Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 9
orðum: Hefnd og refsing vofa yfír honum vegna blindrar fiflsku hans, sem aukið hefur sjálfum frelsaranum hugraun. En athvarfið er á vísum stað: „Forlát mér, Jesú, þessa synd“. Staða Hallgríms og athvarf eru í senn einkamál hans og lýsing á högum hins evangelisk-lútherska 17. aldar manns. Nú- tímalesandi Passíusálma sér almennt mann- legar efasemdar og trúarlegt tómlæti, sem hann þekkir úr eigin brjósti og sjálfs sín samtíð, blasa við í sálmunum í hinu mikla samhengi trúararfleifðar kirkjunnar. Urræð- ið á sér upptök í sama umhverfi, og áfram lesum við 4. sálm: Láttu þó aldrei leiðast þér, ljúfi Jesú, að benda mér, hugsi til mín þitt hjartað milt, hirtu mig líka sem þú vilt. Hin ýmsu stef Passíusálmanna vitna eng- an veginn öll um þá miklu kyrrð, sem er lokatónn verksins og að verður vikið í niður- lagi þessarar greinar. Uppistaða sálmanna er átök: Lesandinn fær að skoða sitt eigið innra hugstríð í speglinum, þar sem almátt- ugur Guð í syni sínum Jesú Kristi tekst án afláts á við dauðann og djöfulinn sjálfan. Hallgrímur og sá sem í huga sínum fylgir honum eftir er aðili að baráttu frelsarans við tortímingaröfl illskunnar: Sjá þú vel til, að svoddan her sofandi komi ekki að þér. I hreinni iðran því hvem dag vak, herskrúða Drottins á þig tak. „Yfirbót, iðrun rétt og trúin hreina“ (Pass. 12:20) eru sá herskrúði, sem kristnum manni er fenginn til að verjast hinu illa. Þær varnir eflir hinn trúaði með iðulegri bæn. „Bænin má aldrei bresta þig“ segir nær niðurlagi fjórða sálms. Passíusálmarnir afhenda les- andanum ekki einn lykil, heldur marga, já heilt lyklakerfi. Iðrun, trú og bæn eru þar fremst í röð. Fyrir tilverknað þeirra leysist Hallgrímur Pétursson úr þeim vanda, sem augljóslega steðjar að honum. Þennan vanda þekkja nútímamenn dável. í hugskoti þeirra margra hverra situr tilvist- arkreppan á innsta bekk. Þeim er og boðin sama lausn og Hallgrími, vilji þeir við henni taka. Þar með gjörast þeir stríðsmenn Krists og klæðast brynju hans. Vilji þeir ekki þiggja skrúðann, verða þeir að búa við vanda sinn óleystan, rétt eins og forfeður þeirra fyrir þremur öldum. Augljóst er, að Hallgrímur Pétursson hefur þekkt trúarlegt afturhvarf. Atök- in, sem birtast í því nær hverjum Pass- íusálmi, vitna um það. Reyndar kallar Hallgrímur lesanda sinn til daglegs afturhvarfs. Trúarlíf Hallgríms og annarra rétttrúnaðarmanna á 17. öld er fjarri því að vera einsleitt bákn, þar sem alit er óhaggað ævilangt. Það er þvert á móti þrungið lífi, ógnvekjandi og himinbjörtu lífi. Sem slíkt er það vitaskuld ekld annað en tær perla á hinu mikla steinasörvi kirkjulegrar trúar í aldanna rás. Kristinn dómur geymir drama mannlegra ör- laga. Það örlagatafl þreytir Hallgrímur í Passíusálmum, spjaldanna á milli. Hjálpræðisverkíð I 25. Passiwsálmur Sú barátta góðs og ills, sem er uppistaða Passíusálmanna, tekur á sig fleiri en eina mynd. Einna þekktastur sálmanna er hinn 25., en honum lýkur með erindinu „Son Guðs ertu með sanni“, sem um langt skeið hefiir verið trúarjátning íslendinga, og spretta kirkjugestir jafnan á fætur, þegar tónar hennar kveða við. í þessum sálmi eru átök hinna tveggja afla tilverunnar ákaflegri en í flestan tíma annan. Fallist lesandinn á að gjörast meðleikari á hinu mikla sviði, sætir sjálfsmynd hans ann- ars vegar ýtrustu lægingu, en er að svo búnu hafin upp í „blessaðar himnahallir". Fyrra efnið er t.d. að finna í 7. erindi. Hið síðara í því 9.: Með blóðskuld og blövan stranga, beizkura reyrð kvalahnút áttum vér greitt að ganga frá Guðs náð rekin út, hrakin í heljarsút, íklædd forsmánar flíkum, frá skúfuð Drottni rikum, nakinogniðurlút. En með því út var leiddur alsærður lausnarinn, gjörðist mér vegur greiddur í Guðs náðarríki inn og eilíft líf annað sinn. Blóðskuld og blölvan mína burt