Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Síða 11
ÓLRÚN Guðbjörnsdóttir: Áning við Sörlaskjól. hverfmu merkingu" og spyr: „Hvers virði væri staður hefði ekkert gerst á honum? Hann væri ekki til sem slíkur.“ Þetta er þá eins konar landnám eða strand- högg hjá ykkur? „Já, landnám listamanna og borgara. Höggmyndin þrengir sér inn í fólk.“ Þau eru sammála um að hverfasamtök, almenningur og listamenn þurfi að taka höndum saman, ekki bara valdamenn, og tala um útbreiðslu iista sem , jákvæð formerki valdbeitingar". Nú eru 77 í Myndhöggvarafélaginu, breiður hópur sem stendur saman að sögn Brynhild- ar. Ekki veitir af, því að það er kostnaðarsamt að búa til útiverk, ekki síst efniskostnaður er mikill. Lögð er áhersla á að fá ungt fólk í fé- lagið. „Við erum eins og sveitamenn," segir Brynhildur og það er mjög jákvætt í hennar munni. Þau eru þakklát fyrir hlut borgarinnar til þeirra og vonast eftir að ríkið styðji þau og einnig er ætlunin að leita til fyrirtækja til að fá efnisstyrki. Þörfin fyrir útilist Hér er það listin til fólksins sem gildir? Þau svara að mikil þörf sé fyrir útilist og möguleikar opnist þegar farið sé að vinna beint með náttúruöflin. Fólk valdi sér sjálft staði á Strandlengjunni og lítil afskipti þurfti að hafa af því vali. Hver fann sinn stað. Er höggmyndalist fyrst og fremst útilist? „Manni kemur umhverfið svo mikið við, það er stór hluti af lífi listamanna að hugsa um umhverfismál," segir Borghildur. Þau tala um brenglaða afstöðu stjórnvalda til mála, flettiskilti er til dæmis ekkert mál, en hljóð- verk getur verið stórt mál. Flugvéladrunur eru hluti af umhverfinu og í lagi. Þá er ekki talað um að maðurinn þurfi að vera einn með náttúrunni. Þau eru ekki í vafa um að listin og kerfið tali ekki sama tungumál, menn skilji ekki þá staðreynd að myndlist getur tekið upp á ýmsu. Menn haldi að allar höggmyndir séu á stöplum og fyrirfram ákveðnum stöðum. Kristinn nefnir hugmyndina um „huglægt órætt rými“ þar sem víddirnar séu ekki leng- ur þrjár heldur huglægari víddir. Dæmi sé kirkjugarðsverk Ólafs S. Gíslasonar og Nönu Petzet, Annaðhvort eða, þar sem málmhlið sem væntanlega verður sett upp hjá Foss- vogskirkjugarði hefur aðeins táknrænt gildi. „Allir múrar eru að falla,“ er skoðun Borg- hildar og Kristinn bætir við: „Það gerist bara í listinni. Svona sýning gæti skilað miklu.“ Þau eru þegar farin að huga að bók sem á að koma árið 2000 um sögu félagsins og mark- mið. Það er eins og þau segi í einum kór: „Myndlist er ekki bara fyrir daginn í dag, góð list lifir að minnsta kosti lengur." Sýningin Stmndlengjan Sólrún Guðbjarnadóttir 1 - Áning við Sörlaskjól Sólveig Eggertsdóttir 2 - Ný umferðarlög Grétar Reynisson 7 - Stikur Rúrí 8-Attir ÞórVigfússon 9-Minjar Ragnhildur Stefánsdóttir 10-Skynjun Jónína Guönadóttir 11 -Stökkbretti fyrir lúna fugla Katrín Sigurðardóttir 12-Stöð Ólöf Nordal 13- Geirfuglasker Finna Birna Steinsson 14“ Á frívaktinni Helga Guðrún Helgadóttir 18-Sólstólar Borghildur V' Óskarsdóttir '< 16-Flæðisker ý ÆSr ... Örn Þorsteinsson 19-Sleðinn, gestur frá Grænlandi Kristín Reynisdóttir v\ 21 - Glerviti Helgi Gíslason 22 - Lending v V Inga Jónsdóttir \x\ 23 - Steingerðar V | % amínósýrur - Baggalútar \ Kristinn E. Hrafnsson i \ \ \ 25 - Héðan í frá }\ KOPAVOGUR Birt með fyrirvara um breytingar. Sólveig Eggertsdóttir w \ /\ 2 ' 2 - Ný umferðarlög \< \ ■ '\ \" ■ ;/ 3 V,- Tjaldhóll r' LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21. MARZ 1998 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.