Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Síða 6
TÓNSKÁLDIÐ Á SVÖLUNUM EFTIR 44 ár í erli íslenskrar tón- menningar staldraði Páll Pampichler Pálsson við og hugs- aði með sér: „Nú er nóg komið. Ég hef þjónað mínu hlutverki og mun því draga mig í hlé!“ Ekki svo að skilja að hann ætlaði sér að segja skilið við tónlistina, þessa miklu ástríðu, heldur aðeins halda á önnur mið. Trompetinn og tónsprotinn fengu að víkja fyrir blýanti og nótnablokk. Páll ákvað að helga sig tónsmíðum og útsetningum. Síðan eru liðin fímm ár. „Ég hafði fengist við tónsmíðar, með öðru, í gegnum árin og það hafði lengi blundað í mér að snúa mér alfarið að þeim. Þar kom að ég tók af skarið. Ég festi kaup á íbúð í fæðingarstað mínum, Graz í Austurríki, sem foreldrar mínir áttu 1 eina tíð. Þar er mín vinnuaðstaða. Astæðan fyrir því að ég hélt utan var öðru fremur sú að ég taldi að ég fengi meira næði í Graz en Reykjavík, meira frelsi. Hér gat ég alltaf búist við að vera truflaður í miðjum klíðum - af símanum: „Palli! Geturðu komið á fund?“ Það stoðar ekki að boða mann á fundi ef hann er ekki á landinu,“ segir Páll og skellir upp úr. Páll var aftur á móti ekki á höttunum eftir næði í þeim skilningi að hann vildi vera einn og yfirgefínn, án áreitis. Þvert á móti. „Ég vinn best í kliði, jafnvel hávaða, öfugt við mörg tónskáld, eins og til dæmis Jón Leifs sem mátti helst ekki heyra saumnál detta. Mér finnst því gott að heyra í fólki, jafnvel hafa það í kringum mig, þegar ég er að skrifa. Hávað- inn veitir mér innblástur." Best kann Páll \dð sig úti á svölum. „Ég er með stórar og góðar svalir, þar sem ég hef gott útsýni yfir líffræðistofnunina handan göt- unnar og fólkið sem spókar sig fyrir neðan. Þar þykir mér best að vera, nema þegar hitinn er of mikill. Annars endist ég aldrei lengi við borðið í einu, verð alltaf að fá mér göngutúr inn á milli. Kannski eins gott því flestar mínar bestu hugmyndir fæ ég á gönguferðum!" Trúr sjálfum sér Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikari, sem frumflutti nýjan fiðlukonsert eftir Pál á tón- leikum Sinfóníuhljómsveitar íslands síðastlið- inn fimmtudag, lýsti Páli sem „sérstöku tón- skáldi með persónulegan stíl“, í viðtali í Morg- unblaðinu sama dag. Áfram hélt hún: „Hann Fáir menn hafa verið atkvæðameiri í íslensku tónlistarlífi eftir stríð en Páil Pampichler Pálsson. í hálfa öld, eða dví sem næst, hefur hann staðið í eldlínunni með Sin óníuhljómsveit íslands, Hljómsveit Islensku óperunn- ar, Karlakór Reykjavíkur oq Barnalúðrasveitum Mela- skóla, svo dæmi séu tekin. Hin síðari ár hefur hann hins vegar alfarið helgað sig tónsmíðum og útsetning- um. ORRI PÁLL ORAAARSSON haföi tal af Páli sem heldur upp á sjötugsafmæli sitt í dag. er trúr sjálfum sér og hermir aldrei eftir öðr- um. Þá hefur hann ákaflega frjálsan stíl - gerir það sem honum sýnist. Engu að síður er alltaf sterkur heildarsvipur á verkum hans. Páll hef- ur vaxið mikið sem tónskáld á þeim áratugum sem ég hef þekkt hann, sérstaklega á allra síð- ustu árum, frá því hann helgaði sig alfarið tón- smíðum og útsetningum. I dag er hann að gera virkilega spennandi hluti.