Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 04.04.1998, Blaðsíða 20
MATTHEUSARPASSIAN Kór Langholtskirkju flytur Mattheusarpassíuna eftir Jóhann Sebastian Bach ó Drennum tónleikum um póskana. Það er ekki oft sem svo stórt verk er flutt ó Islandi en verkið tekur þrjó tíma í flutningi. AAAGNUS RAGNARSSON rekur hér~ feril tónskóldsins og fjallar um verkið. Johann Sebastian Bach (1685-1750) var fæddur tónlistarmaður. Hann var yngsti sonur Johanns Ambrosi- usar Bach, tónlistarmanns í Eisenach. Bach fjölskyldan hafði alið af sér tónlistarmenn í að minnsta kosti eina öld og átti eftir að gera það fram á 19. öld. Segja má að þar hafí nokkurs konar lénsskipulag viðgengist. Karlmaður sem fæddist inn í fjölskylduna nam tónlist innan hennar og fór svo hið fyrsta að vinna við hana. Enda gekk þetta eftir með Jo- hann Sebastian. Hann lærði hjá fóður sínum en þegar báðir foreldrar hans létust, er hann var aðeins tíu ára, var hann tekinn inn í fjölskyldu bróður síns þar sem hann naut kennslu á orgel. Eftir að hafa sótt skóla í Eisenach, Ohrdruf og Liineburg réðst hann til starfa sem organisti í Amstadt átján ára gamall. Hann var mjög hrifinn af norður-þýsku tónlistarhefðinni og fór fótgangandi til Liibeck (um 300 km) til að , hlusta á hinn mikla Buxtehude spila á orgel. Næst réðst Bach til starfa sem orgelleikari í Miihlhausen en staldraði stutt við því 1708, ári síðar, varð hann hirðtónskáld hertogans af Weimar. Þar var hann ánægður til að byrja með en hann virðist hafa haft einstakt lag á að lenda upp á kant við yfirboðara sína. Þegar hann hafði starfað í átta ár í Weimar réð hann sig sem tónlistarstjóra hjá Leopold fursta af Köthen, hafði þess verið krafist að hann yfir- gæfi hirðina auk þess sem hann hafði verið í fangelsi fyrir að verða ekki við óskum hertog- ans. Fram að þessu hafði hann samið fyrst og fremst trúarleg verk og í Weimar samdi hann mörg af bestu orgelverkunum sínum auk margra stórbrotinna kantata. I Köthen var hins vegar engin þörf fyrir trúarleg verk held- ur samdi hann fyrir hljómsveit furstans sem var sjálfur tónlistarmaður og urðu þeir nánir ' vinir. Undir lok dvalar sinnar í Köthen varð Bach óánægður með hversu vægi tónlistar í hirðinni hafði minnkað undir stjóm konu furstans. Hann fór því enn á ný að leita að nýju starfi. 1722 lést Johann Kuhnau, tónlistarstjóri við Tómasarkirkjuna í Leipzig. Sú staða var ein hin mikilvægasta og virtasta sem tónlistar- manni gat hlotnast í heimi lútherskrar kirkju- tónlistar. I henni fólst yfirumsjón með tónlist- arflutningi í fjórum aðalkirkjum borgai'innar og 1 háskólanum. Borgarráðið hafði orðið fyrir vonbrigðum með að hinn mikli Telemann frá Hamborg og J.C. Graupner, sem þá var nafn- togaður við hirðina í Hesse-Darmstadt, skyldu ekki vera fáanlegir og varð því að „sætta“ sig við tónlistarstjórann við hirð Köthens sem naut ekki sama álits og hinar. Bach starfaði í Leipzig til æviloka og átti þar eftir að semja stórbrotnustu trúartónlist allra tíma, þ.