Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 20
Mokkakaffi við Skólavörðustíg er 40 ára. Þarna lærðu borgarbúar að drekka kaffi öðruvísi en í lítratali og um leið var bryddað upp á annarri nýbreytni í kaffihúsamenningu landsins, þeirri að sýna myndlist. Sýningarnar á Mokka eru orðnar hátt á 6. hundrað og nú stendur þar yfir afmælissýning á verkum Jóns Gunnars Árnasonar. KAFFI OG MYNDLIST 40 ÁR Myndlistarmaðurinn Jón Gunnar Árnason kemur snemma við sögu Mokkakaffí. Þegar unnið var að smíði innréttinga á Mokka eftir teikning- um Halldórs Hjálmarssonar innanhússarkitekts starfaði Jón Gunnar sem járnsmiður hjá Sindra. Jón Gunnar á heiðurinn af mörgum smíðajáms- gripum á Mokka, allt frá kökuborðinu í af- greiðslunni til fatahengis, sem Jón Gunnar hannaði reyndar sjálfur af mikilli útsjónar- semi, auk koparöskubakkanna sem nutu slíkra vinsælda meðal gesta að þeir hafa nú að mestu týnt tölunni. Gylfi Gíslason mynd- listarmaður á heiðurinn af uppsetningu sýn- ingarinnar og er hann fyrsti gestasýningar- stjóri Mokka. Sjálfur var Gylfi 17 ára þegar staðurinn var opnaður og segir að það hafi orkað á sig sem sprenging að koma þar inn í fyrsta sinn. Hann ólst upp í næsta nágrenni og varð fljótlega tíður gestur á Mokka, eins og fjölmargir aðrir listamenn, og kann vel að skýra frá sögu staðarins og fleiri kynslóðum kúnna sem sótt hafa staðinn í gegnum tíðina. „Mokkakaffi var hreiður SÚMaranna,“ segir Gylfi sem eins og vinur hans Jón Gunn- ar tilheyrði þessari hreyfíngu framsækinna listamanna á 7. áratugnum. Aður höfðu þó abstraktmálararnir vanið komu sína á staðinn og margir þeirra héldu reglulega sýningar á Mokka. „Ég lít á staðinn sjálfan sem listaverk," segir Gylfi. „Hér var einstak- lega vel að verki staðið í upphafi og æ síðan hefur Mokka verið haldið við í sinni uppruna- legu mynd, sem er aðdáunarvert." Þannig segir Gylfi staðinn vera ákaflega íhaldsaman í aðra röndina og í hina mjög frjálslegan með allar þessar óMku gerðir myndlistar á veggj- unum, oft á tíðum mjög framúrstefnulega en í bland með sýningum alþýðulistamanna og handverksfólks. Það sama á við um gestina. „Hér hafa alltaf allir verið jafn velkomnir. Af- leiðingin var sú að staðurinn var lengi sveipaður mystík og margir þorðu ekki fyrir sitt litla líf að líta hér inn. Mokka hafði orð á sér fyrir að vera staður bóhema og in- tellektúela." Og skólafólks. Gylfi rifjar upp sögu sem hann heyrði eitt sinn af ungri stúlku utan af landi sem hafði brugðið sér í bæjarferð. „Þegar hún kom til baka mætti hún á fundi hjá leikfélaginu og hrópaði upp: „Ég fór í bæinn og ég fór inn á Mokka. Og ég skammaðist mín ekki neitt.“„ Verk Jóns Gunnars á sýningunni á Mokka koma víða að og eru allflest úr einkaeign fjöl- skyldu og vina listamannsins. Elsta myndin er frá 1956 en verkin spanna allan hans feril og víðfeðmt svið listsköpunar þessa mikla hagleiksmanns, sem eitt sinn voru höfð þau orð um að „hann sprengdi öryggið í fólki“. í Jóni bjó bæði harka og bliða Á veggnum til móts við afgreiðsluborðið er safn nokkurra af fjölmörgum hnífum sem Jón Gunnar gerði. „Hnífarnir urðu honum ákveðin tjáning sem hann greip alltaf til öðru hverju," segir Gylfi. „Sjálfur var Jón eins og hnífsegg, í honum bjó bæði harka og blíða.“ Og hann var jafnhæfur í gerð fínlegustu skartgripa og stórra „mónúmental" högg- mynda. „Fátt lýsir þessum fínlega og granna manni betur en það að hann skuli kjósa að vinna í járn, harðasta og erfiðasta efni sem hægt er að hugsa sér,“ segir Gylfi. „Jón Morgunblaðið/Ásdís GUÐMUNDUR og Guðný hafa bruggað Mokkakaffi í 40 ár. Hjá þeim situr sýningarstjóri afmælissýningar á verkum Jóns Gunnars Árnasonar, Gylfi Gíslason. hugsaði alltaf stórt og leitaði í það nýjasta. Hann var viljasterkur og knúinn áfram af djúpstæðri fegurðarþörf, sem kom fram í öllu sem hann gerði.