Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Page 9

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Page 9
BROI ÚR BÓKMENWTASÖGU SPÁNAR 4 SÁ HÖFUNDUR sem þekktastur er um víða veröld af rithöfundum Spánar allra tíma er eflaust Miguel de Cervantes Saavedra. Hann fæddist árið 1547 í Alcalá de Henares, háskólabæ á háslétt- unni, skammt frá Madrid, og var sonur læknis sem jafnframt var lyfsali. Cervantes kynntist snemma fátækt og harðræði, en hlaut samt sæmilega menntun, fyrst í Sevilla og síðan í Madrid. Þar var hann lærisveinn eins af síðustu fylgjendum Erasmusar og húmaníska skólans. Guðbergur Bergsson segh- eftirfarandi um Cervantes í eft- irmála að þýðingu sinni á sögunni Króksi og Skerðir: „Ekkert er vitað um fyrstu ár ævi hans, þótt fræðimenn séu staðráðnir í því að finna þau í sögum hans, og hann sjálfan í persónu Gler- stúdentsins í samnefndri sögu. En það fyrsta, sem vitað er með einhverri vissu um líf Cervantes er það, að 1568 orti hann að beiðni kennarans Lógez de Hoyos minningarljóð vegna andláts Isabelu drottningar. López de Hoyos varð ódauðlegur fyrir bragðið, og ein mesta umferðargata Madridborgar hefur verið skírð í höfuðið á honum. En Cervantes sjálfur hlaut litla frægð af þessum skólaskáldskap, þótt kennarinn hafi nefnt hann „minn kæra og ástfólgna nemanda", heldur miklu fremur þá ófrægð sem gengið hefur að mestu óbreytt í SALVADOR Dali: Don Kíkóti, 1935, pennateikning. HIN GÖFUGA BLEKKING: UM ÆVINTÝRI DON KÍKÓTA erfðir allt til okkar tíma, sem sagt, að hann hafi ekki kunnað að yrkja ljóð, þegar hið sanna um hann sem ljóðskáld er það, að í raun og veru var hann of mikill sniliingur til þess að geta rímað rétt, hugsað rétt og í beinni röð, hugsað raðhugsun, eða skrifað hnökralaust mál, held- ur skapað.“ Talið er að ævintýralöngun hafi rekið Cervantes í ferðalag til Ítalíu þar sem hann lét skrá sig í spænska herinn og barðist í frægri orustu við Lepanto, en þar ónýttist honum vinstri höndin. Síðarmeir var hann tekinn til fanga af Tyrkjum og fluttur sem þræll til Al- geirsborgar þar sem honum var haldið næstu fimm árin. Að þeim loknum var hann leystur úr ánauð. Þegar Cervantes sneri aftur til Spánar var hann 35 ára að aldri og mátti nú þola það sem hermenn reyna á friðartímum: allir höfðu gleymt dáðum hans og höfðu engan áhuga á þrautum hans meðal Tyrkja. Hann ákveður þá að snúa sér að ritstörfum. Fyrst skrifar hann í hefðbundnum stíl sveita- og hjarðlífssöguna La Galatea, nokkra grínleiki og kvæði. Ekki þóttu kvæðin eða sviðsverkin sæta tíðindum, auk þess færði bókmenntaiðjan honum lítið fé í aðra hönd. Cervantes var kvæntur á þessum tíma, en hjónabandið lukkaðist ekki og eftir ósigra sína á ritvellinum gefst hann upp og fær sér vinnu hjá ríkinu við birgðahald á korni og sem skattheimtumaður. Hann flæmist um Andalúsíu á asna sínum en verður lítið ágengt, gistir yfirfullar krár og kvartar undan verðlagi. Hann glatar þvi fé sem honum áskotnast og lendir í megnustu fjárhagskröggum sem leiða til fangelsisvistar. En hann gefst samt aldrei upp. Aldurhniginn, útþvældur, rúinn öllu trausti manna og skuldum vafinn sat hann hvenær sem færi gafst við skriftir. Að mati Spánarfræðingsins Geralds Brenan nutu hæfileikar Cervantesar sín best í skáld- sögum hans. Fyrst komu smásögumar Novelas Ejemplares, einskonar dæmisögur. Sumar bregða upp myndum af undirheimum Sevilla- borgar, aðrar greina frá sérkennilegum atburð- um eða fólki úr daglegu lífi. Eitt uppáhaldsefni hans var geðveiki, enda var það í takt við tím- ann. Honum flaug í hug að skrifa stutta sögu um skemmtilegan rugludall sem ímyndaði sér að hann væri riddari, og byggði efnið að nokkru á