Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Qupperneq 4
GREINARHÖFUNDURINN, dótturdóttir Jónasar, við aðalinnganginn í Ruskin College. JÓNAS Jónsson 23 ára. UPPREISN í OXFORD 1909 EFTIR GERÐI STEINÞÓRSDÓTTUR 7/En af því tíminn er stuttur þá er áhersla lögð mest á að kenna um þjóðfélagið, hvernig það hafi verið, hvernig það sé og hvernig 3að geti verið. Og um þau lög sem allir mannflok car fylgja. Það er held ég kölluð félagsfræði ö íslensku, en er eiqinlega saga eða sölin úr sögu eins og hún er best." Jónas Jónsson í bréfi til bróður síns. að er júnímorgunn í London 1997. Himinninn er grár og göturnar blautar. Það hefur rignt síðustu daga og það er svalt fyrir þennan árstíma. Vonandi styttir upp í dag þegar ferðinni er heitið til Oxford. Lestin fer frá Paddingtonstöð- inni og við erum fjörutíu mínútur á leiðinni. Afi minn, Jónas Jónsson frá Hriflu, hafði hjólað þessa leið fyrir tæplega níutíu árum. Það tók hann sex tíma. Þá voru aðrir tímar. En hann hefur áreiðanlega fengið meiri til- finningu fyrir landinu en við sem sitjum hér inni í lestinni og horfum út um gluggann. Mig langar til að heimsækja Ruskin Col- lege í Oxford þar sem afi var við nám vetur- inn 1908 - 1909. Þetta er einstakur skóli, fyrsti verkamannaháskólinn í Bretlandi, og reyndar í heiminum öllum. I æviágripi Jónasar Jónssonar sem bróðursonur hans ritaði í tilefni af áttatíu ára afmæli afa kall- ar hann þennan skóla háskóla öreiganna. Mér finnst það að mörgu leyti einkennileg hugmynd að stofna verkamannaháskóla í Oxford en ekki í einhverri af hinum stóru iðnaðarborgum. En allt á sínar skýringar. Hugmynd stofnendanna, sem voru tveir Ameríkumenn í námsferð, var sú að hinir fátæku en efnilegu verkamannasynir, sem áttu að fá menntun og þjálfun til að taka við forystuhlutverki innan verkalýðshreyfing- arinnar, fengju hlutdeild í því sem Oxford hefði að bjóða. Þennan vetur sem Jónas Jónsson var í skólanum hafði skólastjórinn verið rekinn. Nemendur voru ósáttir við þá ákvörðun og fóru í verkfall. Þeir náðu ekki fram kröfum sínum, en skólanum var lokað tímabundið. Flestir snéru aftur í skólann, en það gerði Jónas ekki. Mér er satt að segja ekki kunnugt um það hvemig Jónas fékk vitneskju um Ru- skin College, en ég vildi gjarnan vita það. Nokkur bréf afa frá þessum tíma hafa varð- veist, og þau veíta innsýn í líf hans, áhuga- mál og viðhorf til manna og málefna. í einu bréfi dagsettu 20. nóvember 1908 til Krist- jáns bróður síns segir Jónas um skólavist sína: „Það var mála sannast að ég þekkti skól- ann lítið, en vildi vera í Englandi, ná valdi 1«. Hwt all twxMt .fcrtttn eafrttt oa íianal. 5. Tta*. tha CtKKtttao -j lnr.trtfltod to tnrt ,Uuw mnas tM ' »tud*»!t9 ia afiMfáf.nrji trlth tíus pro8oR*» c’jrrloclsw. 4. tluvt ahtrtlA nxrj nr'wt*">r oí etuieat*, fce viotlxJa»ð Vr axrf 1'oatK)r of th<r or Xiy tho j.'icntJva Cooaell, • «11 «vo atuðcttfcs, no» m rooutonr.o r»t tzioi-Ui lOaro ln n VoAy. 6. that lír OoxmXi lUrd’r roclr.mUvn l>e vl'.iutrasrc, aati tíat tnUov* or lV.eors iktxtou nai wjlao!'. Þo iorAcroi íntXoui. 6. That »» »t-«4cnt elirtll r.Xlov uitaoir to fco lntonriorod fcf nafU HotUor or tl*o Vfimilt'/, or tt-.a cutivo 'curjoil. All fcattoq fcotocon CUik't.'itt «ivl tr > ctnTf fco or.rrlod oc eorroo- Vcndarx u. V, Thot tíio Voriíij! ðorw.*«.t<nj hr>inotro»to<l to <tro>» -av n lar, ro jtroíorA eitj.itlou, r.iu1 cojlct to Tra'lo Otdoua, latfcanr anrt ^oaisli.'t ©r;:::;»ier.tios», t.»u Irooí nod í»o»t c t'IÖORKt, ' ~~<____________________________________________■ • BYLTINGARPLAGGIÐ með undirskriftum stúdenta, þar á meðal Jónasar Jónssonar, er varðveitt í skólanum. yfir málinu, kynnast fólkinu, reyna að láta mér fara fram sem manni, að því fráskildu hvort ég lærði meira eða minna í þessari eða hinni námsgrein." Þessi orð lýsa vel hugmynd Jónasar um menntun: að láta sér fara fram sem manni er miklu mikilvægara en að læra einhver þekkingaratriði. Við stígum úr lestinni í Oxford. Hann hangir þurr. Ég hef fengið kort og leita að Walton Street. Við finnum Ruskin College. Þetta er grá bygging, ósérkennileg og laus við þann glæsileika sem einkennir