Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 14
þangað komu þeir um kvöldið. Þegar menn vöknuðu morguninn eftir var hið fegursta veður. En það skyggði á gleðina að einn fé- laginn, Ami Haraldsson, var kominn með in- flúensu og fór ekki lengra. En það tafði ekki hópinn. Farangurinn var reiddur yfir Tungufljót á hestum. Þar beið þeirra „ungur og röskur maður, Jónas frá Kjóastöðum í Biskupstungum" með tvo sleða og hesta. Atti hann að flytja leiðangur- inn yfir Bláfellsháls að Hvítá, sem þá var nýlega brúuð. í fyrstu gekk ferðin vel, en það breyttist er á daginn leið. Tryggvi segir svo frá: „Eftir að hafa klöngrast yfír og krækt fyiir gilskorninga sem ganga vestur úr Bláfelli komum við á Bláfellsháls. Þá var farið að halla af degi og skollin á hvöss norðanátt með 15-20 stiga frosti. Okkur sóttist því seint gangan á skíðunum því mót vindi var að sækja og allmiklum bratta. Þó gekk hestun- um verr því harðfennið brast undan þeim ísí- fellu og þeir sukku í ýmist upp íhné eða kvið. Tóku þeir nú að þreytast. Kom mönnum þá í hug að að Jónas sneri við með hestana. En horfíð var frá þvi sökum þess að degi var tek- ið að halla og mun styttra að Hvítárbrú, en þar ætluðum við að gista um nóttina. Tókum við nú allan farangurinn á skíðasleðana okkar sem voru miklu ljettari í drætti og drógum nú að mestu farangurinn sjálfír það sem eftir var, en hestarnir áttu fullt í fangi með að komast leiðar sinnar þótt lausir væru. Skömmu fyrir miðnætti komum við að skúr þeim sem enn stendur við Hvítá frá því að brúin var þar byggð. Var hann að mestu und- ir snjó. Grófum við göng að dyrunum og fór- um síðan inn með farangur og hesta. Var nú kveikt á báðum prímusunum og luktunum og varð brátt notalega hlýtt í þessari frumstæðu vistarveru. Hjá hestunum höfðum við ljós og gáfum þeim hey og brauð og leið þeim þá vel. Sjálfír matreiddum við og gengum þvínæst til hvfíu“. Á öræfaslóðwm Daginn eftir, á skírdag, var komið hið besta veður, glaða sólskin, stillilogn og frost. Jónas sneri við með hestana en þeir félagar bjuggu um farangurinn á sleðunum og héldu af stað um tvöleytið. Drógu þrír annan sleð- ann en fjórir hinn. Þegar komið var yfir brúna var stefnan tekin á Mosfell norðanvert. Gengu þeir til klukkan 19.30 og tjölduðu um 5 km suðvestur af Mosfelli. Næsta dag var lagt af stað um hádegið og haldið áleiðis að Innra- Asgarðsfjalli. Leiðin sóttist seint. Hún var öll á fótinn, og þegar þeir nálguðust Kerlinga- fjöllin lentu þeir í gilskomingum og töfðust mjög. Þennan dag gengu þeir til klukkan 22.30. Þá var orðið aldimmt, en þeir kveiktu á stærri luktinni og það ljós lýsti þeim síðustu klukkustundirnar. Skammt frá Asgarði, í um 700 m hæð, tjölduðu þeir, hlóðu 2-ja metra háan skjólgarð við tjaldið og bjuggust vel um því þar átti bækistöðin að vera næstu þrjár nætur. Laugardagurinn rann upp bjartur og fag- ur. Þann dag skoðuðu þeir Kerlingarfjöllin og þóttu þau stórfengleg: „Aipafjöll íslands með ótal snarbröttum, drifhvítum tindum en hrikaleg gljúfur liðast milli þeirra eins og greinar á trje, en úr iðr- ÁTTAVITI Tryggva var úr báti, 3,7 kg, og hafði hann smíðað