Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 8
„ÞAÐ EFTIR HEIMI STEINSSON Athuganir á Passíusálmum með sérstakri vísan til sálmsins um „Það sjötta orð Kristí á krossinum" Séra Hallgrímur Pétursson mun hafa fæðzt árið 1614 líklega að Gröf á Höfðaströnd. Foreldrar hans voru hjónin Pétur Guð- mundsson og Sólveig Jónsdótt- ir. Guðbrandur biskup Þorláks- son var frændi Péturs, og kvaddi biskup Pétur til Hóla um það leyti sem Hallgrímur fæddist eða litlu fyrr og gjörði hann að hringjara og um- sjónarmanni með dómkirkjunni. Sennilegt er, að Hallgrímur hafí gengið á Hólaskóla um hríð. Ekki lauk hann þó námi þar, heldur hvarf af landi brott ungur að ár- um. Vera má, að hann hafí verið í Gliickstadt um tíma, en síðan dvelur hann í Kaupmanna; höfn, að öllum líkindum við járnsmíðanám. I Kaupmannahöfn hittir Hallgrímur Brynjólf Sveinsson, er þá var kennari við dómskólann í Hróarskeldu, en varð síðar nafnkenndur biskup í Skálholti. Brynjólfur hafði um það meðalgöngu, að Hallgrímur komst í latínu- skóla Kaupmannahafnar, Vorrar frúar skóla. Var Hallgrímur 17 eða 18 ára gamall, er sú saga gjörðist. Fjórum árum síðar eða haustið 1636 komu 38 Islendingar úr herleiðingu í Alsír til Kaup- mannahafnar. Var Hallgrímur til þess feng- inn að flytja þessu fólki Guðs orð og vera þvi innan handar, meðan það dveldi í borginni. I hópi hinna hemumdu var Guðríður Símonar- dóttir úr Vestmannaeyjum. Var hún einum 16 árum eldri en Hallgrímur. Með þeim Guðríði tókust þó ástir. Virðist svo sem tæplega hafí verið liðið eitt ár frá því þau hittust til þess er Guðríður ól Hallgrími bam. Við svo búið hvarf Hallgrímur frá námi og fór heim til Islands ásamt ástkonu sinni vor- ið 1637. Kom þá á daginn, að Eyjólfur Söl- mundarson, eiginmaður Guðríðar, var látinn. Gengu Hallgrímur og Guðríður nú í hjóna- band og bjuggu um tíma á Akranesi, en síðar um sjö ára bil á Suðurnesjum, í fátækt, basli og ýfíngum við nágranna. Nú var hollvinur Hallgríms, Brynjólfur Sveinsson, orðinn biskup í Skálholti. Kallaði biskup Hallgrím fyrir sig og vígði hann prest til Hvalsnessþinga árið 1644. Var Hallgrímur önnur sjö ár prestur þar, litlu betur settur en fyrr efnalega og félagslega, sætti m.a. að- kasti Suðumesjamanna. Arið 1651 var séra Hallgrími veitt prests- embætti að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd. Það var sældarbrauð, og þar vegnaði Hall- grími vel. Bára hann og sóknarmenn hans þar hver öðram góðan vitnisburð. Er Hall- grímur nú prestur í Saurbæ til ársins 1669, en lætur þá af embætti sökum holdsveiki. Eftir þetta bjó hann í tvö ár með Eyjólfi syni sínum að Kalastöðum, en að svo búnu fluttust þeir að Ferstiklu, og þar andaðist Hallgrímur Pétursson 27. október 1674. Guð- ríður lifði mann sinn og lézt í Saurbæ 1682. Skáldið Hallgrímwr Séra Hallgrímur Pétursson er mesta sálmaskáld, sem Island hefur alið. Passíu- sálmamir era fímmta guðspjall íslendinga, og sálmurinn „Um dauðans óvissan tíma“ er sálumessa þjóðarinnar á síðari öldum. Hall- dór Laxness