hinum geysivinsælu riddarasögum sem enn voru mikið lesnar í hans tíð. Þær voru fullar af yfirgengilegri rómantík, vegsömun á platónskri ást og „göfugum“ ídealisma sem átti rætur að rekja tii ævintýra krossfaranna og háheilagra erindagjörða þeirra sem börðust fræknlega fyr- ir sigri kristindóms yfir heiðingjum. Þegar þetta var er Cervantes kominn um fimmtugt og situr í fangelsi, að öllum líkindum í Sevilla. Þá er hann þegar búinn að finna titil- inn á verk sitt: Don Quijote de la Mancha. Fyrsti hluti þess kom svo út árið 1605. Gerald Brenan segir svo í bókmenntasögu sinni: „Ef til vill hefur enginn rithöfundur, hvorki fyrr né síðar, dottið í viðlíkan lukkupott. Sú æð sem Cervantes hafði opnað var ekki einasta unaðslega rík og gjöful og sýndi honum ofan í óvæntan hafsjó ótal möguleika, heldur var EFTIR BERGLINDI GUNNARSDÓTTUR Efnið í Don Kíkóta er hin blinda trú. Hún er jafnfrómt saga hins ofursannfærða byltingarmanns (dví Don Kíkóti er haldinn óstríðu réttlætisins. En höfundurinn gerir persón- una jgfnframt tortryggilega, Don Kíkóti er bæði hégómleg- ur og sjólfselskur, og með öllu skilningsvana varðandi mann- legar aðstæður og líf. hann einmitt rétti maðurinn til að kanna þau sjávardjúp. Því er það að lesandinn skynjar, Mlt frá fyrsta kafla, örugg tök höfundar á við- fangsefninu í lýsingu á söguhetjunni. Og í öðr- um kafla, þegar Don Kíkóti kemur á krána, heldur hana vera kastala og flytur eina af sín- um snjöllu ræðum um það, fær lesandinn hug- boð um allan þann fjölda atburða sem brjál- semi hans leiðir til. En Cervantes hafði þó ekki enn dottið niður á það snjallræði sem gerði honum kleift að nýta til fulls möguleika efnis- ins. Riddarinn einn saman nægði ekki til að bera uppi frásögnina. Eftir nokkra kafla varð honum það ljóst, og þá... sendir hann söguhetj- una aftur af stað með Sancho Panza. Þaðan í frá eru engar vöflur á honum lengur: Þjónninn og herra hans halda áhuga lesandans vakandi með yndislegum samræðum sínum. Sú tvíeina sögupersóna breytti því sem hefði orðið stutt kímnisaga í langt og stórbrotið verk.“ Ýmsa þætti hefur Cervantes þótt hafa sam- eiginlega með söguhetju sinni, Don Kíkóta; þeir eru á líkum aldri, hafa svipað vaxtarlag, húmor og óborganlega bjartsýni. Sjálfur sagð- ist hann hafa með sögugerð sinni gefið þung- lyndi sínu og gremju lausan tauminn; hann hafi með því ætlað að greina frá göfugum markmið- um, mistökum og skipbroti sín sjálfs. Það skýr- ir einnig, að mati Geralds Brenan, þá miklu andúð sem oftlega sýnist skerpa penna Cervantesar. Þegar hann hugsar um þann skaða sem hans eigið hugarflug hafði valdið honum kennir hann beiskju og lætur hana ganga yfir söguhetju sína. Þetta skapar blend- ið hugarfar höfundar gagnvai't sögupersónunni og skýi’ir hina miklu íróníu sem býr í sögunni. Annað atriði varðai’ hinn djöfullega kraft sem rekur Don Kíkóta áfram annars vegar, og hins- vegar djúpar og viturlegar athugasemdir úr lífi og reynslu Cervantesar sjálfs. Því mætti álykta sem svo, að standi Don Kíkóti fyrir eitt- hvað ákveðið, sé það einfaldlega manninn sem eyðileggur sjálfan sig og aðra með göfugri og rómantískri blekkingu og ofurtrú á hið góða í mannlegu eðli. En biturleiki höfundar varir ekki lengi. Og lesendur fylgjast með þessum tveimur mönn- um á síðum bókarinnar, heyra samræður þeirra og þær röksemdir sem Don Kíkóti hefur uppi varðandi trú sína, og áhrif þess á Sancho Panza. Að sönnu tapar Don Kíkóti öllum orust- um sem hann heyr með sverði sínu, sökum þess að hann lifir ekki í tengslum við raunveru- leikann. Á hinn bóginn sigrar hann í hvert sinn er hann flytur mál sitt. Þetta er í senn stað- reynd, harmsaga og kostuleiki