haglegan kassa utan um, en auk áttavitans eru þama hitamælir, Ijós, rafhlöður ásamt blýanti og blaði til skrásetninga. HÉR KASTA menn mæðinni einhversstaðar á leiðinni. Talið frá vinstri: Friðþjófur Ó. Johnson, Magnús Andrésson, Tryggvi Magnússon, Sigurður Sigurðsson, Kjartan Hjaltested, Ólafur Haukur Ólafsson og Stefán G. Björnsson. MINNINGARTAFLA um Tryggva Magnússon á steini við gamla Kjalveg, skammt sunnan við sæluhús Ferðafélags ísiands í Hvítárnesi. Ferðafélagar Tryggva í Nafnlausa félaginu stóðu að gerð töflunnar. Um Tryggva Magnússon uppi þegar hann á kvöldin er notaður sem borð í tjaldinu, fylgir honum þá einnig þunn krossviðsplata sem lögð er yfír. I þessum pokum voru svefnpokar, tjöld, fatnaður ýmis- konar o.fl., en matur og eldsneyti í koffortun- um. Vindsængur höfum við allir og er það eitt af fyrstu verkum okkar eftir að tjaldað er, að blása þær út og leggja þrjár sængur hverja ofan á aðra og teppi yfír. Höfum við þama fyrirmyndar sæti. Veggirnir á tjöldum okkar rísa næstum lóðréttir upp og getum við því setið réttir í sætum okkar og það hátt er undir loft að hár maður stendur þar upprjettur; er þetta mik- ill kostur ef maður sökum óveðurs þyrfti að dvelja í tjaldinu í fleiri dægur. Þetta er ný gerð af tjöldum, eru þau í laginu eins og „Iglo“ eða snjókofar þeir sem hjá Eskimóum tíðkast. Flatarmál þeirra er 220 x 220 cm en hæð 190 cm. I þeim eru engar súlur, en 4 slöngur úr þykku gúmmíi með striga utan um liggja úr öllum hornum og koma sarnan í mæni tjaldsins. Eru nú slöngurnar pumpað- ar upp, rís þá tjaldið sjálfkrafa og stendur prýðilega, þótt veðrasamt sje. Það er lítil hætta á að svona tjöld rifni því í miklum veðrum svigna þau að ofan og kasta vindin- um af sjer en rísa jafnharðan upp aftur. í þetta ferðalag þurfum við tvennskonar tjald- ,hæla, fyrir lausan snjó 16 Dur-aluminíum hæla 60 cm langa og allt að 2 cm í þvermál, og hola að innan. Þeir eru afar léttir en traustir. Auðvitað eru skíðin bestu hælarnir í lausum snjó, en þegar maður bregður sjer frá tjaldinu á þeim, leiðir það af sjálfu sjer að ekki má reikna með þeim sem tjaldhæl- um. En ef tjaldað er á ís eða svo snjóljettum og hörðum jarðvegi að venjulegir hælar koma ekki að notum höfum við um 20 cm langa nagla. Þá eru eldfærin. Olíuprímusa höfum við enga með en í þess stað 2 bensín prímusa. Þeir hafa reynst okkur öruggir, eru ósfríir og lyktarlausir og er það mikill kostur þegar eldað er inni í tjaldinu. Hvor prímus er með 2 eldhólf og má þá stilla logana eftir vild. Þeir hita afar vel og geríst þess full þörf þar sem það tekur helmingi lengri tíma að bræða snjó og sjóða en vatn. Eyðslan er 1 lítrí á 5-6 klst. Undir prímusunum eru 50 cm há statív og þarf maður þá ekki að bogra við eldamennsk- una. Auk þess höfum við 2 afar litla bensín- prímusa til vara. Þá höfum við 2 olíuluktir, aðra 300 en hina 200 kerta. Þær koma að góðum notum, þegar gengið eða tjaldað er í myrkri. Svefnpokar allir eru úr görfuðum gæruskinnum, en utan um þá eru pokar úr þykku vindheldu efni og sumir einnig fóðraðir að innan með flóneli eða dúnlérefti. Inní pokann við höfðalagið, sem annars liggur þjett að andlitinu, er fest- ur blýþráður og myndar hvelfíngu sem sveigja má eftir vild. Við háttuðum ofan í poka þessa í 15-20 stiga frosti án þess að fínna tii kulda. Hjól sem mælir vegalengdir 'höfum við á öðrum sleðanum auk þess 3-ja tommu bátaáttavita upplýstan með rafljósi. Gátum við því næsta óhindrað haldið áfram ferðinni hvort heldur var í myrkrí eða hríð. M.