Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Page 20

Lesbók Morgunblaðsins - 21.03.1998, Page 20
1 GUÐJÓN Gunnarsson trompetleikari. ELFA Björk Rúnarsdóttir fiðluleikari. NORRÆNA HUÓMSVEITIN ALDREI FJÖLMENNARI Norræna hljómsveitin er sinfóníuhljómsveit skipuð ungu fólki ó aldrinum 15 til 25 ára frá öllum Norðurlöndun- um. Hljómsveitin heldur tónleika á í; jlandi í fyrsta sinn í sumar. HULDA STEFÁNSDÓTTIR kynnti sér | þetta árlega samnorræna verkefni á tónlistarsviðinu og ræddi við tvo íslensku þátttakendanna, Guðjón Gunnarsson trompetleikara og Elfu Björk Rúnarsdóttur fiðluleikara. Morgunblaðið/Kristinn HLUTI þátttakenda í Norrænu hljómsveitinni í sumar, f.v.: María Huld Sigfúsdóttir, fiðla, Stef- án Jón Bernharðsson, horn, Hildur Ársælsdóttir, fiðla, Sólrún Sumarliðadóttir, selló, Álfheiður Hrönn Hafsteinsdóttir, fiðla og Helgi Hrafn Jónsson, básúna. Á myndina vantar fiðluleikarann Kristínu Björgu Ragnarsdóttur. TILGANGURINN með verkefninu er að efla samskipti Norðurland- anna á sviði tónlistar, gefa ungum hljóðfæraleikurum færi á að spila með sinfóníuhljómsveit í hæsta gæðaflokki og efla kynningu á nor- rænum tónsmíðum. Norræna hljómsveitin hefur aldrei verið stærri, með 108 meðlimum, sem stafar af því að meðal verka á efnisskrá er stórhljómsveit- arverk Stravinskys, Vorblót. íslensku þátttak- endurnir verða 9 að þessu sinni og hafa þrír þeirra leikið með hljómsveitinni áður. Stjórn- andi sveitarinnar er eistneski hljómsveitar- stjórinn Paavo Járvi. Samstarfsverkefni um samnorræna sinfóníu- hljómsveit ungmenna hófst árið 1992. Það eru Norrænu félögin, Lions-hreyfingin á Norður- löndum og NOMUS, Norræna tónlistarráðið, sem staðið hafa að verkefninu með stuðningi Norræna menningarsjóðsins, Norræna fjár- festingarbankans, Jeunesses Musicales og ým- issa annarra aðila. Þátttakendur geta jafn- framt leitað eftir styrk til greiðslu þátttöku- gjalds frá Lions-hreyfingunni í hverju landi. Katrín Arnadóttir hefur umsjón með verkefn- inu hér á landi. Arlega velui- dómnefnd atvinnuhljóðfæra- leikara á vegum Svenska Rikskonserter þátt- takendur fyrir hljómsveitarnámskeið og tón- leikafór hijómsveitarinnar um Norðurlönd. Umsækjendum eru sendar prufuspilsnótur sem þeir leika inn á segulband og senda til Sví- þjóðar. Frá upphafi hafa 47 ungmenni frá ís- landi leikið með Norrænu hljómsveitinni. Að þessu sinni verða þau 9 auk þess sem 5 íslensk- ir hljóðfæraleikarar eru á lista varamanna og skýrist síðar hvort einhver þeirra bætist í aðal- hópinn. Þátttakendur verða þau Aifheiður Hrönn Hafsteinsdóttir, Elfa Björk Rúnars- dóttir, Hildur Arsælsdóttir, Kristín Björg Ragnarsdóttir og María Huld Sigfúsdóttir, fiðluleikarar, Guðjón Gunnarsson, trompetleik- ari, Helgi Hrafn Jónsson, básúnuleikari, Sól- rún Sumarliðadóttir, sellóleikari, og Stefán Jón Bemharðsson, sem leikur á horn. Tónleikar í Háskólabíói í júlí Hljómsveitamámskeiðið verður haldið í Ar- vika í Svíþjóð, rétt við landamæri Noregs. Frá 24. júní til 3. júlí standa yfir æfingar á efnis- skrá tónleikanna en þann 4. júlí hefst tónleika- ferð hljómsveitarinnar um Norðurlöndin í Ar- vika. Þaðan verður farið til Ytterjáma, Kalmar, Malmö og Kaupmannahafnar, og loks til Reykjavíkur þar sem lokatónleikarnir verða haldnir í Háskólabíói þann 10. júlí kl. 19. Tón- leikamir hefjast á Sinfóníu nr. 1 eftir Carl