segir í „Inngángi að Passíu- sálmum“ árið 1942: „Það er vafasamt hvort jesúviðfángsefninu hafa nokkra sinni verið gerð þvílík skil í skáldskap sem í Passíusálm- um Hallgríms Péturssonar, að guðspjöllun- um fráskildum. Að minstakosti era höfundi þessara lína ókunn dæmi um það. Það má mikið vera ef Passíusálmar era ekki tindur sérstakrar öldu í heimsbókmenntunum um leið og skáldsnild íslendinga nær í þeim há- marki í annað sinn“ (Vettvángur dagsins). Aðdragandi þessa meistaraverks er lang- ur. Hallgrímur orti mikið af margs konar ljóðum, áður en hann náði þeim einstæða þroska, sem birtist í Passíusálmunum. Tutt- ER FULLKOMNAÐ" ITilefni Passíwsálmal sálma getur að líta. Nokkur hópur Hallgríms sálma er ortur af ákveðnu tilefni, þeirra mestir andlátssálmar hans. Heimsádeilur kvað Hallgrímur svo og fræðsluljóð og gam- ankvæði. Samúelssálma, söguljóð um Samú- elsbækur Biblíunnar, yrkir Hallgrímur að því er talið er árið 1656, en leggur þá frá sér í miðjum klíðum í því skyni að taka til við höfuðverk sitt, Passíusálma. Hefur sú ráða- breytni orðið síðari tíma mönnum nokkurt umhugsunarefni. Heimildir Passíwsálma Um tildrög þess, að Hallgrímur orti Pass- íusálma og um hið eiginlega tilefni sálmanna hefur ýmislegt verið ritað. Gísli Konráðsson kveður það „af merkum mönnum haft eftir gömlu fólki, er kunnast var um“, að Hallgrímur Pétursson hafi heitið því, er hann komst frá Hvalsnesi að Saurbæ, að hann skyldi minnast frelsara síns sem hann mætti fyrir lausn úr vélabrögðum Suð- umesjamanna, og þá hafi hann á einni löngu- föstu litlu eftir að hann var kominn að Saur- bæ setzt við og byijað að yrkja Passíusálma. Ekkert verður með vissu um það sagt, hvað hratt þessu verki af stað. Rétt er þó að staldra við það, sem að framan getur, að Hallgrímur hættir við annað verk, Samúels- sálma, í miðjum klíðum einmitt um það leyti sem hann byrjar á Passíusálmum, en annars er ekkert verk til, svo vitað sé, hálfunnið frá hans hendi. Magnús Jónsson getur þess til (Hallgrím- ura Pétursson, ævi hans og starf I-II, Reykjavík 1947), að Hallgrími hafí á þessu ári, 1656, orðið það ljóst, að hann hefði tekið holdsveiki, þessi geigvænlega staðreynd beint huga hans að píslarferli Krists sem aldrei fyrr, og valdið umræddum þáttaskil- um á skáldferli hans. í bók sinni „Hallgrímur Pétursson og Passíusálmarnir“ (Reykjavík 1970) ber Sig- urður Nordal fram aðra skýringu á því, hvers vegna Hallgrímur tók til við Passíu- TEIKNING eftir Barböru Árnason. ugustu aldar menn hafa sumir heijir undrazt og jafnvel hneykslazt á því, að Hallgrímur Pétursson skyldi leggja sig niður við að yrkja rímur. En það gjörði hann á Suður- nesjaáranum, þrjá rímnaflokka. Og sautj- ánda ríma af Flóres og Leó er öll kveðin með sléttubandahætti, 53 erindi, en það þótti bæði fyrr og síðar vel gjört að koma saman einni sléttubandavísu. Sýnir þetta fágæta hagmælsku Hallgríms. Hann hafði fullkomið vald á verkfæram sínum og þjálfaði sig við beitingu þeirra á alla vegu. Tækifæriskvæði og vísur orti Hallgrímur, þ.