Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 19
STARFSAR KONUNGLEGU DONSKU OPERUNNAR // Gallerí Hár" MYJVÐLIST Listhnsið Iliír MYNDVERK ELÍAS HJÖRLEIFSSON Opið alla daga frá kl. 12-18. Laugardaga og sunnudaga frá 14-18. Aðgangur ókeypis. Til 5. apríl. ÞAÐ hefur bersýnilega farið framhjá mörgum að alimiklar breytingar hafa orðið á staðnum þar sem áður var Listhús 39. Markvert tilraunaverkefni nokkurra hafn- firskra myndlistar- og listiðnaðarmanna, en gekk því miður ekki upp. Mun það þó hafa staðið lengur en upprunalega var ráð fyrir gert, en slík starfsemi nær trauðla fótfestu án þess að rekstrarfé sé fyrir hendi og húsa- kynni tryggð eins og dæmin sanna. En framkvæmdagleðina ber að lofa og þakka fyrir sig. Hársnyrtistofa hefur yfirtekið húsakynn- in, en liststarfsemi er þó ekki aflögð með öllu, þvi nýtt fólk hefur galopnað hornið þar sem sérsýningum var áður markaður rammi og hyggst halda sýningarstarfsemi þar áfram, nefnir staðinn „Gallerí hár og list“. Við afmarkað ýningarrýmið bætist svo lang- veggurinn og er nokkur viðbót því satt að segja var það afar naumt og takmarkað. Hin endurgerðu húsakynni bjóða upp á sveigjan- legri möguleika fyrir sýningar smámynda, einnig að koma fyrir stæm flekum því yfir- sýnin er einnig meiri. Að því er rýnirinn veit best hefur þetta fyrirkomulag ekki verið reynt áður á landi hér. Hugmyndin er góð og öllu hollari iðja fyrir sálarkirnuna að skoða myndverk með- an viðskiptavinurinn bíður en afþreyingar- blöð, jafnaðarlega ný og fersk við hvert inn- lit. Og svo er listhúsið að sjálfsögðu jafnt op- ið gesti sem gangandi. Rétt að vekja athygli á áhugaverðu fram- taki í upphafi starfseminnar, en nú er í gangi þriðja sýningin og er þar kominn Elí- as Hjörleifsson sem framið hefur ýmsa gjörninga í listinni, en þó enga viðamikla. Elías er sjálfmenntaður í myndmenntinni, fæddur í Hafnarfirði 1944. Var í fjölda ára búsettur í Danmörku en flutti aftur til ís- lands fyrir tæpum áratug og er búsettur á Hellu. Hefur ýmislegt fiktað við myndlist í 30 ár, haldið minni einkasýningar og tekið þátt í samsýningum heima og erlendis. Ahugi Elíasar á myndlist hefur án efa smit- að Olaf son hans, sem nú á að fagna miklum uppgangi í núlistum. EITT af myndverkum Elíasar Hjörleifssonar. Elías nefnir þetta framtak sitt „Holdleg sýn“ og samanstendur sýningin af fjölda smámynda, sem allar eru unnar á ljósekta blöð, þrykktar á brúntónaðar ljósmyndir eins og það heitir. Vinnur síðan í þær með vatnslitum og dökkum grafíkblýanti. Að- ferðin minnir dálítið á verk hins austurríska Ai-nulfs Rainers, en að tækninni slepptri eiga þeir fátt sameiginlegt annað en hrað- ann. Eins og nafnið bendir til er myndefnið í góðu lagi ástþrungið, en hins vegar getur það ekki talist gróft miðað við allt sem fyrir augu ber dags daglega. í sumum tilvikum dulbúið klám og ratar í ýmsum búningi á síður allra dagblaða, enda löggilt í skrumpé- saiðnaðinum. Myndirnar eru afar misjafnar, en fram kemur drjúg, artistísk, kennd í sumum þeirra og tel ég þar komna bestu eðliskosti Elíasar á vettvanginum, að • viðbættum ferskleikanum sem þær frambera. því miður eru myndirnar ekki númeraðar svo ekki er mögulegt að vísa til einstakra, telst helstur meinbugur sýningarinnar og bindur hendur rýnisins. Skipulag og undirbúningur sýninga er mikið atriði og í þeirri