Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Page 2
UTSKRIFTAR- SÝNING MHÍ ÚTSKRIFTARSÝNING 44 nemenda Myndlista- og hand- íðaskóla Islands verður opnuð í húsnæði skólans í Laugamesi í dag, laugardaginn 9. maí, kl. 14. Sýningin stendur aðeins yfir í rúma viku og verður opin daglega frá kl. 14 til 19. Nemendurnir sem nú verða útskrifaðir hafa lokið þriggja ára námi í einum af 7 skorum skólans; 4 á sviði myndlistar og 3 á sviði listiðnaðar og hönnunar. Undanfari þess er eitt ár í fornámsdeild skólans eða sambærileg menntun annars staðar. Frá myndlist- ardeild útskrifast 6 í skúlptúr, 6 í fjöltækni, 9 í grafík og 6 í málun. Frá listiðnaðar- og hönnunardeild útskrifast 5 í leirlist, 6 í grafískri hönnun og 6 í textíl. Sýningarstjóri er Hafdís Helgadóttir myndlist- armaður og hefur undirbún- ingur sýningarinnar staðið yfir frá því í lok janúar. A opnunardaginn verða tveir gerningar. Sá fyrri hefst kl. 15 og höfundur hans er Kristín Elva Rögnvaldsdóttir og sá seinni hefst kl. 16 og er eftir Díönu Storásen, báðar eru nemendur í skúlptúrdeild. I tilefni sýningarinnar kemur út bók í tak- ERRÓ SÝNIR í ÓLAFSVÍK SÝNING á verkum Errós verður opnuð í Olafsvík á fimmtudaginn, 14. maí, og stendur til 24. maí. A sýningunni verða valin verk úr Errósafni Listasafns Reykjavíkur. Lista- maðurinn er væntanlegur til landsins á næstunni í tengslum við opnun þriggja sýn- inga á verkum sínum; í Hafnarhúsinu og í Galleríi Sævars Karls, ásamt Guðjóni Bjarnasyni, á Listahátíð í Reykjavík og í grunnskólanum í Ólafsvík. Myndlistarmaðurinn Guðmundur Guð- mundsson, Erró, er fæddur í Ólafsvík og bjó þar sitt fyrsta aldursár. Hefur hann haldið tengslum við staðinn æ síðan í gegnum fjöl- skyldu sína. Að sögn Eiríks Þorlákssonar, forstöðumanns Listasafns Reykjavíkur, barst snemma árs beiðni frá formanni menn- ingarmálanefndar Snæfellsness, Sigurbjörgu Kristjánsdóttur, um sýningu á verkum Errós í Ólafsvík. Þegar óskin var borin undir listamanninn hafi hann samstundis gefið samþykki sitt fyrir slíku. Börnum sérstaklega boðið „Sýningin er mjög í anda þess sem Erró hefur gert áður þegar hann stóð fyrir sýn- ingum á verkum sínum bæði á Vopnafirði og á Akureyri," segir Eiríkur. „Þarna verða val- in verk úr Errósafni og sérstök sýningarskrá verður gefin út auk þess sem skólabörnum á Vesturlandi verður sérstaklega boðið að koma og kynnast list Errós.“ ÍSLENSKAR STUTTMYNDIR /• / / A STUTTMYN DAHATIÐ ÍSLENSKU stuttmyndirnar Slurpinn & Co. og Siggi Valli á mótorhjóli hafa verið valdar á einu stærstu stuttmyndahátíð í heimi, Toronto Worldwide Short Film Festival. Ár- lega eru um 1.200 myndir frá u.þ.b. 50 þjóð- um boðnar fram í keppnina og þar af eru valdar 90 til þátttöku í henni. Forhátíð fyrir Óskarinn Hátíðin er ein af fáum opinberum forhátíð- um fyrir Academy Awards og munu útsend- arar þaðan velja myndir sem tilnefndar verða til Óskarsverðlauna á næsta ári. Siggi Valli á mótorhjóli er 12 mínútur að lengd og fjallar um Sigurð Valgarð Jónsson sem á sjötugsaldri lætur gamlan draum ræt- ast. Myndinni er leikstýrt af Böðvari Bjarka Péturssyni sem einnig er framleiðandi og handritshöfundur. Með aðalhlutverk fara Sigurður V. Jónsson, Sigurður Karl Magnús- son og Jón Ingi Hannesson. Myndin var sýnd í Háskólabíói síðastliðinn vetur. Slurpinn & Co. er eitt myndskeið án orða og segir á gamansaman hátt frá flóknum sam- skiptum starfsfólks á skrifstofu og yfirmanns þess við ríkan