti með útlendingum, sem hingað koma til dvalar í lengri eða skemri tíma, og mátti það ekki seinna vera“ (Mbl. 25. ágúst, 1938). Heimurinn hafði fengið ítarlegar fréttir af vanda gyðinga í Austurríki. Þá, eins og síðar, var til fólk sem dró þennan vanda í efa. Til marks um það má nefna að íslenskur rithöf- undur birti eftir sig bréf í Morgunblaðinu, sem einnig birtist í þýskum fjölmiðlum, þar sem hann ritar um innlimun Austurríkis á eftirfar- andi hátt: „Mikið var gert út af „ofbeldinu", sem austurrísku þjóðinni hafði verið sýnt, og „órjettinum", sem henni hafði verið gerður. En ekki var talað um ofbeldi og órjettlæti, þegar Austurríki var á sínum tíma hindrað í því, að sameinast Þýskalandi" (Mbl. 27.aprfl 1938). Reykiavík 1938. Hjónin Felix Fuchs, 39 ára, og Stefanie Karpeles-Fuchs, 37 ára, voru gyðingar, sem höfðu þurft að láta allar eigur sínar af hendi, til þess að geta yfirgefið Vínarborg. Þau höfðu verið neydd til að skrifa undir samning þess efnis að þau myndu aldrei snúa aftur til Aust- urríkis, þó að vegabréf þeirra, sem runnu út um áramótin 1939, heimiluðu að þau kæmu til Þýskalands. Fyrir Felix og Stefanie var þetta fáránleg mótsögn. Ef þau þyrftu að snúa aftur á „þýska“ jörð, var dauðinn vís. Ekkert er vit- að um niðurlægingu þeirra í Vín, um atvinnu- missinn, og lítilsvirðinguna í kjölfarið á honum eða örvæntingarfullar bréfaskriftir til yfir- valda, sem ekki var svarað eða notaðar voru gegn þeim. Þau voru komin á skrár SS er þau flýðu, hann stimplaður sem kommúnisti. Einn góðan veðurdag í ágúst stóðu þau á hafnar- bakkanum í Reykjavík. Felix Fuchs hafði sótt um vegabréfsáritun í sendiráði Dana í Vín í júlí 1938. Hann óskaði eftir þriggja mánaða dvöl í Kaupmannahöfn, áður enn hann héldi áfram til íslands eða í KOSNINGAKLEFANUM var Austurríkismönnum leíðbeint af landa sínum til að þeir settu kross í réttan reit þann 10. apríl 1938 SAGA UM TVO AUSTURRISKA GYÐINGA A ISLANDI OG BJÖRGUN ÞEIRRA EFTIR VILHJÁLM ÖRN VILHJÁLMSSON- Heimurinn var ótrúlegur 1 938, hatur og mann fyrir- 1 itning höfóu lagt Evrópu und ir sig. Hér segir a f menntuðum hjónum, lækninum Fel ix Fuchs og Stefanie konu hans. Þau voru Gyðingar, útskúfuð fró heimalandi sínu og í neyð ló flóttaleið þeirra til íslands [ )ar sem þau kynntust mannkærleika en einnig furðuleg iri afstöðu danskra yfirvalda. Frakklands. Danska dómsmálaráðuneytið hafnaði beiðninni. Áður en dönsk yfirvöld höfðu sent neitunina voru hjónin hins vegar lögð af stað til Islands. íslensk vegabréfaskoðun. I Reykjavík þurftu Fuchs-hjónin einnig að taka upp pappíra sína. Island var engin undan- tekning, land í hraðri þróun í átt að nútíman- um. Frá 1936 giltu strangar reglur um að út- lendingar sem komu til landsins og ætluðu að vinna og búa á íslandi yrðu að hafa leyfi yfir- valda hér á landi. Atvinnuleyfum og beiðnum um dvalarleyfi á íslandi var betur tekið frá öll- um öðrum útlendingum en gyðingum. Nefna má að í svarbréfum til gyðinga, sem leituðu eft- ir vinnu við menntastofnanir eða til atvinnu- málaráðuneytisins á íslandi í lok 4. áratugsins, var borið við að tungumálavankunnátta þeirra væri hindrun fyrir því að þeir gætu fengið vinnu og búsetuheimild hér á landi. Engin lög voru að sjálfsögðu til um tungumálakunnáttu, aðeins heimatilbúnar reglur og lífsafstaða þeirra sem svöruðu bréfum gyðinganna. Lögreglan í Reykjavík hleypti hjónunum í land og var þeim gefið dvalarleyfi fram til 8. nóvember 1938. Þar sem þau höfðu ekki loforð um vinnu á íslandi og austurrísk vegabréf þeirra runnu út um áramótin 1939, benti allt til þess að þeim yrði úthýst hér á landi. Ef hjónin hefðu komið litlu síðar, eða verið fjárvana, hefði þeim verið vísað tafarlaust aftur til þess lands sem þau komu frá. Hinn 