Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Qupperneq 13
FERÐ A HOFSJOKUL UM PÁSKA 1937 EFTIR TÓMAS EINARSSON Hér segir gf leiðangri 8 áhugamanng um jökla- fe o* -i 0 CQ O —i byggt á ritaðri f rásögn Tryggva Magnús- sonar. Frá byggð gengu menn á skíðum en fengu fylgdarmann með hesta og sleða inn að Hvítárbrú en þrátt fyrir frumstæðan búnað á nútíma mæli- kvarða komust þeir heilu og höldnu á Hofsjökul og heim aftur. AUNDANFÖRNUM árum hafa vetrarferðir um há- lendi landsins aukist að mun. Kemur þar margt til: aukinn áhugi á hollri úti- veru, meiri frítími, kröft- ugri farartæki, hentugur útbúnaður til að mæta misjöfnum veðrum og síðast en ekki síst hinn heillandi heimur öræfanna. En þau þægindi, sem við búum við, hafa ekki komið af sjálfu sér. Við byggjum á þekk- ingu þeirra, sem fyrr á öldinni lögðu á sig ómælt erfiði og fjármuni til að kanna nýjar slóðir inni á öræfunum og öðluðust um leið þá ómetanlegu reynslu, sem við búum að. Marg- ir þessara brautryðjenda eru nú horfnir yfir móðuna miklu, og því ætti það að vera sómi okkar kynslóðar að halda minningu þeirra á lofti og meta verk þeirra að verðleikum. Á þriðja tug aldarinnar tóku menn að ferð- ast í meiri mæli en áður um óbyggðir lands- ins. Þá var útbúnaðurinn allur annar en nú, tæki, fatnaður og vistir bæði þyngri og óhentugri. Dytti engum fjallamanni nú í hug að gera sér útbúnað þeirra að góðu. En tím- arnir hafa svo sannarlega breyst sem dæmin sanna. I þessari grein verður sagt frá ferð sem Tryggvi Magnússon fór á Hofsjökul á pásk- um 1937. Stuðst er við ritaða frásögn hans sem ég hef undir höndum. Um undirbúning ferðarinnar Á páskum árið áður fór Tryggvi ásamt 10 öðrum úr „Litla skíðafélaginu“ í 8 daga úti- legu á Langjökul. Sú ferð heppnaðist svo vel að veturinn eftir var ákveðið að fara aðra slíka páskaferð og þá á Hofsjökul og um ná- grenni hans. Eftir nýár 1937 hófst undirbúningurinn. Öllum var ljóst að í svona vetrarferð inn á reginöræfi væri engrar hjálpar að vænta ef eitthvað færi úrskeiðis. Varð því að vanda til alls og engu mátti gleyma. Þeir sem fóru í ferðina auk Tryggva voru: Ólafur Haukur Ólafsson stórkaupmaður, Magnús Andrésson verslunarmaður, Frið- þjófur 0. Johnson verslunarmaður, Sigurður Sigurðsson bankaritari, Árni Haraldsson verslunarmaður, Stefán G. Björnsson versl- unarmaður og Kjartan Hjaltested verslunar- maður. í fyrrnefndri grein lýsir Tryggvi útbúnaði leiðangursins á þennan hátt. Er fróðlegt að A LEIÐANGURSMENN njóta sóiar viö tjaldið. Frá vinstri: Magnús Andrésson, Ólafur Haukur Ólafs- son og Stefán G. Björnsson. ◄ BÚIST til brottferðar frá TungufMóti. Fylgdarmaðurinn, Jónas Olafsson á Kjóastöðum, fer fremstur og hefur hann lagt til tvo dráttarhesta og sleða, sem búið er að setja farangurinn á. bera hann saman við nútímaútbúnað. (Tryggvi hannaði og smíðaði sleðana, koff- ortin og pokana og hafði umsjón með öðrum útbúnaði.) „Við höfum tvo sleða gerða úr stálpípum. Grindin er 150 cm löng og 50 cm breið, henni er fest á stór og sterk skíði, sem klædd eru stálþynnum að neðan. Fylgja tvö 5 m segl hvorum sleða. Þá höfum við 2 járnbent koff- ort úr krossviði fyrir hvorn sleða, en á milli þeirra er kassamyndaður poki úr sterku, vatnsheldu efni. I pokanum er trjegrind sem leggja má saman, en hún heldur pokanum HÉR SÉST hvemig léttur sleði hefur verið búinn til úr skíðum. Myndin er tekin við Hvitárbrú og skúrinn sem þarna sést var reistur vegna brúar- byggingar þar. A myndini eru Magnús Andrésson t.v. og fylgdarmað- urinn, Jónas á Kjóastöðum. ► LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. APRÍL 1998 1 3X

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.