“ Páll kveðst vel geta fallist á þessa lýsingu. „Ég hef fundið minn eigin stíl - veit betur hvað ég vil. Ekki seinna vænna, ég er orðinn sjötug- ur,“ segir hann og hlær. „Hér áður fyrr var ég háðari straumum og stefnum í tónlist, tísk- unni. í dag er ég frjálsari, óháðari og hef heyi-t að fólk, sem á annað borð þekkir mig, beri undir eins kennsl á verkin mín þegar það heyrir þau. Það gleður mig!“ I téðu viðtali lýsti Guðný Guðmundsdóttir Fiðlukonserti Páls sem glæsilegu verki og í dómi í Morgunblaðinu í gær bætir Ríkarður Orn Pálsson um betur. Sagði ósjálfráð fyrstu viðbrögð sín við hljómtöfraheimi Páls hafa verið á eina leið: hreinasta snilld! Og enn sagði Ríkarður: „Að svo komnu bendir fátt til ann- ars en að tónlistarforða Islendinga hafí hér bætzt nýtt meistaraverk, sem í þokkabót er líklegt til vinsælda.“ En hvað hefur tónskáldið um tilurð verksins að segja? „Fyrir um ári hringdi Helga Hauks- dóttir, tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, í mig og sagði hljómsveitina hafa hug á að leika eftir mig verk í tilefni af sjötugsaf- mæli mínu. Fyrst datt okkur í hug að flytja Ljáðu mér vængi, fyrir söngrödd og hljóm- sveit [Páll var tilnefndur til tónskáldaverð- launa Norðurlandaráðs fyiir það verk árið 1993], en þar sem Rannveig Fríða Bragadóttir messósópransöngkona var upptekin við óper- una í Frankfurt á sama tíma rann sú hugmynd út í sandinn. Þá kom okkur til hugar að taka til flutnings píanókonsert sem ég skrifaði fyrir Markus Schirmer en Markus var líka vant við látinn um þetta leyti. Það var því ekki um ann- að að ræða en semja nýtt verk.“ Segir Páll Guðnýju og fiðluna þegar í stað hafa komið upp í hugann. „Mig hafði lengi langað að skrifa verk fyrir Guðnýju, hún er svo frábær tónlistarmaður. Sjálfur er ég afleit- ur fiðluleikaii en svo virðist sem ég hafi hitt á rétta tóninn. í það minnsta er Guðný ákaflega ánægð með konsertinn og það var virkilega gaman að fylgjast með henni æfa verkið og flytja á tónleikunum. Guðný leggur sig alltaf 100% fram.“ Ótrúlegar framtarir Sama gildir, að sögn tónskáldsins, um Sin- fóníuhljómsveit íslands í heild sinni, en hana þekkir Páll betur en flestii- menn. Gekk til liðs við hljómsveitina sem fyrsti trompetleikari þegar hún var stofnuð 1950 og hefur verið við- loðandi hana meira og minna síðan. Stjórnaði Páll henni til að mynda reglulega í hálfan fjórða áratug, meðal annars í fyrstu utan- landsferðinni til Færeyja árið 1975 og aftur í frægðarförinni til Austurríkis sex árum síðar. Segir Páll hápunkt þeirrar ferðar, tónleikana í Musikverein í Vínarborg, aldrei munu líða sér úr minni. Að dómi Páls hefur Sinfóníuhljómsveitin tekið ótrúlegum framförum á þeim tæpu fimm áratugum sem liðnir eru frá stofnun hennar. „Ég minnist þess að þegar hljómsveitin var að byrja tók oft óratíma að æfa verk, sem var reyndar skiljanlegt, þar sem menn voru, margir hverjir, óreyndir og lítt menntaðir. Viljinn var hins vegar alltaf fyrir hendi. í dag lærir hljómsveitin verk eins og að drekka vatn.