Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 14
Ljósm.Theódór Kr.Þórðarson. BRÁKIN, málmskúlptúr eftir Bjama Þór myndlistarmann á Akranesi, sem reist hefur verið á Búðarkletti í Borgarnesi. Verkið er til minningar um Þorgerði brák, fóstru Egils. að það ynni betur. Sigurður Nordal skýrir nafh- ið með því að hún hafi haft burði til að elta skinn (hon var sterk sem karlar). , Sú skýring getur vel staðist. Máske hefur Þorgerður verið bogin eins og brákin ellegar nafnið verið dregið af andlitssvip hennar. Enn mætti geta sér þess til að hún hafi haft hávær- an róm og óáheyrilegan og nafnið komið til af því. Orðið brák mun vera stofnskylt sögninni að brækta, sem notað er um jarm geita. Hún var mikil fyrir sér, lét ógjama hlut sinn. En svo sem vænta mátti er hægt að rekja þræði frá þessari frásögn lengra fram eftir sög- unni. Þegar Egill kemst í krappan leik á sínum fyrsta fundi við Gunnhildi drottningu í Atley og hún lætur blanda ólyfjan til þess að losna við hann, kemur í ljós að hann kann nóg fyrir sér í galdri til þess að homið með eitrinu springur fyrir áhrif þeirra rúna sem hann ristir á það. Þá má minnast þess að ambáttin Brák var „fjöl- kunnug mjög“ en hvergi er getið um neina kunnáttu af því tagi hjá nánustu ættmennum Egils né grönnum. Þarf ekki sérstaka getspeki til að ráða í samhengið í frásögninni ef rifjað er upp það sem fyrr var fram komið. Raunar átti oftar eftir að reyna á þessa kunnáttu Egils. Þá er enn ónefnt það sem sérstæðast er og markverðast. Þegar talin em böm Egils og As- gerðar em dæturnar tvívegis nefndar og tekið sérstaklega fram að Þorgerður var elst bama Egils. Hún bar nafn ambáttarinnar, sem auk fósturs í bemsku Egill átti líf sitt að launa.. Honum til bjargar fómaði hún eigin lífi og það er einmitt þessi dóttir Egils sem bjargar lífi hans, þegar sorgin og vanmátturinn eftir dauða Böðvars sonar hans em að keyra hann niður og hann kýs að deyja. Hún gerir það með því að bjóðast til að fóma lífi sínu með honum og fyrir hann og tekst síðar að beina hefndarþorsta hans í aðra átt með þvl að krefja hann um erfi- kvæði um hina látnu syni. Sá atburður og kvæðið „Sonatorrek" er há- punktur sögu Egils og á margan hátt lykill að persónu hans, en tengsl þessara tveggja „líf- gjafa“ em einstæð og mjög greinileg, þó að at- vik séu af tvennum toga og hefndin eða sefun sorgarinnar komi fram með óh'kum hætti. En björgun Þorgerðar Egiisdóttur verður enn áhrifameiri séð í spegli hinnar fyrri lífgjafar ambáttar með sama nafni. Mönnum er tamt að velta fyrir sér aðfongum höfunda til verka þeirra og hvemig skáldverk em blanda raunvemlegrar lífsreynslu höfund- ar, sagna sem hann hefur heyrt eða lesið og hugmynda sem eiga upptök í hugarheimi hans án þess að styðjast við raunveralega atburði. Ef við leyfum okkur að velta fyrir okkur aðföngum höfundar Egiissögu að frásögnum frá æskudög- um Egils, þá liggur ekki fjarri að rifja upp að sá maður sem almennt er talið að hafi skráð eða sagt fyrir um ritun Egilssögu, Snorri Sturlu- son, var þrevetur, er hann var fluttur í fóstur sitt að Odda eða á sama aldri og Egill