á m. brúðkaupssálma og önnur samkvæm- isljóð. Utfararminningar liggja eftir Hall- grím. Þar bér hæst harmljóð um Steinunni dóttur skáldsins bamunga. Misseraskipta- kvæði, morgun- og kvöldsálma og ferða- Píslarsagan er höfuðheimild Passíusálma. Guðspjöllin fjögur segja þá sögu hvert með sínum hætti. Snemma á öldum mynduðust hefðir innan heimskirkjunnar í þá átt að taka saman efni allra guðspjallanna og mynda eina, heilsteypa frásögn. Sam- verkamaður Marteins Lúthers, Jóhann Bugenhagen, útbjó samfelldan texta Píslarsögunnar, og kom hann sex sinn- um út á íslenzku á 16. og 17. öld. Sam- kvæmt kirkjuskipaninni skyldi Písl- arsagan öll lesin við messugjörð á föstudaginn langa. Varð kirkjufólk þannig handgengið þessu efni við reglubundna íhugun ár hvert. Það er m.a. þessi „langvar- anlega umþenking", sem Hallgrímur Pétursson skírskotar til í inngangsorðum Passíusálma. Ef spurt er, hvaðan séra Hallgrímur hafi efni sálmanna, er fyrst og síðast til þessarar myndar Píslarsög- unnar að vísa. Hana er að finna í nú- tímamynd í 79. prentun Pass- íusálma er gefin var út í Reykjavík 1991 og fæst í bóka- verzlunum. Árið 1599 kom út í íslenzkri þýðingu Arngríms Jónssonar lærða bókin „Eintal sálarinnar“ eftir þýzka prestinn og einingar- reynslumanninn Martein Moller, en þar var fjallað um kvöl Drott- ins og krossdauða. Eintal sálar- innar naut mikillar hylli hér á landi, og var ritið oftsinnis endur- útgefið. Sýnt hefur verið fram á það, að Hallgrímur Pétm-sson hafi í nokkram mæli haft þetta hug- vekjúrit til hliðsjónar, er hann setti saman Passíusálma. Fleiri guðrækileg rit úr garði evang- elisk-lútherskrar kirkju mun Hallgrímur hafa haft innan seil- ingar. Vitaskuld var séra Hall- undir áhrifum frá sam- tímamönnum sínum. Hitt er þó enn minna vafamál, að skáldið Hallgrímur Péturssonar hefur sig hátt yfir þau mörgu áhrif og skapar sjálfur listaverk, sem öllu hliðstæðu efni tekur langt fram. sálma, þegar það varð. Tilgáta Nordals er sú, að sálmamir séu tilraun Hallgríms til að leysa eiginn tilvistarvanda. I fjórða Passíu- sálmi komi það fram, að trúarlíf Hallgríms hafi verið sveiflum undirorpið. Vaxandi vel- megun hafi valdið skáldinu hugarangri og knúið Hallgrím til að takast á við hinztu rök með róttækari hætti en nokkra sinni fyrr. Helgi Skúli Kjartansson ber saman skoð- anir þessara fræðimanna og kemst að þeirri niðurstöðu, „að ekki verði bent með neinni vissu á ákveðin atvik, sem hafi knúið Hall- grím til að taka sér þetta yrkisefni og um leið eflt hann til að gera því svo fullkomin skil“ (Menn í öndvegi. Hallgrímur Péturs- son, Reykjavík 1974). Arið 1655 var pentaður á Hólum „Píslar- saltari", þ.e. sjö sálmar út af píningarsögunni eftir séra Jón Magnússon í Laufási. Vera má, að Hallgrímur hafi skynjað, hve miklu háleit- ara yrkisefni séra Jón hafði valið sér, þar sem var pína og dauði frelsarans, en Hallgrímur sjálfiir, er var að ríma Samúelsbækur Gamla testamentisins. Hugsanlega hefur Hallgrími verið ljóst, að hann