tók Guðs sonar pína. Dýrð sé þér, Drottinn minn. Hér kemur grundvallarhugsun Passíu- sálmanna saman í fáum orðum: Af sjálfs sín dáðum er maðurinn fordæmdur. Honum hef- ur mistekizt að lifa lífinu samkvæmt vilja skaparans. A honum hvílir blóðskuld og bölv- un, forsmán og útskúfun. Hjálpræðisverk Guðs í Kristi felur í sér ýtrasta andóf við þessum ósköpum. Blóðskuld mannsins og blölvan er burt tekin. Með kvöl sinni og krossdauða hefur „alsærður lausnarinn", sonur Guðs, fjarlægt þessa byrði af herðum kristins manns. Fyrr í þessu máli var minnzt á afturhvarf. Passíusálmarnir eru lýsing á afturhvarfi í þeim skilningi, að í þeim lætur algóður Guð manninn hverfa aftur frá villu síns vegar til hlýðni við hinn hæsta og samfélags við Drottin allsherjar. Afturhvarfið á sér að hluta til stað í eitt skipti fyrir öll, eins og lesa má í tíunda versi þessa sálms. Hins vegar fer það fram dag hvern, sbr. t.d. þetta erindi úr 12. Passíusálmi: Þegar ég hrasa hér hvað mjög oft sannast, bentu i miskunn mér, svomegiégviðkannast. EIN AF teikningum Barböru Árnason við Passíusálmana. Passíusálmamir eru sem fyrr greinir ekki hugmyndalegur einsteinungur. Þeir lýsa daglegum árekstrum í hugskoti skáldsins og allra hinna, er lesa og íhuga efni verksins. Átökin eru uppteiknuð með myndum úr hjálpræðissögu Heilagrar ritningar, Píslar- sögunni sjálfri, og eiga sér ævinlega endur- óm þar. Hjálpraeðisverkið II 43. sálmwr Hvergi annars staðar í Passíusálmum er stiklað jafn fimlega á hjálpræðissögunni endilangri í einu ljóði og í 43. sálmi, um „Það sjötta orð Kristí á krossinum". Sá hluti Písl- arsögunnar, sem þar er til umræðu, hljóðar á þessa leið: „Þegar Jesús hafði fengið edikið, sagði hann: „Það er fullkomnað“.“ Marteinn Lúther sagði, að þessi orð hafi að geyma „alla ritninguna“ (sbr. dr. Sigurjón Árni Eyj- ólfsson: „Hugleiðing um lútherska rétttrún- aðinn“, Hallgrímsstefna, Reykjavík 1997). Hallgrímur Pétursson yrkir sálm um þennan texa, og þykir mér sá sálmur taka öðrum Hallgríms sálmum fram. Sálmurinn greinir frá því, að í árdaga allr- ar sögu gaf Guð út „greinilegt lögmál himn- um af“. Skaparinn ætlar hverjum manni að lifa í samræmi við þann vilja, sem þar birtist. Maðurinn á að iðka algjört réttlæti, ljóst og leynt, og rækta með sér hreinleika hið ytra og innra, syndleysi til orðs og athafnar. Hon- um er fyrirbúið að elska Guð og náunga sinn hræsnislaust og af heilum huga. Takist hon- um þetta er „lífið“ í boði, en ella „eilíf for- dæming". Hér er hin kristna siðferðiskrafa dregin fyrir odd: Manninum er ætlað að vera full- kominn til orðs og æðis, í hugsun réttri og í breytni. Takist honum þetta, lifir hann og hefur náð því markmiði sínu að vera í Guðs mynd. Að öðrum kosti er guðsmyndin glötuð. Skáldið heldur áfram kveðandinni: Enginn maður megnar að fullnægja þeim kröfum, sem hér eru gjörðar. „Gengur það langt yfir eðli manns,“ segir Hallgi-ímur og bætir því við, að maðurinn hafi með þessu bakað sér óbærilega sekt, enda krefjist Drottinn full- kominnar eftirbreytni af hálfu mannsins, og sé maðurinn úr sögunni, ef hann ekki axlar þá byrði vandkvæðalaust. Að loknum þessum geigvænlega inngangi um stöðu mína af eigin rammleik andspænis Guði tekur Hallgrímur nú til hörpunnar og kveður þrjú erindi, þar sem þræðir hjálp- ræðissögunnar koma saman með skýrari hætti en hugsazt getur: Jesús eymd vora alla sá, ofankomtilvorjörðu á, hæðum himna upp runninn af, undir lögmálið sig hann gaf. Viljuglega í vom stað gekk, var sú framkvæmdin Guði þekk, fóðumum hlýðni fyrir oss galt, fullkomnaði svo lögmál allt En svo að syndasektin skeð sannlega yrði forlíkt með og bölvan lögmálsins burtu máð, beizka kvöl leið og dauðans háð. Ávöxtur þessa hjálpræðisverks er borinn fram í næstu erindum, og ná þau hámarki í hinu 15. þar sem fagnaðarerindið er boðað í skilmálalausri mynd og „öll