Ni- elsen. Sú venja hefur skapast að árlega felur Norræna tónlistarráðið tónskáldi frá einu Norðurlandanna að semja tónverk sérstaklega fyrir hljómsveitina. Fyrsta tónskáldinu sem falið var þetta verkefni var Þorkell Sigur- björnsson og var frumsamið verk hans, Hljóm- sveitartröll, flutt á tónleikum hijómsveitarinn- ar árið 1993. í ár verður leikið verk eftir ungt finnskt tónskáld, Kaipanen. Loks tekst hljóm- sveitin á við Vorblót Stravinskijs. Á hljóm- sveitamámskeiðinu æfir hljómsveitin auk þess Gran Partita eftir Mozart. Eistneski hljómsveitarstjórinn Paavo Járvi hefur stýrt Norrænu hljómsveitinni undanfar- in 2 ár. Járvi er einn eftírsóttasti hljómsveitar- stjóri í heimi. Hann flúði til Bandaríkjanna árið 1980 og lærði í Juilliard tónlistarskólanum í New York og hjá Leonard Bernstein í Los Angeles. Járvi er aðalstjórnandi Sinfóníu- hljómsveitarinnar í Malmö og fyrsti gesta- stjórnandi hjá Konunglegu Fflharmóníusveit- inni í Stokkhólmi og Sinfóníuhljómsveitinni í Birmingham. „Járvi er mjög hrifinn af þessu verkefni og fús til að vinna með krökkunum,“ segir Katrín. „Ég heyrði hann eitt sinn segja að þetta væri skemmtilegasta hljómsveit sem hann ynni með því þar væm allir svo glaðir og ánægðir og tilbúnir til að gera sitt besta. Fýla atvinnumannanna væri þeim víðs fjarri." Tónlistin ólæknandi ástriða Guðjón Leifur Gunnarsson leikur með Nor- rænu hljómsveitinni í þriðja sinn í sumar. Hann lauk einleikaraprófi í trompetleik sama vor og hann varð stúdent og er nú nemandi á fjórða ári í læknisfræði við Háskóla íslands. Guðjón dreymir um að geta samræmt störf læknisins og trompetleikarans í framtíðinni, segist stefna að því að verða góður áhugatrompetleikari, tónlistaráhuginn sé enda eins og óíæknandi vírus í blóðinu. Guðjón ólst upp við mikla tónlist. „Pabbi minn, Gunnar Guðjónsson, er „náttúrumúsík- ant,“ hann ólst upp ásamt bræðrum sínum í húsi sem var kallað hljóðfærahúsið, því allir léku þeir á hljóðfæri. Hann er bassaleikari og hefur leikið með ýmsum hljómsveitum í gegn- um tíðina. Móðir mín söng í Silfurkórnum svo ég er alinn upp við mikla tónlist.“ Honum var boðið að hefja nám við Tónlistarakademíuna í París en gat ekki sagt skilið við læknisfræðina án þess að láta á það reyna hvort hann næði inngöngu í deildina. Það varð úr að Guðjón náði inn en hann hefur hins vegar ekki gefið spilamennskuna alveg upp á bátinn og kennir trompetleik með læknanáminu, „til að halda sér við efnið,“ eins og hann orðar það. Spilamennsku sína segir Guðjón hafa fylgt mjög ákveðinni stígandi. Á unglingsárum starfaði hann með Sinfóníuhljómsveit Æskunn- ar. Þá bauðst honum að leika með Norrænu hljómsveitinni. Síðastliðið sumar og um jólin lék hann síðan með Heimshljómsveit Æskunn- ar, hljómsveit ungra og nýútskrifaðra hljóð- færaleikara á heimsvísu sem hefur starfað með mörgum heimsþekktum hljómsveitarstjórum. Hann segir að ef ekki hefði verið fyrir Nor- rænu hljómsveitina hefði hann vart komist í Heimshljómsveitina. Það sé mikill heiðui- að verða valinn til að leika með Norrænu hljóm- sveitinni og gefi möguleika á frekari verkefn- um utan landsteinanna. Guðjón hafði sagt skilið við Norrænu hljóm- sveitina vegna anna við læknanámið en þegar hann frétti að í sumar ætti að leika sjálft Vor- blót Stravinskijs stóðst hann ekki mátið og sló tíl þriðja sinni. „Að fá tækifæri tíl að spila með Norrænu hljómsveitinni er holl samkeppni fyr- ir íslenska tónlistarnema. Sibeliusarakademían í Helsinki er annáluð íyrir góða fiðluleikara og í Noregi hafa menn öðlast mikla færni í meðfór brassins. Það hleypir því í mann krafti að kynn- ast félögum frá hinum Norðurlöndunum, tón- listarfólki sem gefur manni beinan samanburð og hjálpar manni að leggja mat á eigin færni.