riddarahug- sjóna hans. Og að lokum verða lesendur vitni að því hvemig riddarinn veikist í trú sinni og deyr þegar hún bregst og hann færist aftur til tómleika hinnar jarðbundnu skynsemi. Þetta er ferill trúaðs manns sem sýnir allt frá sigur- gleði hins sannfærða til uppgjafar og fullkom- innar efahyggju, með öllum þeim trega og dap- urleika sem því fylgir. Verkið tekur á klassísku umfjöllunarefni í spænskum bókmenntum, þ.e.a.s. tálsýnum manna. Spánverjum, sem setja vanalega mark- ið of hátt og búast við að kraftaverk hjálpi upp á sakimar, finnst gjaman að lífið hafi bmgðist þeim. „Spánverjar viðra ekki skoðanir sínar blátt áfram,“ segir Brenan, „heldur halda þeim á lofti eins og gunnfána. Það býður heim hætt- unni á ofstæki. Sá eiginleiki býr í spænsku sam- félagi ásamt andstæðu þess, nefnilega umburð- arlyndi, vinsemd, hógværð og austurlensku að- gerðarleysi. Á ýmsan hátt má því lesa um spænskan hugsunarhátt í verki Cervantes." í sögunni um Don Kíkóta má einnig greina ást Spánverja á tvíræðni og hinu hálfsagða, með öllum þeim klókindum og hæðni sem und- ir slíku býr. Við höfum þama tvær aðalpersón- ur. Sancho Panza er hreinræktað, þjóðlegt af- sprengi, fullur upp með spakmælum, kænsku- brögðum og þrjósku. Riddarinn er alvöru- þrunginn og ofurkurteis, en að öðm leyti á svipuðum nótum og hrjóstragt landslagið á kastilísku hásléttunni; hann er sömuleiðis sprottinn úr spænskum jarðvegi. Efnið í Don Kíkóta er hin blinda trú. Hún er jafnframt saga hins ofursannfærða byltingar- manns því Don Kíkóti er haldinn ástríðu rétt- lætisins. En höfundurinn gerir persónuna jafn- framt tortryggilega. Don Kíkóti er bæði hé- gómlegur og sjálfselskur, og með öllu skiln- ingsvana varðandi mannlegar aðstæður og líf. Þegar æðið rennur á hann trúir hann eingöngu á eigið réttmæti og dyggðir, og ekkert fær hnikað honum frá þeirri leið sem hann hefur valið sér. .Ástríða hans kann að vera göfug,“ segir Brenan, „því hún vinnur ekki að hans eig- in hagsmunum, en hún endar jafnan með hörmungum því hún tekur ekkert mið af raun- verulegum aðstæðum. Þó er það einmitt hún sem gefur sögunni líf sitt og lit, og ef við heim- færam hana upp á höfund og skapara Don Iökóta mætti vel segja að án þrjósku og bjart- sýni Cervantes hefði engin saga orðið til um riddarann með raunasvipinn.“ Höfundurinn er rithöfundur og bókavörður. ÁRNI GUNNARSSON í EYÐIDAL í dalnum þar sem döggin grætur er dimmblár himinn, rauðar nætur. Sólríkir dagar uns sumri lýkur. Sagan óskráð með rykinu fýkur. Töfrar vaka þá er tunglbleik nóttin, tálmi hjartans, mennskur óttinn. Álög og vættir dalsins dansa djúpt í vitund þeirra sem stansa. Fljótið byltist, fjöllin syngja, við fallinn legstein klukkur hríngja. Hófatök fylla fjallasalinn. Eg er förumaður um eyðidalinn. Hið liðna brýst til baka. í brjósti minningar vaka. Þær reisa mér hlekki því þið sem ég þekki eruð farin og ég finn ekki sporin. MINNING á rauðum himni yfir Austurdal lágsól lækkar lognkaldan dag frá heitum dögum merla minningar nú birkið brúnrautt hjá brattri hlíð sviflétt snjókorn koss á kinnar guðsenglar geymi gengin spor slökkt á bæjum inni íAusturdal þar brenna stjörnur um bjarta nótt Höfundurinn er aðstoðarmaður félagsmóla- róðherra. KARLÍNA HÓLM SESSU- NAUTAR Dimmblá lína hafsins og hvítur veturínn, ein víðátta. Handan ruðninga, hús á sessum. Hljóð biðin höggdofa. I þessum húsum sefur „Faðir voríð“ - værðarlega. - A greinum alnetsins húka turtildúfur, í nýrrí vídd dvelur framandi kennd. Höfundurinn er hjúkrunarfræðingur og hús- móðir í Reykjavík. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 21. MARZ 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.