Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 16
/ ISLENDINGAR eru svo heppnir að þeir geta lesið sínar eigin miðaldabók- menntir á íslensku og eiga nú einnig kost á þeim í útgáfum með nútíma staf- setningu. Vandinn í Danmörku er hvernig eigi að þýða og ganga frá text- unum, hvort gefa eigi út eina útgáfu fyrir fræðimenn og aðra fyrir almenn- ing.“ Þannig lagði Peter Springborg, for- stöðumaður Det amamagnæanske institut, danskrar systurstofnunar Árnastofnunar, út af efninu þegar hann ávarpaði gesti í upphafi ráðstefnu er Bergljót Kristjánsdóttir, sendi- kennari við Hafnarháskóla, átti frumkvæði að, en auk hennar sáu Karl Gunnar Johans- son frá Gautaborgarháskóla og Ulfar Braga- son frá Stofnun Sigurðar Nordals um fram- kvæmdina. Efnið var miðlun norrænnar vík- inga- og miðaldamenningar, þar sem athyglin beindist helst að íslenskum fornbókmenntum. Þarna voru ekki aðeins samankomnir fræði- menn á sviði miðaldabókmennta, heldur einnig safnafólk og rithöfundar, sem sótt hafa innblástur til miðaida. Vandinn við miðlunina á íslandi og á Norðurlöndum er að ýmsu leyti hliðstæður, en ýmis sérvandamál blasa við Is- lendingum. Þótt íslendingar þurfi ekki þýð- ingar til að nálgast fombókmenntir sínar, eins og Peter Springborg minnti á, getur hið helga yfírbragð fornbókmenntanna, arfsins mikla, torveldað ungum lesendum aðkomuna að þeim. í þeirra augum eru fornbókmenntir oft eitthvað leiðinlegt, eins og Heimir Pálsson, framkvæmdastjóri N ámsgagnastofnunar, benti á og það sjónarmið þurfa kennarnir að takast á við í upphafi. ' BENEDIKT Erlingsson og Halldóra Geirharðsdóttir fluttu ráðstefnugestum Ormstungu. HVERNIG Á AÐ DUSTA RYKIÐ AF MIÐÖLDUNUM? Fornbókmenntaáhwgi erlendis ekki bara af hinu góða Það mætti halda að áhugi á norrænu mið- aldaefni hlyti að vera af hinu góða en svo vandræðalaust er það þó ekki. I Noregi hafa norrænar miðaldabókmenntir og þá líka Eddukvæði og íslendingasögur síðan eftir stríð verið markaðar því að nasistar héldu þeim á loft sem fyrirmynd og arískum arfi og inn á þetta komu norsku rithöfundarnir Tor Áge Bringsværd og Erling Kittelsen. Bringsværd hefur meðal annars skrifað tólf binda sögu fyrir böm og unglinga byggða á norrænni goðafræði. Hann sagði Norður- landabúa oft haldna minnimáttarkennd gagn- vart goðsögnum Grikkja og Rómverja, en í Noregi væri vandinn ekki síst að norskir nas- istar hefðu svipt seinni tlma Norðmenn bók- mennta- og goðsagnaarfinum með dálæti sínu á honum. Ekki væri hægt að nota rúnastafi án þess að leiða hugann að flugritum nasista og heldur ekki gömul orð, sem mörg hver hefðu verið hluti af orðaforða norsku nasistanna, er hann líkti við þjófa. „Við refsuðum þjófunum eftir stríð, en létum þá halda þýfinu," sagði Bringsværd. „Kvisling og félagar hafa sigrað meðan við endurheimtum ekki þýfið og það verður að gerast strax, ef það á að gerast á annað borð. Annars fá nýnasistar að sitja ein- ir að því.