“ „Stjórnandi Norrænu hljómsveitarinnar, Paavo Járvi, á góða möguleika á að verða skær stjarna í framtíðinni. Hann býr yfir þessari sömu útgeislun og aðrir færir stjórnendur sem ég hef kynnst. Það er enda mjög gott að vinna með honum og líkt og Zukofsky gerði með Sin- fóníuhljómsveit æskunnar þá tekst honum að ná því besta fram úr hljóðfæraleikurunum." Stefnir að þvi að verða góður áhugahljóðfæraleikari Guðjón leikur ekki eingöngu klassík og seg- ist sífellt gera meira af því að spila djass og blús. En kemur ekki að því að hann þarf að gefa tónlistina upp á bátinn fyrir læknastarfið? „Ég veit það ekki. Ég er ómögulegur maður ef ég get ekki aðeins sungið á hljóðfærið mitt. í Evrópu er reyndar starfandi Sinfóníuhljóm- sveit læknanema sem ég hef leikið með í tvígang og stendur til boða að leika með í sum- ar,“ segir Guðjón. „Ég á gamla kennaranum mínum, Jóni Hjaltasyni, mikið að þakka það hvað ég hef getað haldið í trompetleikinn með náminu. Mig langar til að verða liðtækur áhugatónlistarmaður í framtíðinni og ég horfi í hrifningu til brasstónlistarhefðarinnar í Bret- landi og Frakklandi þar sem kolanámumanna- bönd hafa verið leiðandi í þróun brassins. Sem dæmi, þá var einn fremsti trompetleikari fyrr og síðar, Mauris André, franskur kolanámu- maður. Hann þróaði alveg nýjan stíl í trompet- leik sem jók mjög við fasta efnisskrá hljóðfær- isins. Norðmenn hafa gert þessa hefð að sinni og eiga í dag brassleikara á heimsmælikvarða, sem og Svíar. Við eigum eftir að átta okkur á möguleikunum sem þetta gefur og ég vona að það verði fyrr en síðar.“ Reynsla sem gott er að búa að Elfa Björk Rúnarsdóttir lýkur 6. stigi í fiðlu- leik í vor. Hún er nemandi á tónlistarbraut Menntaskólans við Hamrahlíð og stundar auk þess hestamennsku. Elfa Björk hefur verið valin til að leika með Norrænu hljómsveitinni í sumar. „Ég hafði ekki sótt um áður og það kom mér á óvart að ég skyldi hafa komist inn. Þetta er í raun eins og að stökkva í sjóinn eins og hann er dýpstur því efnisskrá tónleikanna er mjög krefjandi." Elfa Björk lék með Sinfóníuhljómsveit Æsk- unnar frá 12 ára aldri. Þar öðlaðist hún fyrst dýrmæta reynslu í leik stærri hljómsveitar- verka og hún harmar að störf SÆ skuli hafa lagst í dvala. Þá hefur hún leikið með hljóm- sveit í Þýskalandi. „I tónlistarskólanum gefst nemendum aðeins færi á að leika með smærri kammersveitum en það er hins vegar mjög mikilvægt að við öðlumst leikni í að spila með stærri hljómsveitum,“ segir Elfa Björk. Hún segist vera spennt að fara utan, kynnast nor- rænum félögum sínum og takast á við krefj- andi efnisskrána. „Ég veit fátt skemmtilegra en spila kraftmikil hljómsveitai-verk. Og í framtíðinni langar mig til að leggja fyrir mig fiðluleik með stærri hljómsveitum. Ég á því án efa eftir að búa vel að reynslunni af Norrænu hljómsveitinni.“ 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 21.MARZ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.