Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Síða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 09.05.1998, Síða 20
- FRÁ SÝNINGUNNI. Á stöndunum eru kápur bóka íslenskra höfunda, sýnishorn skáldskapar á íslensku og í sænskri þýðingu og myndir eftir Knut H. Larsen. SÝNINGIN sem hefst í Eskilstuna mun fara víða um Svíþjóð. SYNING SEM BYGGIST Á ÍSLENSKUM SAMTÍMABÓKMENNTUM Farandsýninq sem byggist á íslenskum samtímabók- menntum er þessa dagana að hefjast í Eskilstuna í Svíþjóð. Takmark sýningarinnar er að greiða fyrir að íslenskar samtímabókmenntir nái til sænskra lesenda. Rithöfundurinn HÁKAN BOSTRÖM, sem ásamt mynd- listarmanninum Knut H. Larsen hefur skipulagt sýning- una í samvinnu við menningarstofnanir í Suðurmanna- landi og einnig skrifað bók um íslenska rithöfunda, lýsir tilgangi sýningarinnar. SÝNINGIN ísland eftir íslend- ingasögurnar og Laxness, fund- ir með nokkrum íslenskum rit- höfundum hefur nú verið sett upp í Svíþjóð. í tengslum við sýninguna kemur út bók Hákans Boström, Dagar á ís- landi. Sýningin verður opnuð á bókasafninu í Eskilstuna 8.-10. maí nk. þegar norrænir bókaverðir (upplýsingamála) koma saman í Eskilstuna. „Við höfum ákveðið að láta opnunina bíða eftir fundi bókavarðanna“, segir mennta- málafullti-úinn Jan-Erik Rosenqvist hjá Menntunarsambandi Suðurmannalands (Södermanlands láns Bildningsfórbund) sem stendur að sýningunni og gefur út bókina Islándska Dagar. í samráði við Björn Lind- wall bókavörð, sem er drifkraftur í norræn- um bókasafnamálum, þótti okkur það skipta máli að geta boðið upp á eitthvað alveg nýtt af okkar hálfu, þegar noiTænu bókaverðimir hittast hér.“ Opnunin er dálítill lystauki fyrir Eskilst- unabókasafnið sem mun hafa sýninguna opna allan nóvembermánuð. Onnur bókasöfn í Suðurmannalandi munu skiptast á næsta vet- ur. „Það hefur verið eftirspurn eftir sýning- ■ unni, um leið og fréttist af henni,“ heldur Jan-Erik Rosenqvist áfram. „Hún verður á bókasafninu í Brunnsvik nokkrar vikur í október. Og þegar Alþýðusambandið (LO), . ,sem nú heldur upp á 100 ára afmælið, gengst fyrir menningarstefnu og bókmenntaþingi í Bmnnsvik 16.-18. október verður sýningin þar.“ Til þingsins hefur Alþýðusambandið boðið rithöfundinum Hákan Boström og myndlist- armanninum Knut H. Larsen sem unnið hafa að sýningunni. Þeir gerðu ferð til Islands í ágúst-september á liðnu ári, hittu íslenska rithöfunda og viðuðu að sér efni. „Ég hef kosið að gera ellefu dúkristur með íslensku landslagi, myndir sem ekki lýsa Is- landi samtímans heldur upprunalegri ís- y' lenskri náttúru," segir Knut H. Larsen. Þetta er eins konar skapgerðarlandslag þar sem ég freista þess að túlka áhrifin sem ég varð fyrir af landinu, eitthvað sem flaug beina leið í hjartastað og situr þar.