Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 12
irnir leyna á sér og koma í ljós þegar birtir. Við jökullónin og umhverfís Innstu-Jarlhettu er í mínum huga eitt fegursta og áhrifamesta umhverfið á öllu því svæði sem þessi bók spannar og þó víðar væri leitað. Að sumarlagi er naumast hægt að komast þangað öðruvísi en gangandi eða ríðandi. Hægt er að fara yfir Skálpanes af Bláfellshálsi, en það er lengri leið og grýttari. Fremur er hægt að mæla með göngu- eða reiðleið frá Hagavatnsvegi og inn með Jarlhettum. Inn að fremsta lóninu, sem jafnframt er stærst, er tæpra 9 km loft- lína, en varla minna en 13 km að því innsta. Framan við stærsta lónið er röð fjögurra tinda, en enginn þeirra er hár; sá hæsti 815 m. En tölumar segja ekki allt; taka verður tillit til þess, að á Skerslum við rætur þeirra er land í um 650 m hæð. Og alltaf hækkar eftir því sem innar dregur. Innan við stóra lónið eru þrír hnjúkar; einn þeirra á rana sem gengur fram úr jöklinum og hefur lögun pýramída, annar girðir fyrir miðlónið og sá þriðji stendur einn sér við enda lónsins. En yfir þá alla gnæfir Innsta-Jarlhetta sem er 1084 m og hæst þeirra systra. Hún hefur nokkur sérkenni framyfir hinar, er í rauninni klasi af tindum sem smáhækka, en þegar flogið er yfir Innstu-Jarlhettu sést að á henni eru þrír aðaltindar. Framanfrá ber þá hvem í annan. Einn þeirra er hvassbrýnd- ur rani sem gengur inn í jökulinn, 1050 m hár. Framan við Innstu-Jarlhettu stendur hins- vegar smátindur með stromphettulagi, 784 m hár og á tveimur hliðum hans lóðréttur berg- veggur, svo reglubundinn að því er líkast að hann hafi verið skorinn með hnífi. I beinu framhaldi af honum em nokkrir smærri tind- ar framan við Innstu-Jarlhettu, þá ber alveg í hana frá suðri og suðvestri og virðast þeir hluti af henni. Einn þeirra er lítið eitt framan við þennan hvassbrýnda tanngarð og er nán- a3t eins og skögultönn. Þetta er tröllslegt umhverfi, sterkt og áhrifamikið. Þessar slóðir þekkja þó fáir aðrir en einstaka heimamenn, svo og göngugarpar sem leggja á sig að ganga af Bláfellshálsi og fram með Jarlhettum; stundum fram Jarl- hettudal, þótt sú leið sé bæði erfiðari og sein- famari. En innarlega með Jarlhettum er aug- Ijóslega dæmi um hrífandi öræfaslóð sem fáir sjá vegna þess að hún er fjarri öllum vegar- slóðum. Eftir að vélsleðar komu til sögunnar hafa margir þeytzt að vetrarlagi inn með Jarl- hettum, á milli þeirra og bak við þær. Skemmst er að fara frá Haukadal eða Gull- fossi, en sumir hefja ferðina vestar; fara inn eftir Úthlíðarhrauni og þá á vel heldu harð- fenni yfir Farið, eða þá að menn koma enn lengra að; frá vinsælasta vélsleðasvæðinu um- hverfis Skjaldbreið og Hlöðufell. Venjulega er gijótið umhverfis Jarlhettur svo kirfílega á kafi í snjó, að hægt er að fara svo til hvar sem er á vélsleðum og þá upplifa menn í rauninni allt annað landslag og öðru- vísi fegurð en að sumarlagi. Jarlhettur búa yf- ir mikilli fegurð í vetrarbúningi sínum; aftur á móti sjást hvorki jökullónin þá né heldur and- stæða jökulsins að baki, sem er svo tignarleg eftir að snjóa hefur tekið upp. PÁLMI EYJÓLFSSON GAAAALL BÓNDABÆR Hátt upp í hlíð er burstabærinn forni björt eru þil í sólskininu að morgni. Mannlífið fábreytt, eins íáraraðir, aðkoman hlýleg, grónar hestatraðir. Baðstofuklukkan Ijúfum slætti lýkur loftið er bjart, úr eldhússtrompi rýkur. Gesti er fagnað vel og hlýtt að vanda, velkominn segir ylur traustra handa. Vélaöld hefur vikið hér hjá görðum, verpir því ennþá lóa í þúfnabörðum. í mýrinni blautu sannur sumarfriður, sQin íkeldum, bjartur fuglakliður. Lágreistur kúrir gamli burstabærinn, brekkuna og hólinn faðmar sunn- anblærinn. Framfarir eru vítt um breiðar byggðir. Bær upp við hjallann hýsir fomar dyggðir. Höfundurinn býr ó Hvolsvelli. LJÓÐRÝNI NÍNA BJÖRK ÁRNADÓTTIR FORBOÐIN Þúheldurvitaskuld Langt er um hðið að þetta sé langt