1. september 1938 gengu í gildi vegabréfsreglur hér á landi, sem komu í veg fyrir að austurrískir þegnar kæmust til Islands, nema að hafa vegabréfsá- ritun. Danir höfðu sett svipaða reglugerð 1. júlí 1938, en íslenska reglugerðin var frábrugðin þeirri dönsku að einu leyti. I íslensku reglu- gerðinni er teldð skýrt fram, að þegnar með þýsk þjóðarvegabréf (Deutsch Nationalpass), þ.e. þýskir ríkisborgarar í Stórþýskalandi nas- ista, væru eftir sem áður velkomnir hingað til lands án vegabréfsáritunar. Gyðingar voru, eins og kunnugt er, ekki lengur ríkisborgarar í Stórþýskalandi. Með þessari nýju, klunnalegu reglugerð viðurkenndu íslensk yfirvöld óbeint yfirtöku nasista á Austurríki og meðferð þýskra yfirvalda á gyðingum. Af hverju ísland? Felix Fuchs var nýrna- og þvagfærasérfræð- ingur. Samkvæmt upplýsingum læknisfræði- sögudeildar háskólans í Vín lauk Felix Fuchs læknanámi við háskólann í Vín árið 1923, að- eins 24 ára að aldri. Hann var á skrá yfir lækna í Vín árið 1935, en á þeim tíma var stór hluti lækna í Vín og í hinum þýskumælandi heimi af gyðingaættum. Felix Fuchs sérhæfði sig í rannsóknum á nýrnasjúkdómum og stór vís- indagrein eftir hann kom út í Berlín árið 1938. Fuchs hafði kynnst íslenskum lækni, Jónasi Sveinssyni. Jónas hafði á 3. og 4. áratugnum dvalið við nám og störf í Vín, Þýskalandi og Frakklandi. Jónas starfaði með Fuchs á All- gemeine Krankenhaus í Vín. Samkvæmt upp- lýsingum barna Jónasar Sveinssonar voru kynni Jónasar og Felix Fuchs ástæða þess að Felix leitaði til Islands þegar allar aðrar leiðir virtust lokaðar sumarið 1938. Á Seltjarnarnesi. Felix og Stefanie bjuggu í þá tæpa fjóra mánuði, sem þau dvöldu á Islandi, í íbúð á jarð- hæð í nýju húsi Jónasar Sveinssonar læknis. Húsið er kallað Ái-nes og er nú umbreytt og nærri falið á milli yngri húsa við Tjarnarbraut á Seltjarnarnesi. Börn Jónasar, Haukur Jónas- son læknir og Helga Jónasdóttir kennari, minnast hjónanna. Helga man sértaklega vel eftir þeim mörgu skópörum, sem Stefanie hafði meðferðis, og sem hún hafði fyrir sið að raða upp meðfram löngum vegg í íbúðinni. Felix Fuchs hafði tekið með sér útbúnað til rann- sókna og komu hjónin sér upp frumstæðri rannsóknaraðstöðu í íbúðinni á Seltjarnarnesi. „Heil Hitler" í danska sendiráðinu Jónas Sveinsson læknir sýndi fljótlega mikið áræði til að fá dvalarleyfi fyrir Fuchs- hjónin hér á landi. Þegar það tókst ekki leitaði Jónas til danska sendiráðsins til að hjálpa hjónunum til Bandaríkjanna. Á ódagsettan miða, sem Frank le Sage de Fontenay sendiherra ritar meðan hann talar við Jónas í síma, stendur: „Jónas Sveinsson tlf. 3020. Docent Felix Fuchs. Gyðing ex Wien, kom í august leyfi til 8. Novbr. leyfi forlænget til ca. 15/12. Fáet plads Chicago Universitet som professor, kirurgi". Margt bendir til þess að Felix Fuchs hafi m.a. verið búinn að fá loforð um vinnu í Chicago er hann kom til íslands. Þetta kemur fram í bréfi sem Felix Fuchs ritar danska sendiráðinu 28. nóvember 1938, þar sem hann óskar eftir því að fá fararleyfi og stutt dvalarleyfi fyi-ir sig og konu sína í Kaupmannahöfn, áður en þau héldu áfram til Bandaríkjanna. Neðst á bréfið hefur starfsmaður sendiráðsins skrifað að Fuchs upplýsi, að ósk þessi sé fram komin eftir sam- komulagi milli de Fontenays sendiherra og Hauks Thors. Þessi starfsmaður sendiráðsins, C.A.C. (Carl Adalbert Constantin) Brun (síðar sendiherra Dana á íslandi 1946-48), skrifar 28. nóvember eftirfarandi minnisblað í skeytastíl til de Fontenay sendiherra: Tll minnis Hef talað við þýska konsúlinn um Dr. Fuchs. Ekki útilokað að hann geti fengið alvöru þýskt ÚTRUNNIN VEGABRÉF 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21.MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.