“ Kittelsen hefur mjög sótt efni í norræna goðafræði, en einnig í þjóðkvæði annars stað- ar að úr heiminum. Einnig honum voru ljós tengsl fornbókmenntanna, einkum goðafræð- innar, við nasismann og hann sagðist hafa spurt sjálfan sig að því hvemig í ósköpunum nasistum hefði tekist að innlima Eddukvæðin í hugmyndafræði sína. Andinn í kvæðinum væri svo augljóslega andstæður hugmyndum nasista um hinn hreina kynþátt. Kvæðin væru full af sögum um blöndun ætta eða kynþátta, lausn átaka og samtengingu. Kittelsen var hins vegar bjartsýnni en Bringsværd. Efnið væri að missa tengslin við nasismann og það væri ekki jafn erfitt og áður að nota til dæmis Eddukvæði án þess að vera álitinn gera það í annarlegum tilgangi. I Svlþjóð hafa nýnasistar sótt stíft í nor- rænt miðaldaefni og nota þaðan ýmis tákn og hugmyndir, þótt útfærslan sé oft ónákvæm og afbökuð. Kristinn Jóhannesson frá háskólan- um í Gautaborg nefndi í þessu sambandi að einn nemenda sinna virtist við fyrstu sýn harla skuggalegur, klæddur svörtum leðurföt- um og þeystist um á mótorhjóli. Við nánari Hvernig á að miðla fornbókmenntunum og er yfirleitt nokkur ástæða til þess? Þessar spurningar bar á góma á ráðstefnu í Danmörku, sem SIGRÚN DAVÍDSDÓTTIR sat ásamt fólki sem sótt hefur innblástur til miðalda. kynni kom þó í Ijós að sá svart- klæddi vann gegn kynþáttafor- dómum í skólum og þar sem hann sá að fornnorrænt efni var hluti af hugmyndafræði nýnas- ista ákvað hann að fara sjálfur að uppsprettunum og kynna sér norrænar miðaldabókmenntir til að geta bent þeim á að víkingarn- ir hefðu til dæmis sjálftr verið innflytjendur og nota því mið- aldaarfinn til að láta krók koma á móti bragði. Þegar Kristinn spurði þennan vígalega nemanda sinn af hverju hann væri svona klæddur svaraði hann að bragði hinum jakkafataklædda borgara- lega kennara sínum: „Heldurðu að krakkarnir hlustuðu á mig ef ég væri klæddur eins og þú?“ Þýðingar: Leiðin til útbreiðslu erlendis í Danmörku er þessi óheppilega tenging ekki fyrir hendi, en þar er áhuginn á norræn- um miðaldabókmenntum og íslenskum forn- bókmenntum hins vegar í lágmarki. Það bitn- ar svo einnig á dönskum þýðingum á íslensk- um fombókmenntum, þótt góðar þýðingar séu annars lykillinn að því að fornbókmennt- irnar séu á annað borð lesnar, eins og Thomas Bredsdorff, prófessor í dönskum bókmennt- um við Hafnarháskóla, benti á. Fornbók- menntirnar eru kenndar sem valfag fyrir dönskunema og þá aðeins í þýðingum. Þótt það sé hallæriskostur, eins og hann benti á, þá stendur valið á milli þess að kenna þær alls ekki eða notast við þýðingar, og þá eru þýð- ingar skárri kosturinn. Kynnin af fornbók- menntunum hafa svo leitt til þess að hluti nemenda tekur námskeið í fornmálinu. Dönsku þýðingarnar eru flestar gamlar og þar sem danskir nemendur eiga jafnvel erfitt með að lesa H.C. Andersen í frumútgáfum er það ekki beint til að auka vinsældir Islend- ingasagna, hvorki í skólum né almennt. Það vantar einfaldlega framtak til að þýða þær all- ar á lipurt nútímamál, líkt og ný- lega var gert þegar þær voru þýddar á ensku á þremur árum að frumkvæði bókaútgáfunnar Ingólfs Arnarsonar, en það fram- tak kynnti Viðar Hreinsson. Bredsdorff varpaði fram þeirri hugmynd hvort Institut for nor- disk filologi og Árnastofnunin danska gætu ekki tekið höndum saman um slíka útgáfu og þeirri hugmynd fögnuðu Peter Spring- borg og fleiri. Sú hugmynd kom fram að best færi á að frumtext- inn væri öðrum megin og þýðing- in hinum megin, því lesandinn gæti haft áhuga á aðgangi að upprunalega textanum. I Noregi er hefð fyrir fornbók- menntaútgáfum og síðan 1907 hefur í sömu ritröðinni verið gefinn út 51 titill, þar sem stærstur hluti er noiTænar miðalda- bókmenntir eins og Jan Ragnar Hagland, prófessor í norrænu í Þrándheimi, rakti. Þar er íslenski textinn gefinn út með þýðingum, en Hagland segir