viðskiptavin, þar sem áhersla er lögð á flæði hreyfinga og túlkun. Leikstjóri er Katrín Ólafsdóttir. Með aðalhlutverk fara Ingvar Sigurðsson, Bjöm Ingi Hilmarsson, Halldóra Geirharðsdóttir, Ámi Pétur Guð- jónsson og Kristbjörg Kjeld. Myndin verður sýnd á næstunni í Háskólabíói. VINABÆJA- SKÁLD Á FERÐ SKALD frá vinabæjum Kópavogs á Norður- löndum em nú stödd hér og munu lesa upp í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs, í dag kl. 14-15 og í Norræna húsinu í Reykjavík kl. 16. Aðgangur er ókeypis. Skáldin era Katarina Gáddnás-Karlsson frá Mariehamn á Álandseyjum, Haldur Sune Johansen frá Klakksvík í Færeyjum, Stig Kulset frá Þrándheimi í Noregi, Panu Tuomi frá Tampere í Finnlandi og Ulf Olsson frá Norrköping í Svíþjóð. Morgunblaöiö/Þorkell NOKKUR vinabæjaskáldanna sem kynna verk sín í dag. Morgunblaðið/Ásdís Arleg útskriftarsýning nemenda íMyndlista- og handíðaskóla Islands verður opnuð í dag í hús- nœði skólans í Laugarnesi. Utskriftarnemar voru við uppsetningu verka sinnaþar í vikunni. mörkuðu upplagi sem boðin verður til sölu á sýningunni. Þar er að finna upplýsingar um nemendur, verk þeirra og hugmyndir. Hann- es Lárasson myndlistarmaður skrifar inn- gang í bókina og útlitshönnun annaðist Jón Órn Þorsteinsson nemandi á 2. ári í grafískri hönnun. Sýningunni lýkur sunnudaginn 17. maí. MENNING/ LISTIR 1 NÆSTU VIKU MYNDLIST Ásmundarsafn - Sigtúni Yfirlitss. á verkum Ásmundar Sveinssonar. Listasafn Einars Jónssonar, Skólavörðuholti Opið laug. og sun. kl. 13.30-16. Leiðsögn á sunnu- dögum kl. 15. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Gallerí Listakot, Laugavegi 70 Sigurrós Stefánsdóttir sýnir. Gallerí 20 fm Gallerí Sýnibox: Sýning á símbréfum. Gallerí Hlust: Haraldur Karlsson kynnir „Harð- stjórann“. Síminn er 551 4348. Gallerí Barmur: Sigurður Árni Sigurðsson. Gallerí Hornið, Hafnarstræti Elín Magnúsdóttir sýnir til 24. maí. Listhús Ofeigs, Skólavörðustíg Helga Magnúsd. sýnir til 27. maí. Hallgríinskirkja Teikn. Valgerðar Bergsd. Til 14. maí. Listasafn Siguijóns Olafssonar, Laugarnestanga Sýn. „Ur málmi“. Örn Þorsteinsson myndhöggv- ari. Til 1. júlí. Ingólfsstræti 8 - Ingólfsstræti 8 Ólöf Nordal. Til 10. maí. Kjarvalsstaðir, Flókagötu Georg Guðni og Bemard Moninot sýna til 17. maí. Listasafn íslands, Fríkirkjuvegi 7 Erlend verk í eigu safnsins til 10. maí. Norræna húsið, Hringbraut Ljósmyndasýningin Ung á norðurlöndum til 17. maí. Katrín H. Ágústsdóttir sýnir á göngum húss- ins til 18. maí. Gallerí Nema Hvað, Þingholtsstræti 6 Sýn. á örverkum nemenda Myndlista- og handíða- skóla Islands til 30. maí. Hafnarborg, Hafnarfirði Jónína Guðnadóttir sýnir til 25. maí. Gallerí Fold við Rauðarárstíg Gunnlaugur Stefán Gíslason til 10. maí. Gerðuberg - Gerðubergi Sjónþing Huldu Hákon til 17. maí. Nýlistasafnið, Vatnsstíg 3b Afmælissýning tími/rými er haldin í tilefni 20. ár- tíðar Nýlistasafnsins. Sýnendur eru félagar í Nýlistasafninu fyrr og nú. SPRON, Alfabakka 14, Mjrfdd Bragi Ásgeirsson. Til 5. júní. Stofnun Árna Magnússonar, Árnagarði v/Suður- götu Handritasýning. Til 15. maí. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41 Guðrún Gunnarsdóttir og Camilla Vasudeva sýna til 10. maí. Arinstofa; Skáldatími. Portrettmyndir af skáldum eftir Gunnlaug Blöndal, Jón Engil- berts, Kristján Davíðsson og Nínu Tryggvadóttur. Opið frá 14-18 alla daga nema mánudaga. Gallerí Smíðar & Skart, Skólav.stíg 16a Brynhildur Guðmundsdóttir sýnir til 14. maí. Gallerí Svartfugl, Akureyri Magnús Þorgrímsson sýnir til 17. maí. Slunkarlki, Isafirði Katrine Herian sýnir til 17. maí. TÓNLIST Lauf'ardagur 9. maí Samkór Trésmiðafélags Reykjavíkur í Bústaða- kirkju kl. 17. Álafosskórinn í Varmárskóla kl. 17. Vortónleikar FÍH verða í sal skólans í Rauðagerði 27 kl. 14. Vortónleikar Tónskóla Eddu Borg í Seljakirkju kl. 11., 13., 16 og 17. Vortónleikar Tón- listarskóla Kópavogs í sal skólans kl. 17. RARIK- kórinn og Kór Rafmagnsveitu Reykjavíkur í Breiðholtskirkju kl. 16. Tónlistarskóli Njarðvíkur með hljómsveitartónleika á sal Njarðvíkurskóla kl. 14. Vortónleikar Tónlistarskólans í Grafarvogi í hátíðarsal Húsaskóla kl. 10.30., 11.30. og 14. Fjórir kórar af suðvesturlandi í Digraneskirkju kl. 16.30. Vortónl. í grunnskólanum á ísafirði kl. 15 og 17. Tónlistarsk. Hafnarfj: skólalúðrasveitin í Víði- staðakirkju kl. 16. Sunnudagur 10. maí Kirkjukór Hjallakirkju heldur tónl. til styrktar orgelsjóði við kirkjuna í kirkjunni kl. 17. Vortón- leikar Karlakórsins Stefnis í Hafnarborg kl. 20.30. Vortónl. Tónlistarsk. Borgarfj. í Borgarneskirkju kl. 20.30. Vortónl. Tónlistarsk. ísafjarðar í sal skólans kl. 15 og 17. Stórtónleikar sameiginlegra skólalúðrasveita í Reykjavík í Ráðhúsinu kl. 16. Mánudagur 11. maí Karlakór Keflavíkur í Breiðholtskirkju kl. 20.30. Vortónleikar Tónskóla Eddu Borg í Seljakirkju kl. 18. Vortónleikar barnakóranna í Kópavogi í Hjallakirkju kl. 14. Tónleikar Tónlistarskólans á Akranesi á sal skólans kl. 20. Þriðjudagur 12. maí Vortónleikar Tónskóla Eddu Borg í Seljakirkju kl. 18. Tónleikar Tónlistarskólans á Akranesi á sal skólans kl. 20. Vortónleikar Kvennakórs Reykja- víkur í Langholtskirkju kl. 20. Miðvikudagur 13. maí Tónl. Tónlsk. á Akranesi á sal skólans kl. 20. Vor- tónleikar Kvennakórs Reykjavíkur í Langholts- kirkju kl. 20. Fimmtudagur 14. maí Tónl. Tónlsk. á Akranesi á sal skólans kl. 20. Vor- tónl. Tónlistarsk. Hafnarfj: Söngdeildin á torginu í nýja skólanum kl. 20.30. Laugardagur 16. maí Alafosskórinn í Grensáskirkju kl. 17. Vortónleikar Tónlistarskóla Kópavogs í Digraneskirkju kl. 11 f.h. Tónlistarsk. Hafnarfj: Kammersveit skólans með vortónl. kl. 17 í Víðistaðakirkju. Vortónleikar Kvennakórs Reykjavíkur í Langholtskirkju kl. 17. LEIKLIST Þjóðleikliúsið Óskastjaman, sun. 10. maí., fim. Fiðlarinn á þakinu, fös. 29. maí. Grandavegur 7, lau. 9. maí., lau. Meiri gauragangur, fos. 15. mai. Poppkorn, sun. 10. maí, fös. Gamansami harmleikurinn iau. 9. maí, sun., fim., lau. Borgarleikhúsið Sex í sveit, lau. 9. maí., fim., fös. Loftkastalinn Bugsy Malone, sun. 10. maí. Fjögur hjörtu, lau. 16. maí. Á sama tíma að ári, lau. 9. maí. Trainspotting, sun. 10. maí. Nóttin skömmu fyrir skógana, fim 14. maí. Kaffileikhúsið Svikamylla, lau. 9. maí., lau. Rússíbanadansleikur lau. 9. maí. Leikfélag Akureyrar Söngvaseiður, lau. 9. apr., sun., fos., lau. Markúsarguðspjall fim. 14. maí. Hafnarfjarðarleikhúsið Síðasti bærinn í dalnum sun. 10. maí. Iðnó Únglíngurinn í skóginum mið. 13. maí, lau. Upplýsingar um listviðburði sem óskað er eftir að birtar verði í þessum dálki verða að hafa borist bréflcga eða á netfangi fyi-ir kl. 16 á miðvikudög- um merktar: Morgunblaðið, Menning/listir, Kr- inglunni 1, 103 Rvík. Myndsendir: 5691222. Net- fang: menning @mbl.is. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. AÁAÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.