Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS - MENNING LISTIR 19. TÖLUBLAÐ - 73.ÁRGANGUR EFNI Konur í list Errós nefnist sýning á konumyndum eftir Erró, sem við setningu Listahátfðar í dag verður opnuð í ófullgerðu sýningarrými fyrir- hugaðrar listamiðstöðvar Listasafns Reykja- víkur í Hafnarhúsinu. I grein Huldu Stefáns- dóttur um sýninguna segir Gunnar Kvaran m.a., að konur í verkum Errós séu alltaf mjög óraunverulegar og því sé Erró aldrei að h'tillækka konur. Þær eru fremur tákn- rænar en raunverulegar og þannig nái t.d. erótfskar, og stundum jafnvel klámfengnar, konumyndir Errós aldrei að ganga fram af okkur. Til þess sé fjarlægðin við veruleik- ann einfaldlega of mikil. Tónlistarhús í Reykjavík rís vonandi á næstunni og hafn- arbakkinn við miðbæinn sá staður sem hvað mest er horft til núna. Pétur H. Ármanns- son, forstöðumaður byggingarlistardeildar á Kjarvalsstöðum, skrifar um staðinn og húsið og bendir á, að Guðmundur Jónsson arki- tekt hafí sigrað í samkeppni þar sem 75 norrænar teiknistofur tóku þátt og þar er eina norræna samkeppnin sem fram hefur farið um eitt hús hér á landi. Fornbókmenntirnar voru efni ráðstefnu í Kaupmannahöfn, sem Sigrún Davíðsdóttir sótti. Þar var m.a. rætt, hvernig miðla ætti fornbókmenntunum og hvort yfirleitt nokkur ástæða væri til þess. Þarna voru ekki aðeins samankomnir fræði- menn á sviði miðaldabókmennta, heldur einnig safnafólk og rithöfundar, sem sótt hafa innblástur til miðalda. Æska Egils er heiti á grein eftir Snorra Þorsteinsson og segir hann um Þorgerði Brák, fóstru Egils: Hvernig stendur á því að hún, ambáttin, er stödd við leika karlmannanna? Skýringin er sú að hún hafði tekið að sér uppeldi drengs- ins, sem sagan segir að hafi verið ljótur og líkur feðrum sínum, málugur og orðvís og illur viðureignar í hópi annarra barna. SEAMUS HEANEY TOLLUND- MAÐURINN Karl Guðmundsson þýddi I Til Árósa held ég að Jokum að líta hans móbrúna haus, mildu fræbelgi augna, hans oddmjóa skinnhött. Á flatlendinu ígrennd, - hann var gi-afinn þar upp með síðasta komseyði vetrar storkið í sarpi, nakinn, nema með höttinn, snöru og belti, - þar mun ég staldra lengi. Brúðgumi gyðjunni, hún spennti á hann men sitt og opnaði sitt fen, og myrkir safarnir gerðu hann óforgengilegan smyrðling, fundið fé mótekjumönnum, sem stungu og ristu. Nú dvelur steind ásýnd hans í Árósum í rósemd. Seamus Heaney er þekktasla nútima Ijóðskóld fra. Tollundmaðurinn, sem svo hefur verið nefndur, eru líkamsleifar manns fró jómöld, sem fundust í mýri hjó Silkiborg í Danmörku 1950. Þýðandinn er leikari. FORSÍÐUMYNDINA tók Árni Sæberg í Listasafni íslands af höggmyndinni Tunglsýki eftir Max Ernst. Sýning ó verkum listamannsins verður opnuð í safninu ó morgun, sunnudag. RABB ORÐANNA HUÓÐAN FJÖLMIÐLUN hér landi er líklega heiðarlegri, ábyrgari og vandaðri en í flestum vestrænum löndum, þar sem svonefnd gul pressa er með mesta útbreiðslu allra prentmiðla, en þar er byggt á kjaftasögum, lygasögum og myndum af frægu fólki. Hér hafa allar tilraunir til að halda úti einhvers konar útgáfu á blöðum sem áttu að vera „óhrædd" við að stinga á þjóðfélagsmeinum farið út um þúfur. Og alltaf var sagt að aðeins vantaði 1.000 kaupendur í viðbót til að tryggja útgáfugrundvöllinn. En þeir þúsund Islendingar voru ekki til, kannski vegna þess að hér á landi hafa verið haldin í heiðri óskrifuð lög um eitthvað sem mætti kalla meiðyrðalausa fréttamennsku. Fari fjölmiðlar út af hefðbundnu spori skapar það strax titring og umræðu. Þegar ég hóf störf og um leið nám í blaðamennsku á Morgunblaðinu fyrir 32 árum var grundvallaratriðið í öllu sem okkur var kennt að skrifa góða og þjála íslensku, sem lesendur okkar skildu, forðast ambögur, gífuryrði, bera virðingu fyrir móðurmálinu og umfram allt að særa engan. Þeir voru ófáir maraþonfundirnir sem við sátum með skáldinu og ritstjóranum, er hann flutti þrumuræður yfir okkur, kannski bara af því einhver hafði notað vitlausa forsetningu eða af einhverju öðru tilefni, sem okkur fannst álíka smáatriði. Ég var rétt miðlungsmaður í íslensku er ég byrjaði á Mogganum og var ef til vill orðinn þokkalegur er ég yfirgaf blaðið tólf árum seinna. Á þeim tuttugu árum sem liðin eru hef ég komið víða við í íslenskri fjölmiðlaflóru, oft verið áberandi og þurft að taka erfiðar ákvarðanir í tengslum við efnistök, hvort sem var í sjónvarpi, útvarpi eða á prenti. Leiðarljósið mitt