væntingu lesenda alls ekki að þýðingamar eigi að vera nútímalegar, líkt og danskir lesendur kjósa, heldur eigi þær einmitt að vera með ögn fornfálegum blæ. í Svíþjóð hafa nýjar fornbókmenntaþýðing- ar orðið metsölubækur eins og Karl Gunnar Johansson frá Gautaborgarháskóla benti á, en nýlega kom út ný Heimskringluþýðing hans. Honum fannst það ærin bjartsýni útgefand- ans að prenta fyrsta upplagið í fimm þúsund eintökum, sem er eins og upplag söluvænnar skáldsögu. Ærin var undrun hans nokkrum vikum seinna er útgefandinn hafði samband við Johansson og sagði að nú ætti að prenta næsta upplag upp á þrjú þúsund eintök. Alls hefur fyrsta bindi Heimskringluþýðingarinn- ar selst í 28 þúsund eintökum. Og hver er svo galdurinn að baki slíkrar sölu? var spurt og kímið svar Johannsson var: „Bara að selja,“ en viðui-kenndi líka að sér væri sjálfum ekki ljóst í hverju áhuginn lægi. Af umræðum á ráðstefnunni er ljóst að þýð- Tor Áge Bringsværd ingar eru undirstöðuatriði í útbreiðslu ís- lenskra fornbókmennta og þar eru íslend- ingasögur og Eddukvæði miðlæg, auk orða- bóka, eins og Helle Degnbol lagði áherslu á í kynningu sinni á fornmálsorðabókinni, sem unnið er að á Árnastofnun í Höfn. Því er áleit- in spurning hvort íslensk stjómvöld ættu ekki markvisst að styðja þýðingaviðleitni erlendis, ef áhugi Islendinga á að koma á framfæri þessu fremsta framlagi sjálfra sín og Norður- landanna allra til heimsbókmenntanna er samur í orði og á borði. Það gæti jafnvel verið beinn hagur að því eins og Kristinn Jóhannes- son minnti á, er hann rifjaði upp orð Vigdísar Finnbogadóttur um að menning selur fisk. Handritasafn til að miðla wpplifun Frá Víkingaskipasafninu í Hróarskeldu og Miðaldamiðstöðinni á Falstri komu þeir Max Vinner og Leif Plith Lauritsen og kynntu blómlega starfsemi þar, sem miðar meðal annars að því að miðla gestum tilfinn- ingu af lífinu á miðöldum, líkt og gert er víða á dönskum söfnum um menningu fyrri tíma. Það er einfaldlega grátlegt að ekkert sam- bærilegt handritasafn skuli vera til á Islandi. Andri Snær Magnason kom fram með ýmsar skemmtilegar ábendingar um hvernig slíkt safn gæti verið, en hann hefur tekið saman hugmyndir fyrir Árnastofnun um miðlun þess sem þar er. Slíkt handritasafn gæti sýnt handrit, stækkaðar myndir úr handritunum með skýr- ingum um hugmyndaheim og áhrif og kort yf- ir ferðir manna á söguöld og ritunartíma sagnanna, svo fátt eitt sé nefnt. Hægt væri að sýna hvernig skinn í handrit eru verkuð, leyfa fólki að skrifa með fjöðurstaf á skinn og fleira í þeim dúr, allt í þeim tilgangi að miðla ein- hverju af þeim anda, sem umlukti sagnaritun- ina. Andri Snær hefur einnig unnið að undir- búningi geisladisks með rímnakveðskap og öðru úr hljóðsafni Árnastofnunar, sem Smekkleysa gefur út, og er hann væntanlegur bráðlega. Af hljóðdæmum sem Andri Snær brá upp fæst þar heillandi innsýn í heim sem fæstir íslendingar vita einu sinni að er til. Eins og Andri Snær hnykkti á í lokin þá bjargaði Ámi Magnússon handritunum frá glötun, en nú þarf að bjarga fornbókmenntun- um frá söfnunum. Þær eiga ekki aðeins að vera safngripir, heldur öðlast eitthvert líf. Helgibragur arfsins er hindrun Þetta er allt gott og blessað benti Preben Meulengracht Sörensen, prófessor í Osló, á, 1 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 16. MAÍ1998

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.