grein eiga hvoru- tveggja sýnandi og sýningaraðilar nokkuð ólært. Bragi Ásgeirsson VINSÆLAR OG SJALDHEYRÐAR ÓPERUR í BLAND Kau])mannahöfn. Morgunbladið. Islenskir óperuunnendur fá bráðum tæki- færi til að bera íslensku uppfærsluna á Ástar- drykknum saman við nýja danska uppfærslu á næsta starfsári, þar sem Ástardrykkurinn verður ein af sex nýjum uppfærslum. Auk þessa verða ellefu eldri uppfærslur settar upp aftur. Alls verða 130 sýningar hjá dönsku óp- erunni í Konunglega leikhúsinu við Kóngsins nýja torg, auk þess sem 250 ára afmæli leik- hússins verður fagnað sérstaklega. Tómas Tómasson mun eftir sem áður koma fram í sýningum hússins, en hann er einn af föstum einsöngvurum þess. Að vanda hefst starfsár óperunnar með úti- tónleikum rétt við dýragarðinn á Friðriks- bergi 9. ágúst. Þessir tónleikar hafa verið haldnir undanfarin ár og orðið feikilega vin- sælir. Þarna mæta óperuunnendur með mat- arkörfur og koma sér fyrir á grasflötinni til að hlusta á söngvara, kór og hljómsveit flytja brot úr óperum komandi starfsárs. Tólf þús- und manns komu á síðustu tónleika og hefur gestum fjölgað ár frá ári. í ár verða tónleik- arnir einnig haldnir á Jótlandi. Fyrsta nýja uppsetning komandi starfsárs verður Töfraflautan 14. september. Mikael Melbye óperusöngvari setur óperuna á svið í litríkum egypskum stíl og er þetta fjórða óper- an sem hann setur á svið eftir að hann skipti um vettvang og tók að leikstýra óperum og gera sviðsmyndir við góðan orðstír. Hinn 29. október verður Jenufa frumsýnd, þessi áhrifa- mikla ópera eftir Leos Janácek, sem sungin verður á tékknesku. Eftir vangaveltur um hvort þýða ætti óperuna og syngja hana á dönsku varð niðurstaðan sú að tungumálið væri svo ríkur þáttur í aðdráttarafli óperunn- ar að réttast væri að syngja hana á tékknesku. Fyrir 250 árum var Christoph Willibald Gluck á ferð í Kaupmannahöfn með óperuhóp sinn. Kóngurinn hreifst af og pantaði hjá Gluck nýja óperu til að fagna opnun hins nýja Konunglega leikhúss. Þetta er óperan „Átök guðanna", sem nú verður sýnd á hátíðarsýn- ingu í tilefni afmælisins 12. desember. I janú- ar kemur svo röðin að Ástardrykk Donizettis. „Kona án skugga" eftir Richard Strauss við texta Hugos von Hofmannsthal verður frum- sýnd 12. mars og þar sem óperan er erfiðari en flestar aðrar í flutningi er þetta ein af helstu uppfærslum hússins á næsta leikári og þótt lengra væri horft. Sviðsmyndin er eftir breska myndlistarmanninn David Hockney, sem gerði hana fyrir uppsetningu í Covent Garden 1992. Hockney hefur síðan 1980 gert sviðsmyndir fyrir nokkrar óperur við góðan orðstír. Leikhúsmaðurinn Bertold Brecht á aldaraf- mæli í ár og þess minnist óperan með dagskrá útdrátta úr þremur söngleikjum hans og Kurts Weils. Brecht hefur sérstök tengsl við Danmörku, því þangað flutti hann 1933 með konur sínar og bjó í sjö ár. Árið 1936 var áætl- að að setja upp eftir hann Dauðasyndirnar sjö, en þegar þýskur menntamálaráðherra nasistastjórnarinnar kallaði danska sendi- herrann inn á teppi hjá sér og sagði honum að yrði verkið sett upp hefði það alvarleg áhrif á samband landanna var hætt við uppsetning- una. Nú verður á nokkurn hátt bætt þar um og útdráttur úr söngleiknum fluttur, ásamt útdrætti úr Berliner Requiem og Atlantshafs- fluginu, sem fjallar um flug Lindberghs yfir hafið. Það verða þýskir kraftar sem setja þessa sýningu á svið. Af eldri uppsetningum má nefna þrjár Wagneróperur, Meistarsöngvarana frá Niirn- berg, Hollendinginn fljúgandi og Tristan og Isold. Madama Butterfly eftir Puccini, Fal- staff og Don Carlos eftir Verdi, Idomeneo eft- ir Mozart og tvær Strauss-óperur, Der Ros- enkavalier og Ariadne auf Naxos, verða flutt- ar. Að síðustu má svo nefna aðra Gluck-óperu, Orfeus og Evridísi, og barnaóperuna Dajli prinsessu eftir Torben Petersen. Konunglega danska óperan hefur átt góðu gengi að fagna undanfarin ár og það er ekki eins auðvelt að fá miða og áður. Þegar miða- salan er opnuð eru seldir síðustu miðar á sýn- ingar kvöldsins, svo þar er hægt að freista gæfunnar og eins síðdegis, þegar ósóttar pantanir eru seldar. Uppfærslurnar hafa tek- ist vel hver eftir aðra undanfarið og hinn írski óperustjóri Elaine Padmore hefur reynst far- sæll stjórnandi sem hefur lag á að nýta góða krafta, Dani sem syngja heima og erlendis og erlenda gestasöngvara. Tómas Tómasson mun syngja í Ástardrykknum og Don Carlosi. FULLKOMNUNAR- ÁRÁHA TOJVLIST Sígildir diskar KUHLAU Daniel Friedrich Kuhlau: Píanókvartettar í c- moll, A-dúr og g-moll óp. 32, 50 og 108; Fiðlu- sónata í f-moll óp. 33. Elisabeth Westenholz, píanó; Tutter Givskov, fiðla; Lars Grunth, víóla; Asger Lund Christiansen, selló. DaCa- po/Marco Polo 8.224044-45. Upptaka: DDD, Kaupmannahöfn 2/5/7/1996. Utgáfuár: 1997. Lengd (2 diskar): 65:35 & 57:43. Verð (Japis): 2.990 kr. GÓÐKUNNINGI hans, Beethoven, sem hafði gaman af orðaleikjum, kallaði hann „svalan, ekki volgan“ - kiihl, nicht lau - og sendi honum víst eitt sinn m.a.s. kveðjukanon með sama titli. Það má líka til sanns vegar færa, að fátt ef nokkurt danskt tónskáld fram að N.W. Gade hefur verið í jafnnánu sam- bandi við alþjóðlegan tónlistarheim og Friedrich Kuhlau. Líkt og margir tónhöfundar konungsríkis- ins á þeim tíma var hann fæddur í Þýzkalandi. Hann kom til Danmerkur 1810, vann framan af fyrir sér við heldur kröpp kjör sem hljóm- listarmaður í hirðhljómsveit konungs, og varð því að bæta hag sinn með miklum fjölda kammerverka handa áhugamönnum fyrir danskar og þýzkar nótnaútgáfur. Sem betur fór nutu þessi verk brátt mikillar hylli, eins og óperur hans Ræningjakastalinn og Lulu (1814, 1824), svo ekki sé minnzt á frægasta verk hans, konunglegu brúðkaupskantötuna Álfhól (1828). Píanókvartettar Kuhlaus - s.s. fyrir píanó og stroktríó (fiðlu, víólu og selló) - bera með sér veruleg áhrif frá Mozart og Beethoven, en einnig frá Weber og Rossini. C-moll-tríóið (útg. 1821) er einna beethovenskast; hefst á stefi sem minnir á upphaf 3. pianókonsertsins en teflir líka fram tilkomumiklum fúgatókafla í lokaþætti (III). A-dúr-kvartettinn frá 1823 var meðal mest fluttu verka á dögum Kuhlaus sjálfs og er víða mjög fallegt verk og persónu- legt í blæ og hljóðfærameðferð. Þriðji og síð- asti kvartettinn í g-moll (útg. 1833), pantaður af rússneskum stórkaupmanni, vafðist hins vegar mjög fýrir honum og þykir ekki meðal hápunkta sköpunarferilsins. Fiðlusónatan í f-moll er frá 1821 og til- einkuð fiðlusnillingnum Louis Spohr, er á sín- um tíma var talinn mesta tónskáld Þýzka- lands ásamt Beethoven og fæddur í fæðingar- bæ Kuhlaus, Braunschweig. Verkið er fyrsta rómantiska danska fíðlusónatan og stendur framarlega í tónsköpun Kuhlaus. Fyrsti þátt- ur á áhrifa að þakka frá sönglagi Beethovens, Der Wachtelschlag, sem var í miklu uppáhaldi hjá Kuhlau, og í öðrum þætti má finna endur- óm frá píanósónötu Beethovens óp. 31 nr. 1. Hljómameðferðin í lokaþættinum þykir aftur á móti minna á Schubert, sem hlýtur að hafa verið kall tímans frekar en vegna beinna áhrifa, þar eð ekki er vitað til að Kuhlau hafi þekkt tónlist Schuberts, en í heild er verkið hið frambærilegasta og hlaut enda að sama skapi góðar móttökur við frumflutninginn. Flutningur er mjög góður á þessari ljúfu tónlist og gefur ásamt góðri upptöku tilefni til margra notalegra stunda við hljómflutnings- tækin. Fiðlan mætti að vísu stöku sinni vera hreinni, einkum í 1. píanókvartettnum, en það er engin spurning, að Danirnir þekkja sína músík. BACH J.S. Bach: 3 partítur og 3 sónötur f. einleiks- fiðlu, BVW 1001-1006. Jascha Heifetz, fiðla. RCA Victor Gold Seal 09026 61748 2. Upptaka: ADD, Hollywood 10/1952. Útgáfuár: 1988. Lengd (2 diskar): 57:37 & 61:21. Verð (Japis): 2.299 kr. Jascha Heifetz (1900-87) er án mikils vafa einn mesti, ef ekki sá mesti, galdrakarl á fiðlu sem 20. öldin hefur upplifað. Ég hef að svo stöddu ekki tölu á eintakafjölda RCA-út- gáfuraðarinnar The Heifetz Collection, en hún skiptir mörgum tugum, og ekki að ófyrir- synju, því hinn rússnesk-ameríski snillingur skildi eftir orðspor einhvers lýtalausasta fiðl- ara allra tíma. Sagt er að sumir hafi komið á tónleika hans eingöngu í þeirri veiku von að verða fyrstir til að upplifa falskan tón. Þetta lýtaleysi er jafnframt horn í síðu ann- arra, sem álíta að maðurinn hafi verið tilfinn- ingalaus fullkomnunarvél. Undirritaður er á öðru máli. I fyrsta lagi var Heifetz þrátt fyrir ' allt ekki 100% gallalaus (gi-eina má t.d. eina og eina sára nótu í Bourrée 1. partitu), en það sem er mest um vert er auðvitað hinn gegn- músíkalski en ávallt marksækni og agaði skaphiti sem brann næst undir svölu yfirborði fullkomnunaráráttunnar, og sem áreynslulaus tæknin hleypti á flug nákvæmlega þar og þeg- ar hljóðfæraleikaranum þótti viðeigandi, en hvergi annars staðar. Oendanlega mikið hefur verið skrifað og ski-afað um hin einstæðu sex meistaraverk Baehs fyrir fiðlu án undirleiks frá Köthenár- unum 1717-23. Hafi þau átt sér einhverjar forsendur frá fyiri tímum, þá hafa þau a.m.k. hvergi síðan átt sér sambærileg sporgöngu- verk. Um hvort þau eigi sér nokkurs staðar sambærilega túlkendur á við Heifetz á hljóm- skífum skal ósagt látið, en svo mikið er víst, að hann verður áfram um ómælda hríð vand- hunzanleg viðmiðun, hvort sem í hlut eiga „nýmóðins“ upphafshyggjuflytjendur eður ei, og það þrátt fyrir að fiðlutækni fleygir enn fram sjömíluskrefum og að æ fleiri bjóðast til leiks. Hljóðrit þessi frá 1952 eru eðli málsins vegna ekki sambærileg við nýjustu stafrænu upptökur, en snilldin sem fiðluboganum veld- ur vegur stórum á móti. Hátíðnihviss virðist enn sem komið er óumflýjanlegt, ef menn vilja jafnframt halda sem mestu af yfirtónum, en upptökurnar eru í heild samt vel viðun- andi, þó að manni fyndist núorðið ætti að vera tæknilega kleift án mikilla fórna að fjarlæga „rákasmit" eins og t.d. í blábyrjun 2. sónöt- unnar. Ríkarður O. Pálsson W LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. APRÍL 1998 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.