háskóla- byggingar í Oxford, sem eru sambland af höllum og kirkjum. Ég tek ljósmynd en næ ekki nema hluta af framhliðinni. Gunnar, maðurinn minn, tekur mynd af mér við inn- ganginn til staðfestingar á því að ég hafi verið þarna. Ég halla mér að köldum múrn- um. Það standa yfir próf í skólanum, en eft- ir að hafa útskýrt erindið er okkur hleypt inn á bókasafnið. Ég býst ekki við neinu sérstöku, ég hef þó komið á staðinn. Það eru nokkrar myndir á veggjum og hér hangir innrammað vélritað skjal og eigin- handarundirskriftir. Ég tek eftir ártalinu 1909, verkfallið! Hjartað slær hraðar. Ég les: Ruskin College. Oxford. Ályktanir fundar nemenda 29. mars 1909 1. að nemendur sæki enga íyrirlestra í skólanum nema hjá hr. Hird. 2. að nemendur sinni heimilisstörfum á skólavist eins og venjulega. 3. að nemendur feli skólastjórn að skipa í bekki samkvæmt stundaskrá. 4. verði nemandi, eða hópur nemenda, beittur þvingunum af starfsmanni eða skólastjórn, munu allir nemendur sem búa á skólavist yfirgefa bygginguna samtímis. 5. að hr. Dennis Hird dragi uppsögn sína til baka, en hr. Buxton og hr. Wilson verði látnir víkja úr starfí. 6. að enginn nemandi fari í viðtal við starfsmann eða skólastjórn. Öll samskipti milli nemenda og kennara fari fram skrif- lega. 7. að starfsnefnd verði falið að gera skriflega grein fyrir stöðu mála og senda þær til verkalýðsfélaga, verkalýðssamtaka og sósíalískra hreyfinga, fjölmiðla og fyrr- verandi nemenda. Undirskriftirnar mynda hring. Ég leita að rithönd afa. Og þarna finn ég hana, Jónas Jónsson stendur þarna skýrum stöf- um. Ég ætla varla að trúa mínum eigin aug- um. Mér finnst þetta svo merkilegur fundur að ég spyr bókavörðinn hvort ég geti fengið ljósrit. Það reynist ekki auðvelt. Ramminn er skrúfaður blýfastur við vegginn, eins og órjúfanlegur hluti af sögu skólans. Okkur tekst með herkjum að ná skrúfunum út, en ógerlegt er að ná skjalinu úr rammanum án þess að skemma hann. Ljósritið er því lak- ara en ég hefði óskað, en ég er samt himin- lifandi. Bókavörðurinn segir mér að verk- fallið hafi verið afdrifaríkasti atburðurinn í sögu skólans. „Hvers vegna?“ hugsa ég. Ég sé að til er ágrip af sögu Ruskin College og ég kaupi eintak. Bókavörðurinn ljósritar svo bækling um fyrstu árin 1899-1909. Þar ætti ég að finna svarið og kannski sitthvað fleira. Mér verður hugsað til þess að Ruskin College var ein aðalfyrirmyndin við stofnun Samvinnuskólans síðar. Og verkfallið sjálft hefur orðið Jónasi fyrsti skóli í pólitískum aðgerðum. Ég held áfram að rýna í ályktan- irnar. Hvað einkennir þær? Þar kemur vissulega fram stuðningur við skólastjórann Dennis Hird, krafa um að hann dragi upp- sögn sína til baka. Þar kemur einnig fram höfnun á öllum öðrum fyrirlesurum. Annað sem einkennir ályktanirnar er að nemendur eru á varðbergi, ætla ekki að láta hanka sig, ætla að standa saman sem einn maður. Þeir gleyma ekki heldur tilkynningaskyldunni, að láta alla sem málið varðar vita. Líka fjöl- miðla. En nemendur ætla að halda áfram að lesa námsefnið og sinna skyldustörfum á heimavist. Bókavörðurinn spyr mig um afa og ég segi honum að hann hafi stofnað Sam- vinnuskólann á Islandi og verið skólastjóri hans og áhrifamikill stjórnmálamaður. Þá er heimsókninni lokið Það sem eftir er dagsins göngum við um Oxford og dáumst að byggingunum og um- hverfi þeirra. „Bærinn er ljómandi fallegur og allt um kring grænir vellir", hafði afi skrifað í fyrrnefndu bréfi til bróður síns. „Þennan tíma sem ég hefi verið í Oxford hefi ég eiginlega ekkert lesið nema um byggingar; bærinn er svo ljómandi fallegur, og húsin mörg svo mikið listaverk, að mér fannst synd að skilja ekkert í þeirri dýrð. Kemur mér það nú að miklum notum því ég nýt og skil betur það sem fyrir augun ber. Ég vil auðvitað ekki segja að ég sé neitt „kirkjuljós" í þessum fræðum, en mjög fáir landar skeyta þessu hið minnsta," segir Jónas í öðru bréfi til bróður, dags. 13. des- ember sama ár í London. Síðar átti Jónas eftir að hafa frumkvæði að byggingu margra skóla og opinberra bygginga á Is- landi, sem vinur hans Guðjón Samúelsson, i 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.