ritningin" stend- ur frammi: Fullkomnað lögmál fyrir þig er, fullkomnað gjald til lausnar þér, fullkomnað allt, hvað fyrir var spáð, fullkomna skaltu eignast náð. Hver skulu nú viðbrögð þín, hins endur- leysta manns, andspænis slíkum gjörningi? Því svarar Hallgrímur í lokaerindum sálms- ins, þar sem hann ávarpar Jesúm og þakkar honum, en biður síðan: Hjálpa þú mér, svo hjartað mitt hugsi jafnan um dæmið þitt og haldist hér í heimi nú við hreina samvizku og rétta trú. Hér hillir undir endalok þess stríðs, sem skáldið í umboði allra manna hefur háð sálm eftir sálm og Hallgrímur á enn eftir að árétta, unz hvfldarorð 50. Passíusálms leiða lesandann til fullnaðarkyrrðar. Hér talar höfundur ekki lengur um „ónýta, tæpa iðrun", eins og í 12. sálmi, ákall- ar ekki Drottin um liðveizlu við að ástunda rétta breytni, efast ekki framar um fullnaðarárangur hjálp- ræðisverksins. Hér biður sáldið einungis um hjálp til að „hugsa jafnan um dæmi“ frelsarans, þ.e.a.s. láta sér aldrei úr minni líða þann sigur sem hinn krossfesti og upprisni hefur unnið fyrir mannsins hönd. Þetta „dæmi“ mun hafa það í för með sér, að þú héðan í frá færð búið við hreina samvizku og stillingu hugans, sem byggð er á réttri trú. Lífi þínu lifir þú upp frá þessu í linnulausri íhugun innstu leyndardóma trúarinnar. Þar með hvflir þú í Guði „óhræddur og kvíða- laust", eins og segir í lokaerindi sálmsins. Hvíli eg nú síðast hwga minn Þessi niðurstaða 43. sálms og þar með allra Passíusálma er lögð fram nær endi 50. sálms, í síðustu átta erindum verksins. Þar er Hallgrímur setztur niður við legstað frels- arans og virðir fyrir sér það undur, sem fram hefur farið í kvöl Krists og krossdauða. Drottinn hefur kvittað fyrir sektir manns- ins og syndir, grafið þær miður, fleygt þeim í hafsins djúp: „Um eilífð verður ei á þær minnzt". „Líndúkur trúar“ og „ilmandi smyrsl“ iðninar eru hér þungamiðja íhugun- arinnar. Hvfldin ríkir í hugskotinu, hvfldin að loknum þeim hörðu sviptingum, sem í fyrst- unni einkenna líf hvers einasta manns, hvfld- in að loknu endanlegu afturhvarfx í varan- legri trú. Þannig lýkur Hallgrímur Passíusálmum og kveður sig með þeim hætti í sátt við óræð- ustu gátur tilverunnar og sína eigin svipt- ingasömu ævi og sunduleita dagsverk. „Síð- an þess aðrir njóti með“ sagði skáldið í fyrsta sálmi. Við öll, sem sláumst í för með þessum óviðjafnanlega meistara trúar og tungu, eig- um þess fullnaðarkost að njóta sömu sáttar- gjörðar meðan við lifum og um síðir and- spænis dauðans dimmu rún. Höfundurinn er prestur og þjóðgarðsvörður ö Þingvöllum. ÍSAK HARÐARSON LANGÞRÁ Þegar Ingólfur Arnarson hélt burt af þeirri kringlu er menn byggðu á hans tíð, og sigldi með fólk sitt og fé á vit landsins er hermt var að lægi yst í norðri, þá hélt hann ekki til móts við land, heldur orð Og skipið sigldi frá öllu til einskis, frá engu til alls, frá gatslitnum orðum um ólgandi þögn ... Ó, Nýja Orð! Ónumið mönnum. Vítt eins og himinn, nýtt eins og barn Þrjóskt sigldi skipið öldu eftir öldu, öld eftir öld, ellefu hundruð ár Oghér siglum við enn djúpan geiminn á bláum hnetti knúnum sóivindum Til móts við orð Höfundurinn er ritböfundur. ÁGÚSTÍNA JÓNSDÓTTIR í MINNINGU Hún hlúði að gróðri en aðrir brenndu hann Blómin mín bíða hennar græðandi handa sem koma aldrei aftur ég hef vökvað þau með tárum þau vaxa mér yfir höfuð ALFAR Ljósskin í bláþoku glampar augna þegar fjallið kallar við tvö að hýbýlum ljúflinga hlýðum á tónleik í bjargi ILMUR Fótspor á leiftrandi vatnsfleti morgunaugu full af blómum við göngum í fjöruborðinu án orða blærinn vefur okkur ilmi Höfundurinn er Ijóðskáld og kennari i Reykjavík. Fyrsta Ijóðið er helgað minningu Kristjönu Kristinsdóttur sem lést á síðasta ári. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 4. APR(L 1998 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.