“ Sýningin byggist á landslagi og úr því sprettur síðan Island samtímans og fundirnir með rithöfundunum. Auk dúkristnanna ei-u á sýningarstöndunum ellefu skissur, litlar vatnslitamyndir málaðar á Islandi og mynd- ski-eytingar bókarinnar Dagar á Islandi. Auk myndefnisins eru birtir stuttir textar þriggja ljóðskálda og þriggja prósahöfunda. Brot úr skáldsögu eða ljóð á íslensku og sænsku. Eitt ljóða Jóns úr Vör er líka á norsku. „Við viljum að sýningargestir fái dálitla innsýn í íslenskt mál og þess vegna birtum við ljóð og prósa á frummáli og í þýðingu," segir Hákan Boström og bætir við að þýð- andinn Inge Knutsson hafi verið þeim hjálp- legur. „Síðast en ekki síst teljum við það mikil- vægt að við höfum ljósmyndað kápur bóka ís- lensku rithöfundanna og sett myndh-nar á standana, það auðveldar sýningargestum að minnast bókanna þegar þeir fara í bókabúð til að verða sér úti um þær,“ segir Knut H. Larsen. „Við vitum að þetta er ekki tæmandi kynn- ing þýddra bóka, en takmark okkar hefur ekki verið að ná til allra bókanna, sífellt bæt- ast nýjar bækur við. Það sníðir okkur vissu- lega líka stakk að þeir íslensku höfundar sem þýddh- hafa verið á sænsku koma einir til greina,“ segir Jan-Erik Rosenqvist. Sýningin er liður í viðleitni Norrænu félag- anna og Menntunarsambands Suðurmanna- lands að halda námskeið í norrænum bók- menntum þar sem sænskar og norskar bók- menntir hafa áður verið á dagskrá og eftir ís- lensku kynninguna mun röðin koma að Dan- mörku. Þrettán islenskir rithöfundar Bók Hákans Boströms, Dagar á Islandi, lýsir fundum við þrettán íslenska rithöfunda og er eins konar inngangur sýningarinnar. I persónulegu dagbókarformi lýsir Boström fundum sínum við þekkta íslenska rithöfunda sem þýddir hafa verið á sænsku, kynnir feril þeirra og veitir lesendum og námsmönnum upplýsingar sem eiga að hjálpa þeim á eigin vegum að nálgast bækur þeirra höfunda sem forvitnilegastir þykja. Eftirfarandi rithöfundar eru teknir tali í bókinni (í þessari röð: Jóhann Hjálmarsson, Jón úr Vör, Ólafur Gunnarsson, Vigdís Grímsdóttir, Sjón, Þorsteinn frá Hamri, Kri- stján Jóhann Jónsson, Einar Kárason, Fríða Á. Sigurðardóttir, Einar Már Guðmundsson, Matthías Johannessen, Svava Jakobsdótth- og Thor Vilhjálmsson. Nú eiga sér stað viðræður milli Ros- enqvists og frammámanna noiTænnar sam- vinnu um hvar megi finna sýningarstað í Stokkhólmi þar sem ætlunin er að sýningin verði haldin á menningarárinu 1998. Heillaðist af islensku landslagi „Skiptum mínum við Island er ekki enn lokið,“ segir Knut H. Larsen, sem nú málar og vinnur við grafík sem hann mun sýna í sumar í boði fyrrverandi heimabyggðar sinn- ar, Mosjoen í Noregi, en Larsen býr nú í Flen í Suðurmannalandi. „Þegar hringt var og ég beðinn um að halda sumarsýningu svaraði ég að þá yrði það Islandssýning. Gamlir vinir mính- í Mosjoen tóku því afar vel. Ég fer heim, eins og ég orða það, og sýni allt sumarið. Ég sýni olíumálverk og myndir sem ég hef unnið með blandaðri tækni og verkin verða með sterku íslensku svipmóti. Auðvitað tek ég bókina með og sel hana í Noregi. Island hefur haft áhrif á þróun mynda minna og draumurinn er sá að komast aftur til Islands og sýna verk mín þar,“ segh- Knut H. Larsen. Árangur norrænnar samvinnu er nú kom- inn í ljós, sýningin og bókin um þann hluta ís- lenskra bókmennta sem er aðgengilegur á sænsku, mun nú koma fyrir augu þeirra sem skipta við bókasöfn og þeirra sem sækja námskeið, í þeirri von að íslenskar samtíma- bókmenntir nái til sem flestra. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. MAÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.