er hann reið að Alftanesi og mætti ætla að honum hafi þótt ferðin löng og ógreið er hann kunni enga leið og sú endurminning komi fram í frásögn- inni. Ekki er heldur úr vegi að láta sér koma til hugar að minning hans um konu þá er fóstraði hann í Odda og umhyggju hennar hafi sett mark á lýsinguna á viðbrögðum Þorgerðar brákar og lífsfóm hennar. Höfundar náttúm- nafnakenninga um ömefni hafa leitað að og talið sig finna náttúralegar skýringar margra ömefna sem sagnir tengja við nafngreinda landnámsmenn eða aðra fyrri alda menn. Eitt þeirra nafna sem þar hafa verið til umræðu em brákarömefnin, Brákarsund og Brákarey og hefur verið bent á að frásögnin um Brák í Egilssögu muni vera dæmigerð ömefnasaga. Dr. Bjami Einarsson telur að nafnið Brákar- sund geti verið dregið af straumnum sem liggur af miklu afli á víxl út og inn gegnum sundið við fallaskipti, líkt og skinnið er dregið gegnum brákina þegar það er elt. Önnur skýring gæti stuðst við lögun stuðlabergsins í eyjunni sem minnir á skomar hrufur í homi og gæti eyjan vegna þess hafa verið kölluð Brák og sundið dregið nafn af því. Stórbrotnast er þó samspil andstæðna og hliðstæðu í frásögnunum um lífgjafimar tvær. I báðum tilfellum er Egill sleginn niður af afli sem hann ræður ekki við, berserksæði föðurins og heljarafli vinds og sjávar á Borgarfirði. í fyrra tilfellinu fær hann sorg sinni og reiði út- rás með því að drepa, en í hinu síðara „skortir hann sakarafl við sonarbana" en þá er það dóttirin sem með ást sinni og alúð tekst að beina sorg hans í farveg sem beinir hugsun til lífsins og þess sem það hefur gefið honum. Ef grannt er skoðað era þessir tveir atburðir sög- unnar dæmi um mismunandi áhrif ólíkra við- bragða við harmi. í fyrra tilfellinu búa þeir feðgar við þumbaraskap þykkju og kulda vetur- inn út. í hinu síðara rís Egill úr rekkju, flytur hjónum sínum kvæðið, sest í öndvegi og lætur erfa syni sina að fomri siðvenju. Þegar Þor- gerður heldur heim leysir hann hana út með gjöfum. Getur þetta ekki sagt okkur eitthvað um þann er segir frá, lífsreyndan mann sem þekkti sorgir og gleði af langri og blandinni reynslu. Skoðanir manna á sannleiksgildi Islandinga- sagna era skiptar og eflaust munu margir undr- ast það uppátæld Borgfirðinga að reisa minnis- varða um Þorgerði brák sem alls ekki er víst að hafi nokkum tíma verið til. Það geta þeir þó með góðri samvisku gert, því að minningarmarkið er fyrst og síðast um Konuna (með stómm staf) sem kenndi skáldinu Agh mál, vakti þá tilfinn- ingu hans fyrir orðfæri og brag sem gaf kvæðum hans líf og glæddi þann metnað og víkingslund, sem kom honum til að standa keikur og leggja út í deilur við Noregskonung sem sjálfstæður ís- lenskur bóndi á gmndvelli jafnrar virðingar og sama réttar. Hún minnir um leið á allar íslensk- ar mæður og fóstmr sem kenndu bömum sínum mál og innrættu þeim virðingu og ást á tungunni og arfi þjóðarinnar í sögum og ljóði. Egilssaga: Sigurður Nordal gaf út. Hið íslenska Fornritafé- lag Reykjavík 1936 bls 101-102. Theodore M. Anderson: The Icelandic Family Saga, Cambridge, Mass., 1967, bls. 43. Torfí