Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 16.05.1998, Blaðsíða 11
yrirhugaðrar lista- heildarsafni verka Errós, . HULDA STEFÁNSDÓTTIR Noregi. '<k Morgunblaðiö/Kristinn TIL VINSTRI: Aafter Burn, úr samnefndri myndaseríu. 162x97 cm, 1995. Erró Ijóstraöi því „EG HEF aldrei haft sérstakan áhuga á teikni- upp ag þetta væri mynd sem hann héldi sjálfur mikið upp á. Til hægri: Le Nu Descendant myndasögum sem slíkum," segir Erró. l’Escalier, úr seríu frá 1989—1994. 83x100 cm. Listasagan. 220x490 cm, 1992. anna gerð skil. Það eru töggur í þessum skvísum þar sem þær standa ábúðarmiklar í forgrunni myndanna í fullri líkamsstærð. Margar þessara mynda verða á sýningunni í Hafnarhúsinu auk fleiri verka listamannsins frá síðustu árum. „Næst langar mig að gera konurnar enn stærri, - eitthvað fjörugt og skemmtilegt," segir Erró. „Teiknimyndasögurnar hafa breyst svo mikið á síðustu árum að ég veit ekki hvað ég get notað þetta efni mikið lengur. Þær eru mikið til tölvu- unnar og undir japönskum áhrifum í útliti per- sónanna sem eru eins og lítil vélmenni með ská- sett augu. Þar er líkaminn að hverfa fyrir vél- inni.“ Teiknimyndapersónunum hefur Erró sankað að sér árum saman, hann segist safna sömu persónunum lengi og þegar sér þyki komið nóg þá byrji hann að vinna úr hráefninu. Hér fínnur sýningarstjórinn sig tilknúinn til að leggja orð í belg. „Þetta segir hann alltaf,“ segir Gunnar. „Hann lætur eins og hlutirnir bai-a æxlist svona en auðvitað er þetta allt sam- an úthugsað af honum og mjög skipulagt. Gott dæmi er myndin Nakin kona gengur niður stiga sem vísar til samnefnds málverks Mareels Duchamps. Mai'okkókona situr við málverk í gylltum ramma. Inni í rammanum er mynd af kona Gerhards Richters sem gengur nakin niður stiga með þetta málverk Duchamps í fanginu. Svo reynir Erró að halda því fram að það sé hending hvernig verk hans verði til!“ Hef aldrei haft áhuga á teiknimyndasögum sem slíkum Man Erró hvenær hann komst fyrst í tæri við teiknimyndasögm'nar? „Það var tiltölulega seint,“ segir Erró. „Ég hef aldrei haft sérstakan áhuga á teiknimyndasögum sem slíkum. Ég les þær aldrei heldur liggur þetta bara eins og hver annar efniviður á borðinu sem ég nota öðru hverju. Þetta er eins og salt og pipar í myndirn- ar.“ Hann segir að það að geta valið úr ógrynni ímynda sem aðrir hafa skapað, með þeim hætti sem hann gerir í verkum sínum, veiti sér meira frelsi. Ahrifín koma úr öllum mögulegum og ómögulegum áttum og það kemur í Ijós að Erró fylgist jafn vel með fatatískunni og því sem er að gerast í myndlist. „Stundum er jafnvel meira gaman að fara á tískusýningar en málverkasýn- ingar." Tilvísanir í listasögunna eru áfram fyrir hendi og En'ó segir barokkmálverkið eiga hug sinn allan um þessar mundir. „Ég hef sérstak- lega gaman af að skoða málverk þar sem mynd- flöturinn er flókinn og vel upp byggður og er alltaf að verða meira hrifinn af Rubens og verk- um listamanna eins og Bruegelbræðra og Bosch. Feneyjaskólinn hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár og þá sérstaklega verk Tintorettos og Veronese." Sýning Eitós í nýjum sýningarsölum Hafnar- hússins er ekki eina sýning hans á Listahátíð því í Galleríi Sævars Karls verður opnuð á morgun sýning á svokölluðum „Vasamyndum" Errós og skúlptúrum eftir Guðjón Bjarnason. „Einhverju sinni þegar ég kom til Errós sagðist hann ætla að sýna mér nokkuð sniðugt," segir Gunnar. „Svo fór hann ofaní skúffu hjá sér og tók fram litlar myndir sem ég hafði aldrei séð áður, enda vinnur hann oftast mjög stórt. Erró segir mér að þetta séu myndir til að stinga í vasa, „vasamynd- ir“.“ Þetta eru andlitsmyndir, flestar af konum, nærmyndir sem Erró hefur klippt út úr ólíkum teiknimyndaseríum. Eins og leikur að mála Erró slær því fram í gríni að hann kunni að . vera á leið í helgan stein, segist vera kominn á aldur og farinn að þiggja efth'laun frá franska ríkinu. En auðvitað hyggur hann ekki á slík um- skipti að snúa baki við málaralistinni. „Þetta er leikur fyrir mér að vinna." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 16. MAÍ 1998 1 1 *

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.