“ Kynni Jóns Gunnars af Dieter Roth höfðu mikil áhrif á listsköpun þess fyi-rnefnda auk þess sem þeir urðu nánir vinir. Um tíma snéri Jón Gunnar baki við járnsmíði og hönn- un og sökkti sér í hreina hugmyndalist. Síðar á ferlinum náði hann að sameina þetta tvennt aftur í skipaverkunum sínum eins og Sólfar- inu, sem stendur mót hafi við Sæbrautina. „Ég vona að þessi sýning á Mokka eigi eftir að vekja forvitni og sýna nýjar hliðar á Jóni Gunnari," segir Gylfi. „Undirbúningur henn- ar hefur að minnsta kosti opnað augu mín íyrir nýjum möguleikum í list Jóns Gunnars, og þekkti ég hann þó vel áður. Alltaf heldur Jón Gunnar áfram að stækka fyrir mér.“ Þögnin altengd EFLAUST hafa ekki margir veitt eftirtekt tveimur hátölur- um sem eru naglfastir og vel faldir undir sama brúna strig- anum og verið hefur á veggjum Mokka frá upphafi. Um þessa hátalara hefur aldrei borist einn tónn ( 40 ára sögu staðar- ins. í upphafi hafði söngmaður- inn Guðmundur hugsað sér að bjóða gestum að hlýða á ítalsk- ar óperur undir kaffísopanum. Þegar staðurinn var síðan opnaður og hátalarar settir upp og tengdir þótti honum sem tónlist myndi valda of miklu ónæði fyrir gesti sína. Fyrir nokkrum árum framdi Haraldur Jónsson myndlistar- maður síðan gjörning á Mokka. Við hátíðlega athöfn tók hann hátalarana niður af veggjunum og klippti á rafmagnsstrengina. Aratugalöng þögn hafði verið aftengd. Það eina sem breytist er listin á veggjunum „EVRÓPSK kaffíhúsamenning á hástigi," segir í auglýsingu Mokkakaffis frá 1958. Og víst var að Islendingar höfðu aldrei kynnst slíku í heimalandi sínu áður. í grein í Heim- ilispóstinum frá árinu 1961 segir m.a: „Vegna hugarfarsins, sem eiganda hefur tekist að skapa og rækta hjá gestunum, sem inn koma, á maður góðar stundir í þessu kaffihúsi. Fólk, sem ekki kærir sig um smekk og andleg hreinindi, leitar einhvað annað.“ Guðný Guðjónsdóttir segir kímin frá því að þrátt fyrir það orðspor sem farið hafi af Mokkakaffi í gegnum tíðina sé þó enn að rekast þar inn fólk sem spyiji hvort þau búi til cappuchino kaffi. „Já, segi ég þá. Og það höfum gert í 40 ár.“ Guðmundur Baldvinsson í Mokka dvaldi um árabil á Ítalíu þar sem hann var við söngnám. Við heimkomu velti liann fyrir sér hvernig sjá mætti fyrir fjölskyldunni meðfram söngnum og með angan ítalska ex- pressókaffisins fyrir vitum sér stofnaði hann kaffihús að þarlendri fyrirmynd. Hugmynd- in féll vel í kramið hjá borgarbúum og fijót- lega varð fullt út úr dyrum. Guðmundur hafði haft kynni af íslenskum myndlistarmönnum á Italíu og með tilkomu kaffihússins kviknaði sú hugmynd að þar mætti einnig bjóða upp á myndlistarsýning- ar í veitingasal. Ekki var um auðugan garð að gresja í sýningaraðstöðu í bænum á þeim tíma; Ásmundarsal, Bogasal Þjóðminjasafns- ins og Listamannaskálann. Á fyrstu sýning- unni voru verk eftir Braga Ásgeirsson, Bjarna Jónsson, Barböru Árnason, Benedikt Gunnarsson og Jón Benediktsson. „Ásókn í að sýna á Mokka hefur alltaf verið mikil,“ segir Guðný. „Fyrst og fremst erum við þó kaffihús og okkur hefur alltaf fundist að kúnnarnir ættu að fá að vera í friði. Þess vegna höfum við aldrei leikið tónlist í saln- um eða staðið fyrir menningaruppákomum af öðrum toga en myndlistarsýningum.“ Þau Guðmundur og Guðný eru þekkt fyrir fastheldni í rekstri og aldrei hefur hvarflað að þeim að gera aðrar breytingar á staðnum en nauðsynlegt viðhald innréttinganna krefst. Striginn og viðurinn á veggnum er enn sá sami og aðeins hefur verið skipt um áklæði á bekkjum og gólfteppi. Gylfi Gísla- son segjr að Mokkakaffi sé eini „brúni bar- inn“ á íslandi og að tryggja verði varðveislu hans sem slíks veitingahúss. „Við breytum aldrei um neitt nema myndlist á veggjun- um,“ segir Guðný. Þau hjón segjast ætla að halda áfram rekstrinum meðan þau hafi heilsu til. „Mokka er litla barnið okkar sem þarf endalausa umönnun." Allt frá byijun og fram til ársins 1991 var það Guðmundur sem hafði umsjón með öllu sýningarhaldi á Mokka. Þá tók við sýningar- haldi tengdasonur þweirra Guðnýjar og Guðmundar, Hannes Sigurðsson listfræðing- ur. Hlé var gert á sýningarhaldi Mokka á síðasta ári en reglulegt sýningarhald er nú hafið aftur undir stjórn fslensku raenningar- samsteypunnar art.is. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. MAÍ 1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.