hefur jafnan verið að reyna að sýna umburðarlyndi og sanngirni, forðast ávirðingar og skítkast en vera um leið fastur fyrir og fylginn mér. Hvernig mér hefur tekist þetta er annarra að meta. Mér brá því í brún þegar ég sá orðin tvö umdeildu í grein Sverris vinar míns Hermannssonar í Morgunblaðinu á dögunum, sem ritstjórar blaðsins vörðu nokkru síðar í sögulegum leiðara. Mér líkaði sá leiðari vel, hann var vel uppbyggður, á gildum rökum. Engu að síður fmn ég, eftir því sem ég hugleiði málið meira, að ég á erfitt með að sætta mig við að blaðið mitt og allra landsmanna leyfi notkun þeirra á þeirri forsendu að við lifum á breyttum tímum fjölmiðlunar. Ég skil reiði og sársauka Sverris Hermannssonar afar vel, því ég lenti í því sjálfur um árið að þurfa að taka pokann minn sem fréttastjóri Sjónvarpsins frammi fyrir alþjóð, mjög að ósekju að eigin mati. Mér fannst að lúalega væri grafið undan mér uns ástandið var orðið óþolandi. Þá er ég snerist til varnar notaði ég í tímaritsviðtali æði svæsna samlíkingu um þann samstarfsmann sem ég taldi minn höfuðandstæðing, sem eftir á að hyggja var líklega verkfæri í annarra höndum. Mér hefur æ síðan þótt þetta leiðinlegt vegna þess að ég tel víst að ég hafi sært saklaust fólk sem stóð honum næst. A sama hátt hygg ég að drengskaparmanninum Sverri muni seinna þykja leiðinlegt að hann í reiði notaði þessi orð og særði þannig ef til vill saklaust fólk. Jafnvel þótt þeir sem að var skotið hafi beitt pennum sínum ítrekað, jafnvel óvenju rætið og vægðarlaust gegn Sverri í blaði sínu. Ef til vill er aðalástæðan fyrir því að mér finnst nú að orðin tvö hafi ekki átt að birtast að synir mínir tveir 15 og 18 ára, sem slást við mig um Moggann á hverjum morgni (yfirleitt næ ég nú að lesa hann fyrstur), sögðu við mig er verið var að ræða þetta heima fyrir og ég í vörn fyrir Moggann: „Pabbi, getur þú notað þessi orð í fréttatímum Matthildar?" „Það er öruvísi!" „Hvað meinarðu?" Þeir féllust altént ekki á röksemdir leiðarans, hristu höfuðið og málinu var lokið af þeirra hálfu. Ég sat lengi hugsi. Ég ætla sjálfur að gefa mér þá skýringu að hér hafi verið um einstakt tilfelli að ræða sem byggist á áratuga virðingu og vináttu ritstjóranna við einn af mestu áhrifamönnum Sjálfstæðisflokksins síðari tíma og landsins, alþingismann, ráðherra, forstjóra Byggðastofnunar og bankastjóra og kannski það sem er mest um vert, einhvern mesta vin íslenskrar tungu og mann sem hefur slíka yfirburðaþekkingu og vald á henni, að unun er að lesa er hann beitir henni best. Það fer ekkert á milli mála að við lifum á breyttum tímum fjölmiðlunar. Upplýsinga- og fréttaframboðið á veraldarvefnum er hreint ævintýralegt, en mestu áhyggjur manna eru að þar er engin ritstjórn og raunar getur hver sem er opnað sína heimasíðu og miðlað því sem honum dettur í hug og fyrr en varir eru það orðnar fréttir í öllum fjölmiðlum. Fyrsta skýra dæmið um þetta eru ávirðingarnar sem hafa verið bomar á tvo frambjóðendur R-listans af tveimur nafngreindum einstaklingum, sem opnuðu heimasíðu og hringdu svo í fjölmiðla til að benda á upplýsingar sem þar voru bornar fram. í kosningabaráttunni varð þetta að fréttabáli, væntanlega eins og til var ætlast. Þóttenginn ætli að Sjálfstæðisflokkurirtn hafi staðið að baki þessu er málið engu að síður stórpólitískt og önnur kosningamál falla í skuggann. Frambjóðendurnir ungu verja hendur sínar eftir mætti en eiga undir högg að sækja. Ymsir segja að á vefnum hafi Gróa á Leiti fundið sér óskafarveg fyrir boðskap sinn og nú sé búið að opna Pandórubox sem erfitt reynist að loka aftur. Okkur sem störfum að fréttamiðlun á hefðbundinn hátt er mikill vandi á höndum að verjast því að vera notaðir til að koma höggi á fólk, en um leið að missa ekki af, ef um gott og gilt fréttaefni er að ræða. Það er því miður daglegt brauð að menn lendi í erfiðleikum í viðskiptum og það hafa margir mætir þjóðfélagsþegnar þurft að reyna, ásamt hinum, sem ekki eru vandir að meðulunum. Milljarðaafskriftir lánastofnana undanfarin áratug eru til vitnis um, að það flá ekki allir feitan gölt í atvinnurekstri, hvort sem þeir eru ungir og óreyndir eða eldri og reyndari. Það setur að manni hroll við tilhugsunina um þá holskeflu nafnlausrar upplýsingamiðlunar sem vefurinn býður upp á. INGVI HRAFN JÓNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 16. MAÍ 1998 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.