ö.o orðum við gátum siglt og „navigerað" eins og meðal mótorbátur." Þeir voru með útvarpstæki og gátu því hlustað á fréttir frá Reykjavík og hljómlist frá Englandi sem þótti í frásögur færandi á þeim tíma. Tveer dagleiðir Lagt var af stað úr Reykjavík 23. mars í 18 manna bíl. Bíllinn komst ekki lengra en að . Kolviðarhóli, því Hellisheiði var ófær. Stigu þeir þar á skíðin og gengu yfir heiðina, en farangurinn, sem alls vó 300 kg var fluttur á traktor austur á Kambabrún. Þar tók annar bíll við hópnum sem flutti hann að Geysi, en Tryggvi Magnússon fæddist 19. júní 1896 á Akranesi. Hann starfaði hjá versl- uninni Edinborg í Reykjavík frá ferming- araldri, fyrst sem sendisveinn en síðustu árin var hann þar verslunarstjóri. Tryggvi var um árabil einn kunnasti knattspyrnu- maður landsins og margfaldur íslands- meistari í fimleikum. Hann vann einnig til verðlauna fyrir skautahlaup, sund og frjálsar íþróttir. Ekki er hér allt upp talið, því hann var óvenju listfengur. Hann teiknaði, málaði og smíðaði, lék í skopleikjum og átti mik- inn þátt i að senya margar af þeim reví- um, sem urðu hvað vinsælastar á árunum milli styrjaldanna. En sfðast og ekki síst verður Tryggva minnst fyrir ferðir hans um landið. Þar var hann einn af brautryðjendunum. Nokkrir félagar hans voru með honum i þessu. KöIIuðu þeir sig „Nafnlausa félag- ið“. Hafði það á stefnuskrá m.a. að efna til ferða um ókunnar eða lítt kunnar slóðir. Það félag var fyrirrennari Ferðafélags ís- lands, sem stofnað var árið 1927 og starfar enn af fullum krafti. Tryggvi var kosinn í stjórn Ferðafélags- ins á stofnfundinum og sat óslitið í henni til dauðadags eða í tæp 16 ár. Þar markaði hann spor sem enn sjást. Tryggvi hafði mikið yndi af vetrarferð- um á gönguskíðum. Á árunum eftir 1930 fór hann í langar ferðir á jöklum, ásamt félögum sfnum. Nefndu þeir félagsskap sinn „Litla skíðafélagið". Um margra ára skeið eyddu þeir páska- frfum sfnum á þennan hátt. Fóru þá m.a. á Langjökul, Eyjaíjallajökul, Mýrdalsjökul og öðluðust við það mikla og dýrmæta reynslu, sem aðrir nutu sfðan góðs af. Þessum ferðum stjórnaði Tryggvi og TRYGGVI Magnússon í skipulagði af svo mikilli ná- kvæmni og fyrirhyggju að hvorki henti þá félaga óhöpp né slys, þótt þeir kæmust stundum í hann krappan. Vorið 1943 um páska fóru „Litla skíðafélag- ið“ á Langjökul. Það varð hans sfðasta útileguferð því 1. nóvember sama ár andað- ist hann 47 ára að aldri. Félagar hans í „Nafnlausa félaginu“ og aðrir sáu þar á bak traustum og góð- um félaga og vini. Festu þeir minningar- skjöld með áletrun honum til heiðurs á stórt bjarg sem stendur við gamla Kjal- veginn skammt sunnan við sæluhúsið f Hvítárnesi. /14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.