gæti gjört betur en séra Jón. E.t.v. hefur þetta hvað með öðra orðið til þess, að Hallgrímur skipti svo skyndilega um yrkisefni og hóf sig til flugs. Hér verður ekki leitazt við að skera úr þessum álitamálum, enda koma enn fleiri skýringar til greina, sbr. t.d. „Hallgríms- stefnu“, erindasafn er út kom í Reykjavík í fyrra. Hinu er ekki að neita, að sú ábending Sigurðar Nordal, að Passíusálmarnir séu m.a. ávöxturinn af tilvistarkreppu skáldsins í Saurbæ, er einkar áhugaverð. Aftwrhvarf Hallgríms Menn eiga það löngum til að mikla fyiir sér trúarlegt öryggi og einstefnu 17. aldar fólks á Islandi, er bjó við rétttrúnað lúth- erskrar kirkju. Magnús Jónsson slær því ít- rekað fóstu, að Hallgrímur Pétursson aldrei hafi orðið fyrir trúarlegu afturhvarfi. Matthí- as Jochumsson segir um Hallgrím, að trú hans sé „ávallt hin sama, heit, föst og vak- andi“. Þó er báðum ljós hinn mikli munur einstakra Passíusálma. Sigurður Nordal seg- ir, að í tilviki Hallgríms verði menn að greina á milli tveggja merkinga orðsins „trú“ og bætir við: „Sú trú, sem var Hallgrími skylda og styrkur, hann beygði hugsun sína fyrir og beitti vilja sínum til að hvika ekki frá, var ávallt söm. Hins vegar hafa verið sveiflur í trúarlífi hans, og af þeim stafar hið mismun- andi andríki sálmanna. Þá verður ekki hjá því komizt að spyrja, hvort þessar sveiflur í trúarlífi hafi ekki getað verið samfara breyti- legum trúarhugmyndum“ (áður tilvitnað rit). Eg fæ ekki betur séð en í Passíusálmum sé eigi aðeins að finna mismunandi andríki og sveiflur í trúarlífi, heldur beinlínis harðar sviptingar, sem rekja rætur til trúararfleifð- arinnar sjálfrar og útiloka hvorki afturhvarf höfundar né tilvistarkreppu. Þessar svipt- ingar era byggðar inn í trúarheim Hallgríms Péturssonar og kunna vissulega að hafa átt sinn þátt í því, að hann lagði frá sér söguljóð- ið Samúelssálma og ákvað að ganga á hólm við hinztu rök tilverannar, eins og þau birt- ust honum í kvöl Krists og krossdauða. f hreinni iðran því hvern dag vak, herskrúða Drottins á þig tak Áður var minnzt á 4. Passiusálm. í honum rekur Hallgrímur trúarsögu sína. I skírninni er hann leiddur inn í náðar grasgarð lausnar- ans. En þar með er engu lokið. ítrekuð van- ræksla steðjar að skáldinu. Hann er sinnulít- ill í barnæsku, gjálífur á unglingsáram, hneigður til heimselsku fullvaxta og guð- rækni hans stopul. Um síðir verður hann fyr- ir reynslu, sem nefna má dýpsta tón Passíu- sálma: Þá kom Guðs anda hræring hrein, í hjartað mitt inn sá ljóminn skein. En þessi reynsla færir Hallgrími ekki end- anlega lausn. Hann sefur „í heimskunni", þ.e. væntanlega heimselskunni og gefur sig sjaldan að Guðs heilaga anda. I þessum vanda þyrmir yfir skáldið: Fárlega var mín fíflskan blind, forlát mér, Jesú, þessa synd, hvar með að jók ég hugraun þér, en hefnd og refsing sjálfum mér. Hér er staða Hallgríms dregin upp í fáum 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. APRÍL1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.