“ Og gott betur. „Sinfónían er orðin að stolti íslenskrar menningar. Hún er frambærileg hvar sem er í heiminum, eins og dómar um plötur hennar og viðtökurnar í Carnegie Hall fyrir tveimur árum gefa til kynna. Það er því grátlegt að eftir öll þessi ár sé ekki enn til hús í landinu sem kalla má góðan tónleikasal. íburðurinn þarf ekki að vera mikill, eins og Stefán heitinn íslandi sagði einhverju sinni við mig. „Við byggjum bara „skókassa" eins og í Boston, ekki væsir um fílharmóníuhljómsveit- ina þar.“ Þetta er alveg rétt. Það er ekki íburðurinn sem skiptir máli, heldur hljóm- burðurinn. Þetta er það eina sem veldur mér vonbrigðum eftir að hafa verið í tæp fímmtíu ár á íslandi." Páll segir með ólíkindum hve blómlegt tón- listarlíf íslendinga sé orðið. „Árið 1949 var það viðburður ef haldnir voru tónleikar. Nú eru margir tónleikar haldnir í viku hverri og flytj- endur undantekningarlaust í háum gæða- flokki. Fyrsta flokks tónlistarfólk vex eins og gras hér á landi. Það er varla að maður trúi þessu.“ Að áliti Páls megum við hins vegar gæta okkar á því að fara ekki of geyst. „Tónleika má ekki halda svo oft að fólk komist ekki yfir að sækja þá. Þá verður tónlistarfólkið sjálft að gefa sér tíma til að anda. Hér í eina tíð sett- umst við félagarnir alltaf niður í rólegheitun- um eftir tónleika og slógum á létta strengi. Núorðið má enginn vera að því - fólk er svo tímabundið. Þetta er rútína sem íslendingar mega ekki festast í!“ í dag verða 8 ungir leikar- ar brautskráðir frá Leiklist- arskóla Islands. Þau segj- ast vera „freki bekkurinn" en sé Dað rétt t>á var heqðun oeirra með besta móti Deqar HULDA STEFÁNSDÓTTIR heimsótti Dau í l.indarbæ í vikunni. Nemendaleikhúsið Lindarbær, annað heimili lokaársnema í Leiklistarskóla íslands er opið upp á gátt þeg- ar blaðamann ber að. í myrku anddyrinu situr einn bekkjarfélaganna, Friðrik Friðriksson, og skráir miðapant- anir fyrir útskriftarsýningu hópsins, Uppstoppaður hundur, sem haldið verður áfram að sýna til mánaðarloka. Helga Vala Helgadóttir mundar uppþvotta- burstann maddömulega við vaskinn í bak- herberginu og Edda Björg Eyjólfsdóttir heldur henni uppi á gamansögum á með- an. Og kjólasögum. Olafur Darri Ólafsson segir stelpurnar um fátt annað tala þessa dagana en hvernig kjól þær hyggist skrýðast við útskriftina. Edda bendir bekkjarbróður sínum á að við það sé ekk- ert athugavert, að kjóllinn sjálfur sé í raun „lokahnykkurinn“ á fjögurra ára Ieikaranám. Ölafur Darri snýr talinu um- svifalaust að jakkafötum með stuðningi frá Guðmundi I. Þorvaldssyni sem er ný- kominn. Linda Ásgeirsdóttir bætist í hóp- inn og síðan Sjöfn Evertsdóttir. Þegar ÞEGAR VIÐ VIUUM ÞÁ FLYTJUM VIÐ FJÖLL Morgunblaðið/Þorkoll LEIKURUM landsins fjölgar um átta í dag þegar brautskráð verður frá Leiklistarskóla íslands. Ólafur Darri Ólafsson og Guðmundur J. Þorvalds- son voru harðákveðnir í því að láta Ijósmyndarann ekki skipa sér í öftustu röð enn einu sinni sökum líkamshæðar. í kringum þá hafa þau raðað sér f.v.: Edda Björg Eyjólfsdóttir, Linda Ásgeirsdóttir, Agnar Jón Egilsson, Helga Vala Helgadóttir, Sjöfn Evertsdóttir og Friðrik Friðriksson. 6 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. MAÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.