H. Tuliníus; „Mun konungi eg þykja ekki orðsnjallur" Skímir vorhefti 1994 bk 118. Egilssaga: 1933. bls 81. Egilssaga: 1933. bls 100-101. Halldór Kiljan Laxness: Gerpla Reykjavík 1952 bls. 24. Egilssaga 1933 bls. 102 neðanmálsgrein. Egilssaga: 1933 bls. 102. Ferðabók Eggerts Ólafssonar og Bjama Pálssonar, Reykja- vík 1943. bls 233. Egilssaga: 1933 bls. 101 neðanmálsgrein. Egilssaga 1933, bls. 109. Bjami Einarsson. „Brákarsund“ Mælt mál og fom fræði. Rvk 1987. ÍVAR BJÖRNSSON FRÁ STEÐJA HALLDÓR KIUAN LAXNESS Ég starði ungur á þig hleypa úr hlaði og hestinn Pegasus á fiugi sá og skæran ljóma lagði honum frá um loftsins vegu, þessi líka hraði. Og sífellt namstu nýja sögustaði og nýstárlegar hetjur fæddust þá og lífsins reynslu lét þér vel að tjá og litróf spekimáls á hverju blaði. Á meðan íslensk mennt og tunga lifa muntu talinn fremstur skálda vorra í þúsund ár, og það er vegsemd góð. Svo lengi sem við skiljum þá sem skrifa þú skipar sess á bekk með Ara og Snorra. Ég þakka fýrir mig og mína þjóð. Höfundurinn er kennari á eftirlaunum. ERLINGUR SIGURÐARSON Á KÓPAREYKJUM 11. APRÍL 1998 Landnorðanvindur til brottfarar blés um Breiðafjörð, Dali og Snæfellsnes. - Er Jónas til jarðar var kvaddur. En hábrýndir jöklarnir halda þar vörð og horfa með reisn yfir Borgarfjörð - er hann er þar hinsta sinn staddur. Á öðru en heiðríkju varla er von er Vesturland kveður sinn þingeyska son. -Allt vitnar um dreymna drenginn. Loks hljómaði hringur fjallanna forn er fan’fare var blásið íSkessuhom - þá sól var til sævar gengin. Og vindsveipur harður frá Skarðsheiði skall svo skjálfa tókjörðin við Akrafjall - og hvítnaði á Hvalfirði báran. Því lognmolla engin lék um þann mann. Hann landinu unni - og það virðir hann. - Öll náttúran syrgir hann sáran. Nú grasið er bliknað og grálitað haf oggufan frá hverunum beygir af. - í daggráta hrímgar hlíðar. Og hvarvetna úr héraði hópast menn að til að heiðra hans minning á Reykholtsstað. - En minnst er hans miklu víðar. Því lóan sér flýtti til landsins á ný til að láta honum óma sitt dirrindí. - Hún gægðist rétt inn um gluggann. Og ljóð hennar kveiktu í sinninu sól er söngurinn ómaði heims um ból ogfældi burt skammdegisskuggann. Á Eggertsflöt héldu þrestirnir þing og það var nú aldeilis kóræfing er þeir sungu af lífsgleði ljóðin. Og bleikjan í vötnunum - svo er mér sagt - hún sveiflaði sporði í dúndrandi takt. - hún söng - en það heyrðust ei hljóðin. Þá Blakkurinn reisti sitt höfuð svo hátt og hneggjaði ákaft - í norðurátt. - Svo glumdu hans hófar við grundir. En rakkinn sem hljóður á hlaðinu sat hljómana stillti svo vel sem hann gat. - Því umhverfið gjörvallt tók undir. Ogloksins þá hljómaði á landinu því lífsharmóníunnar symfóní: - Aridú, aridei, aridáa! Frá Gerpi að Jökli, í Grímsey og Vík, mun geymast hans minning. - Því erum við rík: Hún lifir á landinu bláa! Höfundur er forstöSumaður „Húss skálsdsins" á Sigurhæðum á Akureyri. Ljóðið er ort til minningar um Jónas Árnason rithöfund. 14 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 16. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.