svo allt og alveg annað og ég lofaði svo allt öðru en því að koma enn á ný Eitthvað stórbrotið og vekja hjá þér það forboðn a eins og heil hljómsveit að fagna þér og brenna þig við sólarupprás því vitaskuld vilt þú eiga khngjandi fógnuð eða ofurlítið oghvíslandi kvæðiskom og brosin mild sem þú söngst fyrir löngu oglangt er um hðið að ást mín færi þér En þetta er bara ég annað en sviða að elska þig ég gat þá a ldrei hætt því og vitaskuld tárastu vitaskuld ogtár. í ljóðabókinni >fAlla leið hingað“, sem út kom árið 1996 horfir hún á ástina milli tveggja einstaklinga frá ólíkum sjónarhomum. Þótt „ástin“ sem slík hafi oft birst í verkum Nínu Bjarkar, allt frá því að fyrsta ljóðabók hennar, Ung ljóð, kom út árið 1965, verður hún ekki megin yrkisefni fyiT en í skáldsögunni „Þriðja ástin“ sem kom út árið 1995. Fram að þeim tíma var ástin að mestu tengd angist, skelfingu, sársauka - eða reiði sem hafði verið breytt í þessar sáru tilfinningar. Hvort sem var í núinu, eða minningunni, var ástin vont afl, svikult afl sem leiddi til dauða. Ljóðmælandinn óttast ástina, lífið, dauðann. En eins og segir í ljóðabókinni „Svartur hestur í myrkrinu“, sem út kom 1982, þá breytir fugl óttans sífellt um lögun: Fugl óttans er stór hann tekur manneskjuna í klæmar og flýgur með hana langt svolangt frá gleðinni en hann er lika lítill þá flýgur hann inn í bijóstin og veinar og veinar þar. Og í verkum Nínu Bjarkar er ástin einatt misnotuð. Sá sem nýtur hennar fer illa með hana, vanrækir hana, beitir hana ofbeldi. Ekki skrítið að ást og ótti renni saman í eina tilfinningu, eina taug í ljóðmáli Nínu Bjarkar. En það er í skáldsögunni „Þriðja ástin“, sem Nína Björk byrjar að skoða ástina óháða óttanum. Hann er ekki langt undan og stundum renna þessar tvær tilfinningar saman. Ari seinna, þegar ljóðabókin „Alla leið hingað" kemur út, eru óttinn og ástin aðskilin; ástin er orðin minning, góð minning sem yljar í núinu. Og hún er orðin undarleg skepna sem jafnvel ljóðmælandinn sjálfur hefur yfir að ráða; getur sjálfur kallað fram sviða og tár. Þessi undarlega ástarskepna er „þráhyggjan“, sem auðvitað á ekkert skylt við ást en er oft notuð í hennar stað. Ljóðmælandinn kemur færandi hendi, færandi „ást“ sína sem hann hefur aldrei getað hætt að finna. Og vitaskuld tárast sá sem taka skal á móti svo stórri gjöf. Vitaskuld. Það ert „þú“ sem ert fómarlamb ástarinnar í ljóðinu, ekki „ég“. Og þjáninguna líða bæði „ég-ið“ og „þú-ið“ í þessari ljóðabók, eins og fram kemur í ljóðinu „Vegurinn okkar“, þar sem segir: Vegurinn okkar/er villtur, ástin mín./Villtur og trylltur, /það hefur hann alltaf verið.“ Nýtt sjónarhom á ástina, sem ekki hefur eintóma svarta framtíðarsýn, eins og áður, heldur einhverja von í ljóðinu Birta: Handan við birtuna var önnur birta Þargeisluðum við lengi Þar sögðum við ekkert Ást okkar dansaði sem aldrei fýrr Ef til vill komumst við þangað aftur SÚSANNA SVAVAR5DÓTTIR SVERRIR KRISTINSSON FÖSTU- DAGURIN N LANGI Ungarnir sem brutu skurn afeggi hugans og skriðu út hafa vaxið íherþotur Gráar fljúga þær yfír græn tún og gula akra klifa hljóðfráar heiðloftin blá Helgráum klóm sínum gripu þær annarleg fjöregg að geta krossfest jörðina Og blár hani spígsporar grænt tún ' kambur hans er af gulli en frán augun rúbínrauð senn húmar og kvöld aldarinnar gengur í garð ogvið sem afneitum jörðinni erum óttaslegin regnið er orðið súrt ogjörð og höf fyllast hryggð og angist Á föstudagsmorgni spyrnir haninn gullsporum sínum á kaf í brúnan grassvörðinn og reigir sig spurull við afneitum jörðinni þrisvar jafnskjótt gól hani Myrkur læðist yfír löndin skjálfa og blóðrautt hraun streymir úr sárumjarðar við grátum beisklega Föstudagurinn langi er upprisinn Höfundurinn er bókaútgefandi og fast- eignasali. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 4. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.