á m. Jó- hannesar- og Mattheusarpassíurnar og H-moll messuna. Eins og svo oft áður lenti hann í úti- stöðum við yfirboðara sína, þ.e. borgarráðið, sem varð að umbera hann í 27 ár. Þegar hann svo loksins dó hoppuðu þeir hæð sína, skipuðu einhvem ómerking og undirtyllu í stöðuna hans og eftir talsverð heilabrot tókst þeim meira að segja að minnka lífeyri ekkjunnar, Önnu Magdalenu Bach. Þótti afturhaldssamur í tónsmiðum Johann Sebastian Bach var ekki mikils met- inn af samtímamönnum sínum. Hann þótti framúrskarandi orgelleikari en sem tónskáld var hann talinn afturhaldsseggur enda kom hann varla með neinar nýjungar í tónlist. Sjálf- Jóhann Sebastian Bach ur taldi hann sig iðnaðarmann í tónlist sem samdi tónverk að beiðni vinnuveitenda sinna. Hann skrifaði í nánast öllum stílum sem þá við- gengust að ópera einni undanskilinni. Hann var undir áhrifum af þýskri, franskri og ítal- skri tónlist en það stafaði af því að alla ævina endurritaði hann verk annarra tónskálda svo sem Vivaldis, Corellis, Pergolesis, Handels, Palestrina o.fl. Fá verka hans voru gefin út méðan hann lifði og um það leyti sem hann dó urðu miklar breytingar í tónlist og þótti hann þá gamaldags. Menn reyndu að gleyma verk- um hans. Við jarðarfórina voru aðeins nokkrir synir hans og nemendur. I Singakademie í Berlín, tæpum áttatíu ár- um síðar, stendur tvítugur maður fyrir flutn- ingi á verki sem rýfur áratuga langa þögn sem ríkt hafði yfir verkum tónskáldsins. Stjómand- inn ungi hét Felix Mendelssohn Bartholdy og verkið var Mattheusarpassían, án efa mikil- fenglegasta tónverk lútherskrar kirkjutónlist- ar. „Stóra passian" Mattheusarpassían var frumflutt hundrað áram áður, 15. apríl 1729. Sem tónlistarstjóri við Tómasarkirkjuna þurfti Bach meðal annars að standa skil á einni passíu til flutnings á fóstudaginn langa annað hvert ár (hin árin voru þær fluttar í hinni stóru kirkjunni, þ.e. Nikulásarkirkjunni). Fram til ársins 1721 vora passíurnar fluttar á sléttsöngsformi en þá fékk forveri Bachs, Johann Kuhnau, leyfi til að semja passíu í hinu fremur nýstárlega óratór- íuformi. Bach samdi fyrstu passíuna sína þegar hann var enn í Köthen og var hún framflutt á fóstudaginn langa 1723 þegar hann var settur inn í embættið í Tómasai-kirkjunni. Þetta var Jóhannesarpassían. Hann safnaði sjálfur sam- an textanum sem samanstóð af 18. og 19. kafla Jóhannesarguðspjallsins, útdrætti úr Mattheusarguðspjallinu, samtíðarljóðum eftir B.H. Brockes og aðra (jafnvel hann sjálfan) og 11 kórum. Hann hafði knappan tíma til að semja verkið og valdi því stysta píslai-sögukafl- ann og efnið fær mismikið vægi. Við komuna til Leipzig kynntist hann ljóð- skáldinu Picander og saman unnu þeir að Mattheusarpassíunni. Píslarsagan í Mattheus- arguðspjallinu þykir henta mjög vel til að setja við tónlist því hún veith- tónskáldinu mikinn innblástur, er mjög nákvæm í frásögn og veitir svigrúm fyrir íhugun. Nánast hvert atvik vek- ur upp spurningar sem hægt er að túlka og jafnvel svara með arioso eða aríu. Bach hefur ekki eins margar aríur og önnur þýsk tónskáld sem sömdu Mattheusarpassíu en verkið hans er minnisstæðast og merkast því hann skrifar fyrir tvo kóra, tvær hljómsveitir, einsöngvara og barnakór sem syngur í fyrsta og síðasta at- riði fyiTi hluta og hvergi annars staðar. Verkið er heilsteypt því Bach samdi það í einni lotu og öll tónlistin er ný, með texta eftir einn höfund. Þess vegna sá Bach ekki ástæðu til að gera eins miklar breytingar á verkinu þegar það var endurflutt eins og átti við um hinar passíurnar. Með Mattheusarpassíunni fullkomnai' hann passíuformið enda var það svo að þegar Bach fjölskyldan talaði um „stóra passíuna" var átt við Mattheusarpassíuna. Hann notar öll tón- listarform sem þekktust á þessum tíma í kirkjutónlist sem hafði hvorki fyrr né síðar verið gert. Hann notar aríur með og án recita- tiv, aríur með kór og dúetta. Kórinn notar hann á mjög leikrænan og áhrifamikinn hátt og nýtir sér tvískiptingu hans mjög skemmtilega, sbr. þegai- múgurinn umkringii' Jesú og hæðist að honum þá er eins og hrópin berist úr öllum áttum. Kóralarnir sem Bach hefur valið era sumir enn sungnir í dag s.s. ,Ó, höfuð dreyra drifið" og ,Á hendur fel þú honum“ og suma þeirra notar hann allt að fimm sinnum en alltaf í nýrri tóntegund og útsetningu. Vegna þess fjölda tónlistarmanna sem Mattheusarpassían krefst í flutningi, þ.e. tveggja fullskipaðra barokkhljómsveita, tveggja fjögurra radda kóra auk barnakórs og 18 einsöngshlutverka, er flutningur á henni sjaldgæfur og ávallt stórviðburður. Hún varð til þess að verk Bachs hljómuðu á ný eftir ára- tuga langa þögn. Göthe heyrði verkið í flutn- ingi Mendelssohns og sagði í kjölfarið við vin sinn: „Verk Bachs bera í sér einhvem frum- kraft sem er helst hægt að líkja við guðlegan sköpunarmátt, kannski þann sem var að verki þegar Drottinn skóp heiminn." Höfundur er félagi i Kór Langholtskirkju og stundar nóm við Tónlistarskólann i Reykjavík. Norræn aldamótalist í einu stærsta listasafni Þýskalands STÓR sýning á norrænni landslagsiist frá 1880 til 1910 verður opnuð í Wallraf-Ric- hartz safninu í Köln hinn 4. apríl nk. und- ir yfírskriftinni Landslag sem spegill sál- arinnar. Þar á meðal verða verk eftir þá Þórarin B. Þorláksson og Ásgrím Jóns- son í eigu Listasafns Islands. Wallraf-Richartz er eitt stærsta lista- safn Þýskalands. Sýningunni „Landschaft als Kosmos der Seele“ er ætlað að bregða ljósi á sérstöðu norræns landslagsmál- verks um aldamótin síðustu, einkum þó það táknsæi sem lesa má úr hinni nor- rænu landslagshefð. Þar hefur verið vís- að til greinilegra áhrifa frá Frakklandi, Þýskalandi og Sviss á síðustu áratugum 19. aldar sem síðan viku smám saman fyrir beinum áhrifum frá norrænni nátt- úru, er birtist í hinu frumlega og að mörgu leyti vanmetna framlagi nor- HEKLA eftir Ásgrím Jónsson frá árinu 1909 er meðal verka í eigu Listasafns íslands sem verða á stórri sýningu á norrænni landslagslist í Köln nú i aprfl. rænna listamanna til táknsæs landslags- málverks upp úr síðustu aldamótum, svo vitnað sé í orð aðstandenda sýningarinn- ar. Að þessu leyti tengist sýningin nú öðr- um sýningum á norrænni aldamótalist sem haldnar hafa verið beggja vegna Atl- antshafsins á siðustu 15 árum. Skemmst er að minnast sýningarinnar Ljós úr norðri sem haldin var í Listasafni íslands haustið 1995. Á sýningunni í Köln eru verk eftir þekktustu málara á Norðurlöndum um síðustu aldarmót, s.s. Ejnar Nielsen, Peder Severin Kroyer og Laurits Andersen Ring frá Danmörku, Richard Bergh, Eugene Frederik Jansson og Otto Holmboe frá Svíþjóð, Edvard Munch, Harald Sohlberg og Thorolf Holmboe frá Noregi, Albert Edelfelt og Akseli Gallen-Kallela frá Finn- landi og frá Islandi, Þórarin B. Þorláksson og Ásgrím Jónsson. í tilefni sýningarinnar hefur verið gefin út vegleg sýningarskrá með greinum um norræna landslagslist um aldamótin síðustu, m.a. eftir Halldór Bjöm Runólfsson listfræðing. Sýningin stendur til 7. júní og frekari upplýsingar um safnið og sýninguna má nálgast á vef- síðu safnsins: http://www.museen- koeln